Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 17 Stuttar fréttir Venablesrádinn? AUt bendir til þess að Terry Venables veröi ráðinn landsliðs- þjálfari Englands í knattspyrnu í vikunni en þó er Gerry Francis enn talinn koma til greina. Keegan með 21-árs Kevin Keegan, íramkvæmda- stjóri Newcastle, tekur nær ör- ugglega viö enska 21-árs landslið- inu. WalkertilEverton Mike Walker, sem hefur náð mjög góðum árangri með Norwich í ensku knattspyrnunni, verður næsti framkvæmdastjóri Everton. Deehan með Norwich John Deehan, aðstoðarmaöur Walkers, verður væntanlega ráð- inn framkvæmdastjóri Norwich í stað hans i dag. Branfoot rekinn Ian Branfoot var í gærkvöldi rekinn úr starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri enska knattspyrn- uliðsins Southampton. Axelmeðtvö Axel Björnsson skoraöi 2 mörk fyrir Aalborg KFUM sem tapaði eina ferðina enn í dönsku 1. deild- inni í handknattleik um helgina, nú 24-27 fyrir Helsingör. Kolding óstöðvandi Kolding er óstöðvandi í danska handboltanum og hefur unnið alla 12 leiki sína í 1. deild í vetur. Þorvaldur bestur Þorvaldur Örlygsson var val- inn besti leikmaður Stoke í tveimur leikjum liðsins af fjórum um jól og áramót af enska tíma- ritinu Shoot og fékk næsthæstu einkunn í þriðja leiknum. Perezúrleik Alfonso Perez, eínn efnilegasti knattspymmnaöur Spánar, meiddist illa á hné í leik Real Madrid gegn Barcelona um helg- ina og leikur ekki meö Spáni í HM í Bandaríkjunum í sumar. PelebesturíAfríku Abedi Pele irá Ghana, leikmað- ur með Lyon í Frakklandi og Evrópumeistari með Marseille í fyrra, var útnefndur knatt- spymumaður ársins í Afríku 1993, þriðja árið í röð, af tímarit- inu France Football. Thomasílandsliðið Isiah Thomas, bakvörður frá Detroit, hefur veriö valinn í bandaríska landsliðiö í körfu- knattleik sem keppir á heims- meistaramótinu í sumar, í stað- inn fyrir Tim Hardaway frá Gold- en State, sem er meiddur. Tíuþegarvaldir Tíu leikmenn hafa verið valdir í bandaríska liðið, Derrick Cole- man, Joe Dumars, Larry John- son, Shawn Kemp, Dan Majerle, Alonzo Mouming, Mark Price, Steve Smith, Dominique Wilkins og Isiah Thomas, en síöustu tveir verða valdir í vor. Aukaaðalfundur UBK Aukaaðalíúndur knattspyrau- deildar UBK verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæö, firamtudaginn 13. janúar klukk- an 20.30. Kjörinn veröur nýr formaöur og einn maöur í stjóm. Sanderserhætt Summer Sanders, tvöfaldur ólympíumeistari í sundi fyrir Bandaríkin í Barcelona 1992, til- kynnti í gær aö hún væri hætt keppni. -VS Iþróttir Geir Sveinsson i leik með Alzíra. Óvíst er hvort hann getur stýrt ís- lenska liðinu gegn Finnum á sunnudag. ------------- Ekkert öruggt - Héðinn, Geir og Júlíus hafa ekki fengið leyfi frá félögum sínum fyrir Finnaleikinn Það er alls ekki öruggt aö atvinnu- mennimir í íslenska landsliðinu í handknattleik, þeir Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson, geti leikið með landsliðinu gegn Finn- um á sunnudagskvöldið. Margir leikir eru hjá félagi þeirra Geirs og Júlíusar á næstunni. í kvöld leikur höið fyrri leikinn gegn Cuenta í 16 hða úrshtum spænsku bikar- keppninnar og þann síðari á laugar- daginn og á miðvikudag í næstu viku leikur svo Alzira gegn pólsku hði í Evrópukeppninni og fer leikurinn fram í