Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 55 Merming Skákarfur Aljekíns Meistari Aljekín, t.v., við skákborðið. Tímaritið Skák er að gefa út skák- ir Aljekíns. Sú leið hefur verið val- in að gefa skákirnar út í heftum og fá þannig skákáhugamenn skák- irnar í hendur í skömmtum. Bókin Skákarfur Aljekíns er eftir sovéska stórmeistarann Alexander Kotov. Kotov ritar ítarlegan form- ála og birtir síöan skákir meistar- ans Aljekíns með ítarlegum skýr- ingum og oft frásögnum. Skákun- um raðar hann ekki í tíiparöð, heldur eftir efninu eins og hann fjallar um það. Með þessari bók er stefnt aö því að íslenskir skáká- hugamenn fái skákir meistarans í hendur aðgengilegar með góðum skýringum. Nú þegar eru komin út þijú hefti enþau verða sex alls. Sá góðkunni skákfrömuður Guð- mundur Arnlaugsson ritar for- mála. Guðmundur segir meðal annars: „Sovétmenn voru lengi tvíátta í afstöðu sinni til Aljekíns. Annars vegar var erfitt að fyrirgefa honum flóttann til Vesturlanda á fyrstu árum eftir byltinguna og ýmis ummæli hans þar. Hins vegar var afar freistandi að eigna sér hann sem borinn og barnfæddan Rússa, sem tefldi manna djarfast og glæsilegast og minnti á hina gömlu þjóöhetju Tsjígorin. Það kemur þó greinilega fram í bókinni að hún er skrifuð á þeim árum er andi Stalins sveif yfir vötn- um þar eystra. í æviágripi Aljekíns fremst í bókinni er sagnfræöin sveigð að þörfum yfirvalda þótt ekki sé beinlínis farið með rangt mál nema á einum eða tveimur stöðum." Flestir munu sammála um að Aljekín sé i hópi fremstu skák- meistara sem uppi hafa verið. í sömu andrá nefna menn þá Aljek- ín, Bronstein, Tal og líklega Spassky. Leiftrandi snilli Aljekíns, ótrú- legt hugarflug og sköpunargáfa eru meðal þess sem skýrast lyftir skák- inni upp á svið listarinnar. Galli Elo-stiganna er einmitt sá að þau taka aðeins tillit til unninna skáka, en missa af listinni, snilldinni sem lyftir skákinni upp til heimkynna guðanna. Hvenær verður list metin meö tölum eða talnavélum? Þanmg mundi stigalistinn lítið segja um taflmennsku Aljekíns. Bókinni er skipt í fjölmarga kafla. Auk ítarlegra og áhugaverðra formála bera kaflar nöfnin: Aljekín og byrjanafræðin, Almennar meg- inreglur og dæmigerðiij þættir í byrjanameðferð Aljekíns, Raun- hæf lausn byijunarvandamálanna, Hin raunhæfa og taktíska byijana- meöferð, Ólögmæt jafnvægisskerð- Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson ing, Ný byrjanaafbrigði og hug- myndir Aljekíns, Önnur opin leik- kerfi, Fléttan, Peðafléttur, Hagnýt- ing slæmrar staðsetningar liðsafl- ans og Mátfléttan. Alexander Kotov er kunnur skákbókahöfundur. íslenskir skákáhugamenn þekkja hann vel frá bókinni „Hugsaðu eins og stór- meistari" sem Tímaritið Skák gaf út fyrir nokkuð mörgum árum. Bókin er skemmtilega unnin og læsileg. Kotov gefur skákunum líf með skýringum sínum og frásögn- um. Fyrir skákáhugamenn er fátt ánægjulegra og betri dægradvöl en að skoða skákir meistara eins og Aljekíns. Þvi hljóta menn aö fagna þessu framtaki útgefanda. Skákarfur Aljekins Alexander Kotov Útgefandi Timaritiö Skák 3 hefti, samtals 287 bls. Sviðsljós Karlakórinn Heimir í Skagafirði. Heimiskvöld á Hofsósi Karlakórinn Heimir í Skagafiröi hélt sitt árlega Heimiskvöld á Hofs- ósi fyrir skömmu en Heimiskvöld eru haldin á Hofsósi og í Varmahlíð á hverjum vetri. Starfsemi kórsins er öflug. 60 manns starfa í honum í vetur og er það með því flesta sem verið hefur. Söngstjóri er Stefán Gíslason en undirleikarar Tómas Higgersson á píanó og Jón Gíslason á harmoníku. Segja má að starfsemi kórsins sé einn mesti menningarvaki í héraðinu. Að söng og kaffidrykkju lokinni var skemmtidagskrá. Nokkr- ir hagyrðingar sátu fyrir svörum og Harmoníkusveit Skagafjarðar lék nokkur lög. Harmónikuhljómsveit Skagafjarðar sló botninn í samkomuna. DV-myndir örn Þórarinsson, Fljótum Marktækur útleigulisti sem birtist í blaöauka DV um dagskrá og myndbönd í viku hverri. Auk þess er ítarleg úttekt á því helsta sem er aö gerast í heimi myndbanda eins og umfjöllun um ný og væntanleg myndbönd, 9B ^ ^ myndbandagagnrýni, 'Z, umfjöllun um \ ##A leikara f \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.