Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar » Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994. Árshátíð guðfræðinema: Fótbrot " °9 kjaftshögg - drykkjuraus,segirforseti „Það urðu einhverjar ryskingar og svo fótbrotnaði þarna stúlka í dansi. Við höfum ekkert rætt um þetta á deildarfundi og ég get ekki sagt um hvort það verði gert,“ segir Jón Sveinbjörnsson, forseti guðfræði- deildar Háskóla íslands. Guðfræðinemar héldu árshátíð sína í sal Lögreglufélagsins síðastlið- ið fostudagskvöld. Var glatt á hjalla framan af en seint um kvöldið datt stúlka í dansi og fótbrotnaði. Um svipað leyti kom til ryskinga milli nemanda í deildinni og kennara sem er prestlærður maður. Fór svo að kennarinn var sleginn í andhtið. Að sögn Jóns var sjúkrabíll kallað- ur á vettvang og einnig lögregla. „Það var ekkert tilefni aö árásinni að ég held. Þetta var bara drykkjuraus. Að vísu kom lögreglan þama en mennirnir fóru báðir heim til sín og árshátíðin hélt áfram,“ segir Jón. Hann segir aö það sé alltaf alvarleg- ®^tir hlutur þegar menn slá hvor ann- an. Ekki vildi hann taka undir með blaðamanni þegar hann spurði hvort þetta liti ekki verr út þegar menn sem boðuðu kærleika og bróðerni létu hnefaréttinn ráða. „Þetta er hins vegar mjög leiðinlegt því þessi stúd- ent sem átti í hlut er mjög dagfars- prúður og fyrirmyndarmaður," segir Jón. -pp R-listinn: Einar Örn Stefánsson kosningastjóri Kosningaundirbúningur R-hstans er nú í fullum gangi og hefur Einar Örn Stefánsson framkvæmdastjóri verið ráðinn kosningastjóri. Einar Örn tekur th starfa 20. mars en fuh- trúar flokkanna í kosningastjórn hafa þegar tekið th starfa. í kosningastjórn eru: Arnór Benón- ýsson fyrir Alþýðuflokk, Kristín A. Árnadóttir fyrir Kvennalista, Valdi- mar K. Jónsson fyrir Framsóknar- flokk og Þómnn Sigurðardóttir fyrir Alþýðubandalag. Málefnasamningur R-listans er th- búinn en eftir er að ganga frá síöustu .sætum á framboðshstanum. Búist er við að R-hstinn tilkynni skipan fram- bjóðenda á hsta upp úr miðjum mán- uði. -GHS Ökumaður á ökuferilskrá lögreglu: Sviptur ökurétt indum fyrir ítrekuð brot - tugir manna á skrá hafa þegar fengið áminriingu Héraðsdómur Reykjavíkur hafa leitt til sviptingar eða ekki lögreglustjóri út ákæru á hendur dæmdi á mánudag 19 ára mann til nægt th sviptingar ein sér og þótt honum og hlaut hann svo dóm á ökuleyfissviptingar til þriggja mál vegna þeirra hafi veriö leitt til mánudag. mánaða og 10 þúsund króna sekt- lykta“. Ómar Smári Ármannsson, að- ar. Greiði hann ekki sektina innan Á grundvelli þessa þótti rétt að stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- fiögiura vikna skal hann sæta svipta manninn ökuleyfi th þriggja reglunni í Reykjavík, segist búast varðhaldi í þrjá daga. mánaða fyrir aö hafa ekið þrisvar við að í kjölfar þessa dóms verði Höfðað var mál á hendur mann- gegn rauöu Ijósi, tvisvar yfir leyfi- þeim ökumönnum sem eru á öku- inum vegna ítrekaðra umferðar- legum hámarkshraða, einu sinni ferhskrá og láta ekki segjast þrátt lagabrota. próflaus og einu sinni fyrir annað fyrir aö hafa fengið áminningu fyr- Breyting var gerö á umferöarlög- brot. ir ítrekuð umferðarlagabrot boöið unum á seinasta ári og samkvæmt Maöurinn er einn fjnldamargra upp á lögreglustjórasátt i anda henni þótti rétt samkvæmt dómin- aðila sem eru á ökuferilskrá lög- dómsins. um „að svipta beri mann ökurétti reglunnar sem byrjaö var að halda Samkvæmt heimhdum DV hafa þegar leitt er i ljós að hann hefur í mars á seinasta ári. Umræddur nokkrir tugir einstakhnga á öku- margsinnis virt umferðarreglur aö maður hafði fengið áminningu en ferilskrá þegar fengið áminningu vettugi, hvort sem einstök brot lét ekki segjast. í kjölfar þess gaf fráembættinu. -pp Þúsundir karla, kvenna og barna gengu gegn kynferðislegu ofbeldi í gær í hríðarmuggunni. DV-mynd ÞÖK LOKI Friðursémeð yður! Veðriðámorgun: Hvassviðri eða stormur Á morgun verður suðaustanátt, hvassviðri eða stormur með snjó- komu sunnanlands og vestan fyrri hluta dags og einnig vaxandi vindur og fer að snjóa norðaustan th þegar hður á daginn. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 60 Smurolíusamkeppni: Bónus selur ódýrari olíu en Hagkaup „Við fáum bæði Super Mobhe olíu frá Bandaríkjunum í dag og ryðvam- arefni. Olíuna komum við til með að selja 20% ódýrari en Hagkaup, eða 946 ml á 129 kr., og 350 ml af ryðvarn- arefni seljum við á 189 kr. sem er 60-70% ódýrara en á bensínstöðvun- um,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Bónuss, snemma í morgun. Forráðamenn Hagkaups hafa tilkynnt að þeir muni hefja sölu á fjölþykktarolíu frá Bandaríkjunum í dag og þar munu 0,97 htra umbúðir kosta 155 krónur sem er 40% lægra enhjáolíufélögunum. -ingo Engin loðnuveiði „Það gekk ekkert í nótt. Það er tölu- vert af loðnu á svæöinu en hún var svo nærri landi, alveg uppi í broti og því engin leið aö ná til hennar. Það hefur varla verið meira en 10 faðma dýpi þar sem hún hélt sig,“ sagði Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Jóni Finnssyni RE, í morgun. -S.dór Seðlabanldnn: Nýraðstoðar- bankastjóri Ingimundur Friðriksson hefur ver- ið ráðinn aðstoðarbankastjóri Seðla- banka íslands í stað Björns Tryggva- sonar sem lætur af störfum 1. júní fyrir aldurs sakir. Ingimundur hefur aö undanfórnu starfað sem ráðu- nautur bankastjórnar. Hann hóf fyrst störf í Seðlabankanum 1973 en hefur síðan þá gegnt ýmsum störfum fyrir bankann. -kaa Hroki úr Hæstarétti - segjaStígamót Gengið var gegn kynferðislegu of- beldi í gær. Þúsundir karla, kvenna og barna gengu á mhli stofnana sem fjalla um mál sem tengjast kynferðis- legu ofbeldi. Komu þau alls staðar að opnum dyrum nema hjá Hæsta- rétti. Þaðan komu þau skilaboð frá forseta réttarins, Hrafni Bragasyni, að það væri ekki við hæfi að réttur- inn tæki við áskoruninni. „Mér finnst þessi framkoma ekki bera vott um víðsýni eða skilning. Mér finnst hún dálítið hrokagikks- leg,“ segir Guðrún Jónsdóttir, starfs- kona Stígamóta, um móttökurnar í Hæstarétti. -pp Flexello Vagn- og húsgagnahjól Sudurtandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.