Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
5
Fréttir
Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavik:
Vegleg hef ð-
bundin dagskrá
Garðúðarar
Slöngutengi
Garðslöngur
Slöngustatív
„Viö reiknum með í kringum 20-25
þúsund manns í bæinn 17. júní. Við
viljum að fólk geti valið um það hvort
það viU fara til Þingvalla eða vera í
Reykjavík,“ segir Kolbeinn Pálsson í
þjóðhátíðamefnd fyrir Reykjavíkur-
borg.
Reykjavíkurborg býður upp á veg-
lega dagskrá að vanda þrátt fyrir að
búist sé við helmingi færra fólki en
venjulega út af Þingvallahátíðinni.
Dagskrá verður að venju í Hallar-
garðinum og við Tjömina, Hljóm-
skálagarði, Ingólfstorgi og Lækjar-
götu.
„Við erum alls ekki í samkeppni
við hátíðina á Þingvöllum. Höfuð-
borgin á íslandi þarf að bjóða upp á
veglega dagskrá fyrir þá sem óska
eftir að vera í bænum. Um kvöldið
verður dansleikur til kl. 2 á Ingólfs-
torgi og til kl. 3 í Lækjargötu en
venjulega er hann til kl. 1,“ segir
Kolbeinn.
Stærsta belna útsending Sjónvarpsins:
Hundrað manna starfslið
„Hátt í hundrað manna starfslið
annast beina útsendingu á Þing-
völlum á vegum Ríkisútvarps og
Sjónvarps. Þetta er stærsta beina
útsendingin sem Sjónvarpið hefur
farið í. Útsendingin hefst kl. 9 um
morguninn og stendur samfleytt til
18 um kvöldið," segir Styrmir Sig-
urðsson sem ásamt Jóni Agli Berg-
þórssym stjórnar beinni útsend-
ingu Sjónvarps 17. júní.
Öll hátíðardagskráin verður sýnd
ásamt forunnu efni. Starfsmenn
Sjónvarps era þegar búnir að fara
í ökuferð um allt landið til þess að
vinna innslög úr mismunandi
landshlutum. Einnig verða svip-
myndir úr sögu lýðveldisins í létt-
um dúr. Tíu útvaldir pistlahöfund-
ar og skáld flytja þjóðinni pistla í
tilefni afmæhsins.
„Þetta er mjög viðamikil og þétt
útsending ahan daginn. Við notum
hvorki meira né minna en 15 vélar
og tvo útsendingarbíla ásamt laus-
um myndavélum á örbylgjusendi.
Þetta fer aht í myndstjóm sem við
byggjum á staðnum.“
Tjaldstæði á Þingvöllum
Næg tjaldstæði verða á Þingvöhum
fyrir þá sem hafa hug á að taka hátíð-
ina snemma og vakna í tjaldi að
morgni 17. júní. Tjaldstæðin á Þing-
vöhum verða á Skógarhólum og
Bolabás. Björgunarsveit skáta úr
Garðabæ mun aðstoða tjaldgesti frá
morgni dags 17. júní. Strætisvagnar
ganga allan daginn írá Skógarhólum
og Bolabás til Efri-Vaha við hátíðar-
palhnn og aftur th baka án endur-
gjalds.
Umferð til Þingvalla:
500 rútur tilbúnar
Fjölmargar rútur verða á ferðinni
á milh Þingvaha og Reykjavíkur 17.
júní og er fólk hvatt th að nota sér
þær. Þingvahaleið er með sérleyfi á
ferðum th Þingvalla og mun einnig
sjá um ferðimar á þjóðhátíðardaginn
í samráði við þjóðhátíðamefhd.
„Reynt verður að fá sem flesta upp
í rúturnar en ferðimar byrja kl. 7
og standa fram yfir hádegi austur.
Rútumar fara síðan aftur th Reykja-
víkur um kaffileytið. Við vitum ekki
hversu margar rútur verða í ferðum
en það fer eftir þátttöku. Það em th
í kringum 500 rútur sem við getum
leigt,“ segir Guðlaug Þórarinsdóttir,
framkvæmdastjóri Þingvahaleiðar.
