Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Sameinaður listi Minnihlutaflokkarnir í borgarstjóm Reykjavíkur em í þann mund að ná samkomulagi um sameiginlegan fram- boðslista í kosningunum í vor. Það verða að teljast meiri- háttar tíðindi í íslenskum stjómmálum. Ef sú tilraun tekst og sameiginlegur listi nær meirihluta í borgarstjórn hlýtur sú niðurstaða að kalla á endurmat og eftir atvikum uppstokkun á allri flokkapólitík í landinu. Sameiginlegur hsti gamalgróinna flokka í Reykjavík er þannig próf- steinn á stjómmálaþróun langt út fyrir mörk Reykjavík- urborgar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völd í höfuð- borginni í heilan mannsaldur. Nánast frá upphafi kosn- inga til borgarstjómar, að undanskildu einu kjörtíma- bili. Andstæðingar sjálfstæðismanna hafa sótt að honum hver úr sinni áttinni en sjaldnast haft erindi sem erfiði. Bæði vegna góðrar málefnastöðu meirihlutans og sterkra frambjóðenda svo og vegna þeirrar glundroðakenningar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið á lofti og sannað- ist raunar í það eina skipti sem vinstri flokkarnir kom- ust til valda. Með sameiginlegu framboði verður glundroðakenn- ingunni ekki lengur haldið fram og auk þess hefur minni- hlutaflokkunum tekist að koma sér saman um sameigin- legt borgarstjóraefni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem óneitanlega er sterkur frambjóðandi. Hinu má þó ekki gleyma að sameiginlegur listi and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins getur líka verið vatn á myllu sjálfstæðismanna sem eiga að geta þjappað sínu hði betur saman þegar við einn andstæðing er að etja. Vel að merkja, ef ekki koma fram fleiri hstar, en Albert Guðmundsson og fleiri hafa vissulega ýjað að sjálfstæð- um framboðum, sem geta sett strik í reikninginn. Hvað sem gerist og hver sem úrsht verða, er ljóst að sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Framsóknar, Kvennahsta og Alþýðuflokks skýrir línumar í kosning- unum og leiðir 1 ljós að þessir flokkar treysta sér th að setja fram málefnasamning, sem byggist ekki aðeins á því að feha meirihlutann heldur felur væntanlega í sér að stefnur þessara flokka geti runnið saman í einn farveg. Stjórnmálaflokkarnir í landinu hafa jafnan haldið því fram að thvera þeirra og sjálfstæð framboð væru óhjá- kvæmileg vegna mismunandi skoðana. Þessi kenning hefur nú verið afsönnuð, hvað sem Mður framhaldinu. Þeir sjálfir hafa komist að þeirri niðurstöðu með því einu að sameina framboð sín undir einni stefnuskrá. Það gef- ur augaleið að sameiginlegt framboð er meira og annað heldur en hræðslubandalag. Sameiningarhstinn er vís- bending um breytt viðhorf innan stjórnmálaflokkanna ahra og er Sjálfstæðisflokkurinn þar ekki undanskilinn, að skihn miJh flokkanna og bihð á mihi þeirra sé ekki eins breitt og af er látið. Þetta hafa verið sjónarmið þúsunda kjósenda, sem hafa einmitt flarlægst stjómmálin vegna úreltrar flokka- skipunar og fomeskjulegra vinnubragða í póhtíkinni. Því hlýtur þess vegna að vera fagnað af flestum þegar nýjar línur era lagðar í kosningum. Það á og við um fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins, sem nú standa frammi fyrir skýrum valkostum. Þegar málefnasamningar era birtir má svo aftur og síðar vega það og meta hvaða kostur er skástur. Undir öllum kringumstæðum veldur sameiginlegt framboð núverandi minnihlutaflokka straumhvörfum í íslenskum stjómmálum, sem spennandi verður að fylgj- ast með. Ehert B. Schram „Kröfurnar eru fyrst og fremst um meiri þjónustu," segir m.a. í grein Vilhjálms. - Úr einum útsölustaða ÁTVR. Þar er ekki opið á laugardögum. ÁTVR - tíma- skekkja Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins er eins og nátttröll úr fortíðinni í nútíma viðskiptalífi. Starfsemi fyrirtækisins getur aldrei sam- ræmst eðlilegu frjálsræði í við- skiptum eða þeirri virðingu fyrir neytendum sem talin er sjálfsögð á tíunda áratug þessarar aldar. ÁTVR í ósamræmi við EES? Verslunarráð íslands hefur farið fram á að Eftirlitsstofnun EFTA taki starfsemi ÁTVR til athugunar og kanni hvort hún samræmist EES-samningnum. í honum er kveðið svo á um að ríkiseinkasölur megi ekki mismuna framleiðend- um á hinu Evrópska efnahags- svæði. Nú hefur