Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 20
48
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994
Sviðsljós
Það fór vel með þeim landbúnaðarráðherrunum núverandi og fyrrverandi,
Halldóri Blöndal og Steingrími Sigfússyni, þar sem þeir sötruðu morgunkaff-
ið sitt ásamt aðstoðarmanni Halldórs, Sigurgeiri Þorgeirssyni, hinum eina
sanna Landbúnaðar-Geira, i heimabæ þess síðastnefnda, Húsavík, á dögun-
um. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson, DV, Húsavík
Sinfóníu-
hljómsveit
Vesturlands
Sinfóníuhljómsveit Vesturlands,
sem stofnuð var í fyrravetur, æfði í
Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgar-
nesi um síðustu helgi.
Hljómsveitina skipa hljóöfæraleik-
arar úr öllum tónlistarskólum á
Vesturlandi, nemendur og kennarar.
Fyrirhugað er að hljómsveitin leiki
á tónleikum sem tónlistarskólarnir
halda í Ólafsvík í mars.
Sinfóníuhljómsveit Vesturlands á æfingu i Borgarnesi.
DV-mynd Olgeir Helgi, Borgarnesi
MATUR & KÖKUR
AUKABLAÐ UM
MAT OG KÖKUR
FYRIR PÁSKANA
Miðvikudaginn 23. mars mun aukabiað um
matartilbúning fyrir páskana fylgja DV
eins og undanfarin ár.
Þar verða m.a. kynnt úrslit í uppskriftasamkeppni
DV um nýstárlega fiskrétti, fylgst verður með
landsliðsmönnum í matreiðslu og fl. og fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í
þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við
Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið
fyrsta í síma 632723.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýs-
inga er fimmtudagurinn 17. mars.
ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27.
Þverholti 11 - 105 Reykjavík
Sími 91 -632700 - Símbréf 91 -632727
Merming
Ekki beint
lystaukandi!
Sagan af Sweeney Todd, morðóða rakaranum við
Hafnargötuna, er ekki ætluð viðkvæmum sálum. Hins
vegar eru margir sem vita ekkert skemmtilegra en að
hringa sig í mjúkum sófa með krassandi hryllingssögu
eða þá að drífa sig í leikhús og bíó til þess að sjá slík-
ar bókmenntir túlkaðar í myndrænni útfærslu.
Og þeir fá nokkuð fyrir sinn snúð ef þeir le'ggja leið
sína í Tjarnarbíó um þessar mundir því að í sýningu
Herranætur MR er hvergi dregið af í útlistun á at-
hæfi morðóða rakarans, herra Todd. Um tíma var
engu líkara en maður væri lentur inn í miðja Splatter
Leiklist
Auður Eydal
mynd þar sem blóð gusaðist úr sundurskomum strjúp-
um og fórnarlömb rakarans lágu í haugum innan um
handleggi, lappir og hausa sem höfðu orðið viöskila
við búka sína.
Þetta er sem sagt engan veginn lystaukandi sýning
því að heiðurskonan, frú Lovett, sem rekur bökubúð
á jarðhæðinni undir hinni sérkennilegu rakarastofu
herra Todd, getur ómögulega látið alla þessa
bráðkvöddu kúnna hans fram hjá sér fara svo að hún
nýtir kjötið í víðfrægar sælkerabökur sínar.
Já, þær voru ekki sérstaklega penar hrollyekjur fyrri
tíma en talið er að fyrsta leikgerðin eftir sögunum um
Sweeney Todd hafi verið sýnd 1847. Bretum hefur
gjama hugnast svona skáldskapur í gegnum tíðina og
hefur sagan verið færð upp í ýmsum myndum síðan,
jafnvel sem ballett og söngleikur.
Leikrit Christophers Bonds, sem sýnt er á Herra-
nótt, er spaugsamt í aðra röndina og Davíð Þór Jóns-
son dregur ekki úr því í þýðingu sinni. Leikstjórinn
Óskar Jónasson hefur líka augsýnilega lúmskt gaman
af öllu sullinu þannig að grínið er aldrei langt undan.
Nemendur Myndlista- og handíðaskólans koma til
hðs við Herranótt og hanna leikmynd og vel útfærða
búninga. Leikmyndin er há og mikið hrófatildur, gert
af töluverðri hugkvæmni en varð stundum heldur
óþénug fyrir sýninguna og óþjál í meðfórum. Senni-
lega nýtur hún sín líka betur ef setið er aftarlega í
sal. Vegna hæðarinnar er stundum erfitt fyrir þá sem
sitja á fremstu bekkjunum að fylgjast með öllu sem
Úr leikritinu Morðóði rakarinn sem Herranótt MR
sýnir í Tjarnarbíói um þessar mundir.
gerist „uppi á lofti“.
Leikendumir standa sig með ágætum og ber þar
fyrst að nefna Ólaf Darra Ólafsson sem vekur athygli
fyrir örygga og skýra framsögn. Hann leikur sjálfan
rakarann af miklum myndugleik. Nanna Kristín Jó-
hannsdóttir er hæfilega geggjuð í hlutverki frú Lovett
og Ragnar Kjartansson sýnir góða leikhæfileika í hlut-
verki Tóbíasar.
