Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
25
Merming
Marta Hauksdóttir, Lárus Jónsson og María Guðmundsdóttir í hlutverkum sínum.
Sjálfsbjargarvið-
leitni landans
Leikfélag Mosfellssveitar hefur um árabil haft að-
stöðu til leiksýninga í félagsheimilinu Hlégarði, en nú
hafa félagsmenn ráðist í stórvirki með hjálp ýmissa
aðila í bæjarfélaginu, fyrirtækja og einstaklinga. Upp
er risið hið snotrasta leikhús í Mosfellsbæ þar sem
áður var áhaldahús bæjarins við Þverholt.
Bæjarleikhúsið er öllum aðstandendum til sóma,
ágætlega hannað fyrir leiksýningar og með áhorf-
endapöllum sem veita góða yfirsýn yfir leiksviðið.
Anddyri er rúmgott og smekklega frágengið og góður
andi mætir gestum þegar inn er gengið.
Sjálfsagt er óskalistinn yfir tæki og útbúnað, til við-
bótar því sem L.M. á nú þegar, bæði langur og vand-
fylltur. En leikhúsið er í höfn, starfsemi hafin af fullum
krafti og fyrsta frumsýningin að baki.
„Kjötfarsi með einum sálmi“ er undirtitill gaman-
samrar úttektar á sjálfsbjargarviðleitni landans sem
er frumraun L.M. í nýja húsinu. „Þetta reddast" er
gjarna viðkvæðið hjá óbilandi bjartsýnum íslending-
um, sérstaklega þegar allt er í kalda koli, og þess vegna
vel við hæfi hjá höfundinum, Jóni St. Kristjánssyni,
að gefa leikritinu þetta nafn.
Það fjallar um hjónakornin Eyvind og Höllu, sem
eru framtakssöm í betra lagi og láta ekkert kreppu-
og bölmóðstal buga sig. Þó að þau eigi hvorki fyrir
innréttingum né fyrstu áfyllingu á bjórdunkinn, ætla
þau að opna krá á heimili sínu og Eyvindur, sem er
lunkinn í landabrugginu, hyggst spara sér áfengiskaup
með heimilisiðnaðinum.
Opnunardagurinn er runninn upp, allt gengur á aft-
urfótum og inn slæðast ýmsir gestir þessa heims og
annars. Jón beinir skeytum sínum í allar áttir og kem-
ur ótrúlega mörgu úr dægurmálaflórunni að í texta,
sem er fyrst og fremst til þess ætlaður að koma áhorf-
endum tíl að hlæja að allri dellunni.
Framganga leikenda er eftir því, hæfilega ýkt en um
leið afslöppuð og sýningin rennur greiðlega undir
stjórn höfundar, sem jafnframt er leikstjóri. Frammi-
staða er að vonum misjöfn, en flestir komast þó bæri-
lega frá sínu og sumir allvel. Má þar nefna Gunnhildi
Leiklist
Auður Eydal
Sigurðardóttur og Lárus H. Jónsson, sem leika Eyvind
. og Höllu, Mörtu Hauksdóttur, sem vakti mikla kátínu
í hlutverki langömmu og þá Ingvar Hreinsson og Hilm-
ar Þór Óskarsson sem gengu snöfurmannlega fram í
ýmsum hlutverkum.
Já, þetta reddast allt ef fólk sýnir kjark og þorir að
láta draumana rætast. Það hafa félagar í Leikfélagi
Mosfellssveitar gert og væntanlega eiga hlátrasköllin
eftir glymja í Bæjarleikhúsinu á næstunni, því að til
þess er jú leikurinn gerður.
Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Bæjarleikhúsinu viö Þverholt:
Þetta reddast
Höfundur: Jón St. Kristjánsson
Leikmynd og búningar: Jón Sævar Baldvinsson, Jón St. Kristj-
ánsson
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson
Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson
Tilkyrmingar
Félag eldri borgara
Lögfræðingur félagsins er til viötals á
fimmtudag. Panta þarf viðtal í s. 28812.
Músíktilraunir1994
Félagsmiðstöðin Tónabær mun í mars
nk. standa fyrir Músíktilraunum 1994.
Þá gefst ungum tónlistarmönnum tæki-
færi til að koma á framfæri frumsömdu
efni. Músíktilraunir eru opnar öllum
upprennandi hljómsveitum alls staðar af
k\\\\V\\\\\\\\\>
SMAAUGLYSINGADEILD
OPIÐ:
Virka daga frá kl. 9-22,
laugardaga frákl. 9-16,
sunnudaga frákl. 18-22.
landinu. Tilraunakvöldin verða þrjú, Félagsmiðstöðinni Tónabæ, s. 35935, og
þann 10. mars, 17. mars og 24. mars. Ur- 36717 frá 18. janúar til 1. mars alla virka
slitakvöldið verður 25. mars. Skráning í daga kl. 10-22.