Póllandi. „Það er í raun ekki frágengið hvort við komum eða ekki. Þeir vilja ein- dregið að við spilum leikinn á laugar- daginn og þá gætum við ekki komið heim fyrr en á leikdegi sem er alls ekki það hentugasta. Viö viljum reyna að komast á fóstudeginum en auðvitað ræðst það mikið af því hvernig fyrri leikurinn gegn Cuenta fer,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landshðs- ins og leikmaður Alzira, við DV í gær. Héðinn fór á fund Brademeier, þjálf- ara Dússeldorf, í gærkvöldi en þar ósk- aði Héðinn eftir því að fá að koma í leikinn. „Brademeier tók vel í það en gaf mér samt engin hrein svör. Við eigum erfið- an útileik gegn Hameln á laugardaginn og þann leik mun ég spila og meiningin er svo að koma svo til íslands á sunnu- daginn," sagði Héðinn við DV í gær. „Ég reikna með að fá þetta á hreint á miðvikudagskvöld (í kvöld) en ef þjálfarinn verður eitthvað stífur gæti Þorbergur þurft að ræða við hann. Ég er samt bjartsýnn á að Brademeier gefi mér grænt ljós og það gæti farið svo að hann skellti sér með til íslands." Héðinn hefur átt við meiðsli að stríða í öxl og í samtahnu við DV í gær sagð- ist hann vera enn hálfslappur. Ratka, örvhenta skyttan sem leikur með Héðni í Dússeldorf, er meiddur og leik- ur ekki gegn Hameln og sagði Heðinn að fyrir vikið myndi mæða meira á sér í leiknum á laugardaginn. Jakimovitch ekki með? Króatar og Hvít-Rússar leika í kvöld úrshtaleikinn í riðlinum og fer leikur- inn fram í Zagreb í Króatíu. Úrshta þessa leiks er beðið með mikilli eftir- væntingu á íslandi enda kemur þá í ljós hverjir möguleikar íslendinga verða. Hvít-Rússarnir tefla fram nær sama hði og í leikjunum gegn íslend- ingum nema óvíst er hvort snilhngur- inn Mikhail Jakimovitch leikur með. -GH Héðinn áfram ytra hjá Dússeldorf ? Samningur Héöins við Dússeldorf rennur út síðar á þessu ári en Héðinn sagöi við DV að allar hkur væru á að hann framlengdi samning sinn við félagið til eins árs. Liði Dússeldorf hefur gengiö vel í vetur og er í 4. sæti deildarinnar. Þar hefur Héðinn leikið stærsta hlutverkið og er sem stendur í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. -GH Siggi í Stjörnuna Sigurður Bjaraason handknatöeiks- mætir KR-ingum í Nissan-deildinni okkar. Leikmaður með hans hæfileika maður hefur fengið sig lausan frá þýska þann 9. febrúar næstkomandi. er vitanlega styrkur fyrir okkar hð og úrvalsdeildarhðinu Grosswahstadt og „Þegar Sigurður var hér heima fyrir við bjóðum hann velkominn,“ sagði er á heimleið. Hann ætlar að ganga til jólin óskaði hann eftir því að ganga til Bergþóra Sigmundsdóttir, formaður liðs við Stjömuna og ætti að verða lög- liðs við Stjörauna og aö sjáifsögðu tók- handknattleiksdeildar Stömunnar, legur með sínu gamla félagi þegar hðið um við vel í að hann kæmi að nýju til við DV i gærkvöldi. Wayne Casey skoraði sigurkörfu Grindvikinga í gærkvöldi á síðustu stundu gegn Njarðvíkingum. „Það var mikil heppni að boltinn fór rétta leið“ - Grindvíkingar stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkinga 1 framlengdum leik „Það var mikh heppni að boltinn fór ofan í körfuna. Þetta var eina vonin og færið sem ég fékk var ekki gott. Þegar ég tók skotið og sá að knötturinn var á réttri leið var tilfinningin rosaleg, sér- staklega eftir að mörg