Auðveldara er átta sig á hversu
margar rútur em nauðsynlegar ef
fólk kaupir miða fyrirfram. Farið
fram og th baka kostar 400 krónur
en venjulega kostar það 1000 krónúr
báðar leiðir. •
„Margir halda að það verði algert
öngþveiti á leiðinni austur og á Þing-
vöhum. Fólk áttar sig ekki á því hvaö
svæðið er stórt. Árið 1974 fóm í
kringum 60.000 manns á bhum aust-
ur á miklu verri vegum heldur en
þeir em núna. Núna er umferðin
miklu skipulagðari. Fólk á ekki eftir
að verða fast í neinni umferð,“ segir
Ingólfiir Margeirsson, upplýsinga-
fuhtrúi þjóðhátíðarnefndar.
Lýðveldishátíðin:
Heimsókn erlendra gesta
Fjöldi þjóðhöfðingja og tiginna
gesta verður viðstaddur lýðveldishá-
tíðina 17. júní. Allir þjóðhöfðingjar
Norðurlanda verða viðstaddir, henn-
ar hátign Margrét Þórhhdur Dana-
drottning og hans konunglega tign
Henrik prins, hans hátign Karl XVI.
Gústaf Svíakonungur og hennar há-
tign Shvía drottning, hans hátign
Haraldur V. Noregskonungur og
hennar hátign Sonja drottning, for-
seti Finnlands Martti Athissari og
frú Eeva Ahtissari.
Auk þess koma fuhtrúar ríkis-
stjóma Bretlands, Þýskalands,
Álandseyja, Danmerkur, Færeyja,
Grænlands, Frakklands og Kína, svo
einhveijir séu nefndir, auk 50 sendi-
herra.
Allir opinbera gestimir koma þann
16. júní og verða þá um kvöldið við-
staddir hátíðartónleika listahátíðar
með Kristjáni Jóhannssyni í Laugar-
dalshöllimii.
Gestimir fara síðan allir th Þing-
vaha 17. júní og taka þátt í þingfund-
inum kl. 11. Síðan ganga þjóðhöfð-
ingjamir í Þingvahabæ þar sem þeir
þiggja hádegisverð í boði forsætis-
ráðherrahjóna. Um kvöldið halda
forseti íslands og ríkisstjómin veislu
á Hótel Sögu.
Auk hefðbundinnar dagskrár 17.
júní verður heljarmikil fjölskyldu-
og lýðveldishátíð í Laugardalnum 18.
og 19. júní þar sem búist er við 50-60
þúsund manns.
„Við bjóðum upp á alþjóðasundmót
í laugunum, alþjóðafijálsíþróttamót
og knattspymuleiki á Laugardals-
vehi. Smíðað verður 100 fermetra
svið þar sem sýndir verða tahenskir
dansar, þjóðdansar, fhippeyskir
dansar og fleira. Björk Guðmúnds-
dóttir tekur 3-4 lög á gervigrasinu á
sunnudag. Á gervigrasinu er dag-
skráin meira hugsuð fyrir yngri kyn-
slóðina þann 18. en fyrir eldri sunnu-
daginn 19. júní,“ segir Kolbeinn.
Aburðardreifarar
Greinaklippur
Limgerðisklippur
Klórur - Sköfur
Skóflur - Gaflar
s ÞÓRf ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500
ímarit fyrir alla
A imæsta solustað aa ah hh
EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA L#u(J
AEG þvottavélar
eru
á um þad bil
27.000*
íslenskum heimilum
AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum
er næstalgengasta þvottavélategundin.
Yfir 85% þeirra, sem eiga AEG þvottavél, mundu vilja kaupa AEG aftur.
Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt?
þriggja ára ábyrgð
á öllum AEG þvottavélum
Allar AEG þvottavélar eru framleiddar í Þýskalandi.
* Samkvæmt markaðskönnun
Hagvangs í des. 1993.
Verðið kemur þér á óvart
BRÆÐURNIR
GDormssonhf
Lágmúla 8, sími 38820
umboðsmenn um land allt