Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Þarf ríkið að skera niður? Ríkissjóðshallinn sl. 10 ár. - „Fyrir þá upphæð mætti kaupa 1000 blokkar- ibúðir, 100 fermetra að stærð,“ segir m.a. í grein Jónasar. Á aðalfundi Verslunarráðs ís- lands fyrir nokkru var fjallað um niðurskurð ríkisútgjalda. Þar voru kynntar tillögur nokkurra vinnu- hópa um samtals 12.500 milljóna niðurskurð í ríkisfjármálum. En af hverju þennan tillöguilutning - þarf ríkið að skera niður? 1000 blokkaribúðir á ári Ríkissjóður íslands hefur vefið rekinn með halla á hverju einasta ári síðasthðin 10 ár. Á verðlagi dagsins í dag er þessi halh saman- lagt tæpir 80 mihjarðar króna eða 8000 mihjónir á hverju ári. Fyrir þá upphæð mætti kaupa 1000 blokkaríbúðir, 100 fermetra að stærð. Þessum þráláta haha ríkis- ins hefur verið mætt með aukinni skattheimtu og erlendum lántök- um auk þess sem hallinn hefur spennt upp vexti. Ótæpileg skuldasöfnun En hallarekstur ríkissjóðs er ekki nema hluti af vandamáhnu. Skuld- ir ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikn- ingi ársins 1992 námu yfir 236.000 mihjónum króna eða tæpri 1 mihj- ón á hvem landsmann. Ef ríkið þyrfti aö greiða þessar skuldir eins og húsbréf, á 25 ámm með 5% vöxt- um, næmi árgreiðslan 16.700 mihj- ónum. Þannig er ekki nóg að ná jöfnuði í ríkisrekstrinum, einnig KjáUaiinn Jónas Fr. Jónsson lögfræðingur Verslunar- ráðs íslands þarf að borga upp skuldir ríkisins. Á móti þessum skuldum á ríkið auðvitað einhveijar eignir en skuldimar eru 150.000 mihjónum hærri. Þannig þyrftu allar tekjur ríkisins í eitt og hálft ár að fara í að borga þennan mismun. Það er þó verst að þessi aukna skuldasöfn- im hefur ekki skhað sér í auknum þjóðartekjum heldur hafa lánin verið tekin th að fjármagna neyslu eða óaröbærar framkvæmdir. Niðurskurður er þjóðar- nauðsyn Það þarf varla að velta málinu fyrir sér, það er þjóðarnauðsyn að snúa við blaðinu og í því augna- miði em tihögur Verslunarráðsins settar fram. Þær em afrakstur af starfi fjölmennrá vinnuhópa sem htu á ríkisreksturinn með augum manna úr atvinnulífinu. í þeim era ekki einungis gerðar tihögur um beinan niðurskurð heldur einnig er bent á ýmsar leiðir og tækni sem beitt er í einkarekstri og gefast vel. Fyrir það fyrsta þarf að minnka umsvif ríkisins en þau hafa aukist verulega á stuttum tíma. Frá árinu 1980 hafa ríkisútgjöld aukist um 36% að raunghdi á mann á meðan tekjumar hafa aukist um 21%. Á þessum sama tíma hefur lands- framleiðslan aukist um 11,5%. Rík- isútgjöldin hafa þannig vaxiö þre- falt á við tekjur þjóðarinnar. Endurskilgrelna þarf hlut- verk ríkisins Rekstrarvandamál ríkissjóös er þaö stórt aö th þess að ná fram raunhæfum umbótum þarf að end- urmeta markmið hins opinbera. Skhgreina á hvaða verkefnum hið opinbera þarf nauðsynlega að sinna eða tryggja framkvæmd á og markvisst að fækka öðrum verk- efnum. Selja þarf eignir og verð- mæti, sem tengjast þeirri starfsemi er ríkið ætlar ekki að sinna, og láta söluandvirðið renna th þess að minnka skuldir hins opinbera. Að síðustu þarf að hagræöa á öh- um sviðum í þeim rekstri sem áfram verður á höndum ríkisins. Við slíka hagræðingu geta útboð verkefna (þjónustu) gegnt lykil- hlutverki. Með útboði er ekki ein- ungis verið aö kaupa hagkvæmari þjónustu, nýta kosti samkeppninn- ar eða minnka umsvif ríkisins heldur fæst einnig samanburður á kostnaði og gæðum. Þannig fást mikilvægar upplýsingar til þess að meta hvort ríkið eigi að sinna ákveðnum verkefnum eða hvort einstaklingarnir era betur th þess fallnir. Jónas Fr. Jónsson „Þessum þráláta halla ríkisins hefur verið mætt með aukinni skattheimtu og erlendum lántökum, auk þess sem hallinn hefur spennt upp vexti.