Ambjörg Hlíf Valsdóttir og Markús Þór Andrésson
leika ungu elskendurna með hæfilega skoplegu ívafi.
Ambjörg leysir söngatriðin vel og lokasöngur hópsins
var svo fínn að það vakti löngun til að heyra meiri
söng þó að af blóði og gumsi væri komið meira en nóg.
Á Herranótt MR 1994. Sýnt í Tjarnarbíói: Sweeney Todd.
Höfundur: Christopher Bond.
Þýóing: Davið Þór Jónsson.
Leikstjóri: Óskar Jónasson.
Leikmynd og búningar: Nemendur Myndlista- og handiða-
skóla íslands.
Lýsing: Helgi Jóhannesson, Magnús Þór Torfason.
Brothætt líf og tárvotur maður
Þú ert blárri en fjöllin / og ég einmana segir á einum
stað í nýjustu ljóðabók Gunnars Hersveins, í regnborg
hljóðra húsa. Þessi yfirlýsing rímar við mörg önnur
ljóð bókarinnar þar sem dregnar eru upp kýrrlátar
myndir af einmana og leitandi manni í brothættum
heimi þar sem dauðinn er stöðugt nálægur. í upphafs-
ljóði bókarinnar grípur ljóðmælandi pensil í hönd og
málar síðan (yrkir) hverja myndina á fætur annarri
þar sem litimir rautt og blátt era sterkir: rautt tengt
blóði, dauða og ólgandi tilfmningum, blátt tengt himni
og hafi, fjarlægðinni og óendanleikanum. Heimurinn
er hverfuU og allt sem í honum er sbr. ljóðið Spáð í
bolla (bls. 18):
Það er kvöld
og snjór hylur jörð.
Ég sit í eldhúsinu við ofninn
og rýni oni bolla í kaffirákir um ókomna tíð.
Sé feikilegan lukkustólpa
og slæ teskeið af ánægju á bollabrún
en flís skýst í augað
og blóð feilur á lukkustólpann
sem hrynur.
í hverju ljóðinu af öðra fáum við þau skilaboð að ekk-
ert sé öraggt, aö ekkert vari að eilífu: síst af öllu ham-
ingjan sem fölnar og visnar hraðar en auga á festir
alveg eins og fegurð fiörildisins sem ljóðmælandi fang-
ar í öðra ljóði (bls. 19). Við þessu er lítið að gera, má
þó henda gaman að eins og í ofangreindu ljóði og víð-
ar bregður Gunnar fyrir sig húmor með ágætum ár-
angri.
En skáldinu er ekki alltaf hlátur í huga, þau eru
fleiri ljóðin sem lýsa óskilgreindri ógn sem skilar sér
í hræðslu og óöryggi ljóðmælandans:
Lifi enn
í steingleijuðu herbergi
og horfi á lykilinn
hanga á brothættum nagla.
í hurðinni bíður skráargatið.
Hinumegin
hggur dauðinn á gægjum. (Brothætt líf, bls. 26).
Maðurinn er afkróað fómarlamb lífsins (leiðans?),
ófær um að aðhafast nokkuð, er eins og vængbrotin
fluga sem bíður komu hinnar grimmu kóngulóar (sbr.
Óyndi bls. 21). Óvirkni er orðið sem lýsir ljóðum Gunn-
ars nokkuð vel, maðurinn er áhorfandi að lífinu frem-
ur en þátttakandi. Nærvera hans er brotakennd og
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
hann verður hvað eftir annað ósýnilegur. Hann visnar
(31), bráönar (11), sekkur í saltan faðm hafsins (9),
sekkur í djúpið (27) og fellur í hyldjúpt blóðið (28). Og
í fjórða og síðasta kafla bókarinnar eru sjö ljóð sem
öll fjalla um skilnað, eða yfirvofandi skilnað, og and-
spænis þvi ástandi er maðurinn alveg varnarlaus og
að sama skapi „ósýnilegur". Getur engu breytt, aðeins
ákallað konuna í ljóðum sem hann líkir við litlausa
eyðimörk án hennar. Þessi ljóð era gædd sáram sökn-
uði og sterkum tilfinningum, andstætt t.a.m. biblíu-
ljóðunum í þriðja kafla bókarinnar sem era upphafin
og innhverf og vísa til syndar og sektar á afar óljósan
hátt (Trén eru góð að eta af (37), Komsigð (38) Höndin
(35) Haninn sem galaði (41)). Það sama gildir um ljóð-
ið Óhreinar hendur (bls. 24) þar sem endurvakið er
hið fræga sturtuatriði úr bíómyndinni Psycho meö
slæmum árangri. í því ljóði er fjallað um sekt og dauða
en hér nær skáldið ekki að skapa þá stemningu spennu
og óhugnaðar sem til þarf svo ljóðið vakni til lífsins.
En Gunnar er annars heilmikill stemningarmaður og
nær yfirleitt að endurskapa það andrúmsloft sem text-
arnir boða í huga lesandans.
í regnborg hljóöra húsa,
Gunnar Hersveinn,
Héraösprent sf„ Egilsstöðum.