Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Nýir frambjóðendur
Um síðustu helgi efndi Sjálfstæðisflokkurinn til próf-
kosninga í fimm sveitarfélögum; Reykjavík, Hafnafirði,
Akranesi, ísafirði og Njarðvíkum. Vel á annan tug þús-
unda kjósenda tók þátt. Sumsstaðar, svo sem í Hafnar-
firði, Alu’anesi og Njarðvík, slagaði þátttakan upp í þann
fjölda sem flokkurinn hefur náð í almennum kosningum.
I Reykjavík tóku fleiri þátt í prófkjörinu en nokkru sinni
áður.
Allt verða þetta að teljast góðar fréttir fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Sá flokkur er að minnsta kosti ekki á flæði-
skeri staddur sem getur dregið slíkan fjölda á kjörstað
til að undirbúa hsta sína fyrir almennar sveitarstjómar-
kosningar í vor.
Að þessu leyti hafa prófkosningar gildi. Þær vekja
umtal og áhuga kjósenda á uppstillingu og frambjóðend-
um flokka og hæna fólk að. Enda þótt kjósendur séu fyrst
og fremst flokksbundið fólk smitar umtalið, athyglin og
spennan út frá sér og hefur þannig áhrif langt út fyrir
flokksraðir og undirstrikar þá staðreynd að Sjálfstæðis-
flokkurinn, í þessu tilviki, er fjöldaflokkur og vettvangur
fyrir þá sem hyggja á frama í pólitík.
Hins vegar verður því ekki neitað að prófkosningar,
sérstaklega í Reykjavík, hafa breyst mikið frá því fyrst
var farið að heyja þær. Slagurinn um sæti er gífurlegur
og kostnaðurinn óheyrilegur. Frambjóðandi, sem vih
koma sér á framfæri og neyðist til þess í darraðardansin-
um, sleppur varla með minna en hálfa mihjón króna og
jafnvel enn meir. Það er ekki á ahra færi, sem þýðir að
íjárhagur og fjarhagslegur stuðningur bakhjarla skiptir
sköpum fyrir þá sem þurfa að sækja fram.
Það hlýtur að vera komið að því að strangari reglur
verði settar um það fjármagn sem sett er í prófkjörsbar-
áttu og sömuleiðis að flokkarnir sjálfir standi að ein-
hverju leyti straum af kostnaðinum. Að öðrum kosti er
hætt við að peningar verði ráðandi um lýðræðislega þátt-
töku óbreyttra borgara og árangur þeirra.
í Bandaríkjunum og víðar er mjög mikið eftirht með
eyðslu á kosningafé og takmarkanir settar. í sjálfum
kosningunum eru settar skorður um fjáröflun og kosn-
ingasjóði, sem aht er gert í þeim thgangi að fjármagnið
afskræmi ekki heiðarlega baráttu og lýðræðisleg úrsht.
Þetta mætti taka hér th eftirbreytni, svo mjög sem
auglýsingafarganið hefur farið úr böndunum í þessu
prófkjöri.
Athyglin hefur að sjálfsgöðu beinst að þeim sem verða
undir í prófkjörsslagnum, þeim sem setja markið hátt
og faha svo með braki og brestum. Merkhegast við niður-
stöður prófkjöranna hjá Sjalfstæðisflokknum er þó hitt
að nýir menn og konur eru að hasla sér vöh sem forystu-
menn. Töluverð endumýjun er á hsta flokksins í Reykja-
vík, ef ekki alveg umskipti, sem ber þess vott að kjósend-
ur vhja breyta til.
í Hafiiarfirði skýst Magnús Gunnarsson á toppinn, á
Akranesi vinnur Gunnar Sigurðsson yfirburðasigur, á
ísafirði er Þorsteinn Jóhannesson langefstur og Jónína
A. Sanders fylgir fast á eftir efsta manni í Njarðvík.
Hér er um að ræða vinsæla heimamenn, fólk sem htt
eða ekki hefur skipt sér af póhtík en gefur kost á sér og
fær glæshega kosningu fyrir thstilh þeirra sem best
þekkja til. Með jafii góðri þátttöku og raun ber vitni ætti
slíkt fólk að styrkja Sjálfstæðisflokkinn í sjálfum sveitar-
stjómarkosningunum í vor og verða honum th framdrátt-
ar.
Ehert B. Schram
Á ári fjölskyldunnar
Þær litlu rannsóknir sem við eig-
um á íslenskum flölskyldum benda
til þess að allt of víða sé pottur
brotinn. Skýrslur um stöðu barna
og unglinga, vaxandi atvinnuleysi
og félagslegir erfiðleikar sem því
fylgja svo og upplýsingar um of-
beldi og sifjaspell benda til þess að
verulegt átak þurfi að gera í mál-
efnum fjölskyldna hér á landi. Þá
er ástæöa til að hafa sérstakar
áhyggjur af því hvemig búið er að
börnum og unglingum í samfélagi
okkar.
Það er einnig vert að gefa gaum
að andlegri og líkamlegri hðan
bæði kvenna og karla, enda hags-
munum fjölskyldna iðulega fórnað
á altari yfirvinnu og lífsgæðakapp-
hlaups eða þrældóms og vanmáttar
af ýmsu tagi.
Þá tíðkast ekki á landi hér að
spyrja hvaða áhrif stjórnvaldsað-
gerðir hafi á líf og kjör íjölskyldn-
anna. Það þarf að breyta hugsunar-
hætti foreldra og stjórnvalda ef við
ætlum að axla sameiginlega ábyrgð
á velferð þeirra einstaklinga sem
hér búa. Það mun koma niður á
okkur öllum og verða okkur dýrt
síöar meir ef við gerum það ekki.
