Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 íþróttir PLÚS Siguröur Svejnsson gefur kost á sér eina ferðina enn í landsliðið og eru það sannar- lega gleðitíðindi. Sigurður er án efa vinsælasti handknatt- leiksmaður landsins en hann hefur leikið með landshðinu í 19 ár en nokkrum sinnum íhugað að hætta. Það er þvi ljóst að enn um sinn á Sigurð- ur eftir að ylja áhorfendum í landsliðspeysunni. MINUS Kvennalið ÍR í körfuknattleik ríður ekki feitum hesti frá ís- landsmótinu. Láðið fær rass- skell í hveijum leiknum á fætur öðrum. Síðasta útreiðin var gegn Keflvíkingum í vik- unni, 185-30. Þorvaldur Örlygsson - skoraði sigurmark Stoke um síðustu helgi Þorvaldur Orlygsson, knatt- spymumaður hjá enska 1. deildar hðinu Stoke City, er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni. Þorvaidur hefur verið töluvert í sviðsljósinu í vetur og hefur framganga hans með sínu nýja liði vakið verðskuld- aða athygli. Þorvaldur hefur verið áberandi í leik liðsins, skorað átta mörk og lagt upp að auki nokkur mörk. Þorvaldur gekk í raðir Stoke City fyrir yfirstandandi tímabii en áður hafði hann verið á þriggja ára samningi hjá Nottingham Forest. Má með sanni segja að þar hafi Þorvaldur ekki unað sér vel. Hann átti allt frá upphafi erfitt uppdrátt- ar hjá Nottingham Forest og fram- kvæmdastjóri liðsins gaf honum fá tækifæri til að sanna sig. Það kom því fáum á óvart að Þorvaldur vildi fara frá félaginu og reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum. Að lokum fékk hann frjálsa sölu frá Notting- ham Forest. Þá leið ekki á löngu að Stoke City lýsti yfir áhuga að fá hann í sínar raðir og um síðir skrif- aði hann undir tveggja ára samn- ing við þetta fornfræga félag. Lou Macari, sem þá var fram- kvæmdstjóri Stoke, vissi vel hvað bjó í pilti og ætlaöi honum hlutverk hjá félaginu. Macari hætti fljótlega með liðiö og gerðist framkvæmda- stjóri skoska hðsins Celtic. Joe Jordan tók við starfi hans og hafði hann sömu skoðun á Þorvaldi og fyrirrennari hans. Þorvaldur hefir leikið á miöjunni í vetur og þar kann hann best við sig að eigin sögn. Um síðustu helgi gerði Þorvaldur sigurmark Stoke í leik gegn Derby og þar var áttunda markið stað- reynd og kæmi ekki á óvart þó þau eigi eftir að verða mun fleiri þegar upp verður staðið í vor. Framganga Þorvalds hefur vakið áhuga ann- arra félaga á Bretlandseyjum sem og annars staðar. Þau hafa spurst fyrir um hann en formieg kaupth- boð hafa ekki borist eftir því sem næst verður komist. Engu að síður hlýtur það að vera heiður fyrir Þorvald þegar hð sýna honum áhuga eftir það sem á undan er gengiö. -JKS Þorvaldur Örlygsson i leik með Stoke City i vetur. íþróttamaður viknnnar Geir Hahsteinsson er einhver aibesti handknattleiksmaður sem íslendingar hafa ahð. Geir hefur veriö íþróttakennari við Flensborgarskólann í heimabæ sínum í samfleytt 25 ár. Hann lék fyrsta A-landsleik sinn gegn Rúmenum í mars 1966 en um vorið lauk hann námi við íþrótta- kennaraskólann. 17 ára gamall klæddist Geir í fyrsta skipti meistaraflokkspeys- unni hjá FH á íslandsmótinu ut- anhúss sem þá fór fram á Hörðu- völium sem allir Hafnfirðingar kannast við. Geir lék samtals 440 leiki með meistaraflokki FH og landsleikimir urðu 118 að tölu. Nafn Geirs fór um víðan vöh og margir hikuðu ekki við að segja hann í hópi bestu handknatt- leiksmanna heims. Geir var kos- inn íþróttamaður ársins 1968. „Minn besti tími sem hand- knattleiksmaöur var þegar ég gekk th hðs við þýska félagið Cöppingen en með hðinu lék tvö ár. Þetta