Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
13
Bryndís ívarsdóttir sendi okkur
eílirfarandi heilræöi varðandi
sparnað: 1. Betri er greidd skuld
en munaður í munni. 2. Ekki selja
hlutabréfin í heilsulindinni þinni,
hættu heldur að i-eykja. 3.
Hleyptu heilsunni að og hentu
sígarettunni. 4. Klippt kort er
betra en klippt skott.
aðu pen-
inga
Við fengum þéttskrifað blaö frá
Björk Felixdóttur þar sem hún
telur upp ýmsar leiðir til sparn-
aðar. Sumar þeirra hafa þegar
komið fram en hér fylgja riokkrar
nýjar: 1. Notaðu ekki hefti eða
kort nema nauðsyn beri til og
skammtaðu þér peninga í veskið,
þá kaupir þu ekki óþarfa. 2.
Ixtggðu fyrir dálitla peninga í
hverjum mánuöi, þá koma t.d.
fasteignagjöld þér ekki í opna
skjöldu. 3. Hugsaðu vel um heils-
una, það getur sparað læknis- og
lyfjakostnað og jafnvel vinnutap.
4. Stundaðu ókeypis útivist.
Lok á pönn-
una
Og enn heldur Björk áfram: 5.
Búðu sjálf(ur) til eins margar af-
mælis- og jólagjafir og þú getur.
6. Gardínur fyrir gluggum og lok
á pottum og pönnum spara raf-
magn. 7. Skemmtanir þurfa ekki
að vera dýrar; bíó á þriðjudags-
kvöldum á tilboðsverði, nammi-
dagur einu sinni í viku, fara á
staöi sem ekki kostar inná, nota
strætó i bæinn en leigubíl heim
og drekka sig ekki útúrdrukkinn,
heldur mátulega, þá manstu bet-
ur hvað þú skemmtir þér vel.
Kredit-
kortið
Hér kemur gótt ráð frá Ragnari
Karlssyni um hvernig hægt er að
venja sig af því að nota kredit-
kort. Byrjaðu á því að greiða allt
með peningum síðustu fimm dag-
ana í þessurn kortamánuði og síð-
ustu tíu dagana í þeim næsta.
Haltu svo þannig áfram koll af
koJIi þannig að þú verðir búin(n)
að losa þig við koröð eftir sex
mánuði. Þá getur þú farið að fá
staðgreiðsluafslátt og eyðir
ósjálfrátt minna i óþarfa.
Fækka
umbíl
Ragnar er á þeirri skoðun að
með því að fækka um einn bíl á
heimiiinu sparist 100-400 þústmd
krónur á ári. „Notiö frekar þann
sem fyrir er meira og takið strætó
eða leigubila (í hófi) þegar þess
er þörf, það er ódýrara.".
Sparið alls-
staðar
Hún Þórunn Þ. Guðmundsdótt-
ir vildi henda á augljósan spamað
sem felst i því að fólk fari vel með
fötin sín og skófatnaö. Það getur
sparað heilmikla peninga ef fót
og skór endast í mörg ár. Einnig
sagði hún aö nota mætti hrein-
lætisvörur í hófi og passa aö láta
ljós ekki loga nema þau séu i
notkun. „Kaupið líka meira
hakkað kjöt, það er ódýrara og
úr því má búa til marga góða
rétti.“
-ingo
Neytendur
DV gerir verðkönnun á þorramat:
Ódýrasti þorrabakkinn
á 832 krónur kílóið
-um 8% ódýrari en ódýrasti bakkinn í fyrra
Þorrinn gengur í garð á morgun
og er þá til siðs að blóta hann með
því aö borða alls kyns súrmat og
annan kjamgóðan íslenskan mat
eins og hangikjöt, harðfisk og rúg-
brauð. Koma þorra er miðuð viö
bóndadaginn en samkvæmt fornu
íslensku tímatali er þorrinn fjórði
mánuður vetrar og hefst aUtaf á
fostudegi í 13. viku vetrar, á bilinu
19.-25. janúar.
Ýmsar verslanir og veitingahús
bjóða af þessu tilefni upp á þorramat
sem þó er æöi misjafn og misjafnlega
vel úti látinn. Bakkamir eru misstór-
ir og því er í verðsamanburði á þeim
reiknað út kilóverö. Hins vegar getur
samsetning bakkanna verið mis-
munandi og verð ráöist að hluta til
af magni dýrra tegunda eins og harð-
fisks og hangikjöts. Ekkert mat var
lagt á gæði innihaldsins í þessari
könnun.
Á allflestum bökkunum var að
finna sviðasultu, slátur, bringukolla,
'lundabagga, hrútspunga, síld, rófu-
stöppu, harðfisk, hákarl, hangikjöt,
rúgbrauð og smjör en margir bæta
við svínasultu, síld, ítölsku salati,
magál, grísatám, sviðalöppum, sels-
hreifum og jafnvel súrri lúðu í stað
hvals sem hvergi fæst.
Ódýrasti bakkinn í Nóatúni
Nóatún býður að þessu sinni upp á
ódýrasta þorrabakkann á 832 kr.
kílóið. Það er stór tveggja manna
bakki sem vegur tæp 1200 g og kostar
998 kr. Til samanburðar má geta þess
að ódýrasti þorrabakkinn í fyrra
fékkst í Kjötbúri Péturs og kostuðu
þá 1100 g 997 kr., eða 906 kr. kg.
Nóatún býður uppá eins manns og
tveggja manna bakka og kostar sá
minni 598 kr. og vegur 620 g, eða 965
kr. kg. Innihaldið er það sama á báð-
um, einungis meira á þeim stærri að
viðbættu ítölsku salati. Súrmatur er
einnig seldur í lausu.
