Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
21
Ung íslensk stúlka „á" bam í Hondúras:
Betra en að gefa
peninga í safnanir
- segir Friðrika Stefánsdóttir
Wilfredo ásamt systrum sinum. Móðir Friðriku styrkir stúlkuna sem situr
við hlið hans en faðir Jorge hina systurina (l.t.h.).
„Þetta byrjaði eiginlega þannig að
ég var hjá tannlækni þar sem ég sá
í blaði auglýsingu um leiðir til að
styrkja munaöarlaus börn í Amer-
íku. Ég reif auglýsinguna úr og fór
svo síðar að tala um þetta við ensku-
kennarann minn í Fjölbrautaskól-
anum á Suðurnesjum. Þá var mér
sagt að margir kennaranna í þessum
sama skóla ættu svona börn um allan
heim. Ég fór síðan í símaskrána og
fann SOS-barnahjálp. Þar með var
boltinn kominn af stað.“
Þetta segir ung og hressileg kona,
Friðrika Stefánsdóttir, sem „á“ barn
í Hondúras. Friðrika er frá Keflavík,
en stundar nú nám í mannfræði við
Háskóla íslands. Þótt hún sé ung að
_árum hefur hún tekist þær skyldur
á herðar að sjá litlum, munaðarlaus-
um dreng úti í Hondúras farborða
þar til hann verður 16 ára. Hún send-
ir honum peninga í hverjum mánuði
og hefur einu sinni farið í heimsókn
til hans. Hún segir að þaö hafi verið
stór stund þegar hún hitti Wilfredo
litla, eins og hann heitir, kátan og
sprækan. En aftur til upphafsins.
Þúsundkallinn
mikils virði
„Mig hafði lengi langað til að taka
að mér barn á þennan hátt,“ segir
Friðrika. „Þúsundkall á mánuði er
ekki há upphæð fyrir okkur hér á
íslandi, þetta er ein pitsa eða svo.
En fyrir þetta fólk eru þetta heilmikl-
ir peningar sem sjá má á því að með-
alkaup lögreglumanns er 4000 á mán-
uði. Ég hafði séð myndir frá löndum
þar sem íbúarnir lifa við hungurs-
neyð. Auk þess finnst mér þetta per-
sónulegri aðferð heldur en að gefa
peninga í safnanir á borð við „Brauð
handa hungruðum heimi,“ og vita
ekki með vissu hvað verður um þá.
Þarna fæ ég mynd af barninu og á
kost á að heimsækja það og sjá
hvemig því líður.“
Friðrika hefur farið víða um heim.
Auk ferðalaga um Evrópulönd og til
Ameríku var hún skiptinemi í
Frakklandi og lærði arabísku þar.
Síðan fór hún til Jórdaníu og ferðað-
ist um hana þvera og endilanga. Hún
var einnig í Mexíkó og var því búin
að sjá ýmislegt.
„Það var svo 1991-92 að ég og fjöl-
skylda mín hér heima tókum AFS-
skiptinema frá bænum Tela í Hond-
úras. Ég var alveg ákveðin í að heim-
sækja hann þegar hann væri farinn
Um 1150 íslendingar sjá nú
börnum i SOS-barnaþorpum far-
borða að því er Ulla Magnússon
hjá samtökunum hér á landi tjáði
DV. SOS-bamaþorpin eru frjáls,
alþjóðleg styrktarsamtök, sem
starfrækt eru um allan heim. Hér
á iandi hafa þau verið starfrækt
í 2 ár að Hamraborg 1 í Kópa-
vogi. Samtals hafa 316 þorp verið
byggð upp í öllum heimsálfúm.
Þar búa 26.000 munaðarlaus börn
sem ekkert biði annað en dauðinn
ef þeim væri ekki komið til hjálp-
ar. íslendingar sjá nú þegar um
4 prósentum þeirra farborða.
Fólk getur styrkt bömin með
þrennu móti: með því að taka að
sér tiltekið bam i a.m.k. 16 ár,
með þvi aö styrkja tiltekið þorp,
eða með þvi að styrkja samtökin
sjálf með föstum greíðslum.
-JSS
móðir. Hann vildi allt fyrir mig gera
og vék ekki frá mér fyrst í stað. Þarna
er töluð spænska svo ég gat talað við
hann. Þar var mjög gaman. Ég spurði
hann m.a. hvort hann vildi koma ein-
hvern tíma til íslands og það sagðist
hann gjarnan vilja.
Ég hafði meðai annars tekið með
mér vandaðan leðurbolta til að gefa
honum. Þessi bolti vakti þvílíka at-
hygh meðcd drengjanna þama að það
var eins og þeir hefðu fengið gull.
Strákurinn minn var heldur en ekki
montinn enda var þessi bolti ofar
hans æðstu draumum. Krakkarnir
höfðu puntað sig í sín bestu föt og
það var greinilega gert „madrina"
hans til heiðurs.
Foreldrarnir stungu af
Wilfredo htli er fimm ára og verður
sex í janúar. Foreldrarnir yflrgáfu
hann og tvö systkin hans og skhdu
þau eftir í reiðileysi. Hann hefur
dvalið í barnaþorpi SOS frá því að
hann var í vöggu og systkin hans
dvelja þar einnig.
