Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Stuttar fréttir Atvinnuleysi nidur Atvinnuleysí í Bandaríkjunum í desember var 6,4 prósent, hiö minnsta í þrjú ár. Metísúkkulaðiáti Bretar eyddu rúmum 300 miUj- örðum króna í súkkulaði í fyrra - meira en nokkru sinni. InnmeðA-Evrópu Uffe Elle- mann-Jensen, fyrrum utan- ríkisráðherra Danmerkur, sagöi í gær að NATO gerði hugsanlega mistök með því að lofa ekki fyrrum Varsjár- bandalagsríkjum ínngöngu. Sjálfum sér nægir Danir voru sjálfum sér nægir með gas og olíu í fyrra. írönumsleppt Frakkar hafa sent heim tvo ír- ana sem eru eftiriýstir fyrir morð í Sviss, j)arlendum til gremju, Balladurvonsvikinn ISdouard Balladur, for- sætisráðherra Frakkiands, sagðisl í gær vera vonsvik- innyfirhægum hagvexti og varaði lands- menn við að vænta skjótra enda- loka metatvinnuleysis. Fagna tlllögum NATO Varnarmálaráðherrar ijögurra Austur-Evrópuríkja fagna tillög- um NATO um nánara samstarf við þau. VeðrahamuríEvrópu Fjöldi manns hefur farist í af- takaveöri um alla Vestur-Evrópu undanfarinn rúman sólarhring. Jackson boðar ráðstefnu Bandaríski blökkumanna- leiðtoginn Jesse Jackson hefur boðaö til ráöstefnu þar sem rætt verð- ur um oíbeldi svartra gcgn svörtum og leiðir til að stöðva það. Vetrarhörkurvestra Vetrarhörkur gerðu mikinn usla í norðurfylkjum Bandaríkj- anna í gær. Zúlúmenn ekki með Zúlúmenn verða ekki með i fyrstu kosningum allra kynþátta í Suður-Afríku. Reuter, TT Erlendar kauphallir: Uppsveifla um áramót Hlutabréfaviðskipti í erlendum kauphöllum voru einkar lífleg miUi jóla og nýárs og í upphafi þessa árs. í flestum helstu kauphöllunum náð- ist hvert sögulega hámarkið af öðru fyrstu daga ársins en heldur hefur dregið úr þenslunni síðan á miðviku- dag. Undantekningin er þó í Wall Stre- et, miðpunkti fjármála heimsins. Um miðjan dag á flmmtudag stóð Dow Jones vísitalan í 3804 stigum, sem er sögulegt hámark, og horfur voru á enn hærri tölum í gær. Frá því meðfylgjandi graf var síð- ast birt fyrir jól hefur hlutabréfavísi- tala í öUum þessum kauphöUum hækkaðverulega. Reuter/-bjb Útlönd íbúi i úthverfi Sydney í Ástralíu reynir að bjarga húsi sinu frá skógareldunum með þvt að sprauta á það úr garð- slöngu. Símamynd Reuter Mannslífum bjargað í skógareldunum í Ástralíu: Erum hættir að berjast við elda Þúsundir manna flúðu að heiman í öngum sínum eða voru fluttir á brott eftir að verstu skógareldar í heilan áratug kveiktu í íbúðarhúsum í úthverfum Sydney í Ástralíu á síð- astliðnum sólarhring. „Við höfum aldrei þurft að glíma við jafn mikla elda í Astralíu," sagði Phil Koperberg, yfirmaður skógar- eldadeildar fylkisstjórnarinnar, í Nýja Suður-Wales. „Við erum aö missa fjölda fasteigna og ég get ekk- ert nema vonað að þeir verði ekki of margir sem týna M.“ Þrír menn hafa farist í eldunum sem loga á um 150 stöðum á 800 kíló- metra langri strandlengju Nýja Suð- ur-Wales, fjölmennasta fylkis Ástral- íu. Rúmlega sjö þúsund slökkviliðs- menn beijast viö eldana og njóta við það aðstoðar hermanna og sjó- manna. Terry Griffiths, ráðherra lögreglu- mála og almannavarna fylkisins, sagði að allt að þrjú þúsund heimili myndu verða eldinum að bráð ef veður færi ekki skánandi. Mjög heitt er á þessum slóðum og samkvæmt veðurspá verður hvasst þar næstu tvo daga. „Við erum hættir að berjast við eldana, við erum núna að bjarga mannslífum og fasteignum," sagði Griffiths. Tuttugu og tveir menn hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna ýmissa meiðsla og tugir annarra nutu að- hlynningar starfsliðs sjúkrabifreiða á vegum úti. Margir íbúar Sydney sem reyndu að bjarga húsum sínum með því að sprauta á þau úr garðslöngum urðu frá að hverfa