Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 9 dv Stuttarfréttir Serbariystumyrkur Bandarísk stjórnvöld hafa skip- aö Bosníu-Serbum að semja um frið ella verði þeir sendir út í ystu myrkur Evrópu. Mefríárásir Serbar eru aftur byrjaðir að sKjóta úr stórskotaliðsbyssum sínum á Gospic-hérað í Króatíu. Lofa brottför Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, fékk að heyra það af vöru ísraelsks sendimanns að ísraelar væru staðráðnir i að ílytja hermenn fráGazaogJeríkófyrirl3.apríl. , Nefnd á staðinn ísraelsk rannsóknamefnd ætl- ar í moskuna í Hebron þar sem fjöldamoröin voru framin í síð- asta mánuði. Verstaslysið Sextíu og þrír fórust í versta lestarslysi Suöur-Afríku í nærri þrjá áratugi og 370 slösuðust. Flugræningjar gómaöir Hersveitir i Kenýa yflrbuguðu ræningja sádi-arabískrar flugvél- ar í Naíróbí. Áhrifagætirvída Eduard She- vardnadze, leiðtogi Georg- íu, varaði við því að óstöðug- leiki í fyrrum Sovétlýðveld- um eins og Ge- orgíu gæti jafn- vel haft áhrif á risa á borð við Rússland. Gengur hægt Hægt gekk að afvopna fjendur f borgarastriðinu í Líberiu. Marcosumdeifdur Uppreisnarbændur i Mexíkó hafa gagnrýnt leiðtoga sinn, Marcos, fyrir friðarsamningana við stjórnvöld. Upptækteitur Bresk lögregla hefur tekið eit- urlyf að verðmæti 600 milljóna króna. Hussein í heimsókn Hussein Jórdaniukon- ungur er.kom- inn til Sádi- Arabíuþarsem hann ætlar að heimsækja helgidóma mú- slíma og reyna að sættast viö þarlend stjómvöld eftir þriggja ára erfiða sambúð. Dana saknað Dansks skíðagöngumanns er saknaö í Noregi. Mercourihelm Þúsundir Grikkja vottuðu leik- konunni Melinu Mercouri virð- ingu SÍna í gær. Reuter, NTB Útlönd Tveir litlir stákar gægjast yfir grindverkið á garöi Fredericks West þar sem iögreglan leitar enn að fleiri likum. Símamynd Reuter Mammavar amma og systir- invarmamma Leikarinn Jack Nicholson komst ekki aö þvi fyrr en hannvar37ára gamail að kon- an, sem hann hélt aö væri mamma sín, var í raun amma hans og að kon- an sem hann hélt að væri systir sín væri mamma hans. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði bandaríska tímaritsins Vanity Fair sem kom út í byrjun vikunnar. Móöir Nicholsons átti hann þegar hún var sautján ára og skýrði aidrei frá þvi hver faöirinn var. Móðir hennar ákvað aö segja aö hún ætti drenginn, Það var svo fyrir tilviijun að Nicholson komst aðhinusanna. Reuter Andrúmsfonið var mjög slæmt RÉTTUR DAGSINS m/súpu og kaffi kr. 450-500 JENNF S. 684810 Lögreglan á Englandi fann áttunda líkið í húsi Fredericks West í Glouc- ester í gær en líkið hafði verið grafið tvo metra undir baðherbergisgólf- inu. Lögreglan býst við að finna enn fleiri lík og segir að Frederick West sé ef til vill versti fiöldamorðingi í sögu Bretlands. „Það var alltaf óhugnanlegt and- rúmsloft í húsinu og bömin voru allt- af svo stftlt. Þó svo þaö væru 10 börn í húsinu þá mátti heyra saumnál detta,“ sagði mágur West, Graham Letts, um heimihshald West. Lögreglan ætlar að hefia leit á fá- fornu engi sem er nálægt húsi West efir að hús hans hefur veriö fín- kempt og einnig á bamaleikvelli skammt frá. Mikil leit stendur nú yfir að fyrri eiginkonu West, Catherine Costello, sem hann kvæntist áriö 1962, en hún hefur verið týnd í mörg ár. Einnig stendur yfir leit aö fyrstu dóttur þeirra, sem er þrítug, en hún hefur ekki sést í 20 ár. Þungbúiiin lögreglumaður kom út úr húsi West í gær með lítinn svartan kassa sem innihélt líkamsleifar. Hundruð ættingja týndra einstakl- inga, sem bíða við húsið, störðu ótta- slegin á kassann. West, sem er 52 ára gamall húsa- smiður, er undir strangri gæslu en hann á aö mæta fyrir rétt aftur á Frederick West gæti verið versti fjöldamorðingi í sögu Bretlands. fóstudag. Hann hefur nú þegar veriö dæmdur fyrir morð á þremur konum þar af 16 ára dóttur sinni. Lögreglan hefur lítið viljað segja um málið en bresk blöð hafa sum sínar eigin getgátur um morðin. Da- ily Express hefur t.d. sagt að tvö af fómarlömbunum, sú sem var 18 ára og sú sem var á þrítugsaldri, hafi verið lesbískar og West hafi hatað lesbíur. Lögreglan hefur ekkert vilj- að segja um þær getgátur. Reuter Kálfshaus við dyrnar Mafíubófar skildu eftir kálfshaus við dyr bæjarstjórans í Corleone á Sikiley, bæ semvargerðuródauð- legur í kvikmyndinni Guðfóðurnum. Það er hefðbundin aðferð mafiunnar við að hafa í hótunum við menn. Borgarsfiórinn, sem er kunnur mafíuandstæðingur, hefur áður fengið hótanir frá bófunum. Reuter aanassBBa Beiudorm 2 vikur— Verð frá 49.800 á ma.nn9 miöað við 4 fnllorðna % Innifalið: flug, gisting, allir skaitar og gjöld, ferðir til og frá flugrelli eriendis, íslensk fararstjórn. OATLA&* Pantaðu í síma Bl~CABD 62-14-90 . ímrs FERÐASKRIFSTOFA (2í REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - simi 62-14-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.