Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993
dv FjöLmiðlar
Jarðarfarir
Árni Jónsson húsasmíðameistari frá
ísafiröi, er andaðist í Danmörku 26.
ágúst, verður jarðsunginn frá Hvera-
gerðiskirkju laugardaginn 13. nóv-
ember kl. 14.
Guðrún Einarsdóttir, Hlíð, Ásabraut
3, Grindavík, verður jarðsungin frá
Grindvíkurkirkju föstudaginn 12.
nóvember kl. 14.
Helga Jóhannesdóttir hjúkrunar-
fræðingur, sem lést 4. nóvember,
verður jarðsungin frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, laugardaginn 13.
nóvember kl. 14.
Theodór Theodórsson, Melási 3,
Garðabæ, lést í Landspítalanum 9.
nóvember. Jarðarförin fer fram frá
Garðakirkju þriðjudaginn 16. nóv-
ember kl. 13.30.
Elinborg Sigurðardóttir frá Skuld,
Vestmannaeyjum, Háengi 3, Selfossi,
sem andaðist 5. nóvember, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 13. nóvember kl. 15. Sætaferð
frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30.
Karl Petersen slökkviliðsmaður,
Hringbraut 91, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. nóvember kl. 15.
Sigurgeir Tómasson, Mávavatni,
andaðist á heimib sínu 8. nóvember
sl. Útförin fer fram frá Reykhóla-
kirkju laugardaginn 13. nóvember
kl. 14. Jarðsett verður að Stað. Ferð
veröur frá BSÍ kl. 7.30 og til baka
sama dag.
Ragnheiður Árný Magnúsdóttir,
Norðurvör 7, Grindavík, verður
jarðsungin frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 12. nóvember kl. 10.30.
Páll Kr. Pólsson, fyrrv. organisti og
tónlistarskólastjóri í Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík föstudaginn 12. nóv-
ember kl. 13.30.
Sigurður Guðmundsson sendibíl-
stjóri frá Nesi í Selvogi, Eiríksgötu
21, verður jarðsunginn frá Hall-
grímskirkjuföstudaginn 12. nóvemb-
er kl. 10.30.
Þórunn Ásbjörnsdóttir frá Hellis-
sandi verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 12. nóvember
kl. 13.30.
Vilhjálmur Pálsson, Naustahlein 15,
Garðabæ, sem lést í St. Jósefsspítala,
Hafnarfirði, föstudaginn 5. nóvemb-
er, verður jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju föstudaginn 12. nóvemb-
er kl. 13.30.
buyy? Dy King t-aaturss bynaicaie, mc. woria nghts reservad.
©KFS/Distr. BULLS
ÚL
Ég sagði þér að píparinn vildi ekki neina aðstoð frá
þér, Lalli.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreiö s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkviliðög sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955.
Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö s.
22222.
ísafiörður: Slökkvilið s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 5. nóv. til 11. nóv. 1993, að
báðum dögum meðtöldum, verður í Ár-
bæjarapóteki, Hraunbæ 102b, sími
674200. Auk þess verður varsla í Laugar-
nesapóteki, Kirkjuteigi 21, simi 38331,
kl. 18 tú 22 virka daga og kl. 9 til 22 á
laugardag. Upplýsingar um læknaþjón-
ustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa
opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögmn er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
HeHsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51328,
Keflavík, simi 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 aila
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Simi 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkvfliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomuiagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga ki. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vifilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspitalans Vifilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga ki. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júli og ágúst.
Upplýsingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Áðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-flmmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud.
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl.
Vísir fyrir 50 árum
Fimmtudag 11. nóvember
Hættan eykst fyrir þýska herinn í
Dnjepr-bugðunni.
Rússar hafa náð 5000 ferkm. lands umhverfis Kiev.
43
_______ Spakmæli
Láttu þér annarra víti að
varnaði verða svo þú gefir ekki
öðrum illt fordæmi.
Saadi.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið
laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Lokað
desember og janúar. Höggmyndagarð-
urinn er opinn aila daga kl. 11-16.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn fslands er opið daglega
kl. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opiðkl. 13—17 þriðjud. -laugard.
Þjóðminjasafn Islands. Opið daglega
15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokaö á
mánudögum.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjamamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnudaga.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 1Í390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamames, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.'
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjöröur, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tflkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, simi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sém borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
TiBcyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10,
Rvík., sími 23266.
Liflínan, Kristfleg símaþjónusta. Sími
91-683131.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir föstudaginn 12. nóvember.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Ýmsir fara í taugamar á þér vegna smámunasemi. Það hentar
þér því best að vinna einn um þessar mundir. Rómantíkin
blómstrar.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Þú færð góðar fréttir af fjölskyldumeðlimi eða nánum vini. Þetta
tengist hugsanlega peningamálum. Gættu þess að gefa öðrum
ekki ráð um mál sem þú þekkir ekki.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl);
Margt smálegt fer úr skorðum fyrri hluta dags. Ástandið lagast
ekki fyrr en í kvöld. Óvæntir atburðir eða fundir verða sérstak-
lega ánægjulegir.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Hætt er við að aðrir standi ekki við loforð sín. Stattu fast á þínu,
sérstaklega ef peningar tengjast málum. Vinarbragð í kvöld end-
urvekur tiltrú þína á öðrum.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Þú einbeitir þér að tvennu. Annars vegar samskiptum milli manna
og hins vegar ferðalagi sem fram undan er. Það er rólegur gangur
í félagslífi en ástarmálin jákvæð.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þú hefur óþarfar áhyggjur. Fjármáiin munu ganga til muna betur
næstu vikur en þau hafa gert að undanfómu. Happatölur eru 7,
14 og 27.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Gættu að því sem þú segir því jafnvel slúður á léttu nótunum
getur haft erfiðleika í fór með sér. Þú færð uppörvandi fréttir.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þú nærð bestum árangri að morgni dags. Síðar gengur þér verr
að klára verkin. Það á einkum við um verk sem unnin eru í sam-
vinnu með öðrum.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú verður fyrir þrýstingi um að gera eitthvað gegn betri vitund. •
Láttu ekki undan. Mál sem hefur valdið þér vandræðum snýst
þér í hag núna.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú ert í góðu formi og getur auðveldlega haft áhrif á aðra. Nú
er rétti túninn til að biðja aðra um greiða. Málin snúast þér í
hag. Happatölur eru 3, 21 og 26.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú þarfl að taka varlega á málum sem snerta aðra. Hætt er við
átökum. Þetta snertir einkum kynslóðabilið, þ.e. ágreining milli
hinna eldri og yngri.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú ert að ráðgera ferðalag en ert í nokkrum vanda vegna tíma-
skorts. Þú kynnist áhugaverðu fólki í viðræðum. Þú kemst að því
að þið eigið sömu áhugamálin.