Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Steingrímur í Seðlabanka Umræður um ráðningu bankastjóra 1 Seðlabankann hafa að mestu fjallað um það hvort Steingrímur Her- mannsson verði meðal umsækjenda og hvort hann verði ráðinn. Tvær bankastjórastöður hafa verið auglýstar og hefur farið minna fyrir því hver verði hinn bankastjór- inn. Varla gegnir Steingrímur báðum stöðunum og varla verður Steingrímur ráðinn af póhtískum ástæðum nema hin staðan verði hka flokkslega eyrnamerkt. Nú er upplýst að Steingrímur Hermannsson er einn af umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra. Umsókn hans hggur fyrir og jafnframt hefur hann skýrt frá því að hann hafi stuðning viðskiptaráðherra og forsætisráð- herra. Steingrímur hyggst hætta sem formaður Fram- sóknarflokksins um miðjan næsta mánuð ef hann fær stöðuna. Hér í blaðinu hefur það margsinnis verið gagnrýnt þegar stjómmálaflokkarnir hafa verið að troða flokks- mönnum sínum í hin ýmsu embætti þar sem flokksskír- teinin hafa ráðið meiru heldur en hæfileikar eða hæfni annarra umsækjenda. Stöðuveitingar af þeim toga hafa verið skýrasta dæmið um samtryggingu flokkanna, mis- notkun þeirra á völdum sínum og þeirri einkavinavæð- ingu sem hefur riðið húsum í stjómsýslunni. Að því er varðar Seðlabankann hafa stjómmálaflokk- arnir gert með sér þegjandi samkomulag um bróðurlega skiptingu bankastjóraembættanna og raunar á það einn- ig við um bankastjóra ríkisbankanna. Þrátt fyrir almenna andúð hjá öhum þorra fólks á endurteknum póhtískum ráðningum í stjómsýslukerfinu hefur htið þokast th réttrar áttar 1 þeim efnum. Það var þess vegna dálítið skondið þegar formaður bankaráðs Seðlabankans, Ágúst Einarsson, kosinn af Alþýðuflokkn- um, lét hafa það eftir sér að hann mundi segja af sér ef Steingrímur Hermannsson yrði ráðinn sem seðlabanka- stjóri. Alþýðuflokkurinn hefur verið flokka ófeimnastur við að koma sínu fólki á jötuna og býsna einkennilegt þegar kratinn í stjórn Seðlabankans ætlar nú að gerast heilag- ur og þvo hendur sínar af væntanlegri ráðningu Stein- gríms. Sama má segja um vandlætingu ýmissa flokks- stofnana innan Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks sem senda frá sér mótmæli af því tilefni. Þar er verið að kasta steinum úr glerhúsum. Meðan stjórnmálaflokkarnir halda áfram þeirri iðju sinni að skáskjóta skjólstæðingum sínum inn í opinberar stöður er erfitt að sjá hvað er á móti því að Steingrímur Hermannsson verði ráðinn í Seðlabankann. Að öhum öðrum ólöstuðum hefur Steingrímur marga þá kosti sem gera hann hæfan umsækjanda, að minnsta kosti ef miðað er við fyrri ráðningar bankastjóra Seðlabankans. Maður sem hefur gegnt ráðherradómi í hálfan annan áratug, gjörþekkir atvinnuhætti og innviði flármálakerflsins, býr að reynslu í stjómmálum og efnahagsmálum og hefur yfirsýn yfir strauma í alþjóðlegum peningalegum sam- skiptum á að vera fær um að sitja í Seðlabanka íslands sem einn af stjómendunum. Póhtísk andstaða gegn ráðningu Steingríms Her- mannssonar er ekki málefnaleg, nema þá á þeirri for- sendu að stjómvöld taki þá grundvaharafstöðu að fyrr- verandi stjómmálamenn séu yfirleitt vanhæfir. Það væri auðvitað fagnaðarefni ef sú afstaða væri fyrir hendi, enda þjónar það ekki hagsmunum bankans að gera hann að endastöð fyrir afdankaða stjómmálamenn. En það ghdir þá um fleiri en formann Framsóknarflokksins. Ellert B. Schram íslensk sumargotssíld -450 -400 -350 c -300 I -250 (/) ■í; 43» = -200 o 1 -150 a c -100 -50 X -0 •49 ‘52 ‘55 '58 '61 '64 '67 ‘70 '73 ‘76 '79 ‘82 '85 ‘88 ‘91 DV Veiðar og stærð fiskstofna Síöustu daga hefur umræða um stjórnun fiskveiöa verið algeng í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum eins og eðlilegt er þegar málefnið er mikilvægt. Áberandi hefur verið gagnrýni á starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar og rannsóknir þeirra og tillögur gerðar tortryggi- legar. í stuttu máh má segja að gagnrýnin felist helst í því að þorskstofninn þoh miklu meiri veiði og viðkoma og stærð stofnsins sé alfarið í höndum náttúrunnar. íslenska vorgotssíldin Sérfræðingum á Hafrannsókna- stofnun er fulhjóst að umhverfis- þættir sjávar vega þungt þegar um er að ræða afkomu fiskstofna en þeim er jafn ljóst að við ótakmark- aðar veiðar er fiskstofnum ekki síð- ur hætta búin. Um þetta hvort tveggja eru th skýr dæmi og það nærtækasta er íslenska vorgotssíldin sem var út- rýmt með veiðum á árunum eftir 1965. Á Hafrannsóknastofnun fara fram umfangsmiklar umhverfis- rannsóknir í hafinu