Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1994 Fréttir Opinberir peningar í persónulegar ábyrgðir embættismenn Halldórs Blöndals kannast ekki við sjóðasukk Sigurbjartur Pálsson, stjórnarformaður Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar, sagði í samtali við DV að þar á bæ hefði mönnum verið stillt upp við vegg. Annaðhvort tækju þeir við 6,5 milljónum af 10 milljón króna styrkloforði eða þeir fengju ekki neitt. „Það var fyrir sérstök tilmæli land- búnaðarráðherra að við féllumst á að fullnusta gamalt samkomulag for- vera hans, Jóns Helgasonar, og Jóns Baldvins. Á sama tíma komu líka úr ráðuneytinu þessi skilyrði að menn yrðu leystir tmdan ábyrgðum," segir Jóhannes S. Torfason, formaður stjómar Framleiðnisjóðs landbúnað- arins, um 10 milljón króna styrk sem renna átti til Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar. Samkvæmt upplýsingum úr Garðávaxtasjóði, sem heyrir undir Framleiðnisjóð, var 10 milljón króna styrkur greiddur úr sjóðnum á ámn- um 1992 og 1993 til Kartöfluverk- smiðju Þykkvabæjar. Einungis 6,5 milljónir skiluðu sér til verksmiðj- unnar, að sögn framkvæmdastjóra hennar, Friðriks Magnússonar. Frið- rik segir jafnframt að þær 3,5 millj- ónir sem upp á vantaði haíi runnið til Pökkunarstöðvar Þykkvabæjar. Upplýsingar úr Garðávaxtasjóði herma hins vegar að öll upphæðin, 10 milljónir, hafi veriö greidd til Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar. Samkomulag Jónanna Samkomulag Jóns Helgasonar og Jóns Baldvins sem Jóhannes talar um er frá árinu 1987. í því fólst að Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar fengi 10 milljónir króna og skyldi hluta söluhagnaðar af sölu Græn- metisverslunar landbúnaðarins not- aður í þeim tilgangi. Styrkurinn var hins vegar ekki greiddur á þeim tíma vegna vandkvæða við söluna. Það var svo árið 1992 að Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra tók af öll tvímæli um hlutverk sjóðsins með útgáfu reglugerðar. Honum er meðal annars ætlað að styrkja stofnræktun garðávaxta, rannsóknir og tilraunir með ræktun og meðferð garðávaxta á því sviði. „Styrkurinn var til kominn til að bæta úr samkeppnisstöðu við inn- flutning. Einnig til að létta af per- sónulegum ábyrgðum," segir Jó- hannes. Stillt upp við vegg Sigurbjartur Pálsson, sfjómar- formaður Karöfluverksmiðju Þykkvabæjar, sagði í samtali við DV að þar á bæ hefði mönnum verið stillt upp við vegg. Annað hvort tækju þeir við 6,5 milljónum af 10 milljón króna styrkloforði eða þeir fengju ekki neitt. Framkvæmdastj óri Garðávaxta- sjóðs segist ekkert vita um hvort Sig- urbjarti hafi verið stillt upp við vegg. Hins vegar hafi fjármununum átt að vera varið til að losa ákveðna ein- stakhnga undan persónulegum ábyrgðum. Umræddir einstaklingar eru Hrafnkell Karlsson og Magnús Sig- urðsson. Báðir vora þeir stjómar- menn í Sambandi íslenskra mat- jurtaframleiðenda (SÍM) en SÍM keypti tæki af Pökkunarstöð Þykkvabæjar árið 1986. Djúpár- hreppur hafði hins vegar ábyrgst lán sem tekin voru þegar Pökkunarstöð- in keypti tækin ári áður. Þegar SIM keypti tækin af Pökkunarstöðinni fólst greiðsla fyrst og fremst í yfir- töku lána. Jafnframt