Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Kafli úr ævisögu Hauks Morthens söngvara: Riddarinn féll fyrir síldarstelpu Út er komin bókin Til eru fræ sem er ævisaga Hauks Morthens söngv- ara og séntilmanns. Það er Jónas Jónasson sem skráði bókina. Hann og Haukur byrjuðu saman á bókinni þegar söngvarinn var orðinn helsjúkur en honum entist ekki aldur til að ljúka þvi verki sem þeir félagar hófu. En Ragnheiður Magnúsdóttir, eiginkona Hauks, og fjölmargir vinir hlupu í skarðið og fylltu upp í þá mynd sem brugðið er upp af söngvaranum. Það er Fróði sem gefur bókina út. Ballí Mjólkurstöðinni Hún var 16 ára telpukjáni, nýkom- in til Reykjavíkur og lifði og hrærð- ist í dansinum. Hún og nokkrar vin- konur stóðu æði oft í biðröð fyrir utan Mjólkurstöðina en þar í risinu var vinsæll dansstaður. Þarna hímdu þær í öllum veðrum í von um að komast inn að lokum. Þær hefðu staðið þarna þótt nælonsokkarnir heíðu frosið við fótleggi þeirra. Inn ætluðu þær og tókst oftast. Veturinn 1947 lék KK-sextettinn í Mjólkurstöðinni. Eitt kvöldið voru stúlkumar komnar inn og eins og gerðist á svona stað voru þær á hreyfíngu, enda lágt til lofts og þungt loft þegar fullsetið var. Stundum var farið fram á ganga til aö fá sér frískt loft og þetta kvöld stóðu nokkrar stúlkur þar og vom að þrasa eitt- hvað. Ransý var þar á meðal. Allt í einu var bankað í öxhna á Ransý og dökkhærður maöur, kíminn á svip, með daðurslegt yfirskegg sagði: „Hvað er svona lítil, sæt stelpa að þrasa?“ Ragnheiður Magnúsdóttir var löngum tahn kærulaus og djörf í tah og stundum hortug og lét aldrei neinn eiga neitt hjá sér. Hún snéri sér snöggt við og spurði manninn, með þjósti, hvað honum kæmi það við og hvað hann væri að blanda sér í þessar umræður! Haukur Morthens svaraði engu, tók í handlegg hennar og hálf dró hana með sér út á dansgólfið. Hún streittist ekki mikið á móti því þá hefði hann ekki komið henni þangað en þegar þessi maður byijaöi að dansa við hana fylgdi hún honum eftir og uppgötvaði fljótt sér til gleði að þessi frekja var yndislegur dans- ari. Hún var ekki mikið að velta mann- inum fyrir sér. Hann kunni svo sann- arléga að hreyfa á sér fætuma og hún fann að tekið var eftir þeim á dans- gólfinu og ekki laust við að hún væri öfunduð. Ransý vissi svo sem hver maðurinn var en fékk enga glýju í augun. Syrpu lauk og Haukur fylgdi henni að borðinu, hneigði sig mjög kurteis- lega, þakkaði fyrir dansinn og hvarf frá henni. Hún hugsaði ekki meira um manninn og kvöldið leið og líka dagar og vikur og kom vor. Síldarstelpan og söngvarinn Ransý var byijuð að hugsa norður þegar vorilmur var í lofti. Hún pakk- aði niður í tösku og áður en túlípan- ar komu upp í garðinum var hún komin til Siglufjarðar. Hún fékk vinnu á síldarplani og þar var fullt af sætum strákum en hún var ekkert að hugsa alvarlega út fyrir raðir ætlaði hún að standa við þetta boð en Badda, frænka hennar, vildi endi- lega að hún gerði það. A endanum fór Haukur með þeim suður í bragga þar sem hellt var á könnuna og rabb- að um dag og veg, sungið og spilað á gítar og var býsna gaman. Alltaf bættist í braggann, stelpumar, sem þar bjuggu, komu heim í sollinn og loks var hávaðinn orðinn slíkur að móðir Ransýjar kom fram til að minna fólk á að langt væri hðið á nótt. Mamman bráönaði fyrir söngvaranum Haukur Morthens var ekkert nema kurteisin og móðir Ransýjar, sem hugsanlega ætlaði að segja hug sinn frekar um þetta næturdroll, bráðnaði eins og smjörskaka í sólskini þegar Haukur sagði: „Já, frú, auövitað, frú, fmnst yður það, frú“, brosandi og stimamjúkur, alveg eins og aðals- maður fyrri tíma. Ransý hafði logið til um aldur sinn, sagðist vera tveimur árum eldri en hún var en móðir hennar upplýsti Hauk um aldur hennar. Ransý sprakk í loft upp af reiði en aum- ingja Haukur varð aldeilis forviða, augun stækkuðu í höfði hans er hann horfði á litla lygarann ásökunaraug- um en stelpuskjátan virtist ekki kunna að skammast sín, stóð bara stolt