Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994
5
Fréttir
Kærur fimmtán sérþjónustupresta ekki teknar til greina vegna vígslubiskupskjörs:
Höf um allar skyldurnar
en njótum ekki réttinda
- segir Birgir Ásgeirsson, sjúkrahúsprestur á Borgarspítalanum
„Við eigum að hafa allar þær
skyldur sem einn prestur hefur en
við njótum ekki þeirra réttinda sem
fylgja. Þetta er andstætt öllum
lagaskilningi. Það er leitað til okk-
ar sem þjóðkirkjupresta og við er-
um ráðnir af stofnununum á þeim
forsendum," segir Birgir Ásgeirs-
son, sjúkrahúsprestur á Borgar-
spítalanum, um þá ákvörðun kjör-
stjórnar að taka ekki til greina
kærur fimmtán sérþjónustupresta
sem ekki eru á kjörskrá vegna fyr-
irhugaðs kjörs vígslubiskups í
Skálholtsstifti.
Aðstoðarprestar ráðnir af söfn-
uðum og prestar á sjúkrastofnun-
um, sem ráðnir eru af stofnunun-
um sjálfum, hafa ekki kosninga-
rétt. Það hafa hins vegar ráðherr-
aráðnir aðstoðarprestar og þeir
stofnanaprestar sem ráðnir eru
samkvæmt kerfi laganna.
„Það er alvarlegt ef stofnanir í
landinu fá þau skilaboð að það sé
ekkert meginatriði að fá þjóð-
kirkjuprest. Þetta veikir þjóðldrkj-
una sem slíka. Það er slæmt mál
og gerir fólk óöruggt um þá þjón-
ustu sem það er að leita eftir,“
bendir Birgir á.
Hann getur þess jafnframt aö
biskup hafi skrifaði mjög ákveðið
bréf til kjörstjórnar þar sem hann
óskaði eftir að kæra sérþjónustu-
prestanna yrði tekin til greina.
„Við höfum verið ráðnir til
sjúkrahúsanna með vitund biskups
og raunverulega í samráði við
hann. Við teljum það brýnt að vera
í tengslum við hann um þjón-
ustuna, að þetta sé samræmt starf
á vegum þjóökirkjunnar. Þó kirk-
justjórn og fjárveitingavald hafi
ekki getað sinnt þessari brýnu þörf
þá hafa stofnanir og félög leyst úr
því með því að kalla til sín prest í
samráði við biskup."
Birgir leggur á það áherslu að í
raun sé um stefnubreytingu að
ræða þvi að nú hafi kosningaréttur
verið tekinn af sjúkrahúspresti
sem áður hafi verið úrskurðaður
réttur. „Okkar fyrsta sjúkrahús-
presti var úrskurðaður réttur til
kosninga 1989. Hann tók þátt í að
minnsta kosti tveimur kosningum,
biskupskj öri og ■ vígslubiskupskj öri
1989. Nú er túlkun kjörstjórnar sú
að það hafi verið mistök og réttur-
inn tekinn af honum. Þetta er fá-
heyrt að úrskurðaður réttur sé tek-
inn aftur. Það er verið að túlka lög-
in í þrengsta skilningi," segir Birg-
ir.
Kærufrestur til kirkjumálaráð-
herra er ein vika og að sögn Birgis
eru sérþjónustuprestar nú að ræða
hvað gera skuli.
-IBS
Mjólkin tekin um borð. Gunnar Jóhannesson á Hríseyjarferjunni Sævari
kemur mjólkinni og brauðvörunum fyrir á dekki ferjunnar einn morguninn
i síðustu viku. Þessar vörur eru fluttar út í eyjuna með bátnum á hverjum
degi svo aldrei skortir mjólk eða brauð i Hrísey. DV-mynd gk
Tilfærsla kirkjujaröar í ríkiskerfinu:
Ársleigan hækkar úr
66 krónum í 250 þúsund
Ársleigan á kirkjujörðinni Breiða-
bólstað í Vestur-Hunavatnssýslu var
þar til 1. október síðastliðinn 66 krón-
ur eða svipað og mjólkurlítri kostar.
Þessi leigukjör voru í gildi á meðan
jörðin var undir forsjá dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins. Þann 1.
október var forræði jarðarinnar flutt
undir landbúnaðarráðuneytið og er
ársleigan nú um 250 þúsund krónur.
„Það var ekki í gildi skriflegur
samningur við þennan mann sem
var búinn að vera ábúandi á jörðinni
í mörg ár. Við gerðum síðan við hann
hefðbundinn samning eftir ábúðar-
lögum og borgar hann þrjú prósent
af fasteignamati eigna ríkisins af
jörðinni sem eru landið, hluti af
ræktuninni, íbúðarhús og tiltekin
útihús," segir Jón Höskuldsson,
deildarsfjóri hjá landbúnaðarráðu-
neytinu.
Að sögn Guðmundar Þórs Guð-
mundssonar, deildarstjóra hjá dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu, er ráöu-
neytið búið að senda flestar jarðir
sem voru undir forræði þess til land-
búnaðarráðuneytisins. „Árið 1993
var hreingemingaár. Þá vorum við
að færa þessar gömlu jarðir á réttan
stað í ríkiskerfinu. Um áramótin var
stofnaður sérstakur opinber sjóður
sem fer með prestssetursjarðirnar.
Þar er ætlunin að taka á þessum
málum ef einhvers staðar þarf að
taka á,“ segir Guðmundur.
-IBS
Barbeque eða chili
hamborgarar
m/frönskum, grænmeti,
hrásalati og sósu
415 kr.
S.684810
með geislðspilðro
Magnari 140 wött
7 banda tónjafnari - 6 rásir
forstiiltar og 3 stillanlegar
Sound processor
KARAOKE möguleikar
20 rása minni á útvarpi - vekjari
Tvöfalt kassettutæki - Dolby B
Endurspilun og hraðaupptaka
16 bita geislaspilari með 30 laga
minni og endurspilun
2 þrefaldir 50 watta hátalarar
# Fullkomin fjarstýring
Breidd tækis 27 cm
Tímastraumrof
Innstunga fyrir plötuspilara
Fermingartilboð
Aukahlutir
Surround hátalarar
Kr. 7.850 parið
Plötuspilari - mini
Kr. 6.950 stgr.
Skápur m/glerhurð
Kr. 12.850 stgr.
Magnari 120 wött
7 banda stillanlegur
tónjafnari.
að öðru leyti eins og
MX-115
VISA
MX-115...kr. 59.950 stgr.
MX-105...kr. 53.950 stgr. ^ ^
Fákafen 11 - Sími 688005