Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 15 Einn fyrir alla > allir fyrir einn Mér er aUtaf minnisstæð saga Alexanders Dumas um skyttumar þrjár sem lifðu og börðust undir kjörorðinu: Einn fyrir alla - allir fýrir einn. Þeir voru eins konar jafnaðarmenn, af öðru sauðahúsi en nútímatoppkratar; menn'sem áttu eitthvað skylt við frönsku bylt- ingamar er fæddu af sér hugmynd- ir um frelsi, jafnrétti og bræðralag og síðari hugmyndir kommúnunn- ar um jöfnuð og samhjálp. Laumu- kratar Dumas hefðu líklega átt auðveldara að ná áttum en margur íslendingurinn nú til dags, hvað þá toppkratamir. Vegið að samhjálpinni í áratug eða svo hefur síbyljan gengið um nauðsyn þess að minnka opinber útgjöld til þjónustu í land- inu, til menningar, menntunar og skjúkrahjálpar. Og þá er ekki spar- að og hagrætt með fólkinu sem sinnir störfunum eða þiggjendun- um, heldur skorið niður á lokuðum fundum og starfsemi hætti. Og meðan gjaldþrot og ofurfjárfesting- ar einkarekstursins lýsa leiðina er sífellt talað um gildi einkavæðingar ríkisstofnana sem sinna þjónustu. Auðvitað má gagnrýna margt í þjónustu hins opinbera og eins hitt að einkarekstur hefur skilað mörg- um menningarverðmætum til okk- ar eða staðið fyrir dýrmætri þjón- ustu. Hitt er illa þolandi að skipu- lega er unnið að því aö eyða hug- sjónum samhjálpar og samstöðu meöal almennings með ofurgreind- um hætti; síbylju um of mikla og of dýra félagsþjónustu og síbylju um einkavæðingu í opinberri þjón- ustu. Ungt fólk, í stórum hópum, er farið að ræða um að þaö eigi auðvit- að ekki að borga fyrir rekstur sjúkradeildar sem það ekki notar, fyrir leiðinlega bullið á rás 1 sem það aldrei hlustar á, ömurlegu leik- ritin í Þjóðleikhúsinu sem það aldr- ei sér, umönnun fylhbyttna, sem það ekki þekkir og fyrir stofnana- mat ofan í gamalt fólk sem er ekki skylt því. Fullþroska fólk hefur KjaUajinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur þetta fyrir hinum yngri, nema hvað? Hugsjónir geta horfið Svona verður hugarfarsbreyting- in er grefur undan þeim jafnaöar- pg sjálfstæðishugsjónum sem eru íslendingum nauðsyn til þess að geta lifað þróttmiklu lífi í landinu. Ókeypis skóh handa öhum, ókeypis hehsuvemd handa öhum, öílug menningarstarfsemi án dhkadrátt- ar og styrkar stoðir í fjölbreyttum hstum eru gæði sem allir eiga að leggja tU, vilji þeir vera í nútíma- samfélagi. Hlutfölhn eiga að ráðast af tekj- um manna. Þar kemur vond og auðmagnshoh skattalöggjöf í veg fyrir rétt vinnubrögð, að því við- bættu að skipting ríkistekna er óréttlát og röng; ógrynni af útgjöld- um renna tíl brasks, tíl ónýtra fjár- festinga einkaaðila og kerfisbruðls en gætu gert kraftaverk í Ula hald- inni sjúkraþjónustu eða mennta- kerfinu. Ég fyrir mig - hver fyrir sig Meðvitaðir talsmenn sérhyggj- unnar hafa ekki áhyggjur af niðurr skurði í þjónustu hins opinbera. Þeir hafa þegar fundið sér kjörorð enda sumir á góðum jeppa, með fimm- og tífold meðallaun til að greiða eigin götu ef á bjátar og góð tengsl í einka- og opinbera geiran- um. Hinir skyldu gá að sér. Fáeinir áratugir lýðveldisins færðu okkur veruleg lífsgæði m.a. af því að menn