Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 13 JOV Hvað kostar að láta hreinsa buxur? ísland ódýrast af N or ðurlöndunum - fjórtánfaldur munur á dýrasta og ódýrasta landinu Eitt af því sem rokkar mjög í veröi eftir því hvar maöur er staddur í heiminum er kostnaöurinn við aö láta hreinsa buxur. í nýjasta tölu- blaði tímaritsins Business Traveller er birt tafla yfir ódýrustu og dýrustu löndin í heiminum og kemur þar í ljós að fjórtánfaldur munur er á Sví- þjóð, sem var dýrasta landið, og Tansaníu, sem var það ódýrasta. ísland kemur vel út í samanburðin- um en það reyndist vera ódýrast af Norðurlöndunum. Hér kostar 500 kr. að láta hreinsa buxur þegar það kost- ar 927 kr. í Sviþjóð, 918 kr. í Noregi (sem var dýrasta landið í sams konar könnun í fyrra), 714 kr. í Finnlandi og 612 kr. í Danmörku. Kemur ekki á óvart Guðjón Jónsson, formaður Félags efnalaugaeigenda, sagði þessa niður- stöðu ekki koma sér á óvart. „Við höfum fylgst mjög grannt með verð- laginu annars staðar á Norðurlönd- um og við höfum verið lægri frá ár- inu 1984. Á árunum 1983-84 fengum við sérstaka leiðréttingu hjá Verð- lagsstofnun vegna þessa og þá hækk- uðu verðlistarnir um 30-50%.“ Guöjón sagði að verðlag efnalauga hér á landi hefði haldist næstum því óbreytt sl. tvö ár hvað krónutölu snerti þó að verðlagið hefði veriö gefið frjálst í fyrra. Aðspurður hvort við stæðum jafn framarlega hvað gæðin snerti kvað hann svo vera. „Ég hef hvergi séð meiri gæði en hér á landi sem kemur til af þvi að kröfur fólksins eru mjög miklar. Ef við ekki 1000 kr. 900 800 700 600 500 400 300 200 100 Tíu dýrustu löndin Hvaðkostar að íáta hreinsa buxur? Tíu ódýrustu löndin c re ro c (Q hm o T3 re ra ro tf> re o re JC c ro _i ro ffi o tf> c z ra 3 O U1 " C “ ra JZ o c a> * re Q. E re —1 il 5 W n £ S 0 @ M stöndum okkur er kvartað í Neyt- endasamtökin og farið í blöðin. Ég hef sótt námskeið bæði í Englandi og Danmörku og kollegar mínir hafa farið til Bandaríkjanna. Þar eru gæð- in mun lélegri, minna blettahreins- að, illa straujað og fljótfæmisleg vinnubrögð," sagði Guðjón. Nokkur vinsæl lönd koma hvorki fyrir í listanum yfir dýrustu né ódýr- ustu löndin svo við nefnum þau hér. Þannig kostar buxnahreinsunin 431 kr. í Bretlandi, 291 kr. í Bandaríkjun- rnn, 319 kr. í Kanada, 373 kr. á Ítalíu, 401 kr. í Belgíu, 382 kr. í Þýskalandi, 169 kr. í Hong Kong og 244 kr. í Sádi- Arabíu. Meðalverð í ódýrustu lönd- unum var 94 kr. þegar meðalverð í dýrustu löndunum var 620 kr. ísland er þar vel undir meðallagi hvað þetta varðar og getum viö því vel við unað. -ingo Þannig á maturinn að vera: Allt á einni pönnu Aima Bjamason, DV, Flórída: Þennan rétt má annaöhvort boröa sem aðalrétt eða hafa hann með kjöti og fiski. Þetta er einfaldur réttur sem býður upp á tilbreytingu eftir því hvað er til í kæliskápnum hveiju sinni. Innihald: skyndihrísgijón 2 stórar gulrætur 3 meðalstórir laukar í sneiðum 'A rófa, skorin í litla teninga 1 búnt graslaukur, skorinn í bita salt og pipar eftir smekk olífuolía tíl að steikja í Aðferð Byrjið að steikja laukinn og bætið síðan hinu grænmetínu á pönnuna. Þegar allt er orðið vel brúnaö er hellt u.