Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 Frá Alþingi íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. september 1994 til 31. ágúst 1995. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verk- efnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni, sem er í Skt. Paulsgade 70 (örskammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja herbergja (um 80 ferm.) en auk þess hefur fræðimaðurinn vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúðinni fylgir allur nauðsynlegasti heimil- isbúnaður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dval- artími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Alþingis eigi síðar en 1. maí n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð um- sækjenda. Tekið skal fram að úthiutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráði íslands í Kaupmapnahöfn. r UTBOÐ i i l i F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Austurbæjar- skóla. Helstu magntölur: Jarðvegsskipti 1.500 m3 Malbikun 2.000 m2 Lagnir 200 Im Beð 2.000 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. apríl 1994 kl. 14.00. bgd43/4 F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í gólflökkun í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Helstu magntölur: Gólffletir 2.200 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. apríl 1994 kl. 14.00. bgd44/4 l I I I F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Borgarvegur, stofnlögn.“ Verkið felst í að leggja tvöfalda stofnlögn fyrir hita- veitu á um 800 m löngum kafla meðfram fyrirhuguð- um Borgarvegi í Borgarholti. Stofnlögnin er 0300 og 0350 mm stálpípur í plastkápu. Einnig skal steypa tvo brunna á lögnina, sjóða pípulögn í þeim og full- gera þá að öðru leyti. Verkinu skal lokið að fullu 1. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. apríl 1994 kl. 14.00. hw45/4 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 • Sími 2 58 00 I Merming Gérard Depardieu i hlutverki Marins Marais. Allir heimsins morgnar á geislaplötu „AUir heimsins morgnar" heitir falleg lítitskáldsaga eftir franska rithöfundinn Pascal Quignard sem Mál og menning gaf út fyrir tveimur árum. Skáldsagan er eins konar dæmisaga um snilligáfuna og snýst um meint samskipti tveggja tónlistarmanna í Frakklandi; lágfiöluleikaranna og tónskáldanna Sainte Colombe og Marin Marais, sem báöir voru uppi á 17. öld. í þess- ari bók er Sainte Colombe ímynd hins falslausa og gagnvandaða tónlistarsnilhngs, en Marais, lærisveinn hans, er maður hins nýrri tíma, reiðubúinn að fara milliveginn til frægðar og frama. Inn í þessa sögu blandast síðan ástarmál; samskipti Sainte Colombes viö látna (já!) konu sína og ást Marais á íðilfagurri dóttur meistara síns. Kvikmynd eftir þessari bók, leikstýrð af Alain Corne- au, hefur slegið öll aðsóknarmet í Frakklandi og var tekin til sýningar hér á landi um páskana, en í henni leikur auðvitað Gérard Depardieu eitt aðalhlutverkið. í myndinni er mikið um tónlist sem katalónski tónlist- armaðurinn Jordi Savall var fenginn til að velja og leika ásamt með hópi valinna samstarfsmanna. Tón- listin hefur nú verið gefin út á geislaplötu sem hefur notið ámóta vinsælda og kvikmyndin. Upprunaleg kvikmyndatónlist Hér er ekki um að ræða nýtísku kvikmyndatónlist- arsamsuðu í 17. aldar stíl, heldur upprunalega tónlist Marais sjálfs, sem var mikilvirkt tónskáld, svo og þær fáu tónsmíðar sem til eru frá hendi Sainte Colombes, en um hann er í rauninni afskaplega lítið vitað. Til áhersluauka er bætt inn í kvikmyndina tónlist frá 18. öld eftir þá Lully og Couperin. Þar sem ég hef ekki séð kvikmyndina veit ég ekki nákvæmlega hvernig tónlist- in virkar í því samhengi en á geislaplötu hljómar hún glæsilega. SavaU leikur sjálfur á lágfiðlu fyrir hönd þeirra Sainte Colombes og Marais. Jordi Savall er sjálfsagt ekki þekkt nafn í okkar þrönga tónlistarheimi en í evrópskum tónlistarkreðs- um er hann nánast goðsagnavera. Hann er menntaður lágfiðluleikari og hefur lagt fyrir sig rannsóknir og útsetningar á