Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Fréttir Borgarsjóður Reykjavlkur: Sjö manna ferð til Alaska fyrir nær tvær milljónir Sjö manna hópur á vegum Reykja- víkurborgar er nú á ráöstefnu um vetrarborgir í borginni Anchorage í vesturhluta Alaska. Allur kostnaöur viö ferðina, samtals tæplega 1,9 millj- ónir króna, er greiddur úr borgar- sjóði. Ferðalangarnir lögðu af stað á fimmtudag og fóstudag í síðustu viku og koma heim í vikulokin. Borgarfulltrúarnir Anna K. Jóns- dóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Haraldur Blöndal, Guðrún Ög- mundsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Sigurjón Pétursson og Jóhann Páls- son garðyrkjustjóri fóru á ráöstefn- una en hún hófst um helgina og stendur fram á fimmtudag. Á ráö- stefnunni verður rætt um landfræði- lega legu borganna, atvinnumál og heilbrigðismál með tilliti til vetrar og birtu, svo eitthvað sé nefnt. Það eru samtök norðlægra borga sem standa fyrir ráðstefnunni en svona ráðstefnur eru haldnar á tveggja ára fresti. Borgin hefur áður sent fulltrúa á ráðstefnu í Edmonton, Kanada, 1988 og Tromsö í Noregi 1990. -GHS Norðurlandameistarar í skólaskák „Það er alltaf markmiðið að vinna,“ segja nýbakaðir Norður- landameistarar í skólaskák, Bragi Þorfinnsson og Sigurður Páll Steind- órsson. Árlegt Norðurlandamót í skóla- skák fór fram í Finnlandi nýlega og sigraöi Bragi, sem er 12 ára, í flokki 11 til 12 ára og fékk hann 4 !4 vinning af 6. Sigurður Páll, sem er 10 ára, sigraði í flokki 10 ára og yngri og hlaut 5/4 vinning. Báðir hafa þeir teflt frá 5 ára aldri og segjast ætla að tefla á meðan áhug- inn helst. Bragi hefur farið tíu keppnisferðir til útlanda. í hittifyrra sigraði hann á Norðurlandamótinu í skólaskák í flokki 10 ára og yngri en í fyrra varð hann í öðru sæti í flokki 11 til 12 ára. Hann er í skáksveit í Æfmgaskóla Kennaraháskóla ís- lands og er sveitin þrefaldur Noröur- landameistari í sveitakeppni. Sigurður Páll keppti í Noregi í fyrra og lenti þá í fjórða sæti. Þeir félagamir benda á að ungir íslenskir skákmenn hafi verið sigur- sæhr á Norðurlandamótinu í skóla- skák á undanfórnum árum. Sigurður PáU og Bragi segjast tefla talsvert heima. „Það eru margir góð- ir skákmenn í ættinni," tekur Bragi fram og bætir því við að hann leyfi pabba sínum stundum að vinna til aö hann verði ánægður. -IBS Aðalframkvæmdin við höf nina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Aðalverkefni Hríseyjarhrepps á árinu verður við höfnina en þar á að reka niður stálþil og vinna við dýpkun í sumar. Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey, segir að reka eigi niöur stál- þil við suðurkantinn í höfninni að pakkhúsinu þar sem Hríseyjarferjan Sævar hefur jafnan aðstöðu. Þá á að dýpka við kantinn og laga sjóvöm sem skemmdist í miklu veðri í fyrra- vetur. Framkvæmdimar við höfnina í sumar kosta um 30 miUjónir króna. Um frekari framkvæmdir við höfn- ina þegar til lengri tíma er litið sagði Jónas að lengja þyrfti norðurkantinn og yrðu líkantílraunir gerðar á næsta ári. ' Bragi Þorfinnsson og Sigurður Páll Steindórsson, nýbakaðir Norðurlandameistarar i skólaskák. _ DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari Heimir að heiman Ekki er orrahríðin út af Arthúri BoUasyni og séra Heimi fyrr afstað- in en flölmiðlar fara aftur á kreUc gagnvart séra Heimi Steinssyni. Nýjasta sagan er sú aö veriö sé aö bola þessum sómamanni frá Ríkis- útvarpinu og senda hann í útlegð tU Gautaborgar! Hvað á nú þetta eiginlega aö ganga langt? Fær maðurinn aldrei friö fyrir öUum sínum andskotum þótt honum hafi orðið þaö á að segja að 1 sér búi fól? Hann hafði þó aUténd hugrekki til að viður- kenna, prestvígður maðurinn, aö vondu öflin og hin góðu toguðust á í hugarfylgsnum hans og mættu fleiri fara að dæmi hans. Ekki er séra Heimir fullkominn frekar en aðrir og hann hefur aldrei haldið því fram, hvorki í ræðu né riti, að hann sé óskeikuU. Séra Heimir var ráðinn sem út- varpsstjóri á sínum tíma án þess að gera sérstakt tilkall til þess emb- ættis. Hann lagöi að vísu fram umsókn og gekk í Sjálfstæöisflokk- inn tíl vonar og vara en að öðru leyti hafði hann ekki annað sér tU sakar unnið en eiga kunningsskap við menntamálaráðherra sem var svo vitlaus að ráða séra Heimi. Ekki vegna þess aö Heimir Steins- son væri verri en aðrir eða að Rík- isútvarpið hefði átt betra skUiö heldur af hinu að séra Heimi var gerður sá grikkur sem ennþá sér ekki fyrir endann á. Þannig varð hann sem útvarps- stjóri að reka Hrafn Gunnlaugsson, sem voru mistök, vegna þess að Hrafn er vinur Davíös og Davíð lætur ekki reka vini sína og ræður þá aftur eftir að þeir hafa verið reknir að honum forspurðum. Séra Heimir sat því uppi með Hrafn þátt fyrir brottreksturinn og þurfti þar af leiðandi að ráöa Art- húr Björgvin til aö lifa Hrafn af. Svo kom að því að séra Heimir neyddist til að reka Arthúr vegna afskipta sem hann hafði af Hrafni sem áður hafði veriö rekinn og ráð- inn aftur. Hann sat sem sagt uppi með mann hann hafði rekið en missti mann sem hann haföi ráðið. Þetta er mikið lagt á mann sem þarf aö stríða við bæði góðan anda og Ulan vUja í sér sjálfum, hvaö þá þegar hann þarf að kljást við vond öfl og góð í öðrum mönnum. Allt vegna þess að menntamálaráð- herra réð hann sem útvarpsstjóra af misskilinni góðsemi vegna þess að séra Heimir gekk í Sjálfstaeðis- flokkinn. Nú er sem sagt komið þar sögu að vondu öflin og fólin í Sjálfstæðis- flokknum, sem séra Heimir er í, vilja bola honum aftur í burtu og reka hann fyrir að reka menn sem áður höfðu veriö ráðnir eftir að þeir voru reknir. Eöa reknir eftir að þeir voru ráðnir. Fólin í flokknum og fjölmiðlun- um vilja koma séra Heimi í emb- ætti sendiráðsprests í Gautaborg tU að losna við hann út því embætti sem hann hefur gegnt með miklum sóma með því að ráða menn og reka, eftir pöntunum frá flokknum. Hvers á séra Heimir að gjalda? VUdu menn kannski að hann hefði aldrei ráðið Arthúr Björgvin eða vilja menn að hann hefði ekki rek- iö Hrafn? Þá hefði hann ekki geta ráðið Hrafn aftur og þá hefði hann aldrei getað rekið Arthúr Björgvin og þá hefði hann aldrei getað farið að ráðum og fyrirmælum ráðherr- anna sem vUja hafa útvarpsstjóra sem ræður og rekur samkvæmt þeirra vUja. Þaö er svo eftir fólunum í fjölm- iðlunum og flokknum aö hafa þaö í hyggju að senda séra Heimi til Gautaborgar. Hvaö hafa íslending- ar í Gautaborg gert af sér? Er þar einhver í því Svíaríki sem þarf á ráðningu að halda eða þarf að reka einhvem þaöan? Er ekki nóg að Sjálfstæðisflokkurinn ráöi séra Heimi sem útvarpsstjóra hér heima til að ráða og reka eftir pöntunum þótt maðurinn þurfi ekki að fara að heiman og það af landi brott til að koma Ulu til leiðar? Menn verða aö átta sig á því að fóhð í séra Heimi býr í honum sjálf- um og það hefur ekki tekiö sér ból- festu í Rikisútvarpinu þannig að ef séra Heimir flytur til Gautaborg- ar þá flytur fólið í honum með hon- um. Það flýr enginn sjálfan sig og heldur ekki fóhð í sjálfum sér. Og þeir í Sjálfstæðisflokknum sem réöu séra Heimi flýja ekki iUindin þótt þau séu flutt úr landi. Fól eru fól, hvar sem þau búa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.