stóðu menn í þeirri trú að SÍM yfirtæki umrædda ábyrgð Djúpárhrepps. SÍM greiddi þó aðeins einu sinni af láninu og fór síðar í þrot og lánið fór í vanskil. í kjölfar dóms árið 1992 greiddi Djúp- árhreppur síðan lánið en átti end- urkröfurétt á Pökkunarstöðina. Hún var hins vegar eignalaus og hætt starfsemi. Átti hún því endurkröfu- rétt á hendur SÍM þar sem Hrafnkell og Magnús voru í ábyrgðum. Styrkurinn skilyrtur Samkvæmt upplýsingum DV var 3,5 milljón króna styrkurinn, sem í raun átti að fara til Kartöfluverk- smiðjunnar en fór til Pökkunar- stöðvarinnar, skilyrtur á þann hátt aö Pökkunarstöðin félh frá endur- kröfu á hendur Hrafnkeh og Magn- úsi og ábyrgöir þeirra féhu þannig niður. Ágúst Karl Sigmundsson, stjórnar- formaður Pökkunarstöðvarinnar, segir að Pökkunarstöðin hafi engan hag af því að losa Hrafnkel og Magn- ús undan ábyrgöum en hins vegar geti hún verið í aðstöðu til þess. „Það era ástæður sem eru innan fyrirtækisins og kemur engum við. Þetta er það sem viö hluthafar ákveð- um sjálfir og fóram ekki að út- varpa,“ sagði Ágúst Karl. Hvorki Sveinbjöm Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri í Landbúnaöarráöu- neytinu, né Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri könnuðust við aö stjórn Garðávaxtasjóðs hefði verið beitt þrýstingi af ráðuneytinu til að losa menn undan ábyrgðum. Eiríkur Tómasson, lögmaður fyrrum stjómarmanna í Sambandi íslenskra matjurtaframleiðenda: Ábyrgð felld niður með samkomulagi „Það var Pökkunarstóð Þykkva- dómsátt þar sem þeir tóku á sig stjórnarmanna. Það var endanlega manna í SÍM. hafi verið byggðar á mjög hæpnum bæjar sem átti kröfu á hendur Sam- ábyrgð án þess þó að þeim væri það gengið frá því haustið 1993. Þetta var - Á hvern hátt var þetta heildarsam- lagalegum grandvehi. EVrir hafi leg- bandi íslenskra matjurtaframleið- skylt. Sú ábjrgð var niðurfehd með hehdarsamkomulag sem var gert í komulag? ið lögfræðilegt áht um þaö og dómur enda þar sem þessir menn voru samkomulagi sem gert var á milli þessum málum,“ segir Eiríkur Tóm- „Það get ég ekki upplýst." í Hæstarétti í mjög svo hhðstæðu stjómarmenn. Það hafði verið gerð Pökkunarstöðvarinnar og þessara asson, lögmaður fyrrum stjórnar- Eiríkur segir að ábyrgöir þeirra máh. í dag mælir Dagfari Of seint í rassinn gripið Þjóðhátíðamefnd stendur sig enn meö prýði og er þó þjóðhátíðin hðin og starfi nefndarinnar lokið. En nefndin er ekki hætt störfum og það er vegna þess hversu ánægðir nefndarmennimir eru með frammistöðu sína, sem vonlegt er. Nefndinni tókst að forða frá því með kænsku en stíllingu að þjóðhá- tíðargestir kæmust á Þingvelh, enda þótt hún geti ekki viðurkennt það opinberlega að hún stóð á bak við umferðarhnútana. Góðir her- foringjar upplýsa aldrei um her- brögð sín og gerir þjóðhátíðarnefnd ekki heldur. Nefndin hefur haldið áfram starfi sínu eftir að í Ijós kom sá árangur aö þúsundir manna sátu fastar í bílum sínum. Framkvæmdasijóri nefndarinnar mætti 1 útsendingu í útvarpi í fyrradag og tók þar á móti fagnaðarlátum áheyrenda sem þökkuöu honum fyrir hátíðina og var ekki annað að heyra en framkvæmdastjóranum likaði það vel. Eins kom formaður