endurreisnar- og barokktónlist, þar á meðal tónlist Marins Marais, auk þess sem hann hefur Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson um langt árabil stjórnað Hésperion XX hópnum, sem nýtur mikils álits meðal sérfræðinga fyrir túlkun á evrópskri miðaldatónlist, spænskri, enskri og þýskri. Á nýlegri safnplötu hópsins má finna sýnishorn af leikni og fjölhæfni þessara tónlistarmanna. Ég get óhikað mælt með öllu því sem Jordi Savall hefur komið nálægt og hlakka til að sjá kvikmyndina. Tous les matins du monde Marin Marais, Sainte Colombe, Francois Couperin, Jean- Babtiste Lully, Jordi Savall o.fl. Auvidis K 4640 Umboð á íslandi: JAPIS 20 Ans Hésperion XX Stjórnandi: Jordi Savall Auvidis Astrée E 8522 Umboð á íslandi: JAPIS Bridge Bridgedeild Barðstrendinga Staða efstu para eftir 11 umferðir í barómeterkeppni félagsins er eftirfarandi: 1. Halldór B. Jónsson-Ólafur Jóhannesson 150 2. Friðjón Margeirsson-Valdimar Sveinsson 134 3. Gunnar R. Pétursson-Allan Sveinbjörnsson 114 4. Þórarinn Ámason-Gísli Víglundsson 112 5. Haraldur Sverrisson-Leifur K. Jóhannesson 109 6. Birgir Magnússon-Viðar Guðmundsson 88 Dagana 7. og 14. mars var spiluð firmakeppni deildar- innar og röð efstu para varð eftirfarandi: 1. Skipavarahlutir; Ragnar Bjömsson- Leifur Jóhannesson 518 2. Smurstöðin Hafnarstræti; Þórarinn Ámason-Gísli Víg- lundsson 487 3. Vestfjarðaleiö hf.; Valdimar Sveinsson-Friðjón Margeirs- son 476 4. Búnaðarbankinn; Óskar Karlsson-Ólafur Bergþórsson 446 5. Einhamar hf.; Ámi Eyvindsson-Kristján Jóhannsson 443 Bridgefélag Suðurnesja Sveit Gunnars Guðbjörnssonar sigraði í Kaskó- keppninni sem spiluð var síðastliðinn laugardag en þar spiluðu saman fjórar efstu sveitirnar í aðalsveita- keppni félagsins sem nýlokið er. Sveit Gunnars spilaði gegn sveit Garðars Garðarssonar í undanúrslitum og sveit Karls G. Karlssonar spilaði gegn sveit Jóhannes- ar Sigurðssonar sem unnið hafði sveitakeppnina með nokkrum yfirburðum. Sveitir Gunnars og Karls unnu sína leiki og spiluðu til úrslita. Gunnar Guðbjörnsson og félagar hans unnu þann leik næsta örugglega og sveit Garðars Garðars- sonar vann sveit Jóhannesar í keppninni um þriðja sætið. Sigurvegaramir fengu í verðlaun stór páskaegg sem Kaskó gaf til keppninnar. Mánudaginn 28. mars var spilaður eins kvölds 16 para tvímenningur en aðaltvímenningur félagsins hefst 11. apríl og er stefnt að því aö spila fjögur kvöld. Mjög góð þátttaka var í þessari keppni í fyrra en spil- að er bæði með og án forgjafar. Spilað verður í Hótel Kristínu og takmarkast þátttaka við 28-30 pör. Bridgefélag Reykjavíkur Nýlokið er þriggja kvölda tvímenningi félagsins þar sem tvö bestu kvöldin töldu til verðlauna. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Helgi Jónsson-Helgi Sigurðsson 931 2. Gunnar Gunnarsson-Stefán Jóhannsson 863 3. Kjartan Ingvarsson-Kjartan Ásmundsson 856 4. Oddur Hjaltason-Hjalti Elíasson 854 5. Ragnheiður Tómasdóttir-María Haraldsdóttir 852 6. Erlendur Jónsson-Þórður Bjömsson 849 7. Hallgrímur HaUgrímsson-Sigmundur Stefánsson 838 8. Guðmundur Baldursson-Guömundur Grétarsson 834 Næsta keppni félagsins verður barómetertvímenning- ur sem er ein vinsælasta keppni ársins og hefst mið- vikudaginn 6. apríl. Skráning er hafln í síma 619360. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudagskvöldið 28. mars hófst hraðsveitakeppni félagsins og mættu níu sveitir á mótið. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þannig: 1. Kjartan Jóhannsson 659 2. Ólafur Gíslason 644 3. Jón Andréson 596 4. Júlíana Gísladóttir 579 Bridgefélag Siglufjarðar Mánudagskvöldið 28. mars.var fram haldið Skelj- ungsmóti í tvímenningi. Staða efstu para að loknum 13 umferðum af 19 er þannig: 1. Anton og Bogi Sigurbjömssynir 117 2. Ólafur og Steinar Jónssynir 113 3. Sigfús Steingrímsson-Sigurður Hafliðason 62 4. Haraldur Árnason-Guðmundur Ámason 45 5. Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssynir 43 6. Björn Þórðar^Jóhann Möller 28 - -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.