Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 33
Ein mynda Önnu. Blönduð tækni Hjá þeim Anna Ingólfsdóttir opnaði í gær sýningu á myndum unnum með blandaðri tækni í galleríinu „Hjá þeim“, Skólavörðustíg 6b. Anna nam myndlist viö Mynd- Sýningar listarskólann í Reykjavík 1986 og 1988 og Myndlista- og handíða- skóla Islands 1988 til 1992. Hún hefur tekiö þátt í einni samsýn- ingu og haldið eina einkasýningu. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12 til 18 og á laugardögum frá 10 til 14. Lokadagur sýningar- innar er laugardagur 26. mars. Indriði Albertsson. Færð á vegum Þungfært er sums staöar á vegum í uppsveitum Árnessýslu en góð færð í nágrenni Reykjavíkur nema Mos- Umferðin fellsheiði er þungfær. Á Vesturlandi er Brattabrekka ófær og mokstri frestað á Fróðárheiði vegna veðurs. Á norðanverðum Vestfjörðum er víða vonskuveður og allar heiðar ófærar. Færð er öðru leyti sæmileg á vegum landsins og hafinn er mokst- ur um Möðrudalsöræfi. Þeir eru víst skárri en ekkert fé- lagamir í Hljómsveitinni „Skárra en ekkert" sem leikur á Hressó í kvöld. Að sögn Siguijóns Skær- ingssonar hafa þeir gert mikla lukku hjá gestum staöarins und- anfarnar vikur. „Við köilum þá húsbandið okkar og viljum helst hafa þá bara hér,“ segir Sigurjón. „Tónlist þeirra hljómar í fyrstu eins og frönsk kaflihúsatónlist en er reyndar öll úr kvikmyndum Fellinis." í þessari hljómsveit, sem leikur á Hressó í kvöld, eru þrír ungir menn úr Háskólanum. Guömundur Steingrimsson leikur á harmóníku, Frank HaU á gitar og Eiríkur Þór Leifsson á kontrabassa. : Skárra en ekkert, segja þessir ungu menn sem skemmta á Hressó i kvöld. Þrjár ólíkar manneskjur deila saman íbúð. Nóttin sem við aldrei hittumst í Saga-bíói er verið að sýna gamanmyndina Nóttin sem við aldrei hittumst. Þau Sam, Ellen og Brian eru í húsnæðisvandræð- um í New York og leysa málin með því að leigja saman íbúð sem þau hafa afnot af sinn daginn hvert. Bíóíkvöld Sam Lester, sem Matthew Broderick leikur, vinnur í mat- vörumarkaði í New York og veit nánast allt um sælkerafæðu en þess heldur minna um lífið og ástina. Allen Holder (Annabella Sciorra) er tannheilsufræðingur. Hún er gift manni sem myndi kaupa stóran búgarð án þess aö láta hana vita. Brian McVeigh (Kevin Anderson) hefur loksins ákveðið að stíga skrefið til fulls með kærustunni Janet sem Just- in Bateman leikur. Hann vill jafn- framt halda áfram piparsveinalífi sínu. Öll þurfa þau stað þar sem þau geta verið í einrúmi og verð- ur íbúðin svar við óskum þeirra. Nýjar myndir Háskólabíó: í nafni föðurins Stjörnubíó: Morðgáta á Manhatt- an Laugarásbíó: Dómsdagur Bíóhöllin: í loftinu Saga-bíó: Nóttin sem við... Bíóborgin: Hús andanna Regnboginn: Arizona Dream Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 67. 