Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994
17
Fréttir
Flyst bresk skemmtibáta-
verksmiðja til Akraness?
agurður Sverrissan, DV, Akranesi:
Svo kann að fara að Cleopatra
Cruisers, kunn skemmtibátaverk-
smiðja í Essex í Englandi, flytji
starfsemi sína til Akraness á næstu
mánuðum að sögn Nick Sweeney,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Sweeney var á Akranesi i síðuátu
viku og ræddi við þá Gunnar Leif
Stefánsson og Rúdolf Jósefsson
vegna málsins.
Þeir Gunnar og Rúdolf hafa þegar
keypt mót og framleiðslurétt á
þeirri tegund báta sem fyrirtækið
hefur selt mest af á undaníomum
árum og samningar um kaup á
mótum af nýrri og stærri tegund
skemmtisiglingabáta fyrirtækisins
eru nú í bígerð. Þeir félagar reikna
með að 6-10 manns fái vinnu við
bátasmíðina þegar hún fer í gang
en starfsmenn gætu orðið mun
fleiri færi svo að Cleopatra Cruis-
ers færði starfsemi sína alfarið til
Akraness.
Þegar DV spurði Sweeney hvaö
kæmi til að rótgróið breskt fyrir-
tæki sýndi því áhuga að flytja starf-
semina til Islands svaraði hann að
þar kæmu fyrst og fremst til per-
sónulegar ástæður sem hann vildi
ekki rekja nánar. Um 90% fram-
leiðslu fyrirtækisins hefur farið á
Evrópumarkað.
Markaður fyrir þessa báta hefur
verið stöðugur í Evrópu og Gunnar
Leifur og Rúdolf vona að selja megi
þessa báta hér á landi til aðila sem
hafa áhuga á að stunda sjóstanga-
veiði með ferðamenn.
Rúdolf, Sweeney og Gunnar Leifur við Akraneshöfn. Sweeney heldur á bæklingi frá Cleopatra Cruisers þar
sem sjá má mynd af þeim báti sem mest hefur verið framleiddur og seldur. DV-mynd Sigurður
Konur á námskeiði i körfugerð, dúkamálun, dúkaprjóni og páskaföndri í
félagsmiðstöð aldraðra. DV-mynd Sigrún
Egilsstaöir:
Kröftug starf semi
eldri borgara
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egiisstöðum;
Það gaf á að líta þriðjudaginn 1.
mars í félagsmiðstöö aldraðra á Eg-
ilsstöðum. Þar unnu um 20 manns
að ýmis konar handverki. Þar var
m.a. körfugerð og páskafondur. Þar
var málað á dúka og prjónaðir dúkar.
Þetta starf er á hverjum þriðjudegi
síðdegis. Fyrr í vetur voru þama
gerðar nokkrar dúkkuvöggur fyrir
leikskólann á Egilsstöðum og sem
þakklætisvott gáfu börnin í leikskól-
anum nokkrar myndir sem prýða
veggi félagsmiðstöðvarinnar.
En þetta er minnsti hluti starfsem-
innar. Nokkrir félagar stunda vatns-
leikfimi í sundlaug Vonarlands
tvisvar í viku. Aðrir sækja keramik-
námskeið á Vonarlandi. Egilsstaða-
bær greiðir leiðbeinendum en þátt-
takendur borga efni og fyrir sund-
laugina. Á fimmtudögum koma
menn saman og spila bridge og lom-
ber. Annan hvern laugardag er opið
hús í félagsmiðstöðinni þar sem
skemmtinefnd sér um dagskrá og
veitingar. Þá má ekki gleyma kór
eldri borgara sem nú hefur starfað í
tvö ár og hyggst fara suður í vor á
kóramót aldraðra.
Formaður félagsins er Ólafur Stef-
ánsson. Hann sagði mjög mikilsvert
og til fyrirmyndar að bærinn kostaði
leiðbeinendur. Félagsmiðstöðin var
tekin í notkun vorið 1990 og sagði
Ólafur að það hefði hleypt nýju blóði
í starf félagsins.
Fáskrúös^örður:
- Lars Gunnarsson efstur
Ægir Kristmason, dv, Fáskrúðsfiiði: ’ Þrif Unnsteirm Kárason verka-
________________________________ maður. Arnfnður Guðjonsdottir
Prófkjör Framsóknarfélags Fá- verslunarmaður varð í fiórða sæti
skrúðsfjarðar vegna sveitar- og í því fimmta Guðmundur Þor-
stjómakosninganna í vor fór fram grímsson vörubifreiðarstjóri.
um helgina, 5.-6. mars. Fyrstu þrjú sætin eru bindandi.