nefndar- innar fram í sjónvarpi og ræddi þá ábyrgð sem hvíldi á nefndinni og þá stórkostlegu hátíð sem nefndin stóð fyrir. Segja má aö fimmtíu ára saga lýöveldisins fahi í skuggann af frammistöðu nefndarinnar á Þmgvöhum og þetta endar senni- lega með því að nefndinni verður þakkað fyrir lýðveldiö sjálft (ef nokkur man þá eftir því lengur). Menn muna hátíðina en gleyma lýðveldinu. Þetta endar sjálfsagt með því að framkvæmdastjóri og formaður þjóðhátíðarnefndar verða skráðir í söguna sem menn- imir sem skópu lýðveldið. Þjóðhátíðamefnd vih sem sagt láta rannsaka umferðarmáhn til að nefndin geti undirbúið sig betur fyrir hátíðahöldin eftir fimmtíu ár þegar nefndin heldur upp á hundr- að ára afmæh lýðveldisins. Rann- sóknin á að beinast að þvi hvemig tókst að skapa umferðaröngþveitið svo menn geti aftur búið til sams konar umferðaröngþveiti á næsta lýðveldisafmæh, svo aftur megi koma í veg fyrir að of margt fólk komist aha leiö til Þingvaha. Úr því að nefndin vih að forsætis- ráðherra rannsaki störf nefndar- innar er eðhlegt að fleira verði rannsakað. Eitt af því sem nefndin verður að krefjast rannsóknar á er salemisaðstaðan. Það kom nefni- lega í ljós að fyrir það fólk sem var svo óheppiö að komast th Þingvaha reyndist hreinlætisáðstaöa óviöun- andi. Fólk þurfti að bíða í biðröðum eftir að komast á klósett og þá loks þegar það náði því að ganga örna sinna vantaði bæði vatn og tohet- pappír. Nú má auövitað halda því fram að nefndin hafi skipulagt þetta ka- os, alveg eins og hún skipulagði kaosiö í umferðinni í þágu þjóöar- heihar. En framkvæmdastjóri og formaður hafa báðir borið af sér ábyrgð á klósettmálunum og vísa í því sambandi á sérstakan tækni- stjóra og verktaka sem tóku að sér að annast klósettmálin. Nefndin segist hafa haft það hlutverk aö skipuleggja hátíðahöldin en hún ber enga ábyrgð á búkþörfum þjóð- hátíðargesta. Henni kom það ekki við og má th sanns vegar færa. Þetta mál þarf að rannsaka. Þaö er of seint í rassinn gripið að ásaka nefndina fyrir vanrækslu í hrein- lætis- og salemismálum þegar aht er um garð gengið og fólk getur ekki ætlast th að nefndinni sé kunnugt um það hvenær því er mál. Ef menn eru svo vitlausir að leggja af stað th Þingvaha og koin- ast á áfangastað og láta sér verða mál þegar verst á stendur, þá er það ekki í verkahring þjóðhátíðar- nefndar að sinna þeim þörfum. Það er hins vegar rannsóknar virði hvenær fólki er mál og hvemig á því stóö að fólki varð mál, án þess aö þjóðhátíðamefnd sé kunnugt um það. Hvað á svoleiðis fram- koma að þýða? Þjóðhátíðamefnd er annt um þessa hátíð og lýðveldið er henni að þakka án þess að hún hafi í sjálfu sér boriö ábyrgð á umferð eða salemisþörfum gestanna. Hver er það sem ber ábyrgð á því að þetta fór úrskeiðis? spyr þjóhátíð- arnefnd og forsætisráðherra verð- ur að rannsaka það mál til að koma upp um það fólk og aha þá gesti sem mættu á Þingvöhum og þurftu á klósettið án þess að láta nefndina vita. Þjóhátíðamefnd á rétt á því að fá að vita hveijir það vora sem reyndu að eyðheggja hátíðina hennar sem hún skipulagði en ber að öðra leyti enga ábyrgð á. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.