09. mars 1994 kl. 9.15 Hundrað tonná mánuði ,Salan á þykkmjólk, engja- þykkni og biomjólk gengur mjög vel. Við framleiðum nú 45 tonn á mánuði af þykkmjólk sem er þó nokkur aukning milli ára. Heild- arframleiðslan er um 100 tonn á mánuði,“ segir Indriði Alberts- son hjá Mjólkursamlagi Borgfirð- inga í Borgamesi. I vor kemur biomjólkin á mark- að í flöskum til hagræðis fyrir neytendur. Auk þess sem upp er talið er Mjólkursamlagið aðal- Glæta dagsins framleiðandi á sýrðum ijóma. Nýlega kom á markaö 36% feitur sýrður ijómi sem Indriði segir hreint sælgæti. Mjólkursamlagið framleiðir einnig pitsur. Salan á þeim hefur gengið treglega upp á síðkastiö en Indriði segist fmna fyrir ákveðinni söluaukningu á ódýmstu pitsunum. Framleiðsla Mjólkursamlags- ins á Icy vodka gengur vel að sögn Indriða og sölufyrirtækiö Sproti hf. sækir stöðugt inn á nýja markaði. „Menn eru hræddir viö inn- flutning á mjólkurvörum en taka bara við honum með uppbrettar ermar. Viö getum áreiðanlega keppt á gæðunum en það vantar töluvert upp á að við séum á jafn- réttisgrundvelli hvað verð snert- ir.“ Gullfoss og gljúfrið Flestir láta sér nægja að ganga nið- ur að Gullfossi og upp á brúnina en varla er það nægjanlegt ef menn vilja kynnast umhverfinu. Helst þarf að ganga aðeins upp með ánni á vestur- brúninni og svo niður með gljúfrinu niður undir Brattholt. Á leiðinni er Gönguleiðir hvammurinn Pjaxi sem fært er í en er þó ekki fyrir alla að komast þar niður og upp aftur. Vegalengdir eru ekki miklar en gott er að eyða þama 3-4 tímum í að skoða vel þær náttúmgersemar sem þarna em. Heimild: Einar Þ. Guðjohnsen, Gönguleiðir á íslandi, Reykjavík 1993. 2000 mctrar Guilfosgrjót» nKjóastaöir Skriöuheiöi Brattholt Kjarnhoh Þessi bráðmyndariega stúlka feddist á Undspítalanum þann 27. febrúar kl. 2.13. Við fæðingu vó hún 3.372 grömm og mældist 52 sentímetrar. Foreldrar hennar em Sigrún Þorkelsdóttir og Bergur Pálsson og er þetta fyrsta bam þeirra. Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,550 72,750 72.670 Pund 108,020 108,330 107.970 Kan. dollar 53,550 53,760 53.900 Dönsk kr. 10.8430 10,8810 10.8210 Norskkr. 9,7760 9,8090 9.7770 Sænsk kr. 9,0420 9.0730 9,0670 Fi. mark 13,0400 13,0930 13,0890 Fra. franki 12.4580 12,5010 12,4810 Belg.franki 2,0569 2,0651 2,0609 Sviss.franki 50,4600 50,6100 50,8600 Holl. gyllini 37,7300 37.8600 37.7700 Þýskt mark 42,3800 42,5000 42.4000 It. líra 0.04281 0,04299 0,04297 Aust. sch. 6,0220 6,0460 6,0300 Port. escudo 0,4103 0,4119 0,4168 Spá. peseti 0,5126 0,5145 0,5209 Jap. yen 0,68980 0,69190 0.6961 C irsktpund 103.410 103,830 103,740 SDR 101,32000 101,72000 101.6700C ECU 81,8300 82,1200 82,0600 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan i 3 V r~ z— ? 2 9 10 n \ iz 13 it TiT il? /?- 1É Zo ‘h Lárétt: 1 þjóhnappar, 6 áköf, 8 kjökur, 9 hrósa, 10 legufæri, 12 pukra, 14 afkom- anda, 16 drúptu, 17 ágengni, 18 fugl, 20 blómi, 21 guö. Lóðrétt: 1 fitu, 2 strik, 3 frægu, 4 varö- andi, 5 næstum, 6 tryllist, 7 bundinn, 11 treysti, 13 vesala, 15 munda, 17 bogi, 19 borðhald. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 slepja, 8 moð, 9 láni, 10 eíja, 11 tól, 13 krani, 15 ló, 17 kú, 18 skim, 19 smáa, 20 ský, 21 áar, 22 rétt. Lóðrétt: 1 smekk, 2 lof, 3 eðja, 4 plankar, 5 játir, 6 an, 7 vil, 12 ólíkt, 14 rúma, 16 ónýt, 18 sár, 19 sá, 20 sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.