Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1994
Spumingin
Ætlarðu í útilegu í sumar?
Gunnur Melkorka Helgadóttir: Nei,
ég fer bara í tjaldvagninn hjá ömmu.
Silja Stefánsdóttir: Örugglega.
Inga Rós Sigurðardóttir: Já, ábyggi-
lega.
Nína Þórsdóttir og Margrét Snæfríð-
ur: Já, alveg örugglega.
Ásdís Oddgeirsdóttir: Kannski.
Karina Hanney Marerró: Já, til Þing-
valla.
Lesendur
Þjóðvegahátíðar-
skandallinn mikli
Þessir bilstjórar komust leiðar sinnar 17. júní í fyrra. Spurningin er hvernig
hefði farið fyrir þeim á leiðinni til Þingvaila á dögunum.
Sigurður skrifar:
Þá er þessi mikla helgi afstaöin og
mikið írafár hefur verið í fjölmiðlum
vegna þess hvemig tókst að klúðra
hátíðinni fyrir flölda manns. Með
ótrúlegum skipulagsmistökum
þurfti fólk að húka í bílum sínum
meirihluta dags 17. júní, þann dag
sem fjölskyldan haföi í langan tíma
hlakkað til að vera saman í góðu
veðri á Þingvöllum, hlusta á ræður
þjóðhöfðingja og upplifa þá stemn-
ingu sem skapast meðal þjóðar sem
á 50 ára lýðveldisafmæli. Þetta varð
að hreinni martröð fyrir fjöldann
allan af fólki.
Hvemig í ósköpunum datt mönn-
um það í hug aö hægt yrði að stefna
60-00 þúsund manns á einn smástað
einhvers staðar uppi í sveit á ís-
landi. Allir vita hvernig vegakerfið
er hér á landi ogekki síst hér í borg-
inni. Maður þarf ekki annað en að
hugsa til föstudagseftirmiðdags í
Reykjavík til þess að sjá að eitthvað
meira varð að koma til en einn starfs-
maður Umferðarráðs og tveir lög-
regluþjónar á stjákli einhvers staöar
á leiðinni. Þvílíkt og annað eins. Ég
ætla að vona aö þeir menn sem sáu
um að skipuleggja þessi mál séu ekki
starfsmenn Almannavama. Ekki
veit ég hvernig allt hefði farið ef
menn hefðu verið aö flýja eldgos eða
jarðskjálfta. Við skulum ekki gleyma
því að búist er við að stór jarð-
skjálfti eigi eftir að ríða yfir Suður-
land á næstu áram eða áratugum.
Kunna menn svar við þeim spum-
ingum sem þá vakna? Ætla menn
bara að benda hver á annan eins og
nú er gert og fría sig allri ábyrgö?
Furðulegt er að heyra til þessara
manna sem sátu í hinum og þessum
undirbúningsnefndum. Enginn átti
að sjá til þess að allur þessi fjöldi
kæmist á staöinn.
Annar lítt skárri skandall er sal-
emismálin á þessum stað. Það
minnsta sem menn geta gert á sam-
komu sem þessari er að sjá til þess
að fólk geti komist á klósett. í fjöl-
miðlum var í vikunni sagt frá því að
tekið hefi verið tilboði fyrirtækis í
þessi mál, tilboði sem var hærra en
annað tilboð og að sögn ekki eins
gott. Ætli geti verið að einhveijum
hafi verið réttur biti af þjóðarkök-
unni? Vora alþýðuflokksmenn við
stjórnartauma þessarar hátíðar?
Ekki veit ég hvort það hefur eitt-
hvað upp á sig að vera að kvarta yfir
hlutum sem þessum en þaö er óþol-
andi þegar ákveðnir menn eru á
launum við að sjá um verkefni eins
og þetta og gera það ekki betur en
raun ber vitni. Svona klúður er mjög
leiðinlegt og á ekki að geta gerst.
Vonandi læra menn af mistökunum
og láta þetta ekki endurtaka sig þeg-
ar haldið verður upp á 1000 ára af-
mæli kristnitöku á Islandi.
Atvinnulausir lítilsvirtir
Stella Jónsdóttir hringdi:
Ég hef aldrei hringt í þessa annars
ágætu þjónustu fyrr en einu sinni er
allt fyrst. Mig langar til þess að
kvarta undan viðmóti hjá sumu
starfsfólki hjá Ráðningarskrifstofu
Reykjavíkur í Borgartúninu, þar sem
fólk skráir sig atvinnulaust. Ég er
reyndar alveg undrandi á því að ekki
skuh hafa verið hringt eða skrifað
áður út af þessu.
Eins og alþjóð veit er margur mað-
urinn atvