Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 47 íþróttir David Robinson, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, skoraði 21 stig i góöum sigri San Antonio á Houston í nótt. NBA-deiIdin í körfuknattleik í nótt: Pippen frábær Istandvann4af5 ísland vann flóra leiki af fimm í Evrópudeild landsliöa í borö- tennis. Keppt var á Möltu frá fóstudegi til mánudags. Island vann Jersey, 7-0, Guernsey, 7-0, og Liechtenstein, 5-2, í riðla- keppninni; tapaði 1-6 fyrir Kýpur í undanúrslitum en sigraði síðan Liechtenstein, 6-1 í leik um bronsverölaunin. Guðmundur var góður Guðmundur E. Stephensen, hinn 11 ára gamli landsliðsmað- ur, var nær ósigrandi á mótinu og vann níu leiki af 10 í einliða- leik. Kjartan Briem vann 6 af 8, Aðalbjörg Björgvinsdóttir vann 3 af 5 og Ingólfur Ingólfsson lék tvo leiki og vann báða. Ingólfur og Kjartan unnu 4 tvíliöaleiki af 5 og Kjartan og Aðalbjörg unnu 3 tvenndarleiki af 5. Tindastóll eða Valur Tindastóll og Valur bítast nú um íjórða sætið í úrslitakeppn- inni um íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik en ÍBK, KR og UMFG eru komin í úrslit. ErfitthjáVal Valur þarf að vinna íslands- meistara ÍBK i lokaleik sínum til að komast í úrslitin og á meöan þarf Tindastóll að tapa fyrir UMFG. PafanertaViHa? Carlton Palmer, enski lands- liðsmaðurinn i knattspyrnu, er óánægður hjá Sheffield Wed- nesday, þrátt fyrir 5 ára samning sem hann gerði við félagiö í fyrra, og gæti verið á förum til Aston Villa. Moore-stúkan vígð Ný stúka, kennd við Bobby Moore sem lést í fyrra, var vígð á Upton Park, velli enska knatt- spymuliðsins West Ham, í fyrra- kvöld. West Ham vann þá úr- valslið úr úrvalsdeildinni, 2-1. Frestaðíblakinu Leik Þróttar R. og HK í 1. deiid karla í blaki, sem fram átti aö fara í kvöld, hefur veriö frestað til 16. mars. Reykjavikurmót Meistaramót Reykjavíkur í badminton fer fram í TBR-húsun- um á laugardag og sunnudag en þátttöku þarf að tilkynna til TBR fyrir hádegi á morgun. italskar myndir Nýjar límmiöabækur frá Panini úr ítölsku knattspymunni em komnar á markaðinn, með mynd- um af liðum og leikmönnum i 1. og 2. deild. Nánari upplýsingar í síma 684337, Meistararekkimeð Jekaterina Gordejeva og Sergei Grinkov, rússnesku ólympiu- meistararnir í listhlaupi para á skautum, verða ekki með á heimsmeistaramótinu í Tokyo síðar í þessum mánuði. Baggioíuppskurð Útlit er fyrir aö Roberto Baggio, knattspymumaður ársins í Evr- ópu og heiminum 1993, þurfi að fara i aögerð á hné og leiki ekki með Juventus f 3-4 vikur. Toshack breytú John Toshack stýrir knatt- spyrnulandsliði Wales í fyrsta skipti í kvöld, í vináttulandsleik gegn Noregi í Cardiff. Hann hyggst beita sömu leikaðferö og kennd var viö hann þegar hann gerði Real Madrid aö spænskum meistumm og leika með einn sóknarmann en þrjá sóknar- tengiliðifyriraftanhann. -VS Scottie Pippen átti sannkaUaðan stórleik í nótt þegar Chicago vann stórsigur á Atlanta, 116-95, í NBA- deildinni í körfuknattleik. Pippen skoraði 39 stig fyrir meistarana, átti 10 stoðsendingar og stal boltanum 9 sinnum. Sigurinn var kærkominn fyrir Chicago eftir fimm tapleiki í röð, en Atlanta hafði unnið sex síð- ustu leiki sína og er efst í austur- deildinni, með New York, Chicago og Orlando í næstu sætum. B.J. Armstrong skoraði 20 stig fyrir Chicago í leiknum, og hitti úr öUum íjórum 3ja stiga skotum sínum, og Tony Kukoc skoraði 15. ÚrsUtin í nótt: Charlotte -Phoenix .... 