“ EES-samningurinn og félagsleg undirboð Aðhd íslands að EES hefur í for með sér aö ísland verður hluti af sameiginlegum atvinnumarkaði Evrópubandalagsins (Bandaríkj- um Evrópu). Aðhd Islands að EFTA getur ekki haft í för með sér frjálst flæði launafólks. EFTA hef- ur takmarkað sig við að tryggja frjálsa verslun með almennar iðn- aðarvörar. Á hinn bóginn hefur ísland verið hluti af sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlanda. Hvað þýðir aðild að EES? Það hefur bæði kosti og erfiðleika í fbr með sér að verða hluti af sam- eiginlegum atvinnumarkaði í Vest- ur-Evrópu. íslendingar, sem hafa góða menntun eða sérstaka fag- þekkingu, öðlast möguleika til að sækja um störf við sitt hæfi innan EES. Það þýðir einfaldlega að þeir hafa mögiheika á starfi annars staðar sem hafa góða menntun en hinir, sem ekki hafa hana, komast hvergi og era jafnvel verr settir en áður. Sameiginlegur vinnumark- aður hefur einnig í fór með sér vandamál vegna þess að innan EES era afar mismunandi viðhorf hvað varðar laun og réttindi launafólks. Sameiginlegur vinnumarkaður innan EES mun leiða th þess að avinnurekendur munu í auknum mæli leita leiöa th að ráða erlenda starfsmenn. Það gerist vegna þess aö innan EES er mjög mikhl munur á launum og félagslegum réttindum. KjaUarinn Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur og formaður Samstöðu um óháð ísland Hvaðerfélagslegt undirboð? Félagsleg undirboð eiga sér fyrst og fremst staö á eftirfarandi hátt: 1. Það kahast félagslegt undirboð ef erlendur vinnukraftur er fluttur th landsiris til að vinna á lægri launum og við lakari fé- lagsleg réttindi en sem ghda fyr- ir íslenskt launafólk. 2. Það kahast félagslegt undirboö ef íslensk fyrirtæki era flutt th landa þar sem laun era lægri og félagslegar aðstæður lakari. EES-samningurinn yfirfærir í raun og veru reglur Evrópubanda- lagsins yfir á sameiginlegan vinnu- markað EES-svæðisins. Hann byggist á því grundvallaratriði að fólk innan EES geti ferðast án hindrana innan þess og sótt um vinnu eða hafið sjálfstæðan at- Mac Donald staðinn á síðasthðnu ári. EES-samningurinn kyndir undir þessi vandamál á eftirfarandi hátt: * Atvinnurekendur geta hótað af meiri þunga en fyrr aö flytja fyr- irtækin úr landi ef þeir fái ekki þau kjör sem þeir vilja. * Erlend verktakafyrirtæki hafa betri möguleika th að keppa við innlend fyrirtæki en áður. Þau „Erlend verktakafyrirtæki hafa betri möguleika til að keppa við innlend fyr- irtæki en áður. Þau geta undirboðið íslensk fyrirtæki með því að nota erlent vinnuafl á lægri launum en um er sam- ið hérlendis.