Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Page 31
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 -39 f mynd íslendinga í Amsterdam: Vel klaeddir en drekka mikið Amsterdam er ferðamannaborg sem íjölmargir íslendingar heim- sækja á hverju ári. Þó að fjöldi ís- lenskra ferðamanna sé ekki mikill í samanburði við milljónimar sem heimsækja borgina árlega þá hafa þeir líkt og Bretar, Frakkar og Þjóðverjar náð að skapa sér ákveðna staðalímynd (stereotype) í huga Amsterdamhúa. Blaðamaður DV fór á stúfana og ræddi við starfsfólk á hótelum og börum þar sem margir íslenskir ferðamenn koma. Einnig var leitað áhts hjá íslendingum sem búsettir hafa verið erlendis í nokkur ár. Ekki voru allir fúsir til að gefa áht, m.a. vegna þess að sum hótel hafa þaö skilyrði í ráðningarsamn- ingi starfsfólks að ræða ekki um hótelgesti við utanaðkomandi að- ila. Gott að gera til hæfis „íslendingar eru mínir hestu gestir," segir Wihy, annar tveggja eigenda píanóbarsins Maxims, þeg- ar hann var spurður um það hvern- ig íslendingar kæmu honum fyrir sjónir. Maxims er sá bar í Amster- dam sem stundum er kallaður ís- lendingapöbbinn af íslendingum. Á veggjum Maxims má sjá nokkra gamla og nýja íslenska peninga- seðla sem gestir hafa gefið. Wihy segist fá um 25-AO íslendinga á viku á haustin. Þeir drekki mikið og kunni að skemmta sér. Auðvelt sé að gera þeim til hæfis og þeir kvarti t.d. aldrei yfir verðinu eða þjón- ustunni eins og t.d. Bretar eða Þjóð- verjar. í samanburði við ítala, Frakka, Breta og Skandinava segir Whly að íslendingarnir þekkist úr. „Þegar 10 íslendingar koma selj- um við 10 glös af áfengi en þegar Frakkar, Bretar eða ítalar koma þá vill helmingurinn vatn eða te, og kannski einn kaupir áfengi og slíkt er auðvitað ekki gott fyrir við- skiptin." Skandinavarnir eru alltaf með læti en það eru íslendingarnir aldr- ei. Dyravörður staðarins Joost seg- ist þekkja íslendingana á því að þeir komi alltaf rólegir inn en eftir tvö glös séu þeir orðnir hressir. Þeir séu aldrei til vandræða. Willy sagði stoltur frá því að alhr helstu merkismenn íslands hefðu komið viö og nefndi m.a. borgarstjórann og lögreglustjórann í Reykjavík. Drekka of mikið Starfsmaður í mótttöku hótels eins, þar sem margir íslendingar gista, segist þekkja íslendinga frá öðrum erlendum gestum. „Þeir eru ágætisfólk, konurnar eru vel klæddar, myndarlegar og mjög sjálfstæðar. Flestir hafa Visa-kort, drekka mikið af mini- barnum og koma til að versla og skemmta sér.“ Snaggaralegur starfsmaöur á öðru hóteli, þar sem hlutfah íslend- inga af gestum er oft um 40% á haustin, hafði ákveðnar hugmynd- ir um landann. „Þeir drekka of mikið, eru dóna- legir og eyða mjög miklum pening- um.“ Þegar hann var inntur frekar eftir dónaskapnum sagði hann að þeir segðu aldrei „vhtu“ (please), „takk fyrir“ (thank you), „fyrir- gefðu“ (sorry), „góðan daginn“ eða „gott kvöld". Ástæðuna taldi hann að einhverju leyti hggja í menning- armun mhh Hollands og Islands og einnig í stirðri enskukunnáttu. Fyrir utan þessa leiðindagalla sagði hann íslendinga vera ágætis- fólk og eftirsótta hótelgesti. Vel klæddir og menntaðir Á Krasnapolsky, sem er fimm stjörnu hótel, gaf Luc Winters bar- þjónn eftirfarandi lýsingu á íslend- ingum: „Þeir eru ahtaf vel klæddir, koma fyrir sem menntaðir, drekka mikið og eru alltaf í hópum, drekka tvö- faldan og konumar eru fallegar og sjálfstæðar." Aðspurður um hóphegðunina sagði hann að það væri frekar sjaldgæft að þeir væm einir á ferð. Luc kunni nokkur algeng íslensk orð og bar fram með góðum fram- burði orðin „tvöfaldur", „borga“ og „bless". Annar barþjónn á sama hóteh sagðist þekkja íslendingana á því hvernig þeir töluðu enskuna en stundum væri hann ekki viss hvort um Finna eða íslendinga er að ræða en þá sagðist hann spyrja hvort þeir segðu „skál“. Aðspurðir um persónuleikann sögðu þeir að þeir virkuðu dáhtið kaldir í byrjun en um leið og ísinn væri brotinn yrðu þeir persónulegri. Drukku upp vodka- lagerinn á 3 dögum Ýmsar sérstakar sögur voru sagðar af íslendingum sem ekki era ahar prenthæfar en vert er að láta eina fjúka sem barþjónn á vinsælu hóteli sagði af skipshöfn af togara sem hafði verið hjá þeim skömmu áður. „Þeir þurftu að eyða 21.000 gyllinum (tæpar 850.000 kr. íslensk- ar) á einni viku og það var ótrúlegt að sjá hvað þeir drakku mikið. Á þremur dögum kláraðist ahur lag- erinn af vodka og hann var ekki htih. Hvert glas sem þeir keyptu kostaði ekki minna en 18 gyllini (720 kr. ísl.) og við seldum mörg, mörg glös,“ sagði hann og brosti. „Að sjálfsögðu urðu þeir fulhr, einn sjóarinn hótaði að myrða mig og ég þurfti að biðja nokkra að fara og fá sér ferskt loft. En mér finnst íslendingar engu að síður stórkost- legt fólk, þeir era hér tíl að skemmta sér og þeir gera það svo sannarlega. Ég vhdi helst ekki hafa aðra en Islendinga á mínum bar, fólk að mínu skapi,“ sagði þessi brosmildi barþjónn að lokum. Hressir, fjörugir og skemmtilegir En hvað segja íslendingar sem búsettir era í Amsterdam um álit Hollendinga á íslendingum? „íslendingar eru eftirsóttir starfsmenn," segir Þóra Stína Jo- hansen sem hefur búið í 12 ár í Amsterdam. Hún vissi um dæmi af aðalpósthúsinu í Amsterdam að starfsmaður hefði verið ráðinn út á það eitt að vera íslendingur. „Hol- lenski vinnumórallinn er allt ann- ar en sá íslenski, íslendingar vinna meira og betur. í augum Hohend- inga era íslendingar svohtið sér- stakir. Þeir vita ekki mikiö um landið og fólkið og það vekur hjá þeim forvitni." Mat Hohendinga á Islendingum, að sögn Þóra, er að þeir séu hressir, íjörugir og skemmthegir. Texti og myndir: Eyþór Eðvarðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.