Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 28
56 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 hrífandi skaldsau OTTALAUS hefur hlotiö mjög góöar viðtökur og veriö þýdd á mörg tungumál. íslenska er níunda tungumálið sem færir lesendum sínum þessa heillandi skáldsögu innan árs frá því aö bókin kom út í Bandaríkjunum. Rafael Yglesias er einn fjölhæfasti rithöfundur okk- ar tíma. Hann hefur ein- stakt lag á aö halda les- andanum föngnum og gefa persónum sínum það líf sem þær þurfa til að búa áfram í huga lesandans þegar bókin er lesin til enda. Samnefnd kvikmynd verö- ur sýnd í Sambíóunum. Með aöalhlutverk fara Jeff Bridges, Rosie Perez og Isabella Rossellini. OTTALAUS var efst á blaði hjá banda- ríska stórblaðinu New York Times þegar athyglisverðar skáldsögur árs- ins 1993 voru rifjaðar upp (NYT Book Review, 5 des. 1993). Það er ekki að- eins að sögupersónurnar lifi af flug- slysið, heldur lifa þær áfram í hugum lesendanna segir í umsögn blaðsins. A NÆSTA SOLUSTAÐ j L FRJÁLS JFJÖLMIÐLUN hf. ■ Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Þessi glæsilegi hópur sem mættur var á árshátíð Eurocards á Islandi í Hraunholti, Hafnarfirði, eru stjómunarmenn Eurocards og makar þeirra ásamt heiðursgestí kvöldsins Gunnari Bæringssyni framkvæmdastióra Kreditkorta hf. Stórtónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og allra kóra bæjarins voru haldnir í íþróttahúsinu við Varmárskóla í tilefni 30 ára starfsafmælis skóla- hljómsveitarinnar. Unga kynslóðin lét ekki sitt eftir hggja og voru þessir ungu tónlistarmenn úr yngsta aldurshópnum bæði kátir og áhugasamir. Samtök félagsmiðstöðva á íslandi, Samfés, héldu dansleik og tónleika í Hinu húsinu á fostudagskvöld. Unga fólkið virtist skemmta sér vel og þær Hulda Hákonadóttir, Þórdís Erla Björnsdóttir og Ragnheiður Kristinsdóttir dönsuðu eins og þær ættu lífið að leysa á diskótekinu á neðri hæð hússins en á efri hæðinni var boðið upp á lifandi tónlist. Guðmundur Kjartansson og félagi hans Árni Pálsson úr Slysavarnafé- lagi íslands létu ekki kuldabola á sig fá síðasta laugardag þegar félagar þeirra sýndu það sem kallað var „Risa björgunaræfmg“ á sýningunni Björgun ’94. sem haldin var í Perl- unni um helgina. Sýningin var á veg- um Landsbjargar og SVFÍ og er liöur í víðtæku samstarfsverkefni þessara aðila. Talið er að rúmlega tíu þúsund manns hafa komiö á sýninguna. Æskuliösdagur Þjóðkirkjunnar var á sunnudaginn og haldið var upp á ( hann í flestum kirkjum og söfnuðum landsins. Yfirskrift dagsins var "Trú, von og kærleikur". í Hafnarfjarðar- kirkju fór L-bekkur öldutúnsskóla í Hafnarfirði með helgileik sem kallað- ist "Köllun lærisveinanna og sælu- boðanir Jesús". Stangveiðifélag Reykjavíkur stóð fyrir opnu húsi á fostudagskvöldið var. Mæting var mjög góð, enda var m.a. á dagskrá ítarleg kynning á Stóru Laxá, sem margir félagsmenn hafa keypt veiðileifi í á komandi sumri. Meðal þeirra eru þeir félagar Haraldur Bjarnason, Ingólfur Jónsson og Jan Inge Lekve sem fylgdust með kynningunni af miklum áhuga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.