Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 15 Golf völlur og kirkjugarður Um skeið hefur verið tekist á um spildu innst í Fossvogsdal innan landamæra Kópavogs. Naumasti þverpólitískur meirihluti í bæjar- stjórn samþykkti að kynna skipu- lag dalsins með golfvöll á þessari spddu. Einu rök sem ég hef séð og heyrt þessu til grundvallar eru aö bæjarfulltrúar hafi veriö undir þrýstingi frá forsvarsmönnum Golfklúbbs Kópavogs, sem er land- laus. Klúbbvöllur Samkvæmt því snerust þessi áform um aö skapa aöstööu fyrir klúbbvöll, sem sagt athafnasvæði fyrir Golfklúbb Kópavogs. Nú vil ég honum gott eitt sem iðkandi íþróttarinnar i frístundum og hef því undrast þessi áform þeim mun meira sem þau hafa verið harðar sótt. Ég hef ekki haft áhyggjur af slysahættu eða ónæði, heldur af þeirri óskaplegu þröngsýni sem markað hefur þessi áform. Það yrði golfklúbbnum hreinlega fjötur um fót að hasla sér þarna völl. Upp í Leirdal Alvöru golfvöllur hér á landi þarf helst að vera á besta láglendi, auk þess að rúmt sé um hann. Vissulega er láglendi í Fossvogi og raunar það eina sem Kópavogur á ónotað. En Kópavogur á enn einn ósnertan dal rétt ofan ýtrasta láglendis, Leirdal, rétt suðaustur af Fífuhvamms- KjaUaiinn Herbert Guömundsson félagsmálafulltrúi Verslunar- ráðs íslands landi, allmarga tugi hektara. Hug- myndir um nýtingu hans eru ekki fullmótaðar þótt spáð hafi verið í 3 þúsund manna byggö með tilheyr- andi aðstöðu, m.a. íþróttasvæði, og einnig svæði fyrir 20 hektara kirkjugarð. Auk þess er ennþá ór- áðstafað ögn minna „frímerki" en ætlað hefur verið fyrir golfvöllinn í Fossvogi. Þegar það datt í mig fyrir nokkr- um vikum að skipta mér af þessu golfvallarmáli hér á þessum vett- vangi lá raunar fyrir að fjölmargir íbúar í Fossvogi höfðu allt á horn- um sér út af golfvelli þar - og þá „í öllum þessum atriöum má spyrja hvort þaö sé eðlilegt aö hengja sig 1 bæjarmörk og stunda eins konar þjóð- ernispólitík 1 framkvæmdum þegar íbúar, fé og fyrirtæki eru á fleygjferð fram og tU baka yfir þessi mörk.“ Séð yfir Leirdalinn. - Hugmynd um að koma klúbbvelli Golfklúbbs Kópa- vogs þar fyrir. kom einnig í ljós að þegar var hafin könnun á þessari hugmynd sem hér er viðruð, að koma klúbbvelli Golfklúbbs Kópavogs fyrir í Leir- dalnum. Hún snýst þó aðallega um að nýta hluta af Leirdal í tengslum um undirgöng við klúbbvöll Golf- klúbbs Garðabæjar sem er aðeins snertispöl frá. Þetta er að mínu mati snilldarhugmynd sem gæti leitt til þess að Garðabær og Kópa- vogur sameinuðust um athyglis- veröasta og öflugasta golfsvæði á norðurhjara veraldar. Kirkjugarður? Alvöru 18 holu golfvöUur þarfn- ast 45-50 hektara lands. Sameinað land frá Kópavogi og Garðabæ gæti líklega nægt fyrir annaðhvort tvo 18 holu velh af minni gerðinni eða einn stóran 18 holu völl og jafn- framt stóran 9-12 holu vöU. I Leir- dal má nýta hluta af fyrirhuguðu íþróttasvæði í þessu skyni enda er örstutt á íþróttasvæðiö í Smára- hvammslandi. Og spyrja má hvort ekki megi hugsa sér fyrirhugaðan kirkjugarð í Fossvoginum eða velta því fyrir sér hvort ekki sé um sein- an að halda í hugmynd um kirkju- garð