Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Fréttir 10 mánaða fangelsi í umfangsmiklu þjófnaðar- og svikamáli 42 ára brotamanns: Fékk fjórtán hross fyrir málningu og þýf i einnig sakfelldur fyrir að hafa „skallað44 lögregluþjón í andlit Rúmlega fertugur karlmaöur, sem reyndi aö svíkja út málningu fyrir rúma hálfa milljón króna hjá Slippfé- laginu og stal ýmsum tækjum og tól- um frá tugum manna sem hann lét ganga upp í kaup á 14 hrossum hjá íimm bændum, var dæmdur í 10 mánaöa fangelsi í Héraösdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að ráðast að lögregluþjóni í heimahúsi og „skalla" hann í andlit með þeim afleiðingum að framtönn brotnaði. í dómi Guð- jóns St. Marteinssonar héraðsdóm- ara var viö refsiákvöröun tekið mið af því hve málið hefur dregist í með- s fórum. Mikill fjöldi manna og kvenna kom við sögu þessa máls á árinu 1990 og þá aðallega sem þolendur í þjófnað- ar- og svikamyllu umrædds manns. í ágúst 1990 stal maðurinn vélsleða- kerru og tveimur fólksbílakerrum á höfuðborgarsvæöinu. Þetta ásamt 60 lítrum af málningu, nokkrum hnökkum og stolinni loftpressu lét maðurinn ganga upp í kaup á sex hrossum á sveitabæ í Austur-Land- eyjum. Tveimur mánuðum síðar stal maðurinn hnakki og fólksbílakerru og lét þýfið ásamt 20 girðingarstaur- um og hnakki ganga upp í kaup á þremur hrossum á bæ í Austur- Landeyjum. í nóvember braust maðurinn inn í hjólhýsi og útihús, stal þar hnökkum og fékk í staðinn hross í Landsveit. Um svipað leyti stal maðurinn hesta- flutningakerru í hesthúsahverfi Gusts í Kópavogi - fyrir hana fékk hann þrjú hross í Torfalækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu. I lok nóvember opnaði maöurinn reikning undir fólsku nafni í Slippfé- laginu og fékk afgreidda málningu fyrir 206 þúsund krónur. Málning- una notaði hann síðar sem greiðslu fyrir þrjú hross á bæ í Vestur-Land- eyjum. Tveimur dögum síðar pantaði maðurinn málningu fyrir rúm 300 þúsund en athugull sölumaður kom í veg fyrir afhendingu. Þegar RLR rannsakaði mál manns- ins var auglýst eftir eigendum fjöl- margra framangreindra muna, auk mikils annars þýfis sem maðurinn komst yfir. Mest af varningnum komst síðan til skila. Varðandi hross- in komu í nokkrum tilvikum fram bótakröfur af hálfu bændanna en héraðsdómur vísaði þeim frá dómi aö miklu leyti vegna illa rökstuddra krafna. Sakborningurinn hefur á síð- ustu tveimur áratugum hlotið 19 refsidóma fyrir skjalafals, líkams- árás, þjófnað, bílþjófnað, fíkniefna- mál og fleira. Hann á nú yfir höföi sér dóm í talsvert umfangsmiklu fíkniefnamáli. -Ótt Árekstra- súpa Samtals voru 23 árekstrar tilkynnt- ir til lögreglunnar í Reykjavík frá um 7 til 23 í fyrradag. Þar af urðu slys á fólki í þremur tilfellanna en ekki al- varleg. Rétt er að taka fram að þá eru ótaldir allir þeir árekstrar sem eru afgreiddir með tjónaskýrslu. Árekstrasúpan hélt áfram í gær. pp/DV-mynd Sveinn Grindavík: Profkjor hja Framsókn Framsóknarfélag Grindavíkur asson, Sigriður Þórðardóttir, Sím- verður með próíkjör i félagsheimil- on Alfreösson, Svavar Svavarsson, inu Festi í Grindavík laugardaginn Sverrir Vilbergsson, Valdis Krist- 19. mars. Tíu frambjóðendur verða insdóttir og Þórarinn Ólafsson. í kjöri. Það eru: Anna María Sig- Kosning í þtjú efstu sætin verður uröardóttir, Hallgrímur Bogason, bindandi. Kristrún Bragadóttir, Róbert Tóm- -GHS MMC Lancer GLX 1500 ’91, Mazda 323 GLX 1500 '87, 5 g., 5 Toyota Corolla 1300 '91, 5 g., 4 Toyota Tercel ’86, 5 g., 5 d., hvit- Volvo 240 GL 2300 ’88, sjálfsk., 4 sjálfsk., 4 d., vinr., ek. 50.000. d., gulls., ek. 97.000. V. 390.000. d., hvitur, ek. 37.000. Samlæs., ur, ek. 100.000. V. 450.000. Vökvast., samlæs. V. 880.000. vökvast. V. 650.000. d., grár, ek. 100.000. Vökvast. V. 770.000. MMC Colt GL 1300 '91, 5 g., 3 d., MMC Galant 4x4 2000 ’91, 5 g., 4 Toyota Corolla GLi 1600 liftback Hyundai Scoupe Turbo 1500 '93, Honda Civic 1500 ’87, sjálfsk., 3 grænn, ek. 33.000. Vökvast. V. d., hvitur, ek. 91.000. V. 1.090.000. '93, sjálfsk., 5 d., grænn, ek. 5 g., 2 d., vínr., ek. 20.000. V. d., hvítur, ek. 62.000. V. 440.000. 750.000. 30.000. V. 1.330.000. 1.190.000. Lada Samara '90, 5 d., hvitur, ek. VW Golf GTi ’83, 5 g., 3 d„ rauð- Toyota Corolla XL liftback 1300 Suzuki Swih GL ’90, 5 g„ 5 d„ Daihatsu Applause 1600 ’90, 5 g„ 56.000. V. 360.000. ur, ek. 130.000. V. 350.000. '89, 5 d„ rauður, ek. 77.000. V. blár, ek. 74.000. V. 570.000. 680.000. 5 d„ drappl., ek. 41.000. V. 750.000. Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar. Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14. MYiMWrni ÍMBáV NOTAÐIR BIIAR 814060/681200 SUtXJltWNNDSlVtAlTl' 12. mm i LADA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.