Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Side 20
32
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993
Iþróttir
JordantókviðStoke
Joe Jordan var í gær ráðinn
framkvæmdastjóri 1. deildar iiðs-
ins Stoke City sem Þorvaldur
Örlygsson leikur með.
Miðvallarleikmaöurinn Gary
Parker hjá Aston Villa er mjög
óhress með aö komast ekki i að-
alliðið. Parker vill fara frá félag-
inu.
Cruzíheitastólinn
Emilio Cruz tók í gær við sem
þjálfari hjá Atletico Madrid i
spönsku knattspyrnunni. Þjálfar-
ar hjá Atletico hafa einn stysta
starfsferili að baki í bransanum.
MeiðslintakavöMin
Geoff Thomas, fyrirliði Wolves
í ensku knattspyrnunni verður
ekki meira með Jiðinu í vetur
vegna meiðsla á hné.
Þaðsama hjá Dozzell?
Jason Dozzell, Tottemham,
vonast til þess að hafa sloppið við
alvarleg meiðsli á hné í leik gegn
Arsenal á dögunum. Hann kann
þó að verða lengi frá keppni.
Parmageririnnkaup
Forystuliðiö í ítölsku knatt-
spyrnunni, Parma, keypti í gær
Roberto Sensini frá Udinese.
Sensini kemur i stað Belgíu-
mannsins Georges Gríins sem er
úr leik vegna meiðsla.
Bobaníuppskurð
Zvonimir Boban, miðvallarleik-
maður AC Milan, gekkst í gær
undir uppskurð vegna meiðsla á
hné. Boban verður frá í 2 mánuði
en hann meiddist í síðasta deild-
arleik Milan gegn Inter.
Ribbeckekkivaltur
Fritz Scherer, forseti Bayem
Mtinchen, sá í gær ástæðu tii að
lýsa yíir þvi að þjálfari liðsins,
Erich Ribbeck, væri ekki valtur
í sessL Bayem hefur gengið illa
undanfarið en þjálfarinn getur
verið rólegur ef marka má orð
forsetans.
Annað með Sonetti
Málum er öðruvísi fariö hjá
þjálfara botnliðs Lecce á Ítalíu,
en Nedo Sonetti var í gær rekinn
frá félaginu. Sonetti tók við liðinu
fyrir keppnistímabilið.
Hoddleekkiaðhætta
Glenn Hoddle kvað í gær niður
orðróm þess efnis að hann væri
aö hætta sem stjóri hjá Chelsea.
Lið hans hefur tapað síðustu
fimm leikjum sínum í deildinni
en Hoddle verður áfram við
stjórnvölinn hjá félaginu.
Björn Borg hættur
Sænska tennisstjarnan Bjöm
Borg tilkynnti 1 gær að hann
væri endanlega hættur að leika
tennis á meðal þeirra bestu í
heiminum, Borg byrjaði að spila
1991 eftir átta ára hlé.
Enn ein stjarnan farin
í kjölfar fiárhagslegra erfið-
leika vegna mútumálsíns fræga
hefur Marseille orðið aö sjá á bak
nokkrum af sínum bestu leik-
mönnum. Einn þeirra var seldur
í gær en þá var gengið írá sölu
Paulo Futre frá Marseilie til
Reggiana á ítalíu.
Ekström til Sviss?
Svíanum Johnny Ekström hef-
ur ekkert gengíð að skora fyrir
Reggiana eftir aö hann kom til
liðsins sl. sumar frá ÍFK Gauta-
borg. Viðræður standa nú yfir á
milli Reggiana og svissneska iiðs-
ins Lugano og er mjög líklegt að
Ekström fari til Sviss. -SK
Markaskor og markvarsla í handboltanum:
Valdimar skorar grimmast
og Bergsveinn ver mest
Þegar sex umferðum er lokið í Nissan
deildinni í handknattleik er Valdi-
mar Grímsson, KA, sá leikmaður
sem flest mörkin hefur skorað. Valdi-
mar hefur skorað 53 mörk í 6 leikjum
sem þýðir að hann skorar að jafnaði
8,8 mörk í leik. Tiu markahæstu leik-
menn í deildinni eru þessir, fyrst
mörk og vítaköst og síðan meðatal í
leik:
Valdimar Grímsson, KA ..53/16 8,8
Dagur Sigurðsson, Val ..46/21 7,6
Birgir Sigurðsson, Víkingi.. ..43/3 7,1
Gunnar Gunnars, Víkingi... ..42/19 7,0
Jason Ólafsson, UMFA ..41/11 6,8
Hilmar Þórlindsson, KR ..40/11 6,6
Jóhann Samúelsson, Þór.... ..36/2 6,0
Guðjón Árnason, FH ..38/6 6,3
Páll Ólafsson, Haukum ..33/11 5,5
Ólafur Stefánsson, Val ....33/0 5,5
Bergsveinn með
flest skot varin
Bergsveinn Bergsveinsson, mark-
vörður úr FH, hefur variö flest skot
í deildinni og hann státar einnig af
því ásamt Magnúsi Sigmundssyni úr
Valdimar Grímsson.