innan bæjarmarka Kópavogs þar sem flestir frumbyggjarnir hafa nú þegar verið jarðaðir utan- bæjar. í öUum þessum atriðum má spyrja hvort það sé eðlUegt að hengja sig í bæjarmörk og stunda eins konar þjóðernispóUtík í fram- kvæmdum þegar íbúar, fé og fyrir- tæki eru á fleygiferð fram og til baka yfir þessi mörk. í mínum huga eru þau orðin nafnið tómt og eiga ekki að takmarka hagkvæmar úr- lausnir í þágu íbúanna. Herbert Guðmundsson Menningarátak í Kópavogi Menningarstarf fyrir almenning í Kópavogi hefur setið á hakanum í áratugi. Mjög brýnt er að stórefla frumkvæði og sjálfstæða starfsemi í menningarmálum bæjarins. Með byggingu hins stórglæsilega Usta- safns, sem kennt er við Gerði Helgadóttur Ustamann, er verið að stíga rétt spor í þá átt, en nauðsyn- legt er að stíga enn stærri skref og huga að fleiri þáttum menningar svo í bænum verði blómlegt og fjöl- breytt menningarlíf. Listasafn Lástasafnið mun verða opnað í apríl á næsta ári á afmæUsdegi Gerðar Helgadóttur en hún hefur gefið Kópavogskaupstað fjölmörg Ustaverk. Fóik hefur mjög ólíkan smekk og viðhorf fil listar. Það kem- Kjallaiinn Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur Því er brýnt að sýningar sem verða settar upp í hinu nýja lista- safni verði sem fjölbreyttastar og ungu Ustafólki, sem er að stíga sín fyrstu skref í Ustaheiminum, verði gefinn kostur á að sýna verk sín þar. Starfsemi safnsins þarf að vera lifandi og sveigjanleg svo sem flest fólk, jafnt ungir sem aldnir með óUkan Ustasmekk, fái notið þess sem þar er boðið upp á. Menningarmiðstöð Nú er verið að leggja drög að því að koma upp menningarmiðstöð við hlið listasafnsins. Slík menn- ingarmiðstöö mundi gegna mun víðtækara starfi en Ustasafnið. Fyrirhugað er að hafa þar veitinga- sölu, ráðstefnu- og tónhsfarsali og einnig stendur til að flytja þangað bókasafnið, Náttúrufræðistofu, TónUstar- og MyndUstaskóla Kópa- vogs. Fólk á öllum aldri kæmi þá í miðstöðina tU að sækja þessa þjón- ustu. Slík menningarmiðstöð verður lika að vera lifandi stofnun þar sem almenningur kæmi til að hlusta á tónleika eða fyrirlestra um ýmis málefni eða bara til að fá sér kaffi með vinum og kunningjum. MikU- vægt er að aUtaf sé eitthvað um að vera í húsinu svo miðstöðin skipi fljótt ákveðinn sess í huga fólks og það sækist eftir að koma þangað. Leiklist Það er mjög æskilegt að hafa öflugt leikUstarlíf í svo stóru bæjar- félagi sem Kópavogur er. Því þarf að efla þann þátt menningarinnar til mikUla muna. í FélagsheimiU Kópavogs er mjög góð aðstaöa fyrir leiksýningar og tónleikahald. Nauðsynlegt er að nýta húsið undir slíka starfsemi mun betur en verið hefur. Hvetja þarf Ustafólk til að halda þar tónleika, setja upp leik- verk, vera með skemmtikvöld fyrir alla fjölskylduna eða fleira þess háttar. Einnig á að fá gestaleiki utan af landi eða annars staðar af höfuðborgarsvæðinu tU að setja upp sýningar í FélagsheimiUnu. Menningar- neistinn að kvikna Kópavogsbúar, tökum höndum saman og stefnum að blómlegu menningarstarfi í bænum. Nú þeg- ar menningameistinn er aö kvikna í Kópavogi verða bæði bæjaryfir- völd og ekki síður íbúar bæjarins að hlúa vel að þessum neista svo að hann verði að skærum loga. Sigurrós Þorgrímsdóttir „Nú þegar menningarneistinn er að kvikna 1 Kópavogi verða bæði bæjaryf- irvöld og ekki síður íbúar bæjarins að hlúa vel að þessum neista svo að hann verði að skærum loga.