- talandi dæmi um þjónustu
Alúðarþakkir
færi ég öllum sem glöddu mig
með heimsóknum, skeytum og gjöfum
í tilefni af hundraðasta afmælisdegi mínum
6. janúar síðastliðinn.
Þuríður Pálsdóttir
Leikhús
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
BLOÐBRULLAUP
eftir Federico Garcia Lorca
Frumsýnlng fös. 21. jan., mið. 26. jan.,
fim. 27. jan.
Sýning er ekki vlð hæfi barna. Ekki er
unnt að hleypa gestum i salinn eftir að
sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.
SEIÐUR SKUGGANNA
eftir Lars Norén
Frumsýning lau. 15. jan., uppselt, sud.
16.jan.,föd. 21.jan.
Ath. Ekkl er unnt aö hleypa gestum i
sallnn eftir að sýnlng er hafin.
Stóra sviðið kl. 20.00
MÁVURINN
eftir Anton Tsjékhof
7. sýn. lau. 15. jan., nokkur sæti laus, 8.
sýn. sun. 23 jan., 9. sýn. sun. 30. |an.
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
Fös. 14. jan., fáein sæti laus., fim. 20.
jan.,fös. 21. jan.
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
sp
Stóra sviðið
EVA LUNA
Eva Luna eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson
3. sýn. mið. 12. jan., rauð kort gilda, upp-
selt.
4. sýn. fimd. 13. jan., blá kort gilda, uppselt.
5. sýn. sund. 16. jan., uppselt, gul kort gilda
örfá sæti laus.
6. sýn. fimd. 20. jan., græn kort gilda, fáein
sæti laus.
7. sýn. föd. 21. jan., hvít kort gilda, uppselt.
8. sýn. sund. 23. jan., brún kort gllda, upp-
self.
Fim. 27. jan„ fös. 28. jan., sun. 30. jan.
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
35. sýn.föstud. 14. jan. 15. jan. Fáar sýn-
Ingareftir.
Stóra sviðið kl. 14.00
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sunnud. 16. jan. sunnud. 23. jan., næstsið-
asta sýning. 60. sýn. sunnud. 30. jan. sið-
asta sýning.
Litla sviðið kl. 20.00.
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
40. sýn. fímmtud. 13. jan., föstud. 14. jan.,
laugard. 15. jan.
Ath.l Ekki er hægt að hleypa gestum Inn i
salinn effir að sýning er hafin.
KJAFTAGANGUR
eftirNeil Simon
Á morgun, lau. 22. jan., fös. 28. jan.
Ath. Fáar sýnlngar eftir.
SKILABOÐASKJÓÐAN
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Lau. 15. jan. kl. 14.00, fáein sætl laus,
sun. 16. jan. kl. 14.00, fáein sæti laus,
sud. 23. jan., fáein sæti laus, lau. 29.
jan. kl. 13.00.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Teklð
á móti simapöntunum virka daga
frákl.10.
Græna Iinan996160.
Leikfélag Akureyrar
mm/f
UilH/
.M AKaSAGA. ...
Höfundur leikrita, laga og söngtexta:
Ármann Guðmundsson, Sævar Slgur-
geirsson og Þorgeir Tryggvason
Leikstjórn: Hlin Agnarsdóttlr
Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórs-
son
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikendur: Saga Jónsdóttir, Aðalsteinn
Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur-
þór Albert Heimisson, ingibjörg Gréta
Gisladóttir, Skúii Gautason, Sigurveig
Jónsdóttir, Sigurður Hallmarsson, Dofri
Hermannsson og Oddur Bjarni Þorkels-
son.
Undirleikari: Reynir Schlöth
Föstud. 14. jan. kl. 20.30.
Laugard. 15. jan. kl. 20.30.
Miðasalan er opin alla virka kl. 14-18
og fram að sýn. sýningardaga.
Sunnud. kl. 13-15.
Simsvari tekur við pöntunum utan af-
greiðslutima. Simi 24073.
Greiðslukortaþjónusta.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum i sima 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavikur -
Borgarlcikhús.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__liiii
É VGENÍ ÓNEGÍN
eftir Pjotr I. Tsjajkovskí
Texti eftir Púshkin í þýðingu
Þorsteins Gylfasonar.
Sýning laugardaginn 15. janúarkl. 20.
Laugardaginn 22. janúar kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl.
15.00-19.00 daglega.
Sýningardaga til kl. 20.
SÍM111475-
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
Munið gjafakortin okkar
LEIKFÉLAQ
MOSEELLSSVEITAR
„ÞETTA
REDDAST1“
i Bæjarleikhúsinu Moslellsbæ
Kjötfarsi með einum sálmi
eftir Jón St. Kristjánsson.
3. sýn. fös. 14. jan., uppselt., 4. sýn.
sunnud. 16. jan. kl. 20.30.
Miðapantanir i sima 667788
allansólarhrlnglnn.
Gildran er spennt
ef ökumaður
rennir einum snafsi
inn fyrir varir sinar
Eftir einn - ei aki neinn!
UMFERÐAR
RÁÐ