umhverfis landið og niðurstöður þeirra eru í áuknum mæh tengdar „ öðrum rannsóknum á stærð og viðkomu fiskstofna. Ég vh minna á það að sl. sumar var haldin hér á landi, að frum- kvæöi forstjóra Hafrannsókna stofnunar, alþjóðleg ráðstefna um þorskstofna og áhrif umhverfis- þátta á þá. Meginniðurstaða þess- arar ráðstefnu var að við aðstæður þar sem áhrif umhverfisþátta eru mikil, eins og við Nýfundnaland, ísland og í Barentshafi, væri sér- staklega mikilvægt að veiðar væru stundaðar af varkámi. íslenska sumargotssíldin Of htið hefur verið fjallaö um ís- lensku sumargotssíldina og veiðar úr þeim stofni í umræðunni um stjómun fiskveiða. Á áranum upp úr 1960jukust veiðar úr þeim stofni og náðu hámarki á árinum 1963- 1965. Árið 1965 breyttust umhverf- Kjal]aiinn Ólafur Halldórsson fiskifræðingur, framkvstj. Fiskeldis Eyjafjarðar isskilyrði í hafinu við ísland mjög til hins verra og nýliðunin versn- aði. Á þessum árum var ekki dreg- ið úr veiðinni eins og hefði átt að gera heldur var sóknin aukin og afleiðingin var algert hrun og í kjölfarið fylgdi veiðibann á árun- um 1972-1975. Eftir að veiðar hófust að nýju árið 1975 hefur í meginatriðum ver- iö fylgt tihögum Hafrannsókna- stofnunar og því gefst þar gott tækifæri fyrir þá sem sannan áhuga hafa á fiskveiðistjórnun að skoða hvemig til hefur tekist. Th samanburðar er rétt að nefna að á undanfórnum 10 árum hefur þorskafh hér við land fariö 100 þús. tonnum fram úr því sem Hafrann- sóknastofnun hefur lagt th. Langsótt ákvörðun Hvert er svo ástand þessara tveggja mikhvægu fiskstofna? Frá því að veiðar hófust að nýju hefur shdarstofninn stækkað jafnt og þétt og aflinn vaxið í um 100 þúsund tonn á ári. Eftir að stofninn stækk- aði hefur nýhðunin batnað og hver metárgangurinn eftir annan bæst í stofninn sl. 10 ár. Ástand þorsk- stofnsins hér við land er öhum ljóst. Stærð hrygningarstofnsins er í sögulegu lágmarki, nýhöun hefur brugðist, kostnaður við veiðar hef- ur aukist og hlutdehd smáfisks í afla eykst stöðugt. Ef stærð hrygn- ingarstofns skiptir engu um af- komu fiskstofna hefur ástand sjáv- ar undanfarin 10 ár verið afar hag- stætt fyrir síld á sama tíma og það hefur verið mjög slæmt fyrir þorsk. Sú ákvörðun er langsótt og miklu nær að álykta aö mismunandi ástand þessara fiskstofna ráöi mestu um nýhðun á undanfórnum árum. Vegna þessa vekur þaö furðu þegar einstrengingslegum fuhyrð- ingum er slegið fram þess efnis að ekki sé hægt að byggja upp fisk- stofna og náttúran sé ahsráðandi um stærð og viðkomu þeirra. Með ábyrgri fiskveiðistjórnun veröur að hindra að sams konar ástand og er við Nýfundnaland og Færeyjar skapist hér við land og að því hafa thlögur Hafrannsókna- stofnunar miðað. Ólafur Halldórsson „ ... vekurþaðfurðuþegareinstreng- ingslegum fullyrðingum er slegið fram þess efnis að ekki sé hægt að byggja upp fiskstofna og náttúran sé allsráð- andi um stærð og viðkomu þeirra.“ Skoðaiúr annarra Góðar tillögur útvarpslaganefndar „Thlögur útvarpslaganefndar eru góöar. Þær miða að því að efla dagskrárgerð í landinu sem er mikhvægasta vöm íslendinga gegn erlendu sjón- varpsefni og þeim áhrifum sem það hefur á íslenska tungu og íslenska menningu. í stað þess að stilla upp Ríkisútvarpinu og einkastöðvunum sem óvinum, hafa tillögur útvarpslaganefndar tekið mið af því að sameina þessi tvö ljósmiðlaöfl sem samherja í auk- inni fjölbreytni í innlendri dagskrárgerð." Úr forystugrein Alþbl. 8. mars. Takmarkanir á olíuviðskiptum „Þær takmarkanir, sem nú era á olíuviöskiptum, era síðustu leifarnar af gömlu hafta- og skömmtunar- kerfi, sem hér var við lýöi fyrr á árum. ... Það er fráleitt að viðhalda lengur kerfi, sem veldur því, að erlend fiskiskip sigla til annarra landa eftir olíu, og íslenzk skip, hvort sem um er að ræða fiskiskip eða kaupskip, leggja áherzlu á að fylla sig af ohu í erlend- um höfnum til þess að komast hjá þvi að kaupa dýra ohu hér.“ Úr forystugrein Mbl. 6. mars. Sértækar aðgerðir höf uðtrompið „Meðal hinna miklu svardaga sem gerðir vora í Viðey fyrir tæpum þrem áram var sá mestur og bestur að aldrei skyldi gripið th sértækra aðgerða út kjörtímabihð hvað sem á kynni að dynja.... Kröf- ur um sértækar aðgeröir munu streyma að úr öllum áttum og verða eitt höfuðtrompið í bardaganum um sæti í sveitarstjómum sem nú er aö hefjast. Ef skuld- ugustu sveitarfélögin veröa látin ganga fyrir, geta Reykvíkingar átt von á stórgóðri fyrirgréiðslu úr sjóði ahra landsmanna." OÓ í Tímanum 8. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.