Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 32
60 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Páll Gíslason. Út í kuldann „Kjörnefndin hefur ekki rætt neitt við mig ennþá og ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu. Ég bauðst til að vera á listanum en ég veit ekkert hvort ég verð á honum eða ekki. Það er aldrei á vísan að róa í þessu. Þetta er dóm- ur sem maður verður að sætta Ummæli dagsins sig við,“ segir Páll Gíslason en samkvæmt frétt í DV í gær eru líkur á að hann fari af listanum, ásamt Júlíusi Hafstein og Önnu K. Jónsdóttur, og nýir menn komi í staðinn. Klippt aftan vinstra „Hún var að snyrta háriö með hálfbitlausum þynningarskær- um þegar hún allt í einu klippti skarð í eyrað á mér. Það blæddi mikið úr þessu og þetta var alls ekki þægilegt," sagði kona í DV í gær en hárgreiðslukona nokkur klippti í eyrað og sagði svo „úps“ og ekkert meir. Átak-félag þroskaheftra heldur almennan félagsfund í kvöld, kl. 20 til 22. Fundurinn verður haldinn í Hinu húsinu, Brautarholti 20, 3. hæð. Á dag- skrá er: Réttur fatlaðra á vemd- uðum vinnustööum til aö vera i verkalýösfélagi, fréttir frá stjórn Átaks og önnur mál. Fundir Vtmuefnaneysla barna og ungmenna Bamaverndamefnd og Æsku- lýösráö Hai'nartjarðar halda námskeið fyrir foreldra og aðra þá sem áhuga hafa á aö fræðast um vímuefnaneyslu barna og ungmenna. Leiðbeinandi verður Sigriöur Þorsteinsdóttir hjúkr- unarfræðingur og fjölskylduráö- gjafi. Námskeiðið verður haldið í félagsmiðstöðinni Vitanum í kvöld, miðvikudag, kl. 20-23, flmmtudag kl. 20-23 og á laugar- dag frá 10-18. Félag íslenskra frœöa boðar tíl fundar með Jon Gunn- ar Jergensen í Skólabæ 1 kvöld kL 20.30. Erindi sitt í kvöld nefnir hann: Enduruppgötvun kon- ungasagna í Noregi. Að lokinni framsögu verða umræður. Fund- urinn er öllum opinn. ITC-deildin Melkorka heldur fund í kvöld kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiöholti. Upplýsingar gefur Edda í síma 686689 og Sól- veig í sima 674561. TMM-kvöld ' Tímarit Máls og menningar efnir til kynningarkvölds í Þjóð- leikhúskjaliaranum. Þar lesa þau Guöbergur Bergsson, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Páli Pálsson og Guðraundur Andri Thorsson úr verkum sínum, birtum eða óbirt- um. Dagskráin hefst kl. 21 og að- gangur er ókeypis og öllum op- inn. Vaxandi norðanátt Það verður vaxandi norðanátt um allt land. Norðvestan til verður stormur og snjókoma. Norðaustan- Veðrið í dag lands má gera ráð fyrir hvassviðri og éljagangi undir hádegi. Sunnan til verður norðan stinningskaldi eða allhvasst og skýjað með köflum þeg- ar líöa tekur á daginn. í kvöld verður hæg breytileg átt og léttskýjað vest- anlands. í nótt þykknar upp með vaxandi suðaustanátt suðvestan- lands en austan til á landinu fer að lægja og létta til. Frost verður á bil- inu 2 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.10 Sólarupprás á morgun: 8.04 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.14 Árdegisflóð á morgun: 05.34 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí alskýjað -6 Egilsstaðir hálfskýjað -8 Galtarviti snjókoma -4 Keflavíkurflugvöllur snjóél -3 Kirkjubæjarklaustur skýjað -3 Raufarhöfn frostrign. -1 Reykjavík skafrenn- ingur -4 Vestmarmaeyjar skafrenn- ingur -3 Bergen skúr 4 Heisinkí rigning 3 Kaupmannahöfn skýjað 6 Ósló léttskýjað 0 Stokkhólmur skýjað 5 Þórshöfn alskýjað 3 Amsterdam þokumóða 9 Berlín þokumóða 11 Chícago skýjað -2 Feneyjar þokumóða 7 Frankfurt súld 11 Glasgow skýjað 6 Hamborg súld 10 London skýjað 11 LosAngeles skýjað 13 Lúxemborg þokumóða 10 Montreal heiðskírt -6 New York skýjað 2 Nuuk skýjað -10 Orlando þokumóða 18 París þoka 7 Róm þoka 9 Vín rign/súld 9 Washington ískorn 5 Winnipeg heiðskírt -13 Glíman er spennandi „Ég slysaðist in n á glímuæfingu fyrir átta árum og festist í þessu,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson sem sigraði í bikarglímu Reykja- víkur um síðustu helgi. „Sigurinn gefur' mér ákveðin fyrirheit um frarrihaldið en ég stefni að tiílinum Glimukóngur islands, hvort sem Maður dagsins jiaö tekst eður ei. Reynslan skiptir miklu máli og ég get enn bætt mig.