Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1994, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
13
Lyktar eins og ammoniak," sagði
Dröfn um harðfiskinn frá Sjávarfiski.
DV-mynd GVA
Vinningshafi í áskriftargetraun DV:
Vann sér inn sófasett
„Það er aldrei, ég á ekki til orð.
Við höfum aldrei átt nýtt sófasett,"
sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir í
Keflavík þegar DV tilkynnti henni
að hún hefði verið dregin út í áskrift-
argetraun blaðsins.
Ragnhildur vann sér inn svart
Amsterdam sófasett, tveggja og
þriggja sæta sófa, frá T.S. húsgögn-
um, að verðmæti 69.420 krónur.
„Við erum með gamalt sett hjá okk-
ur núna svo þetta kemur sér mjög
vel,“ sagði Ragnhildur. Sex vinnings-
hafar voru dregnir út í desemberlok
og verða nöfn hinna heppnu birt á
neytendasíðunni næstu daga.
-ingo
Ragnhildur ásamt eiginmanni sínum, Rögnvaldi Helgasyni, og börnunum Sigmari Þór, Guðmundi og Daníel Frey.
DV-mynd ÞÖK
DV kannar gæði harðfísks:
Lyktar eins og
ammoníak
- sagði matgæðingur DV um eina harðfísktegundina
Fyrir mörgum er harðfiskur ekki
harðfiskur nema hann komi frá
ákveðnum framleiðanda eða úr
ákveðinni verslun en skyldi vera
mikill gæðamunur á honum?
DV kallaði saman matgæðinga
blaðsins, þau Úlfar Eysteinsson,
Dröfn Farestveit og -Sigmar B.
Svalbarði með hæstu einkunn
Ú = Úlfar D = Dröfn S = Sigmar
Svalbarði
Eyrarfiskur
Sjávarfiskur
Hauksson, til þess að skera úr um
það. Þau voru beðin að bragða á
þorski frá þremur mismunandi
framleiðendum og meta bragð, gæði
og útlit hans með því að gefa einkunn
frá 1-5 (l=mjög vont, 2=vont, 3 =
sæmilegt, 4 = gott, 5=mjög gott).
Að sjálfsögðu höfðu þau ekki hug-
mynd um frá hvaða framleiðanda
hvaða harðfiskur var þegar könnun-
in átti sér stað. Framleiðendurnir
voru valdir af handahófi og eru færri
en við heföum viljað en erfitt reynd-
ist að finna þessa ákveðnu fisktegund
í sams konar formi frá mörgum
framleiðendum til að bera saman.
Ekki var tahð ráðlegt aö bera saman
bitafisk og haröfisk í flökum.
Svalbarði bestur
Þorskurinn frá Svalbarða í Reykja-
vík fékk langhæstu einkunnina, eða
samanlagt 11 stig af 15 mögulegum.
Úlfari þótti hann „þykkur og bragð-
góður", Dröfn taldi hann hreinlega
bestan og Sigmar sagði að hann hefði
„milt og gott fiskibragð".
Þorskurinn frá Eyrarfiski á
Stokkseyri og Sjávarfiski í Hafnar-
firði fengu báðir 7 í samanlagða ein-
kunn. Dröfn gaf þorskinum frá Sjáv-
arfiski 3 í einkunn og taldi hann
„bragðlítinn en lyktarsterkan, nán-
ast eins og ammoníakslykt". Úlfar
taldi áferð hans í lagi „en eftirbragð
frá vinnslutíma“, og Sigmari fannst
hann „bragðlítill og seigur“.
Eyrarfiskur fékk einnig 3 hjá Dröfn
með umsögninni „bragðlaus". Úlfar
taldi hann „harðan, þunnan og
bragðlítinn", og Sigmar sagði „of
)urr og bragðlaus". -ingo
Neytendur
Sértilboð og afsláttur:
Bónus
Tilboðin gfida frá fimmtudegi
til laugardags. Þar fást 8 pakkar
af Kerlogs Varaty á 187 kr„ 2 kg
appelsinur á 99 kr„ Cadbyrys
súkkulaðl, 18x17 g, á 219 kr.
Einnig S.Ö. kindabjúgu á 399 kr„
S.Ö. spægipylsa á 799 kr„ Búrfells
blandað hakk á 329 kr. og Humals
ýsusteik, 750 g, á 295 kr.
