Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Side 7
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
7
pv__________________________Fréttir
Efnistaka úr Stapafelli og Súlum:
Fimm verktakar víki
fyrir Aðalverktökum
- bæjarstjóm Njarðvíkur óttast að verð á framkvæmdum hækki
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA
Upplýsingaskrifstofa
Björgólfs Guðmundssonar
Vatnagörðum 28
S 88 30 44*88 30 45
Opið 13-22. Allir velkomnir!
Samningi við íimm verktaka af
Suðumesjum hefur verið sagt upp
um malarnám úr Stapafelli og Súlum
á vamarsvæðinu á Keflavíkurflug-
velli og stendur til að Aðalverktakar
taki einir að sér að taka efni og selja
af svæðinu. Bæjarstjóm Njarðvíkur
hefur sent utanríkisráöuneytinu
mótmælivegna þessa. Kristján Páls-
son bæjarstjóri segist óttast að þetta
muni leiða til hærra verðs á efni í
jarðvegsframkvæmdir á Suðumesj-
um.
„Þetta mál er í heildarendurskoð-
un. Við viljum hafa þessa samninga
lausa,“ sagði Sigurður Ásmundsson
hjá utanríkisráðuneytinu í samtali
. við DV í gær.
„Verktakamir hafa fengið leyfi hjá
okkur til að taka efni þama, síðan
hafa þeir gefið upp hve mikið efni
þeir hafa tekið og hafa greitt fyrir
miðað við rúmmetrafjölda. Þetta
þykir ekki hafa gefið nógu góða raun
í því formi sem það hefur verið. Eftir-
lit hefur ekki verið nógu virkt og
umgengni hefur verið frekar slæm.“
Sigurður sagði að stefnt væri að
því að allir sem vilji muni geta feng-
ið efni á svæöinu. Aöspurður um
hvort Aðalverktakar tæKju starf-
semina alveg yfir og sæju í framtíð-
inni um að selja efni frá svæðinu,
sagði Sigurður:
„Það gæti farið svo, þetta er náttúr-
lega langstærsti aðilinn þama á
svæðinu.
Kristján Pálsson, bæjarstjóri í
Njarðvík, kveðst óttast það fyrir-
komulag að Aðalverktakar sjái einir
um malamámiö því verktakamir
fimm hafi til þessa sjálfir séð um efn-
istöku og þannig átt kost á því að
bjóða lægra verö við ýmis verk á
Suðumesjum.
Stálsmiðjan:
Fullar sættir
við Dagsbrún
Fullar sættir náðust milli forystu-
manna Stálsmiðjunnar í Reykjavík,
Dagsbrúnar og Félags jámiðnaðar-
manna á fundi sem haldinn var um
helgina. Ákveðið var að brottrekinn
starfsmaður, Gylfi Páll Hersir, yrði
ráðinn að nýju og fallið var frá launa-
lækkun starfsmanna. Gylfa Páli var
sagt upp í kjölfar málaferla fyrir fé-
lagsdómi vegna aðgerða sem Dags-
brún greip til á síðasta ári til að koma
í veg fyrir skert kjör starfsmanna.
Með samkomulaginu freista aðilar
málsins þess í sameiningu að tryggja
áframhaldandi rekstur skipasmíða-
iðnaðar í Reykjavík. Ýmiss konar
hagræðing er á dagskrá í Stálsmiðj-
unni sem gripið verður til að höfðu
samráði við alla starfsmenn. -kaa
Borgarráð:
Gatnaljós sett
upp á fjórum
stöðum
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
umferðamefndar Reykjavíkur um að
setja upp umferðar- og gangbrautar-
ljós á fjórum stöðum í borgjnni á
þessu ári. Fyrirhugað er að setja upp
umferðarljós á gatnamótum Hring-
brautar og Bræðraborgarstígs, Lang-
holtsvegar og Skeiðarvogs og á
gatnamótum Snorrabrautar, Flóka-
götu og Egilsgötu. Þá verða sett upp
gangbrautarljós vestan gatnamóta
HringbrautarogBirkimels. -GHS
„Okkur sýnist að öllum verktökun-
um sé sagt upp, óháö því hvort þeir
hafi staðið við öll atriði í samningi
sem þeir gerðu við varnarmálaskrif-
stofuna eða ekki,“ sagöi Kristján.
„Okkur finnst það megi ekki láta þá
verktaka, sem hafa staöið sína plikt,
ekki þurfa að líða fyrir þá sem hafa
svikist undan merkjum," sagði
Kristján.
Bæjarstjórinn í Keflavík sagðist í
gær jafnvel eiga von á því að Kefla-
víkurbær myndi einnig hafa afskipti
afþessu. -Ott
meiriháttar
Þetta er videovelin
sem allir ern að lala um,
og skal enp umlra
rétlveröer 79.900 krómip,
útsöluverð aðeins
BRAUTARHOLTI OG KRIIXIGLUIMIMI SÍMI 625200
Panasonic IMV—CS1
Aðdpánapstillin
Hleðslupafhlaða
Tekup venjulegar
Gleiðhopnslinsa
Stpaumbpeytip
Axlapól
VHS-C