Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Síða 30
Á næstunni mun Háskólabíó taka til sýningar nýjustu mynd breska leikstjórans Stephen Frears sem ber heitið Króginn eöa The Snapper. Myndin er byggð á samnefndri bók Roddy Doyle sem einnig skrifaði handritið. The Snapper er miðbókin í þrenningu sem kaÚast The Barry- town og fjallar um ævi og örlög Rab- bitte lágstéttarfj ölskyldunnar sem býr í úthverfi Dubhn. Hinar bækurn- ar bera heitin The Van og The Commitments. Alan Parker gerði nýlega sam- nefnda kvikmynd eftir The Commit- ments sem varð mjög vinsæl, ekki síst vegna tónlistarinnar. Það var lík- lega vegna þess sem Stephen Frears ákvað að kvikmynda The Snapper. „Þegar ég heyrði fyrst að Aian Park- er var að gera kvikmynd sem átti að heita The Commitments í Dublin, varð ég ákaflega öfundsjúkur, sagði Frears í nýlegu viðtali. Ég vissi að myndin yrði góð.“ Stephen Frears var samningsbundinn að gera Acci- dental Hero í Hollywood, svo hann gat ekki lesið fyrstu handritaútgáf- una af The Snapper fyrr en hann kom aftur til Bretlands. Hann hreifst mjög af handritinu og þar með var boltinn farinn að rúlla. Bammörg fjölskylda í myndinni The Snapper heitir þessi sérstæða fjölskylda Curley. Kjölskyldufaðirinn, Dessie Curley, er múrari sem þykir gott að fá sér í glas. Eiginkona hans, Kay, er skörp og dugleg kona, rúmlega fertug, sem heldur heimilinu saman, þar á meðal sex bömum þeirra hióna. Það er von á elsta syninum, Craig, frá Líbanon þar sem hann hefur starfaö með friðargæslusveit Sam- einuðu þjóðanna. Hann telur sig því vera færan í flestan sjó. Systir hans, Sharon, rúmlega tvítug, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum en hún vinnur sem aðstoðarmaður í stór- markaði. Sonny, sem er sextán ára, strauk að heiman á sínum tíma en er nú að róast. Lísa er í skólanámi meðan yngstu fjölskyldumeðlimimir virðast hafa mest gaman af reiðhjól- um og kappakstri. Að lokum má nefna heimilishundinn Famine og Umsjón Baldur Hjaltason era þá upptaldir aliir fjölskyldumeð- limir þessarar kjamafjölskyldu sem myndin fjallar um. Hver á bamið? Dag einn tilkynnir Sharon fjöl- skyldunni að hún sé ólétt. Til að kór- óna ósómann neitar hún einnig að gefa upp hver sé faðir barnsins. Hún segir hins vegar vinum sínum að hann sé spænskur sjómaður en eng- inn er viss um hvort hún sé að segja satt. En þegar George Burgess, faðir vinkonu Sharon, ákveður skyndilega að skilja við konu sína og láta sig hverfa fara alls kyns sögusagnir af stað. Þegar líður frekar á meðgöngu- tímann, eykst pressan á Sharon að gefa upp faðemið og skapar þessi staða hálfgert neyðarástand hjá Cur- ley fjölskyldunni og mörg oft á tíðum bráðfyndin atvik sem kvikmynda- húsagestir fá aö upplifa. Það er óhjákvæmilegt að bera sam- an The Snapper og svo The Commit- ments þó sá samanburður sé kannski ekki réttlátur. Sú fyrmefnda hefur ekki til að bera stórmyndabrag myndar Alans Parker enda tekin á 16 mm filmu og raunar hugsuð frek- ar fyrir sjónvarp en kvikmyndahús. Einnig lék tónlistin miklu stærra hlutverk í The Commitments en í myndinni hjá Stephen Frears. Báðar fjalla þó á gamansaman máta um líf lágstéttarfj ölskyldu í daglegu amstri í Dublin. Því má segja með sanni að The Snapper fjalli um lífsbaráttuna, vonina og þann mannlega eiginieika að bjarga sér sem best þegar illa gengur. Fjölhæfur listamaöur Stephen Frears hefur alltaf verið umdeildur sem leikstjóri og var ef til valinn til að leikstýra The Snapper vegna þess eiginleika að vera óhræddur að takast á við eitthvað nýtt. Fyrstu kvikmynd hans má rekja aftur til 1971 þegar hann gerði hina ágætu mynd Gumshoe sem gerð var í anda bóka Raymonds Chandler. Það var svo ekki fyrr en 1984 og 1985 að Stephen Frears lét eitthvað að ráði að sér kveða aftur með myndun- um The Hit og svo My Beautiful Laundrette. Síðan komu myndir eins og Sammie and Rosie Get Laid (1987) og svo Dangerous Liaisons árið 1988, sem margir telja enn bestu mynd Frears. Það má segja að þá hafi Hollywood uppgötvað Frears og árið 1992 gerði hann myndina The Accid- ental Hero