Stéttamunur er mikill í Hondúras
Ðg fátæktin víða mjög mikh. „Ef
maður er að borða ís og langar
skyndilega ekki í meira þá fleygir
maður honum alls ekki,“ segir Frið-
rika. „Þú réttir hann næsta manni.
Það eru alls staðar útréttar hendur
sem bíða eftir honum.“
Friðrika dvaldi í Hondúras í 1 'A
mánuð og bjó þá hjá fyrrum skipti-
nemanum, Jorge. Hún segir að sú
dvöl hafl orðið til þess að hún hafl
ákveðið að fara í mannfræði.
„Þannig var mál með vexti að
vinnukona ein á heimilinu hjá Jorge
kom einhverju sinni að máh við mig
og sagði rétt sisona:,, Komdu í partí
til mín í kvöld, amma mín dó í morg-
un.“ Veislubruggið var þannig til
komið að þau suðu einhverjar rætur,
drukku soðið af þeim og urðu alveg
vitlaus enda var þetta ofskynjunar-
drykkur, nefndur gifltí. Þarna var
ekki sorg að sjá á neinum manni,
heldur voru allir að spila á trumbur,
dansa Punta og skemmta sér alla
nóttina og samfagna þar með að sá
dáni væri laus úr fátæktarprísund-
inni og horfinn til betri heims. Við
hér á íslandi erum svo hrædd við
dauðann en þarna sá ég hann í nýju
ljósi. Þarna kynntist ég nýjum siðum
og venjum."
Var gefið barn
Þótt skihn milli ríkra og fátækra í
Hondúras séu mjög skörp eru fjar-
lægðirnar oft ekki svo miklar. í
næsta nágrenni við Jorge og fjöl-
skyldu hans bjó fjölskylda við afar
bág kjör. Móðirin var 19 ára og floga-
veik og gat ekki sinnt börnunum
nema að litlu leyti. Yngsta barnið lá
máttvana og vannært allan daginn
og fékk lítið sem ekkert að borða.
Friörika komst á snoðir um bágindi
fólksins og reyndi að hjálpa því eftir
bestu getu. Hún fór með það yngsta
til læknis, fékk handa því sojamjólk
og lyf. Hún hafði það hjá sér næstu
daga svo hún gæti fylgst með að það
fengi að borða og þá umönnun sem
það þurfti. Þegar barnið var farið að
braggast skilaði hún því enda hafði
hún áhyggjur af því að móðirin væri
orðin henni reið. En það var öðru
nær.
„Hún gaf mér barnið og bað mig
um að taka það heim því ég gæti
veitt því svo miklu meira heldur en
hún. Það var sannarlega erfitt að
skilja við þetta litla barn en ég hafði
engin tök á því að taka það. Ég
kenndi henni að annast drenginn og
hann var vel hreinn og sofandi þegar
ég kvaddi hann.“
Friðrika segist ekki vita hvenær
hún heimsæki Wilfred næst, þetta sé
mikið fyrirtæki fyrir fátækan náms-
mann. Én hún hugsi þeim mun meira
til hans og sé glöð yflr að geta lagt
eitthvað af mörkum til þess að hon-
um líði vel. -JSS
Friðrika með litla fóstursoninn Wilfredo.
heim aftur. Þess vegna lagði ég
áherslu á að fá barn í þessu tiltekna
þorpi, þannig að það væru einhverjar
líkur á að ég myndi einhvem tíma
sjá það.“
í febrúar 1992 fékk Friðrika stað-
fest að hún fengi að styrkja lítinn
dreng í Hondúras. Fyrirkomulagið
er þannig að hún borgar 1000 krónur
á mánuði og er upphæðin dregin af
Visa-reikningnum hennar. Þegar
Friðrika hafði styrkt Wilfredo litla
um skeið ákvað móðir hennar að
taka einnig að sér barn. Hún fékk
litla stúlku, sem einnig býr í Tela.
Þegar hún fékk mynd af stúlkunni
fór hún að furða sig á hve lík hún
væri Wilfredo. Það var engin tilvilj-
un því þau reyndust vera systkin
þegar betur var að gáð. Faðir skipti-
nemans, Jorges, hafði einnig tekið
að sér bam í þessu sama þorpi löngu
áður en Friðrika og móðir hennar
foru að huga að slíku. Það reyndist
vera þriðja systkinið. Þarna var um
sérkennilegar tilviljanir að ræða því
enginn þessara þriggja vissi að hinir
væru með börn úr systkinahópnum
á sínu framfæri.
í heimsókn
Þegar Friðrika hafði gengið frá öllu
varðandi framfærslu Utla drengsins
fékk hún senda mynd af honum og
ýmsar upplýsingar um hann svo sem
að hann hefði gaman af fótbolta.
„Ég fór svo til Hondúras að heim-
sækja hann í nóvember 1992. Ég fór
inn í þorpið, kynnti mig og fékk m.a.
að sjá alla pappíra varðandi mig og
Wilfredo. Síðan fékk ég að hitta hann
og það var yndislegt. Hann kallaði
mig alltaf „madrina" sem þýðir guðs-
Friðrika Stefánsdóttir.
SOS-barnaþorp;
Um 1150
íslend-
styrkja
bömþar
Heimili fátæku fjölskyldunnar sem getið er um i greininni. Móðirin gaf Frið-
riku litla drenginn sem er t.h. á myndinni.