Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Viðskipti Þorskur á flskm. í/t Þr Mi Fi Fö Má Sterlingspundið Þr Mi Fi Fö Má Þr Kauph. í London Bensinið lækkarört Þorskur á fiskmörkuöum hefur hækkað lítillega í verði á ný. Meðalverðið í gær var tæpar 90 krónur kílóið en var 80 krónur fyrir viku. Hlutabréf Eimskips hækkuðu í verði um.3,4% sl. fimmtudagþeg- ar gengi bréfanna fór í 4,25. Gengi hefur haldist óbreytt síðan. Nú lækkar bensín ört í verði á Rotterdammarkaöi. Á einni viku hefur 95 oktana bensín lækkað úr 143 dollurum tonniö niður í 137 dollara. Sölugengi pundsins lækkaði lít- illega í gærmorgun, eftir að hafa verið á stöðugri uppleið. Pundið seldist 'á 108,47 krónur í gærmorg- un. Hlutabréfavísitalan FT-SE 100 í London lækkaði um nokkur stig í gær, fór úr 3305 í 3283 stig. -bjb Óvæntur glaðningur fyrir loðdýrabændur: Kínverjar vilja skinn til Hong Kong - fyrirspumir víðar frá Austurlöndum Skinnakaupendur í Hong Kong, í Kína og víðar í Austurlöndum fjær hafa lýst yfir áhuga á aö kaupa loð- dýraskinn millihðalaust af íslensk- um bændum. Skinnin hafa til þessa fyrst og fremst verið seld á uppboði í Kaupmannahöfn en hér gætu opn- ast nýir markaðir. Erfitt verður að uppfylla óskir Kínverja á þessu ári þar sem mestöll framleiðslan fer th Kaupmannahafnar á uppboð. Kín- versku kaupendurnir vilja allt að 10 þúsund skinn og heyrst hefur af fyr- irspurn frá Singapúr upp á 50 þúsund minkaskinn. Áhuga Kínveija má m.a. rekja th þess að aðilar í Hong Kong fengu prufusendingu í desember sl. af ís- lenskum minkaskinnum til að sauma úr húfur. Von er á þessum húfum til baka frá Kína og svo gæti farið að fleiri skinn yrðu send í þessu skyni. A skinnamörkuðum erlendis er al- mennt mikil eftirspum eftir skinn- um og framboð takmarkað. Sem dæmi seldust öll skinn á uppboöinu í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar sl. Kaupendur frá Austurlöndum vora fjölmennir á uppboðinu. Að því loknu hafa þessar fyrirspurnir veriö að berast th íslands. Kuldar á norð- lægum slóðum í vetur hafa skapað mikla eftirspurn. Verö um þessar mundir á refaskinnum er þrefalt hærra en meðalverð síðasta árs og verð á minkaskinnum tvöfalt hærra. Á íslandi eru framleidd um 150 þúsund minka- og refaskinn á ári. Framleiðslu þessa árs hefur að mestu verið tryggð sala í Kaup- mannahöfn. Fari svo aö skinn verði seld til Austurlanda yrði það ekki fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. „Svona milliliðalaus viðskipti viö loðdýrabændur eru að mestu rekin áfram með von um mikinn hagnað. Þetta kemur upp þegar framboðið minnkar. Viðskipti af þessu tagi eru áhugaverð og vísbending um að skinnamarkaðurinn sé enn að auk- ast. Að minnsta kosti er ljóst að verð- hækkanir á þessu sölutímabili hafa ekki verið nein bóla,“ sagði loðdýra- bóndi í samtali við DV. -bjb Bsta kaupfélagið skiptir um kaupfélagssfjóra Jóhannes Sigurjónssan, DV, Húsavík; Þorgeir B. Hlöðversson tók form- lega viö stöðu kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga í lok janúar og afhenti Hreiðar Karlsson Þorgeiri lyklavöldin að KÞ. Hreiðar vár kaup- félagsstjóri frá 1980. Þorgeir er 34 ára og er fyrrverandi sláturhússtjóri KÞ. Kaupfélag Þingeyinga er sem kunn- ugt er elsta kaupfélag landsins, stofn- að árið 1882. Eghl Olgeirsson, stjómarformaður KÞ, bauð Þorgeir velkominn til starfa á ný og þakkaði Hreiðari góð störf við mjög erfiðar ytri aðstæður hin síðari ár. Það hefur verið sagt um hinn nýja kaupfélagsstjóra að hann hafi kaup- félagið í genunum og bent á að tveir af forfeðrum hans hafi verið kaupfé- lagsstjórar, þeir Jón Sigurösson og Pétur Jónsson frá Gautlöndum, og faðir hans, Hlöðver frá Björgum, var Hreiðar Karlsson