ÍR að hafa varið flest vítaköst. Þessir
markverðir hafa varið best, vítaköst
fyrir aftan:
Bergsveinn Bergsveinss., FH....90/4
Sigmar Þ. Óskarsson, KA........87/1
Hallgrímur Jónasson, Selfossi.... 86/2
Magnús Sigmundsson, ÍR.........67/4
Ingvar Ragnarsson, Stjörnunni.. 67/2
Guðmundur Hrafnkelsson, Val... 62/3
Hlynur Jóhannesson, ÍBV........51/1
Bergsveinn Bergsveinsson.
Hermann Karlsson, Þór.........42/1
Bjarni Frostason, Haukum......41/2
Markverðir Selfyssinga
hafa varið mest
Markverðir Selfyssinga, þeir Hall-
grímur Jónasson og Gísli Felix
Bjarnason, hafa varið flest skot
markvarða í deildinni eða 105 tals-
ins. Markverðir Vals hafa þó þurft
að hirða boltann sjaldnast úr neti
sínu þeir því hafa fengið fæstu mörk-
in á sig eða 131. Haukar koma næstir
með 138 og Afturelding 141. Mar-
kvarsla liðanna í deildinni í fyrstu
sex umferðunum er þessi:
Selfoss.....................105
Stjarnan.....................91
FH.......................... 90
KA.......................... 88
ÍR.......................... 81
Haukar...................... 79
Valur............:.......... 76
ÍBV......................... 75
KR.......................... 72
Víkingur.................... 71
Afturelding..................54
Þór......................... 50
Hlé er nú á deildarkeppninni vegna
landsleikja íslendinga og Búlgara í
vikunni og í næstu viku verður leik-
ið í 16-liða úrslitum bikarkeppninn-
ar. Næstu leikir í Nissan deildinni
verða 19. nóvember. Þá leika: KA-
KR, ÍBV-Afturelding og Selfoss-
Haukar. 21. nóvember leika síðan:
FH-Þór, ÍR-Víkingur og Valur-
Stjarnan. -GH
Giggserekki
tilsölufyrir
tvo milljarða
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri
Manchester United, sagðist í gær
hafa neitað í tvígang gylliboði í Ryan
Giggs frá ítalska liðinu AC Milan.
Milan bauð rétt rúman milljarð ís-
lenskra króna í Giggs eftir að Man.
Utd varð enskur meistari og boðið
var ítrekað rétt fyrir upphaf yfir-
standandi keppnistimabils. Og millj-
arðinn ætlaði Milan að greiða á borð-
ið.
Ferguson sagði í gær: „Ég neitaði
báðum þessum tilboðum og ég myndi
ekki selja Giggs fyrir tvöfalda þá
upphæð sem Milan hefur boðið.“
Ferguson hefur varið Giggs fyrir
ágangi fiölmiðla og sagt að fiölmiðlar
séu í ákafri leit að öðrum Paul Gasco-
igne til að skrifa um. Ryan Giggs
verðugur tvítugur í lok nóvember en
hann er án efa efnilegasti knatt-
spymumaður Bretlandseyja í dag.
-SK
HSÍ semur við Stoð hf.
Handknattleikssamband íslands og Stoð hf. hafa undirritað samstarfsamn-
ing þess efnis að Stoð hf. útvegar HSÍ Rehband hitahlifar, stuðningsumbúð-
ir og hlífar utan um spelkur fyrir öll landslið HSÍ næstu þrjú árin. Hlífar
þessar eru mikið notaðar af handknattleiksmönnum. Þær verja leikmenn
höggum og halda liðamótum heitum og hafa þannig fyrirbyggjandi áhrif. Á
myndinni undirrita Sveinn Finnbogason, eigandi Stoðar hf., og Ólafur
Schram, formaður HSÍ, samstarfssamninginn. -GH
DV kynnir WBA-liðin í körf uknattleik 15
Orlando
Nafn: Orlando Magic.