97-89 Cleveland - Sacramento ....103-82 Orlando - Denver .... 95-88 Chicago - Atlanta ....116-95 Dallas - LA Clippers ....110-116 San Antonio - Houston ....115-99 Utah - Minnesota ....100-86 Seattle - Golden State ....113-98 Cleveland vann sinn 11. leik í röð, sem er félagsmet. John WUUams og TerreU Brandon skoruðu 18 stig hvor fyrir Cleveland en Wayman Tisdale og Mitch Richmond 16 hvor fyrir Sacramento. Alonzo Mouming lék á ný með Charlotte eftir 15 leikja fjarveru vegna meiðsla, og skoraði 24 stig og tók 15 fráköst í sigrinum á Phoenix. Charlotte hafði tapað átta síðustu leikjum sínum. Karl Malone skoraði 30 stig fyrir Utah, sem vann sinn 10. leik í röð, en Chris Smith skoraði 21 fyrir Minnesota. ShaquUle O’Neal skoraði 29 stig og tók 16 fráköst í sigri Orlando á Den- ver. Ron Harper skoraði 36 stig fyrir CUppers og Dominique WUkins 34 en Jim Jackson 31 fyrir DaUas. J.R. Reid skoraði 24 stig fyrir San Antonio og David Robinson 21 í góö- um sigri á Houston. Hakeem Olajuw- on skoraði 28 stig fyrir Houston. Shawn Kemp skoraði 24 stig fyrir Seattle og KendaU GUl 23 en Josh Grant 17 fyrir Golden State. -VS Flest fráköst i NBA-deildinni Nafn Félag Fráköst Meðaltal Dennis Rodman San Antonio 1.006 17,6 Shaquille O'Neal Orlando 718 12,6 Charles Oakley NewYork 693 12,2 Dikembe Mutombo Denver 692 12,1 Hakeem Olajuwon Houston 657 11,9 Stigahæstir í NBA-deildinni Nafn Félag Stig Meðalskor David Robinson San Antonio 1.670 28,8 ShaquilleO'Neal Orlando 1.668 28,8 Hakeem Olajuwon Houston 1.490 26.7 Karl Malone Utah 1.542 25,3 DominiqueWilkins Atl./Clipp. 1.379 25,0 Patrick Ewing NewYork 1.372 24,9 Mitch Richmond Sacramento 1.246 23,5 Danny Manning Ciipp./Atf. 1.064 23,1 Glen Rice Miami 1.243 21,8 Latreli Sprewell G. State 1.240 21,9 Scottie Pippen Chicago 1.030 21,5 Cliff Robinson Portland 1.217 21,0 Reggie Miller Indiana 1.083 20,4 Derrick Coleman New Jersey 1.073 20,2 Jamal Mashburn Dallas 1.150 19,8 Iþróttir Nýja tennishöllin í Kópavogi verður tekin í notkun með pomp og prakt í byrjun maí: Stef nt að opnunarleik tveggja bestu í heimi - „Pete Sampras, Jim Courier, Boris Becker og Goran Ivanisevic inni í myndinni,“ segir Bozo Skaramuca „Við erum aö vinna hörðum hönd- um að því að fá hingað til lands tvo af bestu tennisleikurum heims í dag til að leika opnunarleik í nýju tennis- hölUnni í Kópavogi en tími þeirra bestu er vel skipulagður og það er vandamál. Þaö er erfitt að nefna nöfn eins og staðan er núna en góðir vinir mínir erlendis eru að aðstoða mig í þessu máU,“ sagði Bozo Skaramuca, sem er Króati og starfar sem tennis- þjálfari hjá Þrótti og VUdngi í Reykja- vík. Auk þess er hann landsUðsþjálfari íslendinga og starfar hér sem slíkur tíl ársins 1997. Skaramuca er mjög þekktur þjálfari og þjálfaði Króatana Goran Ivanisevic og Monicu Seles frá 5 til 16 ára aldurs. Nýja tennishöllin í Kópavogi verður tekin í notkun í maí í vor og nú er unnið að því að fá tvo af aUra fremstu tennisleikurum heims tíl að leika opn- unarleik í húsinu. Samkvæmt heimUd- um DV hafa þeir Bozo Skaramuca og Garðar