“ Orri er 23 ára gamall nemi i laga- deild Háskóla íslands. Fjóra vetur var Orri i liði Flensborgarskólans í Spurningakeppni framhaldsskól- anna og komst einu sinni í úrslit og einu sinni í undanúrslit. í vetur Skarphéðinn Orri Björnsson. þjálfaði hann lið Flensborgar fyrir keppnina í ár. „Eftir glímunni er spurninga- keppnin það mest spennandi sem ég hef tekið þátt í. Það er smáskjól að vera í þriggja manna liði í sjón- varpssal en i glímunni er maður alltaf einn.“ Utan skóla og glímuæfinga er Orri virkur i félagsstarfi. Hann er formaður glimudeildar KR og hef- ur unnið með Stefhi, félagi ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Hann tók'þátt í prófkjöri flokksins á dögunum og hafnaði í 13. sæti. „Ég er nokkuð ánægður með það sæti þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég býö mig fram.“ Myndgátan Baklás Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Heil umferð í handbolt- anum Heil umferð verður leikin í kvöld í 1. deild karla í handbolta. Ailir leikirnir hefjast kl. 20.00. Liðin sem keppa eru Þór-Valur, íþrótti] ríkvöld Stjarnan-ÍBV, sem mættust um síðustu ht Selfoss og 1 Haukarnir hafa í deildmni. A keppnin um sæ innioghvaðali inrú að ári en milli KR og ÍBV verður leikur n Fylkis ogKRo KR-ÍR, FH-KA, bikarkeppninni ;Igi, Afturelding- /íkingur-Haukar. nú5stigaforystu ðalmálið nú er tin í úrslitakeppn- 3 halda sér í deild- fallbaráttan er á . í 1. deild kvenna íilli Vals og Fram, g ÍBV og Hauka. Skák Nafnarnir Curt og Lars Bo Hansen deildu sigrinum á alþjóðlegu móti sem fram fór í bænum Vejle á Jótlandi fyrir skömmu. Þetta var prýðilega skipað mót; með sex stórmeisturum og tveimur al- þjóðlegum meisturum. Enski stórmeist- arinn John Numi varð í 3. sæti, Erling Mortensen íjórði og Ungverjinn Sax og Rússinn Sjer komu næstir. í þessari stöðu hafði Lars Bo Hansen hvitt og átti leik gegn Mortensen: 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH s £ Á % A 1 & m W A A 38. Dxh7+! Kxh7 39. Bg8+ og svartur gaf, því að 39. - Kh8 40. Hli7 er mát. Jón L. Árnason Bridge Danmerkurmót í tvímenningi var haldið í síðasta mánuði og langefstir urðu gamli jaxlinn Steen Moller og hinn ungi og efni- legi Mathias Bruun. Danirnir héldu sitt úrslitamót á Jótlandi í fyrsta sinn í ára- raðir og voru margir spilarar ekki ánægðir með þá ákvörðun. Mótið tókst hins vegar mjög vel, skipulagning öll var til fyrirmyndar og óánægjuraddimar þögnuöu því fljótlega. Það em greinilega sömu vandamálin sem Danir glíma við og íslendingar því þegar íslandsmótin hafa verið færð út á landsbyggðina hafa jafnan heyrst óánægjuraddir - sem hafa jafnan þagnað að mótinu loknu. Hér er eitt spilanna úr Danmerkurmótinu í tví- menningi. Flest pörin enduðu í þremur gröndum á AV-hendumar en Knud Harries og Peter Magnusson sögðu af nákvæmni á spilin. Sagnir gengu þannig hjá þeim: ♦ -- V -- + -- N V A S * -- V -- ♦ -- Vestur Norður Austur Suður 14 Pass 1» Pass 2+ Pass 2é Pass 3+ Pass 3é Pass 4* Pass 5* Pass 6é p/h Á flestum borðum gengu sagnimar eins í upphafi en vestur sagði oftast 3 hjörtu við tveimur spöðum og austur lauk sögn- um með þremur gröndum. En vestur sagði þrjú lauf sem gaf austri kost á að segja þijá tígla sem var krafa í geim og slemmuboð. Fjórir spaðar var ásaspum- ing og 5 tíglar lýstu tveim ásum af fimm (trompkóngur talinn sem ás) og lofuðu trompdrottningu. Þeir náðu hinni upp- lögðu slemmu en vom ekki beint heppn- ir. Norður spUaði út hjarta, suður drap á ás og spilaði aftur hjarta sem norður trompaði. Þeir fengu þvi 19 í mínus fyrir spUið en hefðu með réttu átt aö fá topp- skor. ísak Örn Sigurösson V K6 ♦ Á9642 ♦ ÁD V D1052 ♦ KD853 + D5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.