“ ur ekki aðeins til vegna mismun- andi uppeldis og menntunar ein- stakiinganna heldur geta kynslóðir haft mismunandi sjónarmið til lista. Meðog ámóti A eða B-leið ríkisstjórnar „Það er grundvallar- atriði viö aUa samnings- gerð innan ASÍ að samn- ingsrétturinn er þjá ein- stökum stétt- arfélögum. Fyrirbæri einsoglauna- nefindin, þar sem miklu ákvörð- unarvaldi er þjappaö saman á fáar hendur, er undantekning. Þess vegna var umboð launa- nefhdar skilgreint mjög þröngt. Verkefni hennar var einungis að meta fbrsendur kjarasamnings- ins, efndir á yfirlýsingum tengd- um honum og hugsanleg tílefni tU uppsagnar en ekki almenn endurskoöun samningsins. Öli- um breytingum á honum hefði þurft að vísa tU einstakra stéttar- félaga enda höfðu þau ekki gefið Iaunanefnd umboð tU þess aö fjalla um frávik frá samningnum. Hugmyndir um ieið B voru háð- ar þvi að málið yrði afgreitt á vettvangi launanefndar. Þaö var aldrei nein trygging fyrir því að þetta tUboð myndi gilda við upp- töku nýrra samninga. Leið B gild- ir því einungis i afgreiðsluferli sem er ófært. Hugmyndir um aö framlengja hefði mátt samning- inn og velja á miUi leiðar A og B á síðara stigi eru út í hött og eru í hrópandi mótsögn viö starfs- hætti innan ASÍ. Leið B kom þvi aldrei tíl greina sem ákvörðun iaunanefndar. Þess utan var það einhuga mat samninganefndar ASÍ og launanefndar að leið B væri mun iakari kostur og það gUdir einkum um þá ailra tekju- lægstu auk eUi- og örorkuiífeyris- þega og atvinnulausra." LeiðB „Ég tel að ieiöBséótví- rætt betri en leið A, fyrst og fremst vegna þess að skatturinn sem ríkið verðurafskU- Guðmundur Ólals- ar sér ekki s°n' bagfræðingur í nema að hluta utanrikisráðuneyf- tíl launa- inu- manna. Þetta stafar af því aö við búum við fijáist markaðskerfi á öðrum matvörum en landbúnaö- arafurðum. Þegar skatturinn hverfur eykst eftirspurn eftir þessum vörum og framleiðendur, innflyljendur og kaupmenn hafa svigrúm tU þess að hækka verð tU sín eitthvaö. Þetta stafar ekki af Ulgirni af þeirra háifu; það er einfaldlega skylda þeirra við fijálsar markaðsaðstæöur aö ná sem bestu verði fyrir sig; annars ættu þeir að hætta 1 rekstri. Rannsóknir erlendis benda til þess að 20 tU 30% af skattinum gætu hafnað annars staðar en hjá launþegum. Hugsanlega er þetta hlutfaU hærra hér á landi vegna umburðarlyndis gagnvart háu matarverði og UtUs veröskyns verðbóiguþjóðarinnar. Sumir nefna 50% í þessu sambandi. Þá mun umtalsvert tapast vegna skattsvika. Þess vegna mun stór hluti skattalækkunariimar lenda í annarra vösum en launþega. Meginregian er sú, ef styrkja á einhvern, þá er best aö greiða sfyTkinn sem miUiliöalausast. Leið B hefur einmitt þennan kost; hún nýtist launþegum miklu bet- ur. Atvinnulausura og öryrkjum hjálpar hún að vísu en úr því hefði mátt bæta með öðrum hætti." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.