Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Síða 29
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 41 Hún sér um Gufuneskirkjugaróinn: „Þakklátt en mjög erfltt starf" - segir Kristbjörg Traustadóttir sem er stöðugt í nálægð dauðans „Ég byrjaði hér árið 1985 en tók við starfi umsjónarmanns árið 1990. Kirkjugarðurinn sjálfur hefur þó verið starfræktur frá árinu 1980,“ segir Kristbjörg Traustadóttir, for- stöðumaður kirkjugarðsins í Gufu- nesi, sem hefur heldur óvenjulegt starf með höndum. Það eru raunar ekki margir sem hafa slíkt starf enda stórir kirkjugarðar á landinu fáir. Kristbjörg er lærður skrúðgarð- yrkjumeistari og hefur starfað við garðyrkju undanfarin þrettán ár. Hún starfaði hjá verktaka sem sá um kirkjugarðana í Reykjavík. „Við störfuðum við trjáklippingar og aðra snyrtingu á görðunum og unnum meðal annars við stækkun Fossvogskirkjugarðs á sínum tíma.“ Kristbjörg hefur þó mun víðtækara starf sem forstöðumaöur þar sem hún þarf auk þess að sjá um útlit garðsins, að taka á móti syrgjendum og líkfylgdum. „Það er náttúrlega enn verið að búa til garðinn. Kirkju- garðurinn á svæði sem er þrjátíu hektarar en aðeins sjö hektarar hafa verið teknir í notkun. Hins vegar klárast svæðið mjög hratt þar sem fólksfjölgun á þessu svæði er svo mikil. Garðurinn mun því ekki end- ast nema í sextán ár í viðbót,“ segir Kristbjörg. „En það er annar garður í bígerð hér ekki langt frá enda verð- ur að vera til fimmtíu ára landáætlun fram í tímann." Fjörutíu jarðarfarir á mánuði Kristbjörg segir að margir telji að hún sé í starfi hjá Reykjavíkurborg en svo er ekki. „Þessi garður er einn- ig fyrir Kópavogs- og Seltjamames- prófastsdæmi. Arkitekt skipuleggur svæðið en síðan er það í mínu valdi að vinna það sem á eftir kemur. Ég er með fjóra menn í vinnu og á sumr- in fáum við hóp af krökkum til hjálp- ar. Mitt starf fer að miklum hluta einnig í venjuleg skrifstofustörf og að sinna syrgjendum en öll greftran fer nú fram í þessum garði þar sem Fossvogsgarður er orðinn fullur. Um íjörutíu jaröarfarir fara fram í hverjum mánuöi. Að meðaltali tvær á dag, stundum sex. Það er mjög al- gengt að fólk komi hingað og velji grafir þar sem það kýs aö hinn látni ættingi hvíh. Ein'staka aðstandandi velur gröf eftir happanúmeri hins látna og aðrir í átt að heimili hans, þar sem gróður er mestur eða jafnvel sem næst einhveijum látnum ætt- ingja. Það er því misjafnt eftir hverju fólk fer. Hins vegar er sá siður við- hafður á íslandi að grafir snúa allar í austur og vestur, semsagt höfuðið í vestur en fætur í austur. Þeir sem eru trúleysingjar eða annarrar trúar, t.d. múslímar, era jarðsettir í óvígð- um reit í garðinum," segir Kristbjörg en þess má geta að grafir múslíma snúa allar í átt að Mekka. Fordómar gagnvart Gufunesi „Mest er hægt að taka frá fjórar grafir hlið við hliö en tvær er algeng- ast, fyrir hjón. Sumir hafa aldrei komið hingað áður og finnst garður- inn vera langt uppi í sveit. Það kem- ur fyrir að eldra fólk er með fordóma gagnvart garðinum og finnst Gufu- nesið alveg vonlaus staður. Fordóm- amir hverfa þegar fólk kemur hing- Kristbjörg Traustadóttir er forstöðumaður Gufuneskirkjugarðs. Starf hennar er bæði þakklátt og erfitt. DV-mynd GVA að,“ segir Kristbjörg. „Ég aðstoða aðstandendur við að finna staö í garðinum og fylgist síðan með að gröfumenn taki gröfina á réttum stað og gangi almennilega frá. Einnig reyni ég að hafa tíma til að taka á móti líkfylgdunum þegar þær koma. Það getur þó verið erfitt þegar tvær til þijár koma á sama tíma.“ Kristbjörg segir að þetta geti verið ipjög erfitt starf. „Þetta starf venst þó eins og öll önnur en það kemur fyrir að maður tekur inn á sig sorg- ina. Sérstaklega þegar böm falla frá eöa ungt fólk.“ Kristbjörg hefur mikið orðið vör við hræðslu fólks við dauðann. „Margir verða hræddir við það eitt að sjá líkbílinn. Oft er hringt hingaö og rætt um dauðann við mig. Sumir viðurkenna að þá hryllir við að tala við manneskju sem starfar í nálægð- inni við dauðann. Ég er líka oft ein- hvers konar sálusorgari í þessu starfi," segir Kristbjörg ennfremur. Ákveðnar reglur um leiði Mjög misjafnt er hvemig fólk hugs- ar um leiðin í garðinum. Sumir koma á hveijum degi, oft tvisvar á dag, aðrir aldrei. „Aöstandendur eiga að sjá um leiðin en viö lítum eftir þeim ef enginn kemur. Við setjum þó ekki blóm á leiðin nema fólk biðji um það sérstaklega. Það vita ekki alhr að hægt er að fá slíka þjónustu," segir hún. Ákveðnar reglur gilda um hvernig skreyta má leiðin en bannað er að setja niður girðingu þó ein- hverjir hafi gert það. Það er vegna þess hversu erfitt er að halda þeim við. Kristbjörg segir að fólk hafi ákveðnar óskir varðandi jarðarfor- ina, t.d. vilji ekki allir sjá niður í gröfma né heldur að kistan verði lát- in síga fyrr en allir eru farnir. Sjálf- sagt þykir að fara eftir öllum slíkum óskum. „Jarðarfarir eru auðvitað mjög mismunandi, frá því að vera í kyrrþey en þá era engin blóm og fáir ættingjar, upp í að löng röð heiðurs- varða fylgir líkfylgdinni." Annasamasti dagur ársins í kirkju- garðinum er aðfangadagur. „Það gengur allt vel ef veðrið er gott. Ef mikill snjór er getur verið erfitt fyrir fólk að finna leiðin. Fólk virðist stundum of stolt til að spyija og kem- ur ekki fyrr en það er orðið ískalt og blautt. Við leysum úr öllu sem upp kemur og eram venjulega ekki kom- in heim til okkar fyrr en eftir jóla- steikina," segir Kristbjörg og hlær. „En fólk er alltaf í góðu skapi á að- fangadag og það er oft gaman að vinna þann dag. Þetta er því mjög þakklátt starf þó það sé vitaskuld erfitt," sagði Kristbjörg Traustadótt- ir. -ELA Opið 10-19 alla daga GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð - sími 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.