“ vinnurekstur. Atvinnuleyfi fyrir erient fólk heyrir sögunni th. Ekki er hægt aö hindra að erlendir aðh- ar komi með vinnuafl frá sínu heimalandi. Þegar atvinnuleysi eykst verða það stöðugt fleiri sem eru thbúnir að ráða sig á kjörum sem era und- ir þvi sem um hefur verið samið í kjarasamningum. Það er þegar far- ið að bera á þessari þróun hjá hótel- um og veitingahúsum. Er skemmst að minnast umræðunnar kringum geta undirboðið íslensk fyrirtæki með því að nota erlent vinnuafl á lægri launum en um er samið hérlendis. * Með EES-samningnum hafa verkalýðsfélög ekki sömu mögu- leika og fyrr á að krefjast sömu réttinda fyrir erlent vinnuafl sem vinnur á Islandi eins og ghda fyr- ir íslenskt verkafólk. Gunnlaugur Júlíusson Meðog ámóti Aðildarumsókn í Evrópu- sambandið Hætta á ein- angrun „Ég tel rétt að gerð sé rækileg könnun á því hverjir séu kostir og gall- ar aðiidar ís- lands að Evr- ópusamband- inu (ESB). v.„uUnMv.., Þannig ætt- þlngmaður Sjálf- um viö aö staeðisflokksins. geta áttað okkur á hvaða kostir eru i boði áður en viö sækjum um aöhd, th dæmis í ljósi þeirra samninga sem nú liggja fyrir miili ESB annars vegar og Aust- urríkis, Sviþjóðar, Finnlands og Noregs hins vegar. Aö mínu mati er hugsaniegt að treysta megi stöðu íslensks land- búnaðar í samningum við ESB þvi þar virðast menn viðurkenna sérstöðu landbúnaðar á norður- slóðum. Þá er hugsanlegt að það megi yfirfæra þá lausn sem Nor- egur og ESB komast aö í sjávarút- vegsmálum yfir á island. í Ijósi þessa væri hægt að leggja mat á hvort aöhdarumsókn komi th álita. Markmiðið með umsókn hlyti að vera það að ná ásættan- legum samningi viö ESB um inn- göngu. Aðhd má ekki kosta hvað sem er en á slíkt reynir ekki fyrr en í samningaviðræðum. Eins og staöan er núna lítur út fyrir að ísland muni einangrast mjög ihhega, fyrst og fremst póli- tískt en líka efnahagslega. Standi íslendingar einir EES-þjóða utan Evrópusambandsins mun það kalla á mjög erfðiða stöðu fyrir útfiutningsvörur okkar á evr- ópskum mörkuðum." Fráleitt „Mér finnst fráleitt að við séum að sækja um að gerast með- limir í ein- hverju al- þjóðasam- bandi nema mönnum sýn- jóhann Ársælsson, ist þaö hag- þlngmaóur Alþýðu- stætt og að bandalagsins. baki liggi ásetrúngur um aðild. Allt fram á þennan dag hefur það legið fyrir að kröfur Evrópusam- bandsins um afsal réttinda í sjáv- arútvegsmálum, og jafnvel siálf- um sjálfstæðismálunum, eru óá- sættanlegar. Þaö er engin ástæða til þess að gera sér vonir um aö þær kröfúr hafi breyst það mikið að viö getum gengið til móts við þær. Þeir sem mæla með umsókn í Evrópusambandið eru að fiska í gruggugu vatni. Með þessu reyna þeir að draga þjóðina í átt að þessu bandalagi og vonast th að geta unnið hugmyndinni um að- ild fýlgi. Þaö er unnið að því á mörgura vígstöðvum að gera ís- lendinga að þátttakendum í Evr- ópusambandinu. Samþykkt rík- isstjórnarinnar um að láta fara fram á þessu úttekt í Háskólanum er hluti af þessu ferli. Svona vínnubrögð munu án efa kaha á mikh átök í framtíöinni. Auk þess gætu slík vinnubrögö reynst skaöleg sinni menn því ekki nægjanlega vel að tryggja fr aratíð okkar með tvíhliða samn- ingum við ESB. Á slíkan samning ber að leggja höfuðáherslu í stað þess að gæla viö inngöngu. Þann- ig mætti tryggja að okkur yrði gert nægjanlega hátt undir hötöi sem sjálfstæðri þjóð. Aðhdarum- sókn hafna ég hins vegar alfarið. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.