Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Utlönd Ætiaraðhreinsa tilíNapólí Borgarstjórinn í Napólí á Ítalíu ætlar að hreinsa til í bænum hjá sér fyrir leiðtogafund sjö helstu iðnríkja heimsins sem verður haldinn þar i júlí í sumar. Napólí hefur verið kölluð „spilltasta borg Ítalíu" vegna starfsemi mafíunnar þar. „Það mun auka hróður okkar að ryðja burtu þvi sem rotið er,“ sagöi borgarstjórinn, Antonio Bassolino, vinstrimaður sem sigraði Alessöndru Mussolini i kosningum i desember. Reuter EGGJAKAKA (omeletta) m/frönskum, sósu og grænmeti á 395 kr. JSEEHaBaET S. 684810' íslendlngar að verða utanveltu í Norðurlandasamstarflnu: Við höf um misst af strætisvagninum - segir Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, í samtali við DV Gísli Kristjánsson, DV, Stokkhólim: „Það verður hver aö Uggja eins og hann hefur um sig búið. Við höfum misst af strætisvagninum og hann kemur ekki aftur,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, í samtah við DV að loknum umræðum í Norðurlanda- ráði í gær. Sighvatur sagði að það hefðu verið mistök að fylgja ekki hinum ríkjun- um á Norðurlöndum í viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið, ESB. Nú væri næstum vonlaust að bæta fyrir þessi mistök. Næsti hópur þjóða Sighvatur Björgvinsson í Stokk- hólmi. Simamynd Reuter sem hugsanlega yrði tekinn inn í ESB væri frá Austur-Evrópu. Með þeim þjóðum ættu íslendingar litla eða enga samleið. Enn væri þó til sá kostur að leita einir eftir samningum af einhverju tagi en vandinn væri bara sá, sagði Sighvatur, að nú byð- ust íslendingum ekki sömu kjör og í samfloti með Norðurlandaþjóðun- um. Að mati Sighvatar er samstarfið innan Noröurlandaráðs mikilvæg- ara nú en áður. Norðurlöndin væru eini gluggi íslands að Evrópu. Sig- hvatur sagði hins vegar ljóst að sam- starf Norðurlandanna myndi gjör- breytast þegar íjögur þau stærstu væru orðin aðflar að ESB. íslending- ar nytu þess að fylgjast með Evrópu- málunum í gegn um Norðurlandaráð en yrðu hér eftir nánast sem áheyrn- arfulltrúar. „Auövitað voru það mis- tök að sleppa tækifærinu sem bauðst þegar Norðmenn, Svíar og Finnar sóttu um aðild. Einangrunarhyggjan er bara svo óskapleg á íslandi. Menn skilja ekki að þjóð sem á allt sitt undir útflutningi getur ekki stundað einangrunarstefnu í utanríkismál- um,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, í Stokkhólmi í gær. TOPP 40 I HVERRI VIKU íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stööu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakvið athyglisverða flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo kynnt á ný og þau endurflutt. & L. Z ^EL Í>V ,989 Wtuenxn COTT ÚTVARPI ÍSLENSKI LISTINN er unninn I samvinnu DV, Bylgjunnar og Coca-Cola ð Islandi. Mikill fjöldi fólks tekur þátt 1 aö velja ISLENSKA LISTANNI hverrl vlku, Vnrumsjón og handrlt eru I höndum Ágústs Héöinssonar, framkvæmd I höndum starfsfólks DV en tæknivinnsla fyrir útvarp er unnin af Þorstelni Ásgeirssyni. Fransk-italska tískusýningarstúlkan Carla Bruni kom fram í þessum gervi- pels í París þar sem breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood sýndi hausttiskuna. Simamynd Reuter Listi Schindlers: Forseti Argentínu mætti ekki á frumsýninguna Forseti Argentínu, Carlos Menem, mætti ekki á frumsýninguna á Lista Schindlers í Buenos Aires í Argent- ínu í gær gyðingum þar í landi til mikilla vonbrigða. í staö þess aö mæta á frumsýninguna mætti Men- em á samkomu til aö fagna alþjóðleg- um degi kvenna sem var í gær. Menem, haföi þegið boð gyðinga- hópa um að mæta á frumsýninguna og allir bjuggust við að hann myndi láta sjá sig en allt kom fyrir ekki. Sýningin var skipulögð af gyðinga- samfélagi í Argentínu og tileinkuð Oskar Schindler, sem myndin fjallar um, og ekkju hans, Emilie, sem er 86 ára gömul. Emilie hefur búið í Argentínu síðan eftir seinni heims- styrjöldina og hún var heiðursgestur kvöldsins. „Þaö hefði skipt okkur miklu máli að fá forsetann á frumsýninguna og það hefði einnig gefiö út ákveöin skilaboð til samfélagsins," sagði Jorge Burkmaan, formaður gyöinga- samfélagsins. Argentína var sem kunnugt er aðalgriðarstaður fyrir nasista eftir seinni heimsstyijöldina en nýnasismi hefur verið að rísa upp þar í landi og vakið mikinn ótta hjá gyðingum sem eru þar um 350 þús- undtalsins. Reuter Jr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.