Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Side 28
28
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir.
Ákveðid
spjall
í gangi
„Ég er ekki komin á einn eöa
neinn lista. Það er ákveðiö spjall
í gangi sem ég hef fylgst með,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
alþingiskona um viðræðurnar
um sameiginlegt framboð vinstri
flokkanna til borgarstjórnar-
kosninga.
Allar leiðir lokaðar
„Ég var hræddur en við vissum
að við yrðum að komast á staöinn
og vinna verkið. Þegar okkur
hafði tekist aö bjarga mönnunum
og vorum á leið til baka þá fyrst
Ummæli dagsins
var ég í vafa um að okkur tækist
að ljúka ætlunarverkinu. Okkur
virtust allar leiðir lokaðar.
Fyrst ætluðum við til Egilsstaða
en þar var ekki hægt að lenda
sökum veðurs. Þá ætluðum við
að fljúga til Hafnar en þar var
sömu sögu að segja af flugleið-
inni. Ég verð að segja að ég var
mjög ánægður þegar ég sá ljós
siðmenningarinnar í. Neskaup-
stað,“ sagði Jim Sills, foringi flug-
sveitarinnar sem vann björgun-
arafrek í Vaðlavík.
Bréf tilfrænku
„Komdu sæl frænka og þakka
þér fyrir síðast sem var eins og
þú eflaust manst, frammi í dal 23.
október á vettvangi nýjasta of-
beldis og yfirgangs míns gagnvart
ykkur á Laugalandi. Margt
skýrðist þama undir handarjaðri
Jónasar yfirlögregluþjóns og þá
ekki síður hér heima er hann
kynnti mér kæra Jóhanns Þórð-
arsonar, ranna undan þínum riíj-
um hafandi það göfuga markmið
að koma mér sem fyrst á bak við
lás og slá.
Þó að ég kunni nú að reynast
ykkur sýnd veiði en ekki gefin
er mál til komið að upplýsa sveit-
unga okkar og aðra þá er ekki
skilja hót í þessari óöld í Skjald-
fannardal, hvaða saga býr að baki
þessu nýjasta tómstundagamni
ykkar Laugalandsfólks."
Þetta er upphaf opins bréfs
Indriða Aðalsteinssonar, bónda í
Nauteyrarhreppi í N-ísafjarðar-
sýslu, til frænku sinnar að
Laugalandi en ósamkomulag
ríkti milli þeirra. Úr varð meið-
yrðamál og vora ummælin um
frænku dæmd dauð og ómerk.
ITC-deild-
m Mel-
korka
ITC-deildin Melkorka heldur
fund í kvöld kl. 20 í Menningarm-
iðstööitmi Gerðubergi í Breið-
holti. Stef fundarins er „Blindur
Fundir
er bóklaus maöur“. Fundurinn
er öllum opinn.
Heldur kólnandi veður
Búist er við stormi á Faxaflóamiðum,
Breiöafjarðarmiðum, Vestfjarða-
miöum, norðvesturmiðum, norð-
Vedrið í dag
austurmiðum, vesturdjúpi, norður-
djúpi og suðvesturdjúpi.
Það verður austan- og norðaustan-
átt, stormur um norðvestanvert
landið en allhvasst annars staðar.
Það lægir talsvert suðaustan- og
austanlands er hður á daginn. Rign-
ing eða súld verður með suðaustur-
og austurströndinni, slydda eða snjó-
koma norðanlands og á Vestfjörðum.
Á Vesturlandi verður úrkomulítið.
Heldur kólnandi veður, fyrst norð-
vestanlands.
Það verður alihvöss eða hvöss
austan- og norðaustanátt og skýjað
en léttir til með norðaustan stinn-
ingskalda í kvöld og nótt. Hiti verður
3 til 6 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.11
Sólarupprás á morgun: 10.59
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.59
Árdegisflóð á morgun: 07.21
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyrí slydda 2
Egilsstaöir súld 1
Galtarviú snjóél 0
KenavHairflugvöUur skýjað 3
Kirkjubæjarklaustur alskýjað 4
Raufarhöih slydda 1
Reykjavík skýjað 4
Vestmatmaeyjar súld 4
Bergen slydda 1
Helsinki snjókoma -6
Ósló snjókoma -4
Stokkhólmur snjókoma 0
Þórshöfn rigning 4
Amsterdam þokumóða 7
Barcelona léttskýjaö 7
Berlin þokumóða 3
Chicago heiðskírt -4
Feneyjar hálfskýjað 1
Frankfurt skýjað 6
Glasgow alskýjað 5
Hamborg rigning 5
London alskýjað 9
LosAngeles heiðskirt 13
Luxemborg súld 4
Madríd alskýjað 9
Malaga léttskýjaö 14
MaUorca léttskýjað 5
Montreal léttskýjað -12
Nuuk heiðskírt -8
Orlando rigning 18
París súld 8
„Þetta er dásamleg tilfinning.
