Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Page 32
•44
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
Sannkallað reiðibál logaði í Los Angeles eftir að kviðdómur sýknaði fjóra hvíta lögreglumenn af ákæru um að hafa barið blökkumanninn Rodney King að tilefnislausu. Þúsundum saman
þustu blökkumenn út á götur og létu reiði sína bitna á öllu sem fyrir varð. Margar verslanir brunnu til grunna en fólk reyndi að nýta sér ástandið eins og maðurinn sem hér hleypur frá eldinum
með innkaupakerru fulla af bleium. Verðlaunamynd þessa tók Kirk McKoy fyrir Los Angeles Times.
World Press Photo '93 fréttaljósmyndasýningin hafin í Kringlunni:
Borgin logar af
mannavöldum
- ein verðlaunamyndin er af kynþáttaóeirðunum miklu í Los Angeles
Þetta byrjaði allt á því að blökku-
maðurinn Rodney King ætlaði fuUur
heim á bílnum sínum. Fjórir hvítir
lögreglumenn stöðvuðu hann og mál
þróuöust svo að þeir gengu í skrokk
á King og misþyrmdu honum illilega.
Myndir voru teknar af aðfórum
lögreglunnar og urðu þær helsta
sönnunargagnið í réttarhöldum gegn
lögreglumönnunum flórum. Þrátt
fyrir augljósar sannanir voru þeir
sýknaðir og þá varð íjandinn laus í
Los Angeles - borg englanna.
sólarhring og að þessu sinni voru það
ekki náttúruöflin sem léku lausum
hala. Reiði manna vegna misréttis
kynþáttanna varð til þess að Los
Angeles leit út eins og eftir stórstyij-
öld daginn eftir að dómsorð féll í
máh lögreglumannanna.
Einn fjölmargra ljósmyndara á
vettvangi átakanna var Kirk McKoy
frá Los Angeles Times. Hann fangaði
þarna ódauðleg augnabilk á filmu og
hlýtur þriðju verðlaun World Press
Photo fyrir fréttamyndir.
augnabliki er segir allt sem segja
þarf um reiðibálið sem nánast lagði
Los Angeles í rúst.
McKoy á margar myndir frá at-
burðunum í Los Angeles á World
Press Photo ljósmyndasýningunni
sem hófst í Kringlunni í gær. Mynda-
röð hans frá atburðunum vakti verð-
Eldar
óréttlætis
Þegar eftir að sýknudómurinn lá
fyrir brutust út verstu kynþáttaó-
1 eirðir í sögu Bandaríkjanna. Blökku-
menn í Los Angeles þustu út á götur
og réðust á alla hvíta menn sem þeir
sáu, brutu rúður og kveiktu í húsum
og bílum.
Þegar átökunum lauk lágu 58 menn
í valnum og eignatjón nam milijörð-
um Bandaríkjadala. Borgin hafði log-
að í bókstaflegum skilningi í heilan
Bleiunum
komið undan
Eftirminnilegasta mynd McKoy frá
atburðunum í Los Angeles er af
manni með innkaupakörfu fulla af
bleium. Mikið var um gripdeildir í
borginni meðan óöldin geisaði þar.
Kaupmenn urðu illa fyrir barðinu á
óaldarseggjunum og ófrómir menn
notfærðu sér ástandið.
Þetta er mynd sem lifir. Enn einu
sinni tókst fréttaljósmyndara að
undirstrika ógnina með mynd af einu
Reiði bfökkumanna í Los Angeles var mikil eftir að fjórir lögreglumenn
voru sýknaðir þrátt fyrir augljósar sannanir fyrir að þeir hefðu barið blökku-
mann til óbóta að tilefnislausu. Myndina tók Kirk McKoy.
skuldaða athygli og nú gefst Islend-
ingum kostur á að rifja upp söguna
að baki eldunum sem geisuðu í Los
Angeles á síðasta ári.
World
Press Photo
Sýningin í Kringlunni stendur
fram til 16. nóvember. Opiö er á
verslunartíma og er öllum heimill
ókeypis aðgangur. Alls eru 200
myndir á sýningunni úr 17 flokkum
verðlaunamynda.
Dómnefndir völdu verðlauna-
myndirnar úr um 2000 myndum frá
84 löndum. Þarna getur að hta allar
eftirminnilegustu fréttaljósmyndir
liðins árs.
Listasafn ASÍ heldur sýninguna
sem fyrr en nú í samvinnu við DV,
Hans Petersen og Kringluna. Hús-
næði ASÍ við Grensásveg hefur dug-
að til þessa en nú er sýningin orðin
svo umfangsmikil að ekkert minna
enKringlandugar. -GK