Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
Fréttir
Kristbjöm Guðlaugsson, skipbrotsmaður af Goðanum,
ÍYÍðtaliviðDV:
Héngum á gallafestingun-
um nánast allan tímann
- sex skipverjar stóðu í einum hnapp 1 ágjöf 1 tæpar 6 klukkustundir
„Viö héldum til í herbergi skipstjór-
ans frá klukkan sex til tíu um morg-
uninn, þá var farið að gefa þangað
inn. Eftir það fórum við upp á stýris-
húsið í blautbúningunum. Við lásuð-
um krókum á göllunum við festingar
fremst á skorsteininum og stóðum í
einum hnapp saman. Það braut
mismikið á okkur. Það kom nokkr-
um sinnum fyrir að maður missti
fótanna þegar ágjafirnar komu og
maður hékk á festingunni, ótrúlegt,
í aUan þennan tíma í nánast látlausri
ágjöf. Við fórum oft alveg í kaf. Viö
töluöum saman og reyndum að
hreyfa okkur aðeins. Þetta var
þröngt hjá okkur,“ sagði Kristbjöm
Guðlaugsson, skipbrotsmaður á Goð-
anum, í samtali við blaðamann DV í
gærkvöldi.
Goðinn hélt upp í ölduna á hægri
ferð í Vaðlavík með dráttartaug fasta
við strandaða bátinn Bergvík um
klukkan sex á mánudagsmorgun
Kristbjörn Guðlaugsson á heimili sínu i gærkvöldi. Hann segir að þeir sex sem komust af hafi bjargast vegna þess
að þeir gátu fest flotgallana við bita á mastri á þaki stýrishússins. DV-myndir ÞÖK
björgunarsveitarmönnum í landi og
auðvitað lifnaði yfir mönnum þá.
Þeir gerðu tilraun til að skjóta línu
en það dró ekki,“ sagði Kristbjöm.
„Við vorum sambandslausir við
land þannig að við vissum ekki
hvemig veðriö var fyrir sunnan og
hvort þyrla kæmist af stað. En á
milli klukkan tvö og þijú, þegar einn
björgunarmannanna í landi sneri sér
í hringi, skynjuðum við að það væri
merki um að þyrla væri á leiðinni.
Minningarathöfn var á flugvellinum
um skipverjann sem fórst. Hér sjást
tveir skipbrotsmanna, Ómar Sig-
tryggsson og Marijan Krajacic.
þegar stórt brot reið yfir stýrishúsið
með miklu höggi. Tvö önnur brot
fylgdu í kjölfarið og tók stýrimann-
inn, sem var á vakt uppi, út fyrir
þegar síðasta brotið kom. Kristbjörn
var þá um það bil að koma upp í brú
en á undan hafði hann verið í koju
eins og flestir aörir skipverjamir.
Stýrimaðurinn var ekki í flotgalla
enda hafði veður ekki verið svo
slæmt á undan að ástæða þætti til
að grípa til neyðarráðstafana. Brotin
komu því talsvert að óvörum.
Þegar brotin riðu yfir slökknuðu
ljós um borð en aðalvélin hélt um
sinn áfram að ganga á hægri ferð.
Skipbrotsmennimir sex sem eftir
voru fóm í flotgalla og héldust við í
klefa skipstjórans eftir aö skipið tók
niðri og skorðaði sig síðan með
stefnið að landi. Frá klukkan tíu til
klukkan um þijú héldust mennimir
sex við uppi á brúarþaki.
„Um tíuleytið sáum við ljós frá
Björgunarafrek bandarísku þyrluflugmannanna:
Vel fagnað á Kef lavíkurflugvelli
Jim Sills undirofursta var fagnaö vel
af konu sinni, Ali, og dóttur við heim-
komuna.
Jesse Goerz og Matt Wells, flugher-
menn, sigu niður í Goðann ó strand-
stað og aðstoðuðu skipbrotsmenn-
ina við að komast upp i þyrlurnar.
Ahafnir bandarísku Sikorsky
björgimarþyrlnanna, sem björguðu
sex skipbrotsmönnum í Vaðlavík í
fyrradag, komu til Keflavíkurflug-
vallar síðdegis í gær. Ættingjar, vin-
ir, sendiherra Bandaríkjanna á ís-
landi og yfirmaður Vamarliðsins,
Michael D. Haskins flotaforingi, vom
meðal þeirra sem tóku á móti þeim.