t.v. afhendir Þorgeiri B. Hlöðverssyni lyklavöldin að KÞ. DV-mynd Jóhannes alla tíð nhkhl kaupfélagsmaður. fremur vhja láta verkin tala, það Hinn nýi kaupfélagsstjóri er ekki skipti meira máh hvað gert sé en yfirlýsingaglaður maður og segist hvað menn segjast ætla að gera. Dræm hlutabréfaviðskipti Þratt fyrir dræm hlutabréfavið- skipti hafa hlutabréf í nokkrum stór- um hlutafélögum hækkað í verði síð- ustu daga. Um er að ræða Eimskip, Olíufélagið og Olís. Reyndar lækk- uðu hlutabréf Tollvörugeymslunnar lítihega sl. mánudag en niðurstöður viðskipta gærdagsins lágu ekki fyrir þegar þetta er ritað. Hækkun umræddra hlutabréfa varð til þess að hlutabréfavísitölur hafa hækkað á milh vikna. Hluta- bréfavísitala VÍB hefur hækkað um rúmt 1% á einni viku og þingvísitala hlutabréfa hjá Verðbréfaþinginu um 0,8% á sama tíma. Þingvísitala spariskírteina í flokki 1-3 ára hefur hækkað um 1,9% á einni viku. Þá hefur lítils háttar hækkun orðið aftur á þingvísitölu húsbréfa. -bjb Verðbréf og vísitölur Lok 1993 erfið h|á Flugleiðum Samkvæmt íVéttabréfi Flug- leiða var rekstur félagsins í nóv- ember og desember 1993 erfiður. Tap ársins verður íviö meira en búist var við í byrjun desember. Þannig voru farþegar í mhli- landaflugí í mánuðmum 12% færri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun fyrir árið 1994 hefur verið kyimt i stjórn Flug- leiða. Þar er búist við hagnaði af rekstri í fyrsta sinn í tvö ár að gefnum ákveðnum forsendum. Vísltalafram- færslu hækkar Kauplagsnefhd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miöað við verölag í marsbyrjun. Visitalan i mars reyndist vera 169,7 stig og hækkaði um 0,08% frá febrúarmánuði sl. Vísitala vöru og þjónustu i mars reyndist vera 173,9 stig og hækkaði um sama hlutfall frá mánuðinum á undan. Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði að meðaltali um 0,9% sem olh 0,15% lækkun fram- færsluvisitölu. Hins vegar hækk- aöi verð á nýjum bilum um 2,1% sem ohi 0,16% vísitöluhækkun. Ferðamönnum í febrúarfjölgaði um 26 prósent Rúmlega 6 þúsund erlendir ferðamenn komu th landsins í febrúarmánuði sl. Það eru 26% fleiri ferðamenn en i sama mán- uði 1993. Fjöldi íslendinga sem komu í nýliðnum febrúarmánuði th landsins með skipum og fiug- vélum var 6607. Það er örlitlu meira en í febrúar 1993. Erlendir ferðamenn komu flest- ir frá Bandaríkjunum í febrúar, eða 1375, og rúmiega 1100 Bretar létu sjá sig. Ðanir voru 892, 735 Svíar komu og 699 Þjóðverjar. Þess má geta að 7 erlendir ferða- menn komu án ríkisfangs. Landsvirkjun tekur 1750 milfjónalán Landsvirkjun hefur tekið lán upp á 1750 mihjónir króna hjá japanska bankanum Nippon Credit. Samningur þess efnis var undirritaður í London sl. mánu- dag. Lánstiminn er 5 ár og vextir 4% á ársgrundvelh. Lánsfénu verður varið til aö greiða upp fyr- irfram eldra lán Landsvirkjunar að sömu fiárhæö frá Nippon Credit sem tekiö var 1989 og ber 5,35% vexti á ári. Jafnframt hefur Landsvirkjun gert sérstakan vaxtaskiptasamn- ing viö Nomura International í tengslum við lántökuna sem felur í sér að í stað 4% fastra vaxta samkvæmt láninu frá Nippon Credit verða vextimir breytilegir og miðast við 6 mánaða Libor- vexti á japönskum jenum. -bjb Skagamarkaður slómetífebrúar Siguröur Svenisson, DV, Akranesi: Nýhðinn febrúarmánuöur sló öil fyrri met á Skagamarkaðnum. Ahs voru seld rúmlega 452 tonn af fiski en eldra metið var frá því í júní í fyrra, tæpléga 300 tohh. Heildarverðmæti selds afla var 32,8 mihjónir króna. Skagamark- aðurinn hefur aðeins verið starf- ræktur í rúmt ár og hefur stöðugt verið að festa sig í sessi. Fram- kvæmdastjóri mai-kaðarins er Einar Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.