Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Utlönd Beriusconiog hægri mönnum Allt bendir til aö Sílvio Ber- lusconi og bandalag hægii ílokka, sem hann leið- ir, muni fara með sigur af hólmi i þing- kosningunum á ítaliu síðar í þessum mánuði. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun fær Prelsisbandalagið sem samanstendur af ílokki Ber- lusconis, Bandalagi norðan- manna og flokki nýfasista milli 316 og 331 sæti af 630 á ítalska þingínu. Berlusconi hvatti flokkana til að standa saman eftir að Bossi, leiðtogi norðanmanna, hafði veist að honum og nýfasistum. Læknarkenna sólbekkjum um húðkrabbamein Breskir læknar segja að mið- aldra kona þar í landi hafi fengið húðkrabbamein af því að liggia í sólbekk. Er það í fyrsta sinn sem slík sjúkdómsgreining hefur ver- ið gerð. Konan hefur aðeins farið einu sinni til útlanda um ævina og hún hefur aldrei legið berbrjósta eða allsnakin í sólbaði. Hún ákvað þvi að fara á sólbaðsstofu til að fá smálit áður en hún færi í sól- arfrí með eiginmanni sínum og fékk æxli á brjóst og sitjanda. Konan er með viðkvæma húð. „Við erum alveg sannfærðir um að sólbekkurinn hefur valdið húðkrabbameini hjá henrú,“ sagði húðsjúkdómafræöingurinn Peter Farr í Newcastle. Skoskir íhalds- menn hafa ekki séðþaðsvartara íhaldsmenn í Skotiandí hafa aldrei notið jafnlítiis fylgis og þeir gera um þessar mundir, ein- mitt þegar flokkur þeirra ætlar að hefla herferð til að klekkja á Verkamannaflokknum sem hefur tögl og hagldir í bæjarstjórnum landsins í kosningunum í vor. Íhaldsflokkurinn nýtur aðeins stuönings þrettán prósenta þjóð- arinnar en Verkamannaflokkur- inn á hug og hjarta 47 prósenta og Skoski þjóðarflokkurinn hefur stuðning 25 prósenta kjósenda. Ráðherra Skotlandsmála ætlar aö senda öllum heimilum í Skot- landi bróf þar sem afrek stjórnar Johns Majors eru tíunduö. Johansen hóf- tegabjartsýnn umfisksamning Lars Emil Jo- hansen, for- maður græn- lensku lands- stjórnarinnar, sagði á mánu- dageftirsamtöl við forráða- menn Evrópu- sambandsins í Brusse) að hanr væri hóflega bjartsýnn um aC Grænlendingum tækist aö fá annar ámóta fiskveiðisamning við ES þegar núverandi samningur geng- ur úr gildi um næstu áramót. Evrópusambandið greiðii Grænlendingum um 2,8 milljarða íslenskra króna á ári fyrir fisk- veiðar í grænlenskri lögsögu. Endurskoðendur sambandsins hafa gagnrýnt samninginn þar sem veiðiheimildimar eru ekki fullnýttar. Reuter, Uitz.au Bandaríska leikkonan Lauren Bacall og sveitasöngvarinn Lyle Lovett stinga saman nefjum á tískusýningu í París þar sem þau eru aö leika í mynd Roberts Altmans um tiskuheiminn. Símamynd Reuter Whitewater-málið: Clinton ræður áhrífa- mikinn lögfræðing til sín Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að hann hefði ráðið lögfræðinginn Lloyd Cutler sem sérstakan ráðgjafa sinn við Hvíta húsið til að annast Whitewat- er-málið sem rebúblikanar hafa kall- aö annað Watergate. Cutler er ráðinn í stað Bernard Nussbaum sem sagði af sér sl. laug- ardag eftir að hafa fengið skýrslu um stöðu sparisjóðsins Madison Guar- anty Savings and Loans frá embætt- ismönnum fjármálaráðuneytisins en sparisjóðurinn var í eigu tveggja manna sem einnig voru meðeigend- ur í Whitewater fasteignafyrirtæk- inu sem Clinton-hjónin voru meðeig- endur að. Cutler er 76 ára gamall og mjög áhrifamikili í Washington. „Ég vil komast að staðreyndum málsins. Ég tapaði peningum, eins og svo margir aðrir Ameríkanar, með því að fjárfesta í Whitewater- fasteignafyrirtækinu en ég gerði ekk- ert ólöglegt," sagði Clinton á blaða- mannafundi í gær. Repúblikanar eru ekki sama sinnis og segja máliö mun alvarlegra en Clinton vill vera láta. Þeir hafa nú komið upp lista yfir 40 aðila sem tengjast málinu og sem þeir vilja að verði yíirheyrðir sérstaklega. Rannsóknin í Whitewater-málinu gengur út á þaö að kanna hvort sparisjóðurinn Madison Guaranty Savings and Loans hafi dælt pening- um ólöglega í kosningabaráttu Bill Clintons þegar hann sóttist eftir end- urkjöri í ríkisstjóraembættiö í Ark- ansas á sínum tíma eða hvort spari- sjóðurinn hafi sett íjármagn í fast- eignafyrirtækiö Whitewater sem Clinton-hjónin voru meðeigendur að. Einnig er verið að kanna hvort Clint- on hafi notað áhrif sín sem ríkis- stjóri til að reyna að bjarga fasteigna- fyrirtækinu frá gjaldþroti. Reuter LeikarinnJohn Candylátinn Kvikmynda- leikarinn John Candy, sem þekktar er fyr- ir hlutverk sín i gamanmynd- um, lést hjartaslagi fyr- ir skömmu þar sem harrn var við upptökur á nýjustu mynd sínni í Mexíkó. Candy, sem var 43 ára gamall, varð þekktur fyrir hlutverk sín í myndum eins og Home Alone, Splash og Uncle Buck. Candy var fæddur í Kanáda og giftist kana- dískri konu sinni, Rosemary Ho- bor, árið 1979. Þau eignuöust tvö börn. „Candy var alveg frábær persóna. Þaö var gott aö vinna með honum og hann naut þess að koma fólki til að hlæja," sagði Macaulay Culkin sem iék á móti honum í Home Alone. Berklarámeðal heimilislausra Allt aö 2% heimilislausra í Bretlandi eru með berkla sam- kvæmt rannsókn sem bresk heil- brigðisyílrvöld gerðu nýlega en það er mun hærra hlutfall en búist var við. Rannsóknin var gerð á 250 heimilislausum ein- staklingum en þeim var boðið að koma og láta taka af sér röntgen- myndir. „Svona hátt hlutfall á sjúkdómi sem fólk hélt að væri horfinn sýnir aöeins hversu öm- urlegar aðstæður það eru sem heimilislausir þurfa að búa víð,“ sagði Mark Scothern, stjórnandi einnar stofnunar fyrir heimilis- lausa. Niðurstöður rannsóknar- innar sýna að tíðni berklaveiki hefur aukist um 20% á sl. sex árum. Bitinaf kónguló ogsnáki Áströlsk kona hafði heldur bet- ur heppnina með sér í gær þegar hún hélt lífi eftir aö eitruð kóngu- ló og snákur réðust á hana og bitu hana. Konan, sem er 42 ára, var að stússa eitthvað þegar hún fann skyndilega eitthvað bíta í fótinn á sér. Þegar hún leit niður sá hún snákategundina Western Brown, sem er ein af hættuleg- ustu snákategundum Ástralíu, og kóngulóna Red Back, sem er lífs- hættuleg og náskyld Svörtu okkj- unni. „Eg trúði því ekki aö ég hefði verið bítin af bæði kóngul- ónni og snáknum,“ sagði konan sem var flutt í skyndi á spítala þar sem henni var