I fyrsta sæti varð Lars Gunnars- Lars, Guömundur Þorsteinsson og
son varaoddviti. Guðmundur Þor- Arnfríður hafa öll gegnt oddvita-
steinsson skólastjóri varð annar. störfum i Búðahreppi.
Vestmannaeyj ar:
Yfirhaf nsögumaðurinn kjörinn
heiðursborgari á afmælisfundi
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Bæjarsfjórn Vestmannaeyja kom
saman 14. febrúar til að minnast þess
að þann dag fyrir 75 árum var fyrsti
fundur bæjarstjórnar haldinn. Eitt
mál var á dagskrá, tillaga um að
kjósa Jón ísak Sigurðsson, fyrrum
yfirhafnsögumann heiðursborgara
Vestmannaeyja. Hún var samþykkt
með 9 samhljóöa atkvæðum.
Bragi I. Ólafsson, forseti bæjar-
stjórnar, flutti ræðu í tilefni þessara
tímamóta og sagði að fyrsti fundur
bæjarstjómar Vestmannaeyja hefði
verið haldinn 14. febrúar 1919.
Fyrsta bæjarstjórnarkosning í Eyj-
um fór fram þann 16. janúar 1919,
samkvæmt 8. grein í lögum frá 22.
nóvember frá 1918 um bæjarstjórn
Vestmannaeyja. Til kjörstjórnar bár-
ust sjö hstar yfir fulltrúaefni, merkt-
ir í þeirri röð sem þeir komu með
bókstöfunum A til G. Á þessum
fyrsta fundi voru tekin fyrir 18 mál.
Jón Isak og eiginkona hans, Klara Friðriksdóttir.
DV-mynd Omar
Langir biðlistar
haf a þegar myndast
- þjónustahugsanlegaaukinefdrreynslutímarm
„Við kynntum þetta á blaða-
mannafundi og viðbrögðin létu ekki
á sér standa. Það hefur mjög mikið
verið hringt í okkur. Bæði voru
menn að leita upplýsinga og panta
tima í ráðgjöf," segir Marteinn Más-
son, framkvæmdastjóri Lögmanna-
félags íslands.
Lögmannafélagið tók upp þá ný-
breytni 8. febrúar síðasthöinn að
bjóða fólki upp á lögfræðiráðgjöf.
Fólki er boðið að koma einu sinni í
viku og hitta lögfræðing og hefur
þjónustan verið starfrækt í fjórar
vikur. Um 50 manns hafa komið, 10
til 15 í hvert skipti, og telst það fuh-
bókað.
„Við auglýstum eftir lögmönnum
til aö taka þátt í þessu. Það eru þegar
komnir 40 lögmenn á skrá og ég á
von á fleiri. Þeir skipta þessu með
sér, tveir í hvert skipti. Það er þegar
orðið upppantað í tvö næstu skipti,
einn tími laus þar á eftir og við erum
farnir að skrá í viðtalstíma 29. mars,“
segir Marteinn.
Marteinn segir að í öllum viðtölun-
um hafi það verið raunhæf mál sem
fólk hafi veriö að leita sér upplýsinga
um. Um sé að ræða mál af margvís-
legum toga. Fólki sé gerð grein fyrir
réttarstöðu sinni í viðtölunum og ef
máh ljúki ekki í viðtali sé því leið-
beint um hvert beri að snúa sér til
að reka mál sitt.
Marteinn segir að mönnum hafi
verið beint til umboösmanns Alþing-
is, opinberra stofnana ríkis- og sveit-
arfélaga eða þá til starfandi lög-
manna. Hann segir þaö ekki svo að
lögmenn á vaktinni taki sjálfkrafa
að sér einstök mál.
Hann segir að líklega verði þjón-
ustan ekki aukin á næstunni. Ætlun-
in hafi verið að gera tilraun með
ráðgjöfina fram að réttarhléi dóm-
stóla í júh. „Miðað við þessar fyrstu
viðtökur sýnist mér vera full þörf á
ráðgjöf af þessu tagi. Það er hins
vegar spurning hvort við aukum við
þjónusfima með einhverjum hætti.“
-pp