I. Jónsson, framkvæmdastjóri tennishaUarinnar, mestan áhuga á aö fá þá Goran Ivanisevic og Pete Samp- ras til þess að leika opnunarleik í höU- inni en Sampras er í efsta sæti á heims- Ustanum í dag og Ivanisevic í fjórða sæti. Hvaða snillingar koma ræðst meðal annars af því hvenær byggingu tennishallarinnar lýkur og hverjum sú tímasetning hentar. Þegar Skaramuca var spurður hvort svo kynni að fara að þeir Ivanisevic og Sampras léku opnunarleikinn sagöi hann: „Ég vU ekki nefna nein nöfh en þetta er vissulega möguleiki. Ég vU ekki nefna nöfn vegna þess að ef þeir af einhveijum ástæðum geta ekki komið verð ég áUtinn lygari. Við erum að vinna mjög hart að þessum málum og ég trúi að eitthvaö gott muni ger- ast. Þessi vinna hefur verið mjög já- kvæð fram að þessum degi, mjög já- kvæð. Ég vona innUega að af þessu verði og er mjög bjartsýnn." - Hvaða kappa vUdir þú sjá í opnun- arleiknum? „Auðvitað vona ég að Ivanisevic, vin- ur minn og landi, komi og vonandi ein- hver af hans góðu vinum, Pete Samp- ras, Boris Becker eða Jim Courier. Eg er mjög oft í sambandi við Ivanisevic, við tölum mjög oft saman. Þessi nöfn eru inni í myndinni.” - Hvemig hefur Ivanisevic tekið í það að leika hér á landi? „Hann langar mjög mikið til að koma til íslands. Hann telur landið mjög áhugavert og svo hefur hann mikinn áhuga á sUungsveiði og veit að hér getur hann veitt. Ég hef getað sagt honum frá mikiUi silungsveiði hér en því miður ekki frá laxveiði því ég hef Boris Becker. ekki enn náð að veiöa lax hér á landi,“ sagði Bozo Skaramuca við DV í gærkvöldi. Efafkomu tveggja bestu tennis- Jim Courier. leikara í heimi til Islands verður, sem telja veröur mjög líklegt, verður um mikinn viðburð að ræða. Tilkoma tennishaUarinnar Goran Ivanisevic. í Kópavogi á eftir að gerbreyta aðstöðu fyrir tennisleikara og möguleikamir varðandi framtíð- ina em miklir eins og fram kem- Pete Sampras. ur hér aö neðan. -SK Fyrstamót atvinnumanna - í byrjun næsta árs. 720 þúsund í verðlaun. íslendingar þátttakendur 1 Davis Cup Tennishöllin í Kópavogi þýtur upp þessa dagana og með tilkomu hallarinnar verður um byltingu að ræða hvað aðstöðu fyrir tennis varðar hér á landi. Höllin verður tekin í notkun i byrjun maí i vor. DV-mynd Brynjar Gauti Fyrsta alvöramótiö í tennis hér- lendis fer fram í TennishöUinni í Kópavogi í byijun næsta árs. Þar munu erlendir atvinnumenn keppa á alþjóðlegu móti og verðlaun verða 720 þúsund krónur. „Keppendur á mótinu verða kannski ekki þeir allra bestu í heim- inum en við reiknum þó með að þeir verði á Ustanum yfir 100 bestu tenn- isleikara í heimi,“ sagði Bozo Skar- amuca, landsUðsþjálfari í tennis, í samtaU við DV í gærkvöldi. „Það eru hundrað mffljóna manna sem stunda tennis í heiminum með keppni fyrir augum og því gefur það auga leið að á mótinu munu keppa mjög sterkir tennisleikarar. Tilkoma tennishaU- arinnar í Kópavogi mun gerbreyta öllu hér á landi varðandi tennis- íþróttina. Ekki bara bæta aðstöðuna fyrir íslendinga, heldur einnig auka möguleikana á að hér sé hægt að halda stór mót atvinnumanna á næstu árurn," sagði Skaramuca enn- fremur. íslendingar verða með í Davis Cup Samkvæmt heimffdum DV hefur Tennissamband íslands þegar sótt um keppnisleyfi í Davis Cup keppn- inni, en þar er