Hagkaup
Tllboðin gilda einungis í dag,
ný koma á morgun. Þar fæst nú
ferskt hrásalat frá Ágæti, 350 g, á
79 kr„ þurrkryddaö lambalæri
frá Borgamesi á 785 kr. kg og
bökunarkartöflur á 59 kr. kg.
Einnig Poleoop sultur, 454 g, á
69 kr„ Maling sneiddir sveppir,
425 g, á 49 kr. og Malee ananas-
sneiðar, 425 g, á 39 kr.
til miðvikudags. Afgangar af jóla-
kjöti, hangilæri, hryggir o.fl. meö
40% afslætti. Moccana instant
kaffi, 100 g, á 162 kr„ Splender
bl. ávextir, 820 g, á 107 kr. og
Heínz sveppasúpa, 100 g, á 58 kr.
Garðakaup
Tilboðin gilda frá fimmtudegi
til laugardags. Þar fást lamba-
framhryggssneiðar á 858 kr. kg,
kindakæfa á 632 kr. kg, 4 ham-
borgarar m/brauöi á 279 kr. kg
og svínakótelettur á 859 kr. kg.
Einnig fást Napoleon appelsin-
ur á 69 kr. kg, Dole og Chiquita
bananar á 95 kr. kg, Golden Val-
ley örbylgjupopp á 79 kr.
Kjöt ogfiskur
Tilboðin gfida frá fimmtudegi
tfi laugardags. Þar fæst nautafill-
et á 890 kr. kg, svínalærissneiðar
á 595 kr. kg, Berlínarsnitsel á 345
kr. kg, og Super kaffi, 500 g, á 173
kr. Einnig Coco Pops, 375 g, á 274
kr„ Ríó Bravo perur, 820 g, á 99
kr. og Ómegabrauð á 119 kr.
Fjarðarkaup
Tilboðin gfida frá miðvikudegi
til fóstudags. Þar fást larabalæri
á 598 kr. kg, lambahryggur á 598
kr. kg. Kjarnafæðispitsa á 236 kr.
stk., Iambasúpukjötá398kr. kg.
Einnig fást rúllutertur á 65 kr.
stk„ spaghettt, 500 g, á 54 kr„ Fus-
illi spaghetti, 3 lita, 500 g, á 79 kr„
Hunt’s tómatar á 39 kr, og tóipats-
ósa, 680 g, á 109 kr. Grænmetistil-
boðið á fimmtudögum. Þar veröa
td,: tómatar á 129 kr. kg, paprikur
á 155 kr. kg, gúrkur á 99 kr. kg og
bananará85kr.kg. -ingo
kaupauki
sparaðu með
kjaraseðlum
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni sem
Itilgreind er hér til
hliðar. Einn seðill
I gildir fyrir eitt eintak
af vömnni.
I
| Þessi seðill gildir til
1. febrúar 1994
^ eða meðan birgðir endast
ÞREKHJÓL
Þrekhjól, SPEEDENT. Verð áðurkr. 14.600,
með ávísun kr. 12.100, stgr. kr.11.495.
V-þýsk KYNAST þrekhjól. Verð áður kr. 14.690,
með ávisun kr. 12.190, stgr. kr. 11.580.
V-þýsk KETTLER GOLF þrekhjól. Verð áður kr. 25.200,
með ávísun kr. 22.700, stgr. kr. 21.565.
Ármúla 40, sími 91-3 53 20
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni sem
tilgreind er hér til
hliðar.
Þessiseðil! gildirtil
31. janúar 1994
eða meðan birgðir endast
<1
I
DeLonghi
ÖRBYLGJUOFNAR
20% afsláttur
MW-330 17 Itr. 850W örbylgjur eingöngu. Áður 23.150,- Nú 17.590,- stgr.
MW-400 17 Itr. 800W örbylgjur og gritl. Áður 27.360,- Nú 20.790,- stgr.
MW-800 26 Itr. 850W örbylgjur og grill. Áður 36.800,- Nú 27.970,- stgr.
MW-800F 26 Itr. 750W örb. +grill+blástur. Áður 41.990,- Nú 31.910,- stgr.
Frábær tæki
LifiíECBÍW-á.ennbetra
verði
/rDnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420