af mínum skotum höfðu ekki ratað rétta leið,“ sagði Wa- yne Casey eftir að hann hafði skorað sigurkörfuna fyrir Grindvíkinga gegn Njarðvíkingum þegar þijár sekúndur voru eftir af framlengingu í leik hðanna í Grindavík í gærkvöldi. Grindavík sigraði 91-89 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 78-78. Þetta var annar ósigur Njarðvíkinga á leiktímabhinu í úrvalsdehdinni í vet- ur. Staðan í leikhléi var 39-46, Njarðvík í vh. Með mikilh baráttu náðu Grindvík- ingar aö jafna leikinn undir lok venju- legs leiktíma og hefði Nökkvi Már Jóns- son getað gert út um hann fyrir heima- menn með tveimur bónusvítum þegar 8 sekúndur voru eftir en hann hitti að- eins úr fyrra skotinu og því var fram- lengt. Njarðvíkingar byrjuðu framlenging- una betur en Grindvíkingar áttu nóg eftir og barátta þeirra setti Njarðvík- inga út af laginu. Grindavík náði íjög- urra stiga forskoti en Njarðvíkingar jöfnuðu þegar 12 sekúndur voru eftir. Casey tryggði svo Grindvikingum sig- urinn og leikmenn liðsins fögnuðu í sambadansi með stuðningsmönnum sínum í leikslok. „Það var mjög lélegt af okkur að tapa þessum leik. Það hlaut að koma að því að við töpuöum leik eftir ehefu sigur- leiki í röö. Við verðum bara að hafa karakter til þess að rífa okkur upp og mæta vel stemmdir í bikarleikinn gegn þeim á laugardaginn,“ sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga, eftir nágrannaslaginn í gærkvöldi. Marel Guðlaugsson átti stórkostlegan kafla undir lokin en Casey átti lengstum í vandræðum meö að finna réttu leiðina í körfuna. Guðmundur, Hjörtur og Nökkvi voru sterkir en annars var liðs- heildin ahsráðandi. Ronday Robinson var skástur í hði Njarðvíkinga, Valur er óðum að ná sér eftir meiðsli. Teitur var óstöðvandi í fyrri hálfleik en frekar fór htiö fyrir honum í þeim síðari. UMFG (39) 78 91 UMFN (46) 78 89 5-12, 21-21, 29-32, 39-39, (39-46), 39-51, 56-59, 63-66, 71-71, 77-78, (78-78), 83-85, 89-85, 89-89, 91-89. Stig UMFG: Wayne Casey 20, Nökkvi Jónsson 16, Marel Guð- laugsson 15, Hjörtur Harðarson 12, Guðmundur Bragason 11, Pétur Guðmundsson 9, Unndór Sigurðs- son 6, Bergur Eðvaldsson 2. Stig UMFN: Ronday Robinson 23, Teitur Örlygsson 19, Valur Ingi- mundarson 18, Friðrik Ragnars- son 9, Rúnar Ámason 8, Jóhannes Kristbjömsson 7, ísak Tómasson 5. Áhorfendur: Um 500. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Helgi Bragason, góðir. Maður leiksins: Marel Guð- laugsson, Grindavik. Tindastóll (33) 59 Haukar (40) 79 3-4,8-8,14-13,16-24,25-30,31-35, (33-40), 36-50, 49-66, 53-76, 59-79. Stig Tindastóls: Ingvar Ormars- son 16, Róbert Buntic 16, Páll Kol- beinsson 11, Ómar Sigmarsson 5, Garðar Halldórsson 3, Ingi Þór Rúnarsson 3, Lárus D. Pálsson 3, Hinrik Gunnarsson 2. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 20, John Rhodes 18, Jón Ö. Guð- mundsson 12, Jón A. Ingvarsson 8, Tryggvi Jónsson 8, Rúnar Guð- jónsson 7, Sigfús Gissurarson 6. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Kristján Möller. Mistækir. Áhorfendur: 390. Maður leiksins: Páll Kolbeins- son, Tindastóli. Stórsigur Finna Finnar unnu öruggan sigur gegn liði Búlgaríu í undankepni Evrópumótsins í handknattleik í gærkvöldi. Lokatölur urðu 28-16 en íslendingar mæta Finnum á sunnudaginn. -SK Ars íþrótta og ólympíuhugsjónar minnst á margvíslegan hátt Nektarmyndir til að trufla Haukana Ahsherjarþing Sameinuöu þjóð- anna lýsti í október árið 1994 „ár íþróttanna og ólympíuhugsjónarinn- ar“ í thefni þess að þann 23. júní verða 100 ár frá því Alþjóða ólympíu- nefndin var stofnuð í Sorbonne- háskólanum í París. Hér á landi mun sérstök samstarfs- nefnd, skipuð af íþróttasambandi ís- lands og Ólympíunefnd íslands, vinna að því að fylgja þessari sam- þykkt eftir og nefndin mun ennfrem- ur vinna að þvi að tengja íþróttir á árinu við hátíðahöld vegna 50 ára afmæhs íslenska lýðveldisins. Tengjast sem flestum íþróttaviðburðum „Það er ekki ætlunin að efna til nýrra íþróttamóta af þessu thefni, enda er nóg af þeim fyrir. Við munum hins vegar leitast við að eiga sem best samstarf við héraðssamböndin og sérsamböndin um að tengjast sem flestum stærri viðburðum á íþrótta- sviðinu, setja mót á hátíðlegan hátt og að merki og fánar verði á og við öll helstu íþróttamannvirki landsins út þetta ár,“ sagði Gísh Hahdórsson, formaður samstarfsnefndarinnar, þegar hún kynnti átakið í gær. Arið 1994 var fyrir nokkru lýst „Ár fjölskyldunnar" hjá Sameinuðu þjóö- unum en Gísli sagði að það heföi ekki komið í veg fyrir að íþróttimar kæmust að hka. „í raun vinnur þetta tvennt mjög vel saman og getur orðið lyftistöng fyrir báða aðha. Við mun- um vinna að því að tengja saman íþróttir og fjölskylduna á ýmsan hátt,“ sagði Gísli. „Það sem mestu máh skiptir er að koma þjóðinni í skilning um hve íþróttimar skila mikilvægu hlut- verki í þjóðfélaginu og þetta hafi í för með sér vakningu meðal fólks um að stunda íþrótflr og vega og meta störf íþróttahreyfingarinnar," sagði Ehert B. Schram, forseti ÍSÍ, sem á sæti í nefndinni. Formleg setning á leiknum við Finna Ár íþróttanna og ólympíuhugsjónar- innar verður sett formlega í Laugar- dalshöll á sunnudagskvöldið klukk- an 20.30, fyrir landsleik íslands og Finnlands í Evrópukeppni karla í handknattleik. -VS - dugðu ekki til og Ha LUk ar unnu Tindastól, 5 9-79 Þórhallur Ásmundæan, DV, Sauðárkróki: Ef ekki er ástæða fyrir Tindastólsmenn að koma saman og ræða málin eftir leikinn gegn Haukum í gærkvöldi, sem liðið tapaði, 59-79, þá verður ekki séð hvenær þess gerist þörf. Svo hörmuleg var frammistaöa hðsins í seinni hálfleikn- um. Þá var ekki hð inni á vehinum fyrir Tindastól heldur fimm einstakhngar. Það var einungis Páh Kolbeinsson sem sýndi góða baráttu og „karakter". Tindastólsmenn virkuðu áhugalausir og þreyttír í leiknum og sú spuming er áleitin hvort þessir ungu strákar æfa hreiihega ekki alltof mikið. Altént virðist augljóst aö Tindastólshðið á aö geta svo mlkið meira en það hefur oftast sýnt í vetur. í fyrri hálfleik leit út fyrir jafnan og skemmtilegan leik en síðan hrundi leikurinn í þeim síðari. Það eina sem gladdi augað í seinni háifleik var er einn stuðnings- manna Tindastóls dró upp risastóra nektarraynd skammt frá körfuspjaldinu meðan Haukamenn tóku vítaskotin. Haukahðið var mjög jafnt í leiknum og Ingvar þjálfari gat leyft sér þann munað að skipta öhum inn á. Hjá Tlndastóh var Páll Kolbeinsson sá eini sem hélt haus ailan leikinn. Lék Páh mjög vel í gærkvöldi og er barátta hans til fyrtrmyndar. Ingvar Ormarsson var góður í fyrri hálfleik en hvarf í þeim síðari. Wednesdayáfram Sheffield Wednesday er komiö áfram í enska deildarbikamum eftir 1-2 sigur gegn Wimbledon í gærkvöldi. Notts County vann Birming- ham, 2-1, í 1. deild. Sunderland vann Oxford, 0-3. -SK í kvöld Handbolti - 1. deild karla: Selfoss-FH ÍR-Valur 20.00 20.00 Haukar - Stjarnan 20.00 ÍBV-KA..... 20.00 Víkingur - KR 20.00 Þór-Aftureldine 20.30 Körfúbolti - Visadeild: Snæfell - SkaUagrímur.... 