völdu leið samhjálpar í mörgum tUvikum. Þeir ávinningar eru í hættu, rétt eins og sjálfræði þjóðarinnar, frammi fyrir skefjalausri sér- hyggju og Evrópuhyggju. Innan allra flokka finnast menn sem skUja þetta en engin flokkanna get- ur þó veitt forystu baráttu tíl varn- ar félagsþjónustu og opinberun menningar- og menntastofnunum. Ekki verkalýðshreyfingin sem er þó grunduð á hugsjónum frelsis, jafnréttis og bræðralags. Það er greirúlega að mörgu að hyggja. Ari Trausti Guðmundsson „Hitt er illa þolandi að skipulega er unnið að því að eyða hugsjónum samhjálpar og samstöðu meðal almenn- ings ... “ segir Ari Trausti m.a. i greininni. „Fáeinir áratugir lýðveldisins færðu okkur veruleg lífsgæði m.a. af því að menn völdu leið samhjálpar í mörgum tilvikum. Þeir ávinningar eru í hættu, rétt eins og sjálfstæði þjóðarinnar.“ Meðog Sdpun heilbrigöisráðherra á mági sínum sem formanni sljómamefndar Rtkisspitalanna Mægðirnar eru aukaatriði í þessumáli „Það er ágreinings- laust að ráö- herra getur valið hvem sem er sem sinn aðstoö- armann. Það er sérstaklega tekið fram í stjórnsýslu- lögunum að til póhtískra starfa er hægt að velja menn án þess að farið sé eftir ströngustu reglum þeirra. Úr því að stjórnsýslulögin útiloka ekki að aðstoðarmaður geti verið skyldur eða mægður leiðir það af sjálfu sér að ráðherra verður að hafa heimild til að geta skipað þann sama í nefndir og ráð á veg: um hlutaöeigandi ráöuneytis. I þessu sambandi verður aö hafa í huga að aðstoöarmenn ráöherra hverfa úr starfi um leiö og ráð- herrar þannig að þeir eru ekki skipaðir til starfa til frambúðar. Ég Iít svo á að í þessu sambandi er ráðherra ekki að veþa mág sinn heldur aöstoðarmann sinn til formennsku í stíómamefhd Ríkisspítalanna. Mægðímar era aukaatriði í þessu máh. Þaö er ekki hægt að túlka nýju stjóm- sýslulögin svo þröngt að í hvert sinn sem ráðherra vill skipa mann í nefhdir eða ráð þurfi hann aö fá seturáðherra til verks- ins. Aht önnur sjónarmið hefðu gilt ef ráöherra hefði ætlað að skipa aðstoðarmann sinn, sem jafnframt er mágur hans, í fast embætti hjá ríkinu. Þaö hefði hann ekki getað. Hins vegar er afleiöing þess að hann kýs að setja aðstoðarmann sinn í þessa formennsku gerir það að verkum að ráherra verður vanhæfur til að fjaha um kærur vegna stjóm- amefndarinnar. Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur i heil- brigói9ráðuneytinu. Umræðuþættir sjálfstæðismanna? Enn ein skoplega hhðin á fárán- leika „skrifstofu framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins" hefur birst okkur vinum umræðuþátta Sjón- varpsins síöasthöna mánuöi í formi kornungra og vægast sagt mjög póhtískt einlitaðra stjórnenda um- ræðuþátta sem Ríkissjónvarpið hefur efnt th aö undanfómu. Pólitískur einlitur Það er ekki bara hinn hlægjlegi póhtíski einhtur sem stingur í stúf við hina víðsýnu aristókratísku hefð sem Sjónvarpið hafði fram aö þessu undarlega tímaþili „um- ræðuþáttum stjórnað frá skrifstofu framkvæmdastjóra", heldur hversu ófaglega haldið er á nánast öhum umræðnefnum. Þama er tvítugiun bömum (og stundum enn yngri) úr einkavina- hópi Hrafns, Davíðs, Hannesar Hólmsteins, plantað