fyrir framan hann og þótti sér misboöið! Kafíisamsæti um nótt í siglfirskum síldarbragga leystist upp því Ransý heimtaði alla gesti á brott með tölu- verðum fyrirgangi. Haukur Morthens var gamall mað- ur í augum þessarar stelpu sem heiU- aði hann og freistaði hans og gerði það að verkum að hann vildi vera í nálægð hennar. Hún var að vísu eins og ótemja en þær eru alltaf spenn- andi! Þar fyrir utan var Siglufjörður spennandi síldar-Klondæk norðurs- ins, staður sem vakti forvitni manns sem í mesta lagi keypti síld í krukku eii hafði aldrei upplifað spennuna, hrópin og kölhn, hláturinn, lyktina og reykinn, iðandi mannlífskösina á síldarplani. AUar þessar konur; ömmur, mömmur, ungar stúlkur og telpur, hömuðust eins og líf lægi laust niðrí síldartunnunum. Yndis- konur, slorugar upp fyrir haus, sveittar, þreyttar, en ahtaf heUlandi á einhvem dularfuUan hátt. Ransý síldarstelpa, sem vUdi aUt í einu aila á brott, virtist búin að gleyma loforði sem hún hafði gefið honum fyrr um kvöldið; að sýna hon- um Siglufjörð. Haukur sá enga ástæðu til að sleppa henni viö að uppfylla þaö loforð. Greifinnbirtist í bragganum Hann birtist í bragganum daginn eftir. Það lá eitthvað í loftinu, fannst honum, spennandi en ljúft. Haukur Morthens var klæddur eins og greifi. Hann var í bláum safarí-fótum, hrokkið hárið vel ham- ið, skeggið í stU Clark Gable og fór í taugamar á mörgum skegglausum stráknum, sem gat auk þess kannski ekkert sungið! Ransý kom til dyra og hana rak í rogastans. Svona glerfínn maður hafði aldrei staðið á þröskuldi meyja- skemmunnar um hábjartan dag, að Ragnheiður Magnúsdóttir, Ransý, síldarstelpan frá Siglufirði, og Haukur Morthens, sem þá þegar var orðinn einn dáðasti söngvarinn á íslandi, gengin í það heilaga. „þannig stráka". Dag nokkum kom vinkona Ransýj- ar, uppfull af ósköpum og æsingi yfir að hljómsveit Bjama Böðvarssonar væri mætt í bæinn og söngvari með hljómsveitinni væri sjáhúr Haukur Morthens! Ransý yppti öxlum en mundi þenn- an svarthærða mann sem hafði dans- að svo listUega við hana í Mjólkur- stöðinni veturinn á undan. Hún hafði ekki frekar hugsað um hann sem hafði blandað sér í stelputal og nán- ast dregið hana með sér inn á dans- gólfið. Jæja, svo hann var kominn! Það skipti ekki máU í sjálfu sér en danshljómsveitin var velkomin mitt í erh daganna í sUdarbænum Siglu- firði. Um kvöldið klæddi Ransý sig í rautt rúmbupUs og mætti á balUð ásamt vinkonum sínum. Þær vom nýkomnar inn og vom að Uta í kring- um sig þegar enn og aftur var bankað í öxUna á Ransý og kunnugleg rödd sagði: „Nei, er þessi Utla, sæta komin hingað?“ Það gekk alveg fram af Ransý. Hún snéri sér við og sá glettnislegt andUt söngvarans. Svona maður átti ekkert að vera á Siglufirði í sUdarönnum vinnandi fólks! Hann var svo fárán- lega finn, í jakkafotum, í hvítri skyrtu og með skrautlegt hálsbindi, aUt öðruvísi klæddur en sUdarstrák- amir og sjómennimir sem venjulega fyUtu danshúsið. Þessi skartbúni maður hafði áreiðanlega aldrei kom- ið nær sUdartunnu en að skoða af henni mynd í blaði! Góðurdansherra Haukur Morthens var 23ja ára, Ransý 7 árum yngri og hún var eigin- lega ekkert hrifin af því hvað þessi maður sýndi henni mikinn áhuga. Henni fannst hann gamaU og vinkon- umar glottu og flissuðu þegar Hauk- ur bauð henni upp og byrjaði að sveifla henni í dUlandi síldarvalsi. Brátt breyttist þó svipur stelpnanna í öfund, svona góður dansari var ekki á hverri gólffjöl. Á milU þess sem Haukur dansaði við Ransý fór hann upp á sviðið og söng með hljómsveitinni. Þegar eitt- hvað var Uðið á kvöldið sagði Haukur við þessa siglfirsku síldarstelpu að sér fyndist það galU á svona stað að það væri ómögulegt að fá kaffi á eftir dansleik. Ransý hefði næstum getað bitið af sér tungubroddinn þegar hún, án þess að hugsa, sagði við hann að hún gæti svo sem bætt úr því og gefið honum kafii á eftir, suður í Sunnu- bragga, ef hann vUdi þiggja. Ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.