um keppni landsUða að ræða. Reiknað er með að íslend- ingar verði með í þessari frægu keppni í fyrsta skipti að tveimur árum Uðnum. Til að byija með yrðu íslendingar í riðU meö slökum þjóð- um en engu að síöur myndu íslend- ingar komast á blað sem alvöru tenn- isþjóð í fyrsta skipti í sögunni. Gífurlegur áhugi TennishöUin í Kópavogi hefur risið með undraverðum hraða og í byrjun maí á höllin að verða tilbúin til notk- unar, samtals 4800 fermetrar. Garðar I. Jónsson, framkvæmdastjóri tenn- ishallarinnar, sagði í samtaU við DV í gærkvöldi að eftirspurn eftir tímum í höllinni væri í raun ótrúlega mikU. „Ég er ekki enn farinn að auglýsa starfsemina, en þrátt fyrir það streyma inn pantanir. Áhuginn er greiiUlega mjög mikUl. Sem dæmi get ég nefnt að það hafði kvennaklúbbur samband við mig á dögunum og hann pantaði aUa veUina í tvo tíma einn dag vikunnar og ár fram í tímann," sagðiGarðar Jónsson. -SK Enskir sigruðu England vann Danmörku u-21 árs í knattspymu í gærkvöldi, 1-0 og skoraði Trevor Sinclair sigur- markið á 82. mínútu. • Stuttgart vann Dortmund á útivelU í þýsku knattspymunni í gærkvöldi, 1-2. • MotherweU og Aberdeen skUdu jöfn í skosku úrvalsdeUd- inni í gærkvöldi, 1-1. Jöfnunar- mark Motherwell var sjálfsmark fyrirhða Aberdeen. -SK Skagamenn töpuðu á Kýpur íslands- og bikarmeistarar ÍA í knattspyrnu töpuðu fyrir sænska liðinu Norrköp- ing, 2-0, á alþjóölegu móti sem hófst á Kýpur í gær. Aö sögn Gunnars Sigurðssonar formanns knattspymudeildar ÍA á léku Skagamenn ágætlega í leiknum og furðu vel miðað við árstíma og voru óheppnir að ná ekki að skora. Gunnar sagði að bæði mörk sænska Uðsins hefðu verið kolólögleg. Það fyrra var skorað með hendi og í þvi síðara var um greinUega rangstöðu að ræða. Serbneski vamarmaðiminn Zoran MUjokovic lék með Skagamönnum i þessum leik en forráðamenn ÍA eru með hann til reynslu i þessu móti. Gunnar var nokkuð ánægður með hann í leiknum en sagöi aö ekki yrði ákveöiö með framhald hans hjá liöinu fyrr en eftir mótiö á Kýpur. Á fimmtudag leikur ÍA gegn sænska Uöinu Hácken og á sunnudaginn gegn LUleström frá Noregi, Uðinu sem Teitur Þórðarson þjálfar, en Lilleström vann 2-0 sígur á Hacken í gær. -GH Kanitil ÍR-inga Don CarroU, 34 ára gamaU Bandaríkjamaður, er kominn til landsins og leikur með ÍR-ingum í úrsUtakeppninni um sæti í úr- valsdeUdinni í körfuknattleik. CarroU, sem er 2 metrar á hæö, kemur frá Noregi en hann lék þar í úrvalsdeUdinni í vetur. Hann hefur leikið í tvö ár á Möltu en samkvæmt heimUdum DV var hann á sínum tíma skammt frá þvfað komast að hjá Washington BuUetsíNBA-deUdinni. -VS í kvöid 1. deild karla i handbolta: Þór-Valur 20.00 Stjaman-ÍBV 20.00 KR-ÍR 20.00 FH-KA 20.00 Afturelding - Seffoss 20.00 Víkingur-Haukar 20.00 1. deUd kvenna i handbolta: Valur-Fram...........18.00 Fylkir-KR.........-...18.15 ÍBV - Haukar..........20.00 I' íþróttamóti sem fram fór í Globenhöllinni í Stokkhólmi. Pétur varpaöi Kastsería Péturs var jöfn í gærkvöldi en auk sigurkastsins átti hann köst æm mældust 19,97 m, 19,80 m og 19,77 m. í öðru sætí varð finnski meistarinn í greininni og varpaði hann 19,93 metra og Norðmaður varö þriðjimeð aðeins 17,57 metra. á7,09sek. ’ -SK/-EHSvíþjóð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.