blautum bak við eyrun beint inn í sjónver Sjón- varpsins og ætlast til aö þau stjómi þar umræðuþáttum um hin flókn- ustu þjóðfélagsmál. Oftast em þetta mál sem eiga sér langa og Utríka sögu og tengjast þjóðarhjartanu sterkum böndum. Það virðist ekk- ert thtökumál að láta unghðadehd Flokksins æfa sig í einkavinavæð- ingunni í beinni útsendingu. KjaHarinn Magnús H. Skarphéðinsson nemi í Háskóla íslands Auðvitað em þessir bamaþættir orðnir að brandara í augum allra hugsandi manna. Flestir viðmæl- endur í þessum bamaumræðuþátt- um þurfa síðan fljótlega að fara að hrópa ofan í skoðanaandstæðinga sína í beinu útsendingunum th að „komast að“, þar sem þáttastjóm- andinn er svo upptekinn af því sjálfur að blaðra ofan í umræðum- ar að hann hvorki getur né má vera að því að stjóma umræðun- um, hvað þá að hann hafi nokkra reynslu af því. Svo hnefaréttur hinna freku og hávæm viðmæl- enda verður fljótlega ofan á og yfir- gnæfir þar aha hljóðláta framsetn- ingu ólíkra skoðana og röksemda um efnið. Merki þjálfunarleysis Það er því miður enn annað merkið um hnignun Sjónvarpsins mitt í allri einkavæðingunni hvernig þessi undarlega stjómhst einkavinaframkvæmdastjórans „þáttagerð-keypt-útí-bæ“ er að verða. Svo ótrúlega metnaöarlaus- ir em til dæmis langflestir viðtals- þættimir „Fólkið í landinu" orðnir sem Sjónvarpið hefur sent út sl. mánuði að það tekur því varla að horfa á þá. Nema maður hafi hrein- lega'ekkert annað að gera við tíma sinn. Þeir einstaklingar sem fengnir era sem viðmælendur í þessa þætti eru aldrei spurðir almennhegra eða víðsýnna spuminga um lífs- hlaup þeirra eða eftirminnilega reynslu sem þjóðarsálina langaði að heyra. Því miður bera flestir þessi þættir merki svo mikhs þjálf- unarleysis spyrlanna og þröngs sjóndeildarhrings þeirra að fá- dæmi em. Það verður aldehis gaman þegar svo bamadehd Flokksins fær að æfa sig næst á fréttatímum Sjón- varpsins og poppa þá smávegis upp sem og „heimildarþættina" í Ríkis- sjónvarpinu hans Hrafns. Þá fær maöur sér alvöru popp og kók fyrir framan skjáinn. Magnús H. Skarphédinsson „... hnefarétturhinnafrekuoghá- væru viðmælenda verður fljótlega ofan á og yfirgnæfir þar alla hljóðláta fram- setningu ólíkra skoðana og röksemda um efnið.“ yfiröllsiðferð- ismörk Ráðning Guðmundar Árna á mági sínum, Jóní H. Karlssyni, er enn eitt dæmi um, pólitískar ráðningar Al- þýðuflokks- ins sem fara langtframyf- ir öh siðferðismörk. Aldrei hefur jafn fámennur flokkur útbýtt jaíhmörgum bitlingum á jafn stuttum tíma. Stööuveitingar sem þessar geta ekki verið tíl að bæta trú almennings á því ríkiskerfi sem við búum við. Flokkurinn hlýtur að vera búinn aö ganga eins langt i þessum ráðningum og einn flokkur getur gert á einu kjörtimabjli. Guömundur Ámi viröist þó hvergi af baki dóttinn í þessum efnum sem hiýtur aö vera ráðherranum og flokknum fil mikillar skammar. Það vakna efasemdir um hvernig skipaður formaöur stjómamefndar Rík- isspítalanna getur starfað eðli- lega innan stjórnarinnar. Hvem- ig ætlar ráöherran að bregðast viö? -Ótt Þórir Kjartansson, framkvæmdastjori sus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.