Stofnað: 1989.
Atlantshafsriðill, austurdeild.
Meistarar: Aldrei.
Árangur í fyrra: 41—41, ekki í úrslit.
Þjálfari: Brian Hill.
í fyrra munaði aðeins 6 stigum
að Orlando-liðinu tækist aö komast
í úrslitakeppnina í fyrsta sinn.
Óheppnin var með liðinu á loka-
sprettinum í deildinni, eða hvað? í
háskólavalinu datt liðið nefnilega í
lukkupottinn annað árið í röð.
Liðið mætir mikið breytt til leiks
í ár. Hill hefur tekið við þjálfuninni
af Matt Guokas, Brian Williams var
seldur til Denver í skiptum fyrir
Todd Lichti og Anthony Cook. Þá
er Mike Iuzzolino kominn frá Dall-
as og Larry Krystkowiak frá Utah.
Úr háskólavalinu fékk liðið An-
fernee Hardaway, bakvörð frá
Memphis State. Hardaway er mjög
fiölhæfur leikmaður og sagður
næsti Magic Johnson deildarinnar.
Það verður talsverð pressa á
Shaquille O’Necd í vetur. Hann var
nýliði ársins í fyrra þegar liðið
vann 41 leik í stað 21 árið áður. í
ár Shaq að koma liðinu í úrslita-
keppnina og gott betur. Hann þarf
að bæta vítanýtingu sína og fækka
þeim boltum sem hann tapar.
Hardaway verður aðalleikstjóm-
andi liðsins en skotbakvörður
verður Dennis Scott. Létti fram-
herjinn er Nick Anderson en skarð
hins framherjans, sem Brian Will-
iams skildi eftir sig, munu þeir
Terry Cadlidge, Jeff Tumer og
Anthony Cook slást um að fylla.
Scott Skiles verður sjötti maður.
Liðinu er spáð öðru sæti í riðlin-
um. Tilkoma Hardaways breytir
mjög miklu en ekki má gleyma því
að liðið er ungt og þjálfarinn er að
stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálf-
ari í NBA-deildinni.
Nick Anderson skoraði grimmt í
fyrra og gerir það eflaust áfram.
Cari hreppti sigur
Carl J. Eiriksson sigraði í
landsmóti sem haldið var í fyrra-
kvöld. Keppt var í riffilskotfimi
og enskri keppni og skoraði Carl
587 stig. í öðru sæti var Auðunn
Snorrason með 579 stig og Gylfi
Ægisson lenti í þriðja sæti með
567 stig.
A-klúbburinn
A-klúbburinn, stuðningshópur
landsliðsins í handknattleik, ætl-
ar að koma saman fyrir lands-
leikina gegn Búlgaríu i Evrópu-
keppninni í dag og á morgun.
Félagar og aðrir þeir sem vifia
ganga í klúbbinn hittast klukkan
18 á Jensen píanóbar í Ármúla 6
(við hliðina á Hótel íslandi).
Hollenskirdómarar
Dómaraparið á leiki íslands og
Búlgaríu kemur frá Hollandi.
þeir heita Peter Bmssel og Anton
van Dongen og hafa nokkuð góða
reynslu í dómarastörfum á al-
þjóðavettvangi. Fyrri leikurinn
telst heimaleikur Búlgara og sá
síðari heimaleikur íslands.
Danskur eftirlitsdómari
Vilhelm Jensen frá Danmörku
verður eftirlitsdómari á leikjun-
um tveimur gegn Búlgörum.
Jensen var dómari um árabil og
kom oft í því hlutverki til Is-
lands. Hann hefur lagt ílautuna
til hliðar og sinnir oft eftirlits-
störfum í alþjóölegum hand-
knattleik.
Stigtil Stuttgart
Stuttgart og Karlsruhe gerðu
jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í
knattspymu í gærkvöldi á heima-
velli Karlsrahe. Hvorugu liðinu
tókst að skora í leiknum.
-JKS/-SK
í kvöld
Evrópukeppnin í handbolta:
Ísland-Búlgaría.............kl. 20.00
Visadeildin í körfuknattleik:
Skallagrímur-Njarðvik ...kl. 20.00
Keflavík-Tindastóll.,.kl. 20.00
KR-Akranes..................kl. 20.00