Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 Fréttir DV Skemmdir á 36 húsum 1 óveðrinu á Siglufirði: Tvö hús gjörónýt og tjónið nemur tugum milljóna króna Vinnuflokkur frá Siglufjarðarbæ að störfum í óveðrinu i gær. Hér éru menn að vinna við að festa niður þakið á húsinu Hvanneyrarbraut 20 sem farið var að losna. DV-símamyndir Örn Magnús Jónsson og fjölskylda hans, sem búa i þessu húsi að Þormóðsgötu 23, horfðu beint upp í himininn úr einu herbergjanna þegar þakið hafði fokið af að hluta. í gær var búið að gera við til bráðabirgða en tjónið á þessu húsi er áætlað um hálf milljón króna. Tveir ungir Siglfirðingar, Sölvi Guðnason og Hjalti Gunnarsson, virða fyrir sér skemmdirnar á húsinu við Lindargötu 1c, en það hús er talið ónýtt eftir að þakið sviptist af því og húsið tók að gliðna i sundur. Öm Þóiarinsson, DV, Siglufirði: Talið er að skemmdir hafi orðið á 36 húsum á Siglufirði í óveðrinu mikla sem þar geisaði í fyrradag og í gær. Að sögn Guðna Sölvasonar bæjarverkstjóra urðu 27 hús fyrir skemmdum á mánudag þegar óveðr- ið skaU á en það stóð í um fjórar klukkustundir. Um 50 manns unnu þá fram á kvöld við björgunarstörf. Þá fuku nánast í heilu lagi þök af tveimur húsum og er talið að hæði húsin séu ónýt. í gær versnaði veðrið svo aftur skömmu fyrir hádegi og eftir hádegið var hluti björgunar- sveitarinnar kaUaður út aö nýju. Unnu björgunarsveitarmenn ásamt hæjarstarfsmönnum við þaö fram á kvöld að festa niður þakplötur sem voru að losna og afstýrðu því að þök færu af í heUu lagi. AUs urðu skemmdir á 9 húsum í gær en tjón varð þá mun minna en í fyrradag. Mjög einkennUegt veður var á Siglufirði í gær, norðaustanátt með rigningu og var veðurofsinn slíkur þegar hryðjumar gengu yfir að ekki var statt á bersvæði. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki í óveðrinu en eignartjón skiptir miUjónum króna. Matsmenn eru væntanlegir til Siglufjarðar í dag tíl að meta tjónið sem orðið hefur. Mjög erfitt var að fuUyrða nokkuð um það í gær hversu mikið tjónið var í krónum taUð en þó er ljóst að það nemur mUljónatug- um. Heimilisfólkið að Þormóðsgötu 23: Horfðum úr herberginu beint upp í himininn Öm Þóiarinsson, DV, Sglufiiði: „Ég var að ýmsu leyti heppinn, þakið fór af í fyrstu alvöruhviðunni skömmu fyrir hádegi og björgunar- sveitarmennimir komu nánast allir hingað. Þeir voru svo til búnir aö negla niður það sem eftir var af þak- inu og setja segl og plast yfir þann hluta sem þakið hafði fokið af áður en mesta hrinan gekk yfir en þá skemmdust fimm hús samtímis," sagði Magnús Jónsson, sem býr ásamt konu og bami að Þormóðsgötu 23 á Siglufirði, um skemmdirnar sem urðu á húsi hans í fyrradag. Magnús og kona hana voru nýlega búin að kaupa húsið og Magnús sagði að veðrið hafi skollið á svo snöggt að hann hafi ekkert vitað hvað var að gerast. „Þegar við litum inn í norðvesturherbergið sáum við ein- faldlega upp í himininn. Hluti af þak- inu ásamt sperrum og klæðningu var horfinn. Okkur varð fyrst fyrir að forða okkur með bamið yfir í næsta hús en síðan höfum við hafst við hjá ættingjum," sagöi Magnús. Hann telur að um 15 plötur hafi fokið af þakinu hjá sér en þó hafi tekist að bjarga öllum húsbúnaði úr þeim hluta hússins þar sem þakið fór af. Hins vegar hafi orðið talsvert tjón af vatni sem komist hafi í gólfteppi og plötur í lofti hafi skemmst. Magn- ús segir að tjón hans sé ekki undir hálfri milljón króna en vonast til að geta flutt inn í húsið aftur strax og veðrið gengur niður. í dag mælir Dagfari__________________ Sameinaðir stöndum vér Minnihlutaflokkarnir í borgar- stjóm munu vera að ræða þessa dagana möguleika á sameinuðum lista í borgarsfjómarkosningunum í vor. Þetta em fjórir flokkar, Al- þýðubandalag, Frcunsóknarflokk- ur, Kvennalisti og Alþýðuflokkur, enda þótt einhver Vcifi leiki á um það