Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 Fréttir Listi minniMutaflokkanna: Með formála eftir Melwin Morse. kni og metsöluliöfund Áhrifamikil, sönn saga sem vakið hefur heimsathygli Betty Eadie dó eftir uppskurð en vaknaði aftur til lifsins og mundi í smáatriðum það sem fyrir hana hafði borið. Það sem fyrir hana bar i dánarheimum hefur verið kaliað áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar. í faðmi ljóssins kemur um þessar mundir út á 19 tungumálum, auk endurútgáfu á ensku i mjúkri kápu i meira upplagi en dæmi eru til áður. Bókin hefur undanfarnar vikur verið á „topp tíu" sölulista Publishers Weekly. í faðmi ljóssins bók með boðskap sem hefur gefið fjölda fólks bjartari von og endurnýjaðan lífsvilja. Áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar Bók til að gefa - bók til að eiga FRJÁLS va FJÖLMIÐLUN HF. Fjogur nof n tíðast nef nd hjá krötum Menn hafa velt þvi nokkuð fyrir sér hvaöa alþýðuflokksmaður muni fara í fjóröa sætið á sameiginlegum Msta minnihlutaílokkanna við borg- arstjórnarkosningarnar í vor, ef af verður. Eftir því sem DV kemst næst eru fjögur nöfn þar tíðast nefnd. Þau eru Þorlákur Helgason, for- maður Alþýðuflokksfélagsins í Reykjavík, Bolh Valgarðsson, Val- gerður Gunnarsdóttir varaþingmað- ur og Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir. Enn hefur ekki verið ákveðið innan Alþýðuflokksins meða hvaða hætti frambjóðandi flokksins i fjóröa sætið listans verður vaMnn. Það mun að öllum líkindum verða ákveðið á fé- lagsfundi næstkomandi laugardag. Tvær leiðir eru taldar koma helst til greina. Annars vegar skoðana- könnun innan fulltrúaráðs flokks í Reykjavík eða prófkjör. Skoðana- könnunin er eins og stendur tahn líklegri kosturinn. -S.dór Framsóknarflokkur: Helgi P. gef ur kost á sér „Ég hef áhuga á að taka þátt í þess- ari pólitísku baráttu og hef því ákveðið að gefa kost á mér í það sæti sem Framsóknarflokknum er ætlað fyrir utan fyrsta sætið á listan- um,“ sagði Helgi Pétursson, tónMst- armaður og ferðamálafrömuður, í samtaM við DV í gær. Hér er verið að tala um sjötta sætið á sameiginlegum lista minnihluta- ílokkanna til borgarstjómarkosn- inganna í vor. Auk Helga er vitað að Alfreð Þorsteinsson varaborgarfull- trúi gefur kost á sér í sætið. Framsóknarmenn munu funda næstkomandi laugardag og þá vænt- anlega taka ákvörðun um með hvaða hætti valið eða kosið verður í þetta sæti. -S.dór Afmæli______ Haukur Hannesson Haukur Hannesson, rafvirkjameist- ari og verslunarstjóri Glóeyjar hf., Austurgerði 8, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Haukur er fæddur í Reykjavík og ólst upp þar og í Skerjafirði og að Vaöli á Barðaströnd (sumardvöl). Hann er gagnfræðingur frá Voga- skóla og lærði rafvirkjun Kjá föður sínum, Hannesi Vigfússyni. Haukur fékk sveinsbréf í rafvirkjun 31.10. 1974. Frá því Haukur lauk námi hefur hann starfað hjá föður sínum með smáhléum. Haukur vann við bif- reiðasmíðar í Svíþjóð 1976-77 og var á Hofsjökli 1982-83 sem sigldi aðal- lega til Bandaríkjanna. Haukur gekk í hjónatiand 1983 og bjó frá þeim tíma og til 1988 að mestu leyti í Bandaríkjunum þar sem hann vann ýmiss konar rafvirkjastörf fyrir opinbera aöila í Maryland- fylki. Hann kom alkominn heim 1988 og hefur síðan starfað við fjöl- skyldufyrirtækið, Raftækjaverslun- ina Glóey hf„ sem verslar aðaMega með raftæki og ýmsar rafmagnsvör- ur, raflagnaefni, lampa og verkfæri. Fjölskylda Haukur kvæntist 1983 Joyce K. Hughes frá Cambridge í Maryland í Bandaríkjunum, þau skildu 1988. Dætur Hauks: Sonja BergMnd Hauksdóttir, f. 23.8.1974, nemi, bú- sett í Reykjavík, hún á eina dóttur, Guðrúnu Lísu Harðardóttur, f. 27.12.1989; Sigríöur íris Hauksdótt- ir, f. 9.5.1983, búsett í Kópavogi. Systkini Hauks: Ómar Hannesson, f. 4.9.1948, rafvirkjameistari í Reykjavík, maki Anna Karlsdóttir, þau eiga þrjú böm, Hildi, Rúnar og HaukurHannesson Karl; Elín Hannesdóttir, f. 19.10. 1949, verslunarmaður í Reykjavík, hún á tvö börn, Steven Peter og Lísu Bryndísi; Baldur Hannesson, f. 28.6. 1952, rafvirkjameistari í Reykjavík, maki Særós Guðnadóttir, þau eiga þrjú börn, Jenný Rósu, Lindu og Hannes Ármann; Bryndís Hannes- dóttir, f. 28.5.1963, skrifstofustjóri i Reykjavík, sambýlismaður hennar er HaMdór Helgason. Foreldrar Hauks: Hannes Ár- mann Vigfússon, f. 4.1.1928, raf- virkjameistari og forstjóri Glóeyjar hf„ og Magðalena Ólafsdóttir, f. 3.7. 1930, kaupmaður. Ætt Hannes er sonur Vigfúsar Vigfús- sonar, f. 5.4.1888, bónda á Hrísnesi á Barðaströnd, og konu hans, Guð- bjargar Guðmundsdóttur, f. 31.7. 1892. Magðalena er dóttir Ólafs Guð- mundar Jóhannssonar, f. 12.5.1889, d. 27.5.1978, og Sigurlínu RagnhMd- ar Jónsdóttur, f. 28.1.1901, d. 27.2. 1967.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.