Það er ekkert sem jafnast á við þá
tiifmningu að vita að manni hafi
tekist að bjarga mannslífum og
glatt í Ieiðinni fjölskyldu og vini
viðkomandi," segir Jim Siils, for-
ingi bandarísku flugsveitarinnar
sem bjargaði skipsbrotsmönnun-
um sex af Goðanum í Vaðlavík.
Jim, sem er 42 ára, hefur aö baki
3.300 tíma í þyrluflugi og hefur
bjargað 37 manns frá því að hann
hóf björgunarflug á þyrlu í Alaska
1975. Björgunin í Vaðlavík var önn-
ur björgunaraðgerð hans á íslandi.
Síðastliðið haust sótti hann slasað-
Jtm Sills.
an sjómann við erfiðar aðstæður.
Eftir sex ára dvöl í Alaska hélt
Sills til Flórida þar sem hann flaug
björgunarþyrlum á vegum banda-
rísku geimferðastofnunarinnar.
Hann vann síðan við ýmis skipu-
lagsstörf tengd björgunarmálum
áður hann kom til íslands í águst
1992. Héöan heldur hann svo í ág-
úst á þessu ári en veit ekki enn
hvað tekur við.
Eiginkona Jims Sills heitir Aliog
starfar hún fyrir bandaríska flot-
ann. Yngri dóttir þeirra Kelly, sem
er 15 ára, dvelur Iijá þeim í Kefla-
vik en dóttirin Christine, sem er
tvítug, er við háskólanám í Virgi-
níu í Bandaríkjunum.
-IBS
Myndgátan
Lærir utan bókar
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Hand-
bolti í
I. deild
Heil umferð verður leikin í 1.
deild karla í handbolta í kvöld.
KI. 20 mætast Selfoss og FH á
Selfossi, ÍR og Valur í Seljaskóla,
Haukar og Stjarnan i Haihar-
fþróttir
firði, ÍBV og KA í Vestmannaeyj-
um, Víkingur ög KR í Víkinni.
Þór og Afturelding leika kl. 20.30
á Akureyri.
í úrvaldsdeild karla í körfu-
bolta mætast Snæfell og Skalla-
grimur í Stykkishólmi kl. 20. í 1.
deild kvenna í körfubolta mætast
Tindastóli og Grindavík kl. 20 á
Sauðárkróki.
Skák
Judit Polgar tókst ekki aö komast áfram
á úrtökumóti atviimumannasambands-
ins í Groningen um jólin en átti þó góða
spretti. Lítum á skemmtilegar lyktir
skákar hennar við Ruban. Judit hafði
svart og átti leik í þessari stöðu:
24. - Bxf3! 25. gxf3 Hg8 Ef nú 26. Hxd8
Bf8 fráskák og mátar. 26. Rh2 Bf8+ 27.
Khl Bc5 28. He2 Hd7! Hótar 29. - Hdg7
og máta á gl - ekki gengur 29. Hxd7 Hgl
mát. 29. Ra4 Bf2! Hin hótunin. Nú á hvít-
ur ekkert svar við 30. - Dxh2 +! 31. Kxh2
Hh7 mát. Hvítur gafst upp.
Jón L. Árnason
Bridge
Það hefði verið ótrúlegt innsæi hjá sagn-
hafa að finna vinninginn í spilinu en vest-
ur varð að vera vakandi í vöminni til
þess að hnekkja spilinu. Vestur var
óheppinn með útspil í upphafi, en bætti
rækilega úr í öðrum slag. Sagnir gengu
þannig, vestur gjafari og NS á hættu:
♦ 96
V Á987
♦ ÁKD10765
♦ --
♦ K4
V 1064
♦ 4
+ ÁK86542
♦ 753
V KG53
♦ G92
+ G73
♦ ÁDG1082
V D2
♦ 83
+ D109
Vestur Norður Austur Suður
3+ 3♦ 4+ 4*
5* 5♦ 6+ 6*
Pass Pass Dobl p/h
Vestur var næsta öruggur um að annar
hvor andstæðinganna væri með eyðu í
laufl og ákvað þess vegna að spila út
tígli. Hjarta út hefði hnekkt samningnum
hratt og örugglega, en nú gat sagnhafi
skyndilega unnið spilið. Hann setti ásinn
í blindum í fyrsta slag og svínaði síðan
spaðaniunni. Vestur setti strax lítið spil!.
Ef riorður hefði nú spilað spaða á ásinn,
hefði hann fengið alla slagina, en til þess
hefði hann þurft röntgenaugu. Hann spil-
aði eðlilega næst spaða á tíuna, vestur
fékk á kónginn og tók tvo laufslagi. Spil-
ið fór því 500 niður. Ef vestur hefði ekki
verið vel vakandi og drepið á spaðakóng
í öðrum slag, þá hefði sagnhafi fengið 12
slagi.
ísak Örn Sigurðsson