20.00 Körfubolti - 1. deild kvenna: Tindastóh - Grindavík....20.00 Blak - bikar karla: Stjarnan - KA............20.30 íþróttir Loy Vaught hjá Los Angeles Clippers hangir í körfuhringnum hjá New York eftir að hafa troöið af krafti. Patrick Ewing, lengst til hægri, var besti maður vallarins og skoraði yfir 30 stig fyrir New York þriðja leikinn í röð. Simamynd/Reuter NB A-deildin í körfuknattleik í nótt: SeatUe var grátt leikið í Portland - lenti 29 stigum undir og tapaði sínum flórða leik í vetur Portland lék efsta Uð NBA- deUdarinnar, Seattle, grátt þegar Uðin tvö af norðvesturströndinni áttust við í nótt. Portland var sext- án stigum yfir í hálíleik og náði 29 stiga forskoti en Seattle bjargaði andlitinu að hluta með góðum endaspretti og lokatölur urðu 108-99. Seattle haföi unnið sex leiki í röð og hefur aðeins tapað fiórum sinnum í 30 leikjum í deUdinni í vetur. Clifford Robinson skoraöi 27 stig fyrir Portland, Rod Strickland 22 og nýliðinn James Robinson 20 en Gary Payton og Detlef Schrempf gerðu 19 stig hvor fyrir Seattle. í viðureign tveggja vængbrotinna Uða í Phoenix tryggði Charlotte sér sigur, 93-95, með góðum enda- spretti. Charles Barkley og Kevin Johnson hjá Phoenix og Larry Johnson og Alonzo Mourning hjá Charlotte era alhr meiddir og léku ekki með. DeU Curry skoraöi 23 stig fyrir Charlotte en A.C. Green skoraði 18 stig og tók 14 fráköst fyrir Phoenix. Úrslitin í nótt: Detroit - Denver........... 86-94 New Jersey - Washington....100-115 New York - LA Clippers..... 98-77 Milwaukee - Indiana........ 76-82 San Antonio - Minnesota ......108-98 Phoenix - Charlotte........ 93-95 LA Lakers - Golden State...117-122 Portland - Seattle.........108-99 Sacramento - Miami.........103-95 Patrick Ewing var í miklum ham fyrir New York gegn Clippers, skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og varði 6 skot. Þetta vr þriðji 30 stiga leikurinn hans í röð. Danny Mann- ing skoraði 16 stig fyrir CUppers. Detroit tapaði sínum 10. leik í röð þegar Denver kom í heimsókn en þetta var fyrsti sigur Denver í bíla- borginni í sex ár. Laphonso EUis skoraði 19 stig fyrir Denver en Joe Dumars 18 fyrir Detroit. Don MacLean gerði 20 stig fyrir Washington en Derrick Coleman 26 fyrir New Jersey. David Robinson náði sinni þriðju þrennu í vetur fyrir San Antonio þegar hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsendingar gegn Minnesota. Hann varði enn- fremur átta skot. Isiah Rider skor- aöi 26 stig fyrir Minnesota. Antonio Davis skoraði 26 stig fyr- ir Indiana en Todd Day 26 fyrir MUwaukee sem hefur aðeins unnið þrjá heimaleUti af 15 í vetur. LatreU SpreweU skoraði 29 stig fyrir Golden State en Nick Van Exel 28 fyrir Lakers sem tapaði í tíunda skiptið í 13 leikjum. Wayman Tisdale skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Steve Smith 26 fyrir Miami. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.