geflð móteitur. Dæmdirfyrirað móðgaforset- ann Um tuttugu stúdentar voru dæmdir í sex ára fangelsi í Indónesíu í gær fyrir að hafa móðgað forseta landsins, Su- harto, og yfir- völd landsins. Stúdentarnir höfðu komiö saman til að mót- mæla haröræði stjórnarinnar en þeir höfðu kallaö: „Lengi lifi fólk- ið,“ og fleira í þeim dúr. Einn stúdent kom fyrir rétt í desember sl. en hann var sá fyrsti sem dæmdur var fyrir að hafa „móðgað" forsetann. Dómurinn var mjög gagnrýndur þar sem Suharto, sem er 72 ára gamall, hefur sagst vilja auka lýðræði í landinu. Mannréttindahópar segja að ekki geti ríkt frelsi í land- inu á meðan fólk fær ekki að tjá skoðanir sínar. Reuter Tilraunir Evrópusambandsland- anna til aö ná samkomulagi um sjáv- arútvegsmál viö Norðmenn fóru út um þúfur í gærkvöldi og voru norsku samningamennirnir í hlutverki að- gerðarlausra áhorfenda. Sambands- löndin brugðust hart við því að Spán- verjar skyjdu vísa á bug öllum tillög- um til málamiðlunar. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sagði á fundi með fréttamörinum í gærkvöldi að norsk stjórnvöld væru reiðubúin að láta löndum ESB í té tvö þúsund tonna viðbótarkvóta af þorski. Hann gaf einnig til kynna að hann myndi fall- ast á sambandsaðild ef Norömenn næðu hagstæðum sjávarútvegs- samningi. Vandræðagangurinn í viðræðum Evrópusambandsins og Noregs kem- ur sér einnig illa fyrir Svíþjóð, Finn- land og Austurríki sem náðu samn- ingi um aðild á dögunum. Utanríkis- ráðherrar ESB koma aftur saman til fundar í næstu viku og ætla þá að gera enn eina tilraunina til að veröa sammála um málamiðlunartillögu til að leggja fyrir Norðmenn. Frestur- inn, sem nú hefur verið gerður, í gærkvöldi að tilboð Norömanna um tvö þúsund tonn af þorski hefði verið taktískur mótleikur við kvótakröf- um Spánveija. Hann upplýsti að ákvörðunin um að nota fiskinn sem samið var um í samningnum um Evrópska efnahagssvæðiö, EES, á þennan hátt hefði ekki verið tekin fyrr en aðfaranótt þriðjudagsins. Framkvæmdastjóm ÉSB komst að málamiðlunarlausn í gær þar sem gert var ráð fyrir að Spánveijar og Portúgalir fengju 22 þúsund tonn af fiski, m.a. tíu þúsund tonn sem keypt yrðu af Rússum. Málamiðlunin var þó aldrei lögð fram þar sem Spán- veijar höfnuðu henni. En það em ekki bara sjávarútvegs- málin sem eru ESB-mönnum erfið þessa dagana því harðar deilur eru einnig um valdaskiptinguna innan ráðherranefndarinnar eftir stækkun sambandsins. „Það vantaði pólitískan vilja til að ljúka samningaviðræðunum og ég skil í rauninni ekki af hveiju," sagði Theodoros Pangalos, Evrópumála- ráöherra Grikklands, sem leiddi við- ræðurnar af hálfu Evrópusambands- ins. NTB, Reuter Jan Henry T. Olsen bauð Spánverj- um tvö þúsund tonn af þorski til við- bótar. Simamynd Reuter stefnir umíjöllun Evrópuþingsins um nýja aðildarsamninga í hættu. Þingið verður að fá samningana í hendur á morgun ef það á að geta fjallað um þá á komandi þingi. Jan Henry T. Olsen undirstrikaði Aðildarviðræður Noregs og ESB út um þúfur: Spánn haf nar málamiðlunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.