meðal hinna hvort það taki því aö hafa Alþýðuflokkinn með. Hvað um það. Þessir fjórir flokk- ar em sem sagt að hugleiða að hætta við framboð í eigin nafni til að styrkja sig í sessi í kosningun- um. Þeir telja með öðmm orðum að það sé farsælast til vinnings í stöðunni að þjóða alls ekki fram sína eigin framboðslista heldur all- ir í kór. Nú hefur það verið meginregla í stjómmálum, þar sem lýðræði rík- ir og stjómmálaflokkar starfa, að flokkar þurfi að bjóða fram til að fá atkvæði. Flokkar eru ekki til nema af því að þeir hafa sérstööu miðaö við aðra flokka og til að þessi sérstaða komi í ljós og til að fylgi þeirra komi í ljós þurfa þessir flokkar að sjálfsögðu að bjóða fram sjálfstætt, svo vitað sé hver munur- innerá þeim og öðmm flokkum. Þessi viöhorf em greinilega að breytast á íslandi. Nú er það mark- mið með starfsemi stjómmála- flokka að þeir bjóði ekki fram. Sér- staklega á það við ef flokkamir vilja auka fylgi sitt þá virðist þaö vænlegasti kosturinn að láta nafn flokksins eða frambjóðendur á hans vegum koma sem minnst við sögu í kosningum. Það er hins vegar af Sjálfstæðis- flokkmun að frétta að hann hefur ákveðið að bjóða fram sérstakan lista sem kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir miðað þá taktik stjóm- málaflokka, samanber minnihluta- flokkana, að láta sem minnst á sér bera. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið par vinsæll að undanf- ömu og skoðanakannanir bera með sér aö flokkurinn muni tapa meirihlutanum ef hann býður fram. í rauninni hefði verið miklu nær að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sameinast í framboði með einhverj- um öðrum til að skýla sér á bak við annáð nafn en sitt eigið. Þá heföi Katrín Fjeldsted ekki þurft að segja sig frá framboði og þá hefði Jón Magnússon lögmaður ekki þurft að segja sig úr flokknum, heldur hefðu allir sjálfstæðismenn, sem á annað borö eru óánægöir með að komast ekki að, getað verið með í krafti þess að flokkurinn byði alls ekki fram. í kosningunum sjálfum verður úr vöndu að ráða fyrir kjósendur. Gamlir framsóknarmenn, sem ekki vilja kjósa komma í borgarstjóm, neyðast til að kjósa íhaldið til að eyðileggja ekki atkvæði sín. Kommamir, sem ekki geta hugsað sér að kjósa krata í borgarstjóm, hafa heldur ekki í önnur hús að venda heldur en að kjósa lista Sjálf- stæðisflokksins á meðan óánægðir sjálfstæðiskjósendur hafa ekki annarra kosta völ en kjósa sameig- inlegan lista hinna flokkanna ef þeir vilja láta óánægju sína í ljós. Niðurstaða kosninganna verður því væntanlega sú að sá listi sigrar sem fær fleiri óánægða úr röðum andstæðinganna til að kjósa sig heldur en óánægðu atkvæðin verða hjá hinum. Kommamir kjósa íhaldið og íhaldsmennimir kjósa vinstri hstann og þannig verða þeir raunverulegir sigurvegarar sem em óánægðastir. Svo er náttúrlega hægt að sitja heima og ef nógu margir sitja heima vegna þess að þeir geta ekki kosið þá sem þeir vilja ekki kjósa, mun meirihlutinn af atkvæðahær- um Reykvíkingum kalla yfir sig borgarstjómarmeirihluta, sem er kosinn af minnihluta kjósenda. Segjum að kosningaþátttaka verði 47% og að þessi 47% skiptist í hlut- fóllunum 60/40, mun meirihlutinn hafa bak við sig um 12% kjósenda. Þetta er þaö sem Katrín Fjeldsted kallar rússneska kosningu, sem felst í því að þeir verða kosnir sem frambjóöendur vilja að verði kosn- ir en ekki kjósendur. Kosningar í Reykjavík em nefnilega að þróast í þá átt að flokkar bjóði ekki fram ef þeir hyggja á sigur og frambjóð- endur geta ekki boðið sig fram, af því þeir óttast að fá ekki fylgi sem þeir telja að þeir eigi. Kosningafyr- irkomulagið er sem sé með þeim hætti að borgarfulltrúar treysta sér ekki til framboðs og flokkarnir alls ekki. Ekki nema þá þeir sem kjós- endurviljaekkistyðja. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.