með Dustin Hoffman, Geena Davis og Andy Garcia í aðal- hluverkum, sem sýnd var á sínum tíma í Stjömubíói. Hann viröist ekki hafa haft áhuga að starfa á þeim vett- vangi aftur, a.m.k. í bili, eins og The Snapper sannar, en hún er framleidd af BBC. Stephen Frears hefur raunar verið afkastameiri sjónvarpsþátta- leikstjóri en kvikmyndaleikstjóri en þar að auki á hann að baki nokkur handrit. Þetta er því fjölhæfur lista- maður. Allur leikur í myndinni er fyrsta flokks þótt það vanti eitthvað af frægum nöfnum. Sérstaklega skal þó geta Fionnula Murphy í hlutverki vinar yngsta fjölskyldumeðlimsins og svo Ruth McCabe sem leikur móð- urina, homstein fjölskyldunnar. The Snapper er engin stórmynd en ætti að geta gefið þeim sem sjá hana ágætis skemmtun í eina kvöldstund eða svo. Aðdáendur Clints Eastwood iiafaiengi l)eðið eftir hans næstu mynd sem leikstjóra eftir að hann hlaut óskarsverðlaunin fyrir kúrekamyndhia The Un- forgiven. Þeir fengu að visu eitt- hvað fyrir sinn snúð þegar þeir gátu horft á hotjuna sína fara á kostum í myndinni In Line of Fire. En það sem gerh- {)essa nýju mynd Clints Eastwood ekki síður spennandi er að aðalhlut- verkiö er i höndum Kevins Costner ásamt því að gamla brýnið leikur einnig í myndinni. Þarna er verið aö leiöa saman tvær kynslóðir leikara, gamla hörkutólið úr dollara myndun- um og svo hetjuna úr Dances with Woives. Útkoman er dálítið blendin enda erfitt að hugsa sér hvemig persónuieikai' þessara ágætu leikara blandast á hvíta fjaidinu. Mannleg mynd A Perfect World tekur líka á málum semlmfa ekkiátt upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönn- um. Hún fjallar umupplausn fjölskyldunnar, óhamingjusöm börn og hvernig fólk býr í af- skekktum hlutum Bandaríkj- anna. Handrit John Lee Hancocks fjallar um um Butch Haynes(Costner), vandræða- grip, semfinnursigekkií lifinu oghefur setið afogtil ífangelsi nær alla sína ævi. í atriði sera minnir á eldri mynd Eastwoods, Escape From Alcatraz, ákveður Butch að brj ótast út úr fangelsí i Texas þar sem hann situr inni, ásamtfélaga sínumTerry{Keith Szarabajka) nótt eina árið 1963. Þeir stela bíl og eftir að hafa rænt fjölskyldu eina, sem veröur á þeirra vegi, leggja þeir á stað út í óvissuna með 7 ára gamian strákhnokka að nafni Phillip Perry (T. J. Lowther) sem gfsl. Faðirog sonur Þeir eru varia farnir af staö fyrr en Red Garner (Clint Eastwood) frá lögreglunni í Tex- as, færþað verkefni aðná þrjót- unum og frelsa bamið. Garner hefur kynnst mörgu í lífi sínu og er því vel sjóaður. Hans vandamál hggur þó ekki ein- göngu í því að elta uppi glæpa- mennina heldur að halda aftur af skotglöðu liði sérfræðinga og aðstoöarmanna sem allir vilja:' ná þeim kumpánum og komast í fjölmiðla. Meginþorri myndar- innar fjallar þvi um leik kattar- ins aö músinm í auðnum Texas- fylkis. Það sem flækir málið er að smátt og smátt fer Terry litli aö líta upptil Butch vegna þesshve kaldur kall Iiann er. Hann sér Butch fyrir sér sem þann mann sem liann óskaði að væri faðir sinn. Butchhaföi einnigátterf- iða æsku svo milli þeirra félaga þróast sérstakt samband vináttu ogtrausts. Frábær leikur Costners Það sem stendur upp úr í myndinni að dómi gagnrýnenda er frábær leikur Costners í frek- ar erfiðu hlutverki. Sumir hafa raunar talið hann aldrei betri en í A Perfect World og er þá mikið sagt. Þarna reynir einnig mikið á Eastwood sem leikara enda er hann ekki vanuraðverameð svona stórstirni meö sér á tjald- inu undir sinni eigin ieikstjórn. Hann fer þó nærfæmislegum höndum um samband þeirra fé- laga og fær því rós i hnappagatið fyrir leikstjórnsína. Eastwood slær einnig á létta strengi í myndinni þannig að hún verður aldreivæmin. A Perfect World er ekki dæmi- gerð hasarmynd eins og sumar eidri mynda Clints Eastwood. Hins vegar ætti enginn að vera svikinn að sjá A Perfect World, hvort sem hann eraðdáandi Ke- vins Costner eða Clints Eastwo- od. Þeir hafa sýnt að hægt er aö leiða saman með góðum árangri tværkynslóðir frábærraleikara: ; með ólíkan bakgrunn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.