var góður tími, ég hafði nægan tíma th æfinga og ekkert braúðstrit var á manni. Ég fékk peninga fyrir að leika handbolta sem voru bara nokkuð góðir í þá daga,“ sagði Geir Hahsteinsson. - Hvemig finnst Geir handbolt- inn vera í dag samanborið við þegar hann var að leika? „Vitaskuld hafa orðið framfar- ir. Ég er ekki viss um að menn æfi meira í dag heldur geri það öðmvísi en í gamla daga. Það var meira af betri einstakhngum áð- ur fyrr en þó finnst mér Sigurður Sveinsson standa upp úr í þeim efnum. Það er erfitt að bera sam- an landsliðin nú og hér áður fyrr. Þó held ég að ég geti sagt að við höfum oft átt betra hð en það sem við teflum fram í dag.“ Geir hóf að leika að nýju með FH eftir heimkomuna frá Þýska- landi 1974 en kveðjuleikur hans var 1979. Geir hefur ekki farið langt í burtu frá handboltavellin- um því í dag gegnir hann stöðu framkvæmdastjóra handknatt- leiksdehdar FH samhhða kenn- arastarfinu. -JKS Stóra fjölskyldan saman komin i stofunni heima. Sigurbjörn Bárðarson heldur á dótturinni Söru, Fríða Hildur með Sigurbjörn, tveggja mánaða, Steinar, 16 ára, Styrmir, 13 ára, og Sylvía 9 ára. í myndinni er aðeins hluti hins glæsilega verðlaunasafns sem margir segja að sé eitt það stærsta á landinu og þótt víðar væri leitað. DV-mynd Brynjar Gauti Ævintýn líkast - segir Fríöa Hildur Steinarsdóttir, eiginkona Sigurbjöms Bárðarsonar „Áhugi minn á hestamennsku er ekki minni en hjá Sigurbimi. Ég kemst lítið að heiman frá börnunum en væri aö sjálfsögðu á kafi í þessu væri tíminn meiri. Við Sigm-bjöm kynntumst í gegnum hestamennsk- una hjá gamla Fáki við Elhðaárnar. Við vissum hvort af öðra frá 6 ára aldri en fóram að vera saman í kring- um 16 ára aldurinn,“ sagði Fríða Hhdur Steinarsdóttir, eiginkona Sig- urbjörn Bárðarsonar sem var á dög- unum kjörinn íþróttamaður ársins 199$ af samtökum íþróttafrétta- manna. Fríða Hildur sagði í spjallinu við DV að dagamir frá því aö Sigurbjörn var kjörinn hefðu verið ævintýri lík- astir. „Það er varla að maður trúir þessu ennþá. Blómahafið er engu líkt og halda mætti aö viö væram búin að opna blómabúð. Ég var farin að hugsa um að ef Sigurbjörn fengi ekki þennan eftirsótta tith núna gerðist það líklega aldrei. Að hafna í fyrsta sæti var of gott til að vera satt. Við fjölskyldan fylgdumst með beinni sjónvarpsútsendingu frá kjörinu. Við vorum ofsalega spennt þegar dró að útnefningunni og er ljóst varð að Sig- urbjöm varð fyrir valinu var öskrað og æpt í orðsins fyhstu merkingu. Það var ekki laust við að htla bamið okkar yröi hrætt. Við erum búin að spóla þennan atburð fram og th baka á myndbandstækinu og það er kannski núna fyrst sem maður trúir því að Sigurbjöm sé íþróttamaður ársins," sagði Fríða Hildur. Fríða Hhdur sagöi það ekki nokkra spumingu að kjör þetta yrði mikil lyftistöng fyrir hestaíþróttina í land- inu. Hún væri komin á hærra plan og loksins viðurkennt sem íþrótt. „Það hefur fólk víðs vegar af land- inu hringt og óskað okkur til ham- ingju, margt af því er fólk sem við vitum engin deih á. Hehlaóskaskeyti hafa einnig streymt að, héðan að heiman en ekki síst erlendis frá. Þaö hafa framámenn hestaíþróttasam- banda í Evrópu sent skeyti og blóm. Ég hugsa að skeytin séu orðin á ann- að hundrað." Fríða sagði að vinnudagur Sigur- bjamar hæfist upp úr sjö á morgnana og stæði fram á kvöld. Börnin væru þegar farin að fá mikinn áhuga á hestum en elsti sonur þeirra væri einnig með mikla bhadellu. -JKS Geir Hallsteinsson Fyrr og nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.