Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
Viðskipti
Þorskur á fiskm.
Kr/kg Þr Mi Fi Fö Má Þr
Hlutabrvísit. VIB
Má Þr
Bensín 98 okt.
Fö Má
Gengi pundsins
Kr Þr Mi Fi Fö Má Þr
Kauph. í London
FI-SE •
100 Þr Mi fi Fö Má Þr
Enn hækkar
pundið
Lítiö framboð af slægöum
þorski hefur verið á fiskmörkuð-
unum og verð því nokkuð hátt.
Að meðaltali hefur kílóið selst frá
102 krónum upp í tæpar 120 krón-
ur.
Hlutabréfavísitala VÍB lækkaði
um rúmt 1% í gær frá mánudeg-
inum, fór í 588 stig.
Tonnið af 98 oktana bensíni í
Rotterdam hefur haldist í 145
dollurum síðustu daga eftir smá-
vægilega hækkun sl. fimmtudag.
Sterlingspundið heldur áfram
að hækka í íslenskum krónum. Á
einni viku hefur sölugengið
hækkað um tæpa krónu, var
skráð 109,06 krónur í gærmorg-
un.
Vísitala 100 helstu hlutabréfa í
kauphöllinni i London hefur farið
lækkandi síðan á föstudag.
-bjb
Nefndarálit um horfur og stöðu skipasmíðaiðnaðar:
MæH með 13 prósenta
jöfnunaraðstoð
Nefnd á vegum iðnaðarráðherra
mælir með því að tekin verði upp 13%
jöfnunaraðstoð ríkisins vegna ný-
smíöi og endurbótaverkefna ís-
lenskra skipasmíðastöðva. Þetta yrði
liður í að leiðrétta strax samkeppnisr-
öskun vegna erlendra ríkisstyrkja en
jafnframt mælir nefndin ekki með þvi
að jöfnunartollar verði teknir upp.
Álit nefndarinnar er kynnt í mik-
illi skýrslu sem birt var í gær um
verkefnastöðu og framtíðarhorfur í
íslenskum skipasmíðaiðnaði. At-
hygli vekur að fulltrúi útgerðar-
manna í nefndinni tekur ekki afstöðu
til þess hvort beita eigi jöfnunarað-
stoð. Sighvatur Björgvinsson iðnað-
arráðherra hyggst kynna tillögur
sínar um úrbætur í greininni á ríkis-
stjómarfundi nk. föstudag
í samanburði við nágrannaríki eru
ríkisstyrkir til íslensks iðnaðar með
þeim allra lægstu. Árið 1991 voru rík-
isstyrkir 8 þúsund krónur á hvert
ársverk á íslandi og aðeins Sviss var
lægra með 6 þúsund krónur. Á sama
tíma voru ríkisstyrkir i Noregi 120
þúsund krónur á hvert ársverk.
Meðal annarra tUlagna til úrbóta
vill nefndin að allt að því sjálfvirk
þátttaka ríkisins í kostnaði vegna
Fjárfesting fýrir einn milljarð í skipasmíði
— þjóöhagsleg áhrif í milljónum króna * —
200--------------------—----------------
Neysla og Landsfram-
fjárfesting lelðsla
*Samkvæmt niöurstööum Þjóöhagsstofnunar
Laun
Sparnaður
hins opinbera
uppsetningar eða yfirtöku hafna á
dráttarbrautum verði afnumin eða
endurskoðuð og vöruþróun og mark-
aðsaðgerðir verði efldar timabundið.
Þá leggur nefndin til að veitt verði
sérstök hagræðingaraðstoð til að
örva aukna samvinnu, samstarf eða
sameiningu fyrirtækja í greininni og
að stjómvöld beini tilmælum til lána-
stofnana um skuldbreytingu og
greiðslufrest á lánum.
ítrekað hefur komið fram að ís-
lenskur skipasmíðaiðnaður er illa
staddur um þessar mundir og era
horfur um verkefni næstu tvö árin
ekki bjartar. Reiknað er með lítilli
eftirspurn eftir nýsmíði og breyting-
um fram til ársins 1995 en eftir þaö
megi búast við endurnýjun hluta
fiskiskipaflotans. -bjb
Flugleiðahótelin í Scandic keðjuna
Flugleiðir og hótelkeðjan Scandic
undirrituðu samstarfssamning í gær
sem felur í sér að Flugleiðahótelin í
Reykjavík veröa rekin í tengslum við
Scandic undir nöfnunum Scandic
Hótel Loftleiðir og Scandic Hótel Esja
frá og með 1. apríl. Eins og DV
greindi frá í síðustu viku hafa Flug-
leiðir átt í viðræðum aö undanfomu
við nokkrar erlendar hótelkeðjur um
samstarf í markaös- og sölumálum
og hafa samningar nú tekist viö
Scandic.
Scandic hótelkeðjan, sem er dóttur-
fyrirtæki Ratos Forvaltnings AB,
hefur innan sinna vébanda um 100
hótel á Norðurlöndum og í Norður-
Evrópu.
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, sagði við undirritunina að
samningurinn væri mikið framfara-
skreffyrirFlugleiðahótelin. -bjb
Frá undirritun samstarfssamnings Flugleiða og Scandic hótelkeðjunnar. Frá
og með 1. apríl munu Flugleiðahótelin nefnast Scandic Hótel Loftleiðir og
Scandic Hótel Esja. DV-mynd BG
Rólegt á hlutabréf amarkaði
Rólegheit ríkja á verðbréfamark-
aðnum í upphafi árs. í síðustu viku
námu hlutabréfaviðskipti aðeins um
2 milljónum króna. Gengi hlutabréfa
• helstu hlutafélaga ýmist lækkaði eða
stóð í stað og litlar breytingar urðu
eftir viðskipti sl. mánudags. Þá varð
aðeins ein sala, fyrir tæpar 6 milljón-
ir króna í bréfum íslenska hluta-
bréfasjóðsins.