Kjötbúr Péturs var að þessu sinni
með næstódýrasta tveggja manna
bakkann á 866 kr. kílóið en hann
kostar 996 kr. og vegur 11-1200 g. Á
honum eru 16 tegundir af þorramat
og getur fólk skipt út ef það vill eitt-
hvað annað en það sem á bakkanum
er. Fyrir stærri blót, 25 manns eða
fleiri, býður verslunin upp á 25 teg-
unda bakka á 980 kr. á manninn.
Súrmatur líka í lausu
í Fjarðarkaupum fást tvær stærðir
af þorrabökkum frá KEA. Eins
manns bakki kostar 683 kr. og vegur
550-600 g en tveggja manna bakki
kostar 1.238 kr. og vegur 1140-1150
g. Þar er einnig seldur súrmatur í
lausu frá Blönduósi.
Kjöt og fiskur selur eins manns
bakka á 552 kr. og vegur hann 550
g. Tveggja manna bakkar fást á 1Ý03
kr. og vega 1100 g. Einnig fæst þar
þorramatur í lausu. Ef pantað er fyr-
ir 15 manns eða fleiri kostar þorra-
maturinn 1.250 kr. á manninn.
í Austurveri er allur þorramatur
seldur eftir vigt og kostar kílóið 995
kr. Þar eru bakkarnir útbúnir eftir
óskum hvers og eins.
Hagkaup býður þorramat frá Borg-
arnesi, KEA og Kjarnafæði á Akur-
eyri ásamt því að selja súrmat frá
Borgarnesi í lausu. Tveggja manna
bakki frá Borgarnesi, 6-700 g, kostar
6-700 krónur en á honum er ein-
göngu súrmatur svo kaupa þarf
hangikjötið, harðfiskinn, flatkökum-
ar, rúgbrauðið og smjörið sér. Eins
manns bakki frá KEA, 500 g, kostar
683 kr. og tveggja manna bakki, 1 kg,
Þorrahlaðborð á veitingahúsum
Naustið Fjöru- Sex- Potturinn Mamma
kráin baujan ogpannan Rósa
* Lágmark 15—20 manns
Það var í nógu að snúast hjá Þórarni Guðmundssyni í Múlakaffi í gær
enda háannatími framundan eftir að þorrinn hefur hafið innreið sína.
DV-mynd GVA
kostar 1.238 kr. Þorramaturinn frá
Kjarnafæði er væntanlegur um helg-
ina en þá kemur eins manns bakki,
500 g, til með að kosta 677 kr. og
tveggja manna bakki, 1 kg, 1.245 kr.
í Garðakaupum kostaði tveggja
manna bakki frá KEA, 1200 g, 1.238
kr. en þar er einnig boðið upp á salt-
kjöt og nýtt lambakjöt. Ekki var
komið verð á eins manns bakka. All-
ur súrmatur fæst þar einnig í lausu.
Hlaðborðin vinsæl
Þorrahlaðborðin á veitingahúsunum
standa alltaf fyrir sínu en í könnun-
bmi voru þau á verðbilinu 1.290-2.500
krónur fyrir manninn. Veitinga-
Kflóverð á þorrabökkum í verslunum
1400'
H Stór S Lítill
(V) 7
1 ± £ w o> o> = /0 —Cö o w
£
Fjarðar-
kaup
Kjöt og Austur-
fiskur
Nóatún Hagkaup
ver
Garða-
kaup
Kjötbúr
Péturs
LsAlÍP
mennimir voru samstiga í því að
bjóða ekki upp á þorrahlaðborð fyrr
en á fyrsta degi þorra, það er á morg-
un.
Mamma Rósa í Kópavogi var ódýr-
ust með 27 tegunda hlaðborð á 1.290
kr. en þar er standandi þorrahlað-
borð á kvöldin en einungis eftir pönt-
un í hádeginu. Næst kom Potturinn
og pannan en þar er einungis boðið
upp á hlaðborðið að kvöldlagi um
helgar. Boðið er upp á súpu á undan
og 25 tegundir af þorramat á 1.390
kr. fyrir manninn. Veitingahúsið sel-
ur einnig þorramatinn út og kostar
hann þá 1.190 kr. á manninn.
Sexbaujan á Eiðistorgi býður ein-
ungis upp á hlaðborð ef hópar, lág-
mark 15-20 manns, taka sig saman
og panta. Þar er boðið upp á 17 teg-
undir af þorramat á 2 þúsund krónur
fyrir manninn. Fjörukráin í Hafnar-
firði býður upp á 25-30 tegundir fyrir
2.300 kr. en þar er einnig seldur út
þorramatur á 1.900-2.100 kr. fyrir
manninn. Loks selur Naustið hlað-
borðið á 2.500 kr. fyrir manninn á
kvöldin en 1.950 kr. í hádeginu.
Múlakaffi og veitingahúsiö Árberg
selja einnig út þorrabakka. í Múla-
kaffi kostar tveggja manna hjóna-
bakki, 1250 g, 1.790 kr. eða 1.432 kr.
kílóið. Ef pantaður er þorramatiu-
fyrir 5 eða fléiri kostar hann 1.490
kr. á manninn. í Árbergi kostar ems
manns bakki, 740 g, 1.280 kr. eða 1.730
kr. kg. 1-2 manna bakki kostar 1.790
kr. og vegur um 1100 g (1.627 kr. kg).
Ef 30 eða fleiri panta hlaðborð kostar
það 1.480 kr. á manninn og einn
skammtur á veitingastaðnum kostar
790 kr. með súpu og kaffi á eftir.
-ingo