Fjölskylduþjónusta ríkisins
Árið 1994 verður helgað málefn-
um fjölskyldunnar um heim allan
að frumkvæði Sameinuðu þjóð-
anna. Hér á landi hefur nefnd verið
að störfum sem hyggst beita sér
fyrir fræðslu og umræöum af ýmsu
tagi. Meiningin er að setja á laggir
fjölskylduþjónustu ríkisins og
væntanlega munu eiga sér stað
rannsóknir á íslenskum fjölskyld-
um.
Allt er þetta gott og blessað en
það ekki nóg að hyggja að hinum
ytri aðbúnaði. Líðan fólks, hug-
myndafræðin að baki fjölskyld-
unnar og hlutverk hennar þarfnast
skoðunar og endurmats í ljósi mik-
illa þjóðfélagsbreytinga.
KjaUarinn
Kristín Ástgeirsdóttir
þingkona Kvennalistans
í Reykjavík
Svörin skipta sköpum
Framlög ríkisins til félags- og fjöl-
skyldumála eru mun lægri hér á
landi en annars staðar á Norður-
löndum og fara minnkandi. í þeim
niðurskurði sem átt hefur sér stað
í ríkisíjármálum hefur heilbrigðis-
og skólakerfið orðið hart úti,
kennsla í grunnskólum- hefur
minnkað, sérkennsla verið skorin
niður, innheimta skólagjalda og
ýmiss konar þjónustugjalda hafm
og erfiðlega hefur gengið að fá pen-
inga til ýmiss konar vamarað-
gerða. Það er jafnt og þétt verið aö
færa ábyrgðina á aöstoð og vellíðan
einstaklinganna frá samfélaginu
yfir á herðar fjölskyldunnar (les:
kvenna). Allt er þetta spurning um
forgangsröð, pólitískar áherslur og
hugmyndafræði sem því miður
beinast mjög gegn konum nú um
stundir jafnt hér á íslandi sem á
meginlandi Evrópu.
Það er þvi ástæða til að hvetja
alla og þó konur sérstaklega til að
nota ár fjölskyldunnar vel þannig
að sjónir beinist að því hvert
stefnir. Þrátt fyrir allt er fjölskyld-
an í öllum sínum flölbreytileika
enn griðarstaður fyrir flesta þótt
ýmislegt óæskilegt gerist þar innan
veggja sem ráða þarf bót á. Við eig-
um að nota tækifærið til að spyrja
erfíðra spuminga og kerfjast svara.
Hvers konar fyrirbæri er „hin
íslenska fjölskylda“? Hvers vegna
líður svona mörgum börnum illa?
Hvernig líta íslendingar á böm og
hvernig búum við að þeim í raun
og veru? Hvað um gamla fólkið og
stööu þess innan fjölskyldunnar?
Hvernig skilgreinum við hlutverk
fjölskyldunnar? Af hverju sitja
konur enn uppi með ábyrgðina af
velferð jafnt ungra sem aldinna?
Af hverju allt þetta ofbeldi? Hvem-
ig fjölskyldulífi viljum við lifa og
hvernig bætum við stöðuna? Hver
á sameiginlegur stuðningur okkar
við fjölskyldurnar að vera og
hvernig o.s.frv. o.s.frv. Spuming-
amar era óteljandi en svörin, að-
gerðir og stefnubreyting sem við
verðum að knýja fram, kunna að
skipta okkur sköpum í nútíð og
framtíð.
Kristín Ástgeirsdóttir
„Þrátt fyrir allt er fjölskyldan 1 öllum
sínum fjölbreytileika enn griðastaöur
fyrir flesta þótt ýmislegt óæskilegt ger-
ist þar innan veggja sem ráða þarf bót
Á “
Skodanir annarra
Hörundssárir ráðamenn
„Hægt væri að rekja mörg tilvik í samskiptum
íslenzkra fjölmiðla og þá ekki sízt Morgunblaðsins,
við stjórnmálamenn og forystumenn í atvinnulífi og
jafnvel menningarlífi, þar sem smámunir hafa orðið
aö stórmáh vegna tortryggni og samsæriskenninga
af ýmsu tagi. í langflestum tilvikum kemur forráða-
mönnum fjölmiðla gersamlega á óvart hvað það er,
sem kemur svo illa við hörundssára ráðamenn."
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 30. jan.
Skipasmíðaiðnaðurinn
„Skipasmíðaiðnaðurinn hefur gengið í gegnum
miklar breytingar á undanfómum árum alveg eins
og sú atvinnugrein sem stendur honum næst, sjávar-
útvegurinn... Þaö er ljóst, að tækifæri skipasmíða-
iðnaöarins munu ekki felast í nýsmíðaverkefnum á
næstu árum. Líklegra er að þróunin verði í þá átt
að greinin sinni í ríkara mæh viðhalds- og endurbóta-
verkefnum hér innanlands, þá í nánara samstarfi
við útgerðir sem í mörgum tilfehum reka sínar eigin
vélsmiðjur." Úr Vísbendingu, vikuriti um
viðskipta- og efnahagsmál, 27. jan.
Hærri „leiga“
af eigin húsnæði?
„Það er algengt að heyra fólk segja, aö það vilji
frekar borga af lánum, sem tekin hafa verið vegna
íbúðarkaupa, og greiða þannig sjálfum sér, heldur
en að leigja og greiða háa húsaleigu, sem fer beint í
vasa leigusala. Þetta er oft á misskilningi byggt. Fjár-
magnskostnaður af lánum íbúðarkaupenda er oft svo
mikih, að fólk greiöir raunverulega hærri „leigu“
fyrir íbúðarhúsnæði, sem það er skráð eigendur að,
en það myndi greiða í húsaleigu fyrir samsvarandi
húsnæði.“
Grétar J. Guðmundsson í fasteignabl. Mbl.