margoft komið fram að ÁTVR mismunar framleiðendum og aðgangur að markaðnum er ekki jafn. Fjölmargir aöilar hafa reynt að koma vöru sinni að í versl- unum ÁTVR en fengiö afsvar. Að sjálfsögðu getur ÁTVR ekki verið með allar tegundir áfengis á boð- stólum én sá sem fær neitun frá ÁTVR á ekki neina aðra greiða leið inn á markaðinn. KjaUarinn Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands mála. Útsölustöðum hefur verið að fjölga og kröfur eru uppi um að opna fleiri útsölur. Aðgangur al- mennings að áfengi er því ekki tak- markaður svo heitið geti. Kröfurn- ar eru fyrst og fremst um meiri þjónustu. Þar sem ríkið á í hlut og fyrirkomulag verslunarinnar er þannig má reikna með því að brátt verði það beinlínis óhagkvæmt fyr- ir ríkissjóð að reka ÁTVR. Þegar rekstrarkostnaður ÁTVR eykst með fleiri útsölustöðum án þess að heildarsalan aukist er aug- ljóst að sú staða kemur fyrr eða síðar upp að hagkvæmara væri fyr- ir ríkiö að ná inn tekjum af áfengis- sölu alfarið með skattheimtu. Það er alls ekki tilgangur ÁTVR að skapa atvinnu fyrir starfsfólkið. „Eöli starfseminnar er hins vegar þannig að margháttuðum sérréttindum er úthlutað og 1 slíku starfsumhverfi eiga heilbrigðir viðskiptahættir alltaf undir högg að sækja.“ ÁTVR býöur upp á sérpantana- kerfi en það er miðað við sölu til endanlegra notenda, t.d. einstakl- inga eða veitingahúsa. Mjög dýrt er að markaðssetja vöru í gegnum sérpantanakerfið og sá sem þarf að fara slíka leið situr alls ekki við sama borð og sá sem fær vörur sín- ar beint inn í allar útsölur ÁTVR. ÁTVR ekki vegna heilbrigð- isstefnu Ríkisstjórnir Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar gáfu út yfirlýs- ingu í EES-samningaviðræðunum þess efnis að ríkiseinkasölur þess- ara ríkja á áfengi væru vegna stefnu þeirra í félagsmálum og heil- brigðismálum. Vissulega má segja að há skattlagning á áfengi geti verið í takt við stefnu í þessum málaflokkum. Gott samkomulag er um það í þjóöfélaginu að skattleggja áfengi mjög mikið og að varan eigi að vera dýr. Rekstur einkasölunnar sem slíkrar er hins vegar ekkert fram- lag til heilbrigðismála eða félags- Óheilbrigðir viðskiptahættir Einkasala á áfengi býður upp á margs konar óeðlilega viðskipta- hætti. Ekki er þar með verið að efast um að starfsfólk ÁTVR reyni að gera sitt besta. Eðli starfseminn- ar er hins vegar þannig að marg- háttuðum sérréttindum er úthlut- að og í slíku starfsumhverfi eiga heilbrigðir viðskiptahættir alltaf undir högg að sækja. Vilhjálmur Egilsson Skoðanir annarra Lögbundið bann við fjárlagahalla „Jafnvel þótt ríkisstjóm og einstakir ráðherrar gangi fram fyrir skjöldu og leggi fyrir þingið tillögur um sparnað, sem dregur úr hallarekstri, fer ekkert á milli mála, að þingmenn em mjög tregir til að taka þátt í sparnaðaraðgerðum, sem snerta kjósendur þeirra með einhverjum hætti... Þess vegna er brýnt að setja þingmönnum sjálfum þær skorður, sem tak- marka möguleika þeirra til þess að afgreiða fjárlög með halla. Lögbundið bann við því að afgreiða fjár- lög með halla er aðferð, sem vert er að taka til skoö- unar.“ ÚrforystugreinMbl.9.jan. Vitjunarlími krata „Fylgisspakt málgagn Sjálfstæðisflokksins hefur stórar áhyggjur af framgangi mála og reynir að leið- beina flokki sínum í Reykjavíkurbréfi sl. sunnu- dag... Morgunblaðið kann ráð til að koma í veg fyr ir sameiginlegt framboð miðjufólks og vinstri slag- síðu... Ef kratar í Reykjavík þekkja ekki sinn vitj- unartíma og fara að bjóða fram sameiginlegan hsta með öðrum flokkum gegn íhaldinu, þá fá þeir ekki aö flatmaga lengur í ríkisstjórnarsænginni." O.Ó. í Tímanum 11. janúar. Ný viðhorf í borgarstjórnarkosningum „Augljóst er, að sú hugmynd hefur fengið byr undir báða vængi vegna þeirrar niðurstöðu í skoð- anakönnunum fyrir nokkrum vikum, að sameigin- legur framboðshsti minnihlutaflokkanna nyti meira fylgis meðal Reykvíkinga en Sjálfstæðisflokkur- inn... En hvemig sem á það er litið er ljóst, að sam- eiginlegur framboðshsti minnihlutaflokkanna myndi skapa alveg ný viðhorf í borgarstjórnarkosn- ingunum og þess vegna er nauðsynlegt fyrir sjálf- stæðismenn að gæta vel að sér.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 9. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.