og máttu horfa upp á eldinn gleypa þau. Reuter Fékk átján mánaða fangelsi fyrir að ræna syni sínum Breski kaupsýslumaðurinn Peter Malkin var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í gær fyrir að ræna tólf ára syni sínum frá fyrrum eigin- konu sinni í Frakklandi og brjóta þar með dómsúrskurð. Malkin var hand- tekinn á Heathrowflugvelli í Lund- únum á fimmtudagskvöld þegar hann sneri heim frá Egyptalandi með son sinn en hann hafði flúið þangað. „Ég elska Oliver. Ég óska honum alls hins besta. Sendið ástarkveðjur mínar til Olivers," sagði Malkin þeg- ar hann var leiddur úr réttarsalnum í gær til að byrja afplánun refsingar- innar. Oliver var komið til móður sinnar og þau voru bæði í felum á Bretagne- skaganum í Frakklandi, að því er Marie-Jeanne Moallic, kennari úr skóla drengsins í bænum Landevant, sagði við fréttamenn. „Oliver vill hvíla sig, hann er þreyttur," sagði Moallic og bætti viö aö mæðginin hefðu ekki í hyggju að snúa heim næstu vikuna. Hún vildi ekki segja hvar þau væru. Malkin sýndi engin svipbrigði þeg- ar dómarinn skýrði frá refsingunni. Hámarksrefsing fyrir að vanvirða dómstóla á Bretlandi er tveggja ára fangelsisvist. Þetta var í þriðja sinn á fjórum árum sem Malkin rændi syni sínum. Reuter Hlutabr.vísitölur í kauphöllum | Danadrottning kynnirnýja hundinnsinn i|;;:|láfgóet;:;;|pr-í hifdur Dana- drottning fékk nýjan hund í jóiagjöf .. . fra Hínriki prins i staðlitlahvutt- anssemdrottn- ingar- maðurinn týndi á skógargöngu við eina af höllum drottningar í október. Nýi hirðhundurinn er af greif- ingjahundakyni, átta vikna hvolpur sem heitir Celimene, og birtust fyrstu opinberu myndirn- ar af hpnum í dönsku blöðunum í gær. Á þeim situr hann í kjöltu drottningar. Launagreiðslurí Færeyjumtaka stóra dýf u Launagreiðslur í Færeyjum tóku stærri dýfu en nokkru sinni fyrr fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Útgreidd laun á þvi tímabili voru fimm milljörðum íslenskra króna minni en fyrir sömu mán- uöi árið þar á undan. Byggingariðnaðurinn er sú at- vinnugrein sem orðið hefur hvað verst úti í kreppunni sem nú rík- ir í Færeyjum. Þar voru launa- greiðslur fyrstu tiu mánuði árs- ins í fyrra 39 prósentum lægri en árið 1992. Launagreiðslur þetta tíu mán- aða tímabil 1993 námu samtals tæpum þrjátíu milljörðum ís- lenkra króna, eða um sextán pró- sentum minna en á sama tímabili 1992. Atvinnuleysi í Færeyjum um miðjan desember var 21 prósent vinnufærra manna. Tímalásarápen- ingaskápaeftir milljónarán Norska póstþjónustan ætlar að setja svokallaða tímalása á pen- ingaskápa sína eftir stærsta póst- húsrán í sögu Noregs'á flmmtu- dag. Þá komust tveir ræningjar yfir sem svarar rúmum tiu millj- ónum íslenskra króna á Grefsen pósthúsinu í Ósló. Ræningjarnir fóru inn um bak- dymar og höfðu í hótunum við starfsmann nema hann opnaði peningaskáp pósthússins, Tímalásinn virkar þannig að bíða verður nokkra stund áður en hægt er að fá peninga úr skápnum en fæstir ræningjar hafa ótakmarkaöan tíma. Ránið á Grefsen er hið sjöunda á þeim stað frá árinu 1985. Zhírínovskíút- húðarGorbat- sjovogClinton Vladimír Zhírínovskí, leiðtogi þjóð- ernissinna í Rússlandi, sagði í blaða- viðtali í gær að Míkhaíl Gor- batsjov, fyrr- um Sovétleiötogi, væri geðveikur og skömm væri að Clinton Bandaríkjaforseta. Viötalið birt- ist i Berlinarblaðinu B.Z. Gorbatsjov hefur látið að því liggja aö Zhirínovskí væri stjórn- að af KGB, fyrrum leyniþjónustu Sovétríkjanna. Zhírínovski sagði að Clinton væri hræddur og þyröi ekki að hitta sig í væntaniegri heimsókn til Moskvu þar sem hann ræðir við Jeltsín forseta. Ritzau, Reuter, NTB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.