þ.b. Vi bolla af vatni á pönnuna og látíð sjóða þar tíl gulrætumar em orönar hæfilegar. Þá er bolla af skyndihrísgijónum bætt út á pönn- una. Það gæti þurft að bæta meira vatni á hana. Þegar hrísgijónin em soðin, eftír 5 mínútur, er rétturinn tilbúinn. Þessi réttur er frísklegur og má nota nánast hvaða grænmeti sem er fyrir hendi, aðeins að það sé smátt skorið svo þaö sé fljótt að matreiðast. Neytendur Sértilboð og afslættir: KEANettó Tilboöin gilda frá föstudegi til sunnudags. Þar fæst svínaham- borgarhryggur á 895 kr. kg, rauö epli á 59 kr. kg, perur á 54 kr. kg og Frissi fríski, 21, á 109 kr. Vöru- kynningar og tilboð á norðlensk- um vörum fimmtudag-sunnu- dags. F&A Tilboðin gilda frá fimmtudegi tíl miðvikudags. Verðið miðast við staögreiðslu. Þar fást Mack- intosh skrautdósir, 750 g og 400 g, á 1.299 kr., heitir grillaðir kjúklingar á 684 kr„ Wasa hrökk- brauð, 250 g, á 127 kr. og Happy kakómalt, 800 g, á 220 kr. Einnig Buddie maís, 425 ml, á 58 kr„ Schmidt 100% kákó, 250 g, á 127 kr, og kókosmjöl, 500 g, á 68 kr. Kjöt og fiskur Tilboðin gilda frá fimmtudegi til sunnudags. Þar fæst nauta- snitsel á 869 kr. kg, London lamb á 698 kr. kg, svínahnakki í sneið- um á 498 kr. kg og beikon á 595 kr. kg. Einnig Rio Bravo kokkteil- ávextir og perur, 850 g, á 99 kr„ Kelloggs Coco Puffs, 375 g, á 199 kr„ Veno vanillukex, 500 g, á 98 kr. og kryddkaka frá Myllunni á 199 kr. Verslunin minnir á græn- metistilboöin á fimmtudögum. Hagkaup Tilboðin gilda eínungis í dag, ný koma á morgun. Þar fæst Búr- fells beikon á 599 kr. kg, SS svína- hamborgarhryggur m/beini á 898 kr. kg, Marquise franskar kart- öflur, 1 ’/»kg, á 159 kr. kg, ávaxta- súrmjólk, 'A 1 (4 teg.), á 69 kr„ Libero bleiur á 699 kr. og Búrfells svínaskinka á 798 kr. kg. Garðakaup Tilboðin gilda frá fóstudegi til laugardags. Þar fæst súrsæt svínapanna (sterk) á 860 kr. kg, Frigilunch spaghettí bolognese á 119 kr. kg, Pan pitsur, 6 teg„ á 99 kr., vínarbrauðslengjur frá Myll- unni á 199 kr. og Super appelsínu- marmelaði, 400 g, á 75 kr. Einnig Golden Valley örbylgiu- popp, 3 í pk„ á 79 kr„ Amo kornflex, 1 kg, á 255 kr„ Robin appelsínur á 69 kr. kg og niður- sagaður lambaframpartur á 399 kr. kg. Bónus Tilboöin gilda frá fimmtudegi til fimmtudags. Þar fást hvítir sportsokkar, 3 stk., á 159 kr„ ferskt folaldakarbónaði á 449 kr. kg, Cabalero franskar, 2% kg, á 269 kr„ Luna teljós, 30 stk„ á 119 kr. og Frón súkkulaðipóló á 69 kr. Einnig 'A 1 Nopa uppþvottalög- ur ultra 4 sterkari á 95 kr. og S.Ö. þurrkryddað kjöt, lærissneiðar og kótelettur á hreint frábæru veröi. Bónus minnir á lægra verð á mjólkurvörum allt áriö, t.d. ný- og léttmjólk á 60 kr. lítrann. Fjaröar- kaup Tilboðin gilda frá miðviku- degi til föstudags. Þar fæst Kan- tolan tekex á 29 kr„ Ryvita ljóst hrökkbrauð á 29 kr„ nautagúllas á 798 kr. kg, nautabuff á 898 kr. kg, nautahakk (5 kg) á 498 kr. kg, roastbeef á 998 kr. kg og ef þú kaupir kattasand á 165 kr. færðu annan poka frían. Einnig graflax á 998 kr. kg, reyktur lax á 998 kr. kg, graflax- sósa á 59 kr. boxiö og gróöur- mold, 6 lítrar, á 146 kr. og 12 lftr- ará277kr. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.