Meðal annars var lesið þakkarávarp
frá Þorsteini Pálssyni dómsmálaráð-
herra og í dag stendur til aö yfirmað-
ur Landhelgisgæslunnar heiðri
áhafnimar fyrir framgöngu sina og
það æðruleysi sem þær sýndu á
björgunarstað.
-PP
Ahafnir Sikorsky björgunarþyrlnanna fyrir framan eina af Sikorsky þyrlunum á Keflavikurflugvelli. Lengst til vinstri
á myndinni er Jim Sills flugsveltarforingi og lengst til hægri sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og yfirmaður
Varnarliðsins. DV-myndir Ægir Már
Þegar fyrri þyrlan kom svo fyrir vík-
ina var mikill léttir að sjá hana.“
Kristbjörn sagði aö flugmennimir
á varnarliðsþyrlunum tveimur hefðu
sýnt frábæra snilli.
Tveir þyrlumenn voru fyrst látnir
síga niður en þeir bundu sig fasta við
mastur. Þeir tveir úr áhöfn Goðans
sem vom orðnir þrekaðastir voru
síðan hífðir upp fyrst og annar sig-
maðurinn fór með þeim og mennirn-
ir fluttir í land. Við svo búið voru
næstu tveir skipbrotsmenn hífðir
upp en Kristbjöm og Kristján Sveins-
son skipstjóri fóru síðan meö hinni
þyrlunni sem var komin á staðinn.
Kristbjöm vildi koma koma á
framfæri innilegum þökkum til
skipsfélaga sinna, og allra sem stóðu
að björgun þeirra, þó einkum til
áhafnanna á varnarliðsþyrlunum
tveimur að öðrum ólöstuðum.
-Ótt
Stuttar fréttir
Sjúkrahúsframkvæmdir
Framkvæmdir viö viðbyggingu
sjúkrahússins á Akureyri hefjast
í vor. Kostnaður viö fyrsta áfanga
er 250 milljónir en heildarkostn-
aðurinn er áætlaður 450 milljón-
ir. Alþýðubl. greindi frá þessu.
Fleiri loðdýrabændur
Bjartsýni ríkir nú meðal loð-
dýrabænda vegna verðhækkana
á erlendum mörkuðum. Skv.
Tímanum hafa loðdýrabændur
nú stækkað bú sín og fjölgun er
hafin í stéttinni á ný.
Afmæliundirbúið
Gert er ráð fyrir að Reykjavík-
urborg verji 40 milljónum til lýð-
veldisafmælisins í sumar. Nefnd
á vegum íþrótta- og tómstunda-
ráðs vinnur nú aö tillögum um
dagskrá hátíðahaldanna.
Fjölmenni til Nngvalia
Gert er ráð fyrir að um 60 þús-
und manns leggi leiö sína á lýð-
veldishátíðina á Þingvöllum 17.
júní í sumar. Búist er við að gest-
imir komi á samtals 29 þúsund
bílum. Þjóðhöfðingar annarra
Norðurlandanna mæta. RÖV seg-
ir rætt um að Margrét Þórhildur,
drottning Dana, flytji ávarp.
Fieiri hjólreiðasfigar
Borgarráð hefur samþykkt aö
skipa nefnd er geri tillögu til úr-
bóta fyrir hjólreiðamenn í
Reykjavik. Samkvæmt Morgun-
blaðinu eiga tfilögur að vera
komnar fram fyrir 1. apríl.
FleirimeðStrætó
Farþegum Strætisvagna
Reykjavíkur fjölgaöi um 8% í
fyrra. Samfelld fækkun varð á
farþegum milli áranna 1980 til
1992. Samkvæmt Tímanum má
þakka Græna kortinu umskiptin.
Fiskistofa hóf í gær úthlutun á
ailaheimildum Hagræðingasjóös.
Samkvæmt Mbl. hefur 781 út-
gerð, sem orðiö hefur fyrir afla-
skerðingu, verið send tilkynning
um úthlutunina. Alls verður út-
hlutað um 12 þúsund þorskigild-
istonnum. -kaa