Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 32
r
Pa
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjörn - Auglýsingar * Áskrift * Dreifing: Sími 632700
MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994.
Tugir kinda
drápust í
snjóflóði
r í Dýrafirði
Siguijón J. Sigurðsson, DV, Isafirði:
Snjóflóö féll við bæinn Fremstuhús
í Dýrafiröi aðfaranótt þriðjudags og
olli miklu tjóni á útihúsum og búfén-
aði. Að minnsta kosti 20 ær drápust
þegar flóðið féll á fjárhúsin og lóga
þarf nokkrum til viðbótar þar sem
þær eru illa slasaöar. Þá skemmdist
hlaða við bæinn auk þess sem drátt-
arvélar og önnur heyvinnslutæki
hafa orðið fyrir skemmdum.
Snjóflóðið var mjög breitt og mikill
kraftur í því og skall það fyrst á hlöðu
við íbúðarhúsið að Fremstuhúsum
_sem gjöreyðilagðist. Síðan féll það á
fjárhúsið og braut þar niður gafl og
stöðvaðist í miðjum fjárhúsinu. Um
200 kindur voru þar og einn kálfur.
Útihúsin sem urðu fyrir snjóflóð-
inu standa stutt frá íbúðarhúsinu og
náði flóðið alveg upp að því. Litlu
mátti því muna aö enn verr færi því
þar voru tvær manneskjur.
Það er óvenjulegt að snjóflóð falli
svo neðarlega á þessum stað. Oft
hafa komið flóð þarna en aldrei fallið
svo langt niður. Tjón hefur ekki ver-
ið metiö en mun skipta milljónum.
Patreksflöröur:
„Kolvitlaust
veður“
Að sögn lögreglu á Patreksfirði var
„kolvitlaust veður“ þar í morgun.
Vindur stendur af landi og riðu vind-
hnútar yfir bæinn með tilheyrandi
látum. Rusl er á víð og dreif um
bæinn og þakplötur foknar af húsum
og rúður brotnar.
Á meðan DV ræddi við lögregluna
í morgun fór rafmagnið af á staðnum
og lögreglunni hafði ekki enn tekist
Tað ráða við öll útköll. Vöruflutninga-
skip beið færis fyrir utan Patreks-
flörð en gat ekki leitaö hafnar sökum
veðurs. -pp
Vestfirðir:
Brotsjór yf ir
mjölvinnsluhús
Veður var ekki jafn slæmt á Vest-
fjörðum í morgun og í nótt og gær.
Þó voru 12 vindstig á heiðum og þær
enn ófærar.
Síðdegis í gær reið brotsjór yfir
mjölvinnsluhús í Hnífsdal og
skemmdi innkeyrsluhurð. -pp
LOKI
Var ekki búið að fella úr gildi
gömlu R-númerin?
Viðræðurnar í
strand vegna
deilu um nefnd
„Það er búið að vera ljóst allan
tímann í þessari deilu aö verkfall-
inu verður ekki hætt fyrr en við
erum búnir að tryggja okkur gegn
kvótabraskinu. Við erum sáttir við
að nefnd verði skipuð sem taki á
þessu en náist ekki samkomulag
um starfsgrundvöll hennar þýðir
ekkert fyrir okkur að samþykkja
hana. Slíkt væri bara sýndar-
mennska gagnvart sjómönnum,"
segir Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Farmanna- og flski-
mannasambands isjands.
Viðræður sjómanna og útgerðar-
manna fóru í strand i gærkvöldi
vegna ósamkomulags um starfs-
hætti nefndar sem rætt er um að
komi í veg fyrir að sjómenn séu
þvingaöir til kvótakaupa. Þá gekk
lítið sem ekkert í sérkjaraviðræð-
um. Ekki hefur verið boðað tii nýs
fundar hjá Ríkissáttasemjara en
gert er ráð fy rir að óformlegir fund-
ir verði haldnir í dag til að ræða
stöðu mála.
Krafa sjómanna er að auk full-
trúa sjómanna og útgerðarmanna
verði skipaður oddamaður í nefnd-
ina. Tillaga þeirra gengur út á að
nefndin hafi 4 til 6 vikur til að fjalla
um kærumál, að nefndin undir-
byggi úrskurð sinn markaösvið-
miðun á fiskmörkuðum, og að inn-
an viku ffá úrskurði verði hlutur
sjómanna leiðréttur. Á þetta fallast
útgerðarmenn ekki, einkum hug-
myndina varðandi fiskverðsvið-
miðunina. -kaa
Tvö skip í f jörunni
Samkvæmt upplýsingum frá Vaðlavík í morgun hefur Goðinn grafið sig niður í sandinn í vikinni og stendur æ minna
af brúnni upp úr sjónum. Á myndinni má sjá Goðann á strandstað i gær. Jón Trausti Guðjónsson björgunarmað-
ur segir að varðskip sé komið á staðinn og reynt verði að ná Bergvíkinni á flot ef aðstæður leyfa en kanna átti málið
í birtingu. Hann segir ástand Bergvikur óbreytt og skipið hafi verið á fleygiferð i nótt þannig að laust sé um þaö.
pp/DV-mynd Sveinn Ingimarsson
Veðriö á morgun:
Víðaélja-
gangur
Á morgun verður norðaustan-
átt, hvassviðri norðvestan- og
vestanlands en hægari annars
staðar. Sunnan til á landinu verð-
ur bjartviðri en él í öðrum lands-
hlutum.
Veðrið í dag er á bls. 28
F^órflokkaframboðið:
Vilja
auka
pólitíska
ábyrgð
Mikil fundahöld stóðu yfir í gær-
kvöldi vegna sameiginlegs framboðs
minnihlutaflokkanna í borgarstjórn.
Borgarmálaráð Kvennalistans fjall-
aði um drög að málefnasamningi
framboðshstans ásamt Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra-
efni minnihlutans, og Pétur Jónsson,
formaður stjórnar Fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksfélaganna í Reykjavík,
kynnti þau fyrir stjórninni.
Þá ræddi Ingibjörg Sólrún ýmis
atriði í málefnasamningnum við full-
trúa fjórflokkanna fram á nótt og
voru málefna- og samstarfssamning-
ar fínpússaðir. Meðal annars var
rætt um að auka póhtíska ábyrgð
kjörinna fulltrúa í gegnum nefndir
borgarinnar.
Sameiginlegt framboð minnihlut-
ans gengur nú undir nafninu Reykja-
víkurlisti eða R-hsti en ekki hefur
verið gengiö frá endanlegu heiti.
-GHS
Loðnuveiðisamningamir:
Norðmenn
vilja
Samningaviðræður íslendinga,
Norðmanna og Grænlendinga um
skiptingu loðnukvótans hófust í gær
og lýkur í dag, að sögn Guðmundar
Eiríkssonar þjóðréttarfræöings.
Hann segir að í gær hafi ekki verið
rætt um aö breyta í aðalatriðum því
þríhliöa samkomulagi sem gilt hðfur
um veiðarnar. Skipting kvótans er
nú sú að íslendingar veiða 78 prósent
en Norðmenn og Grænlendingar sín
11 prósentin hvor þjóð.
Aftur á móti hafa Norðmenn ekki
náð að veiða nema um 7 til 8 prósent
af sínum 11 prósentum undanfarin
ár. Ástæðan fyrir því er bæöi sá tími
sem þeir mega veiða og að þeir mega
ekki fara inn fyrir ákveðið svæði í
íslensku fiskveiðilögsögunni til veið-
anna. Þessu vilja þeir breyta.
Guðmundur sagði að enda þótt
veiðar íslendinga í Smugunni hefðu
ekki verið ræddar beint væri ljóst
að þær blunduðu undir hjá Norð-
mönnum og ykju þeim óánægju.
-S.dór
s. 814757
HRINGRÁS
ENDURVINNSLA
Tökum á móti
rafgeymum
Móttökugjald12kr. pr/kg