Á mánudag var gengi hlutabréfa í
Skeljungi, Olís, íslandsbanka og
Granda óbreytt frá því rétt fyrir ára-
mót. Mest höfðu hlutabréf í Olíufé-
laginu og Eimskip lækkaö en Flug-
leiðabréf hækkað lítiUega í verði.
Vísitölur húsbréfa og spariskír-
teina hjá VÍB halda áfram að hækka
jafnt og þétt en hlutabréfavísitölur,
bæði hjá VÍB og Landsbréfum, hafa
lækkað í kjölfar minni viðskipta með
hlutabréf.
-bjb
Verðbréf og vísitölur
l'IBMBilt l!IIIMilWI':lj —l»ll;
102 100 98 96 94) 92 90
/F\
íí\
/ \\
J \
3 N D J |
660 640
Í \ \
600 580 560 w l
O N D J
IMfflfÍPff:
180 170 160
J
140
3 N D J
: 1,4
) 1,2
0,8
0,6
0,4
0,2
0,95 2,1 /fMxp
<J 09 fpl •1 4,3 // ^\l
■ nf)r jí U\ 1 -JJ 3 4 ? * lW/
0 85 J/ ^ •J 0 J
4 1 V
O N D J O N D J O N D J O N D J O N D J
DV
Vísitölurhluta-
hréfa sameinað-
aráVerðbréfa-
þingi íslands
Samkomulag hefur náðst ann-
ars vegar milli Verðbréíaþings
íslands og hins vegar milli verð-
bréfafyrirtækjanna Kaupþings,
Landsbréfa hf. og Verðbréfa-
markaðar íslandsbanka að
reikna út og birta sameiginlegar
vísitölur fyrir hlutabréf og
skuldabréf eins og húsbréf og
spariskírteini. Verða þessar tölur
birtar innan skamms,
Fram til þessa hefur Verðbréfa-
þing íslands ekki reiknað út verð-
bréfavísitölu heldur hafa verð-
bréfafyrirtækin gert það hvert
um sig. Hætt verður við birtingu
þessara talna.
Unnið er aö nánari framkvæmd
þessara útreikninga hjá Verö-
bréfaþingi íslands en framvegis
verður þó hægt aö meta stöðu
verðbréfaviðskipta í landinu með
einni vísitölu fyrir hverja verð-
bréfategund.
íshúsfélagiðvill
aukahlutafé
SigurjónJ. Sgurðsson, DV, ísafirði:
Sala hiutabréfa í íshúsfélagi ís-
firöinga á hinum opna tilboðs-
markaði hefur farið rólega af
stað, að sögn Þorleifs Pálssonar
stjórnarformanns, en salan hófst
á haustdögum. Þorleifur sagði að
lítið hefði verið auglýst og stjórn-
endur fyrirtækisins einbeitt sér
að því að leita eftir hlutafé frá
nokkrum stórum fjárfestum.
„Ég get ekki upplýst hveijir
þetta era. Ætli við auglýsum
hlutabréfm nokkuð aö ráöi fyrr
en í lok ársins. Það er lítil eftir-
spum í dag eftir bréfum í sjávar-
útvegsfyrírtækjum og það er
kannski ekkert skrítið,“ sagði
Þorleifur Pálsson við DV.
Stöðubreytingar
hjá Flugleiðunt
Um áramótin vora ákveðnar
mannabreytingar í yfirstjórn
sölusvæða og innanlandsflugs
þjá Flugleiðum sem taka gOdi 1.
mars nk. Steínn Logi Bjömsson
verður svæðisstjóri vestursvæðis
með aðsetur í Bandaríkjunum og
tekur við af Gylfa Sigurlinnasyni
sem fer að vinna á markaðssviði
í Reykjavík.
Jón Karl Ólafsson verður svæð-
isstjóri austursvæðis Bandaríkj-
anna sem Steinn Logi og Sigfús
Erlíngsson deildu áður með sér.
Sigfús kemur til starfa á mark-
aðssviði í Reykjavík. Sigurður
Skagfjörö Sigúrðsson og Símon
Pálsson víxla sínum stöðum. Sig-
urður verður svæðisstjóri á Bret-
landseyjum og Símon svæðis-
stjóri á íslandi, Færeyjum og
Grænlandi.
Kolbeinn Arinbjarnarson verð-
ur forstöðumaður leiðastjórnun-
ar og markaðsáætlana Flugleiða
og viö fyrrverandi stöðu hans
sem forstöðumaður innanlands-
flugs tekur Páll Halldórsson. Páll
var áður byggingastjóri viðhalds-
stöðvar á Keflavikurflugvelli og
deildarstjóri viðhaldssölu og
leiguverkefna.
Leiðrétting
{ffétt um horfur á hlutabréfa-
markaði sl. fóstudag var rangt
haft eftir Sverri Geirmundssyni,
ritstjóra Vísbendingar. Þar var
haft eftir honum að erlendar fjár-
festingar myndu aukast ef gengið
yrði fellt en það sem Sverrir sagði
í raun svo réttilega var að vænt-
ingar um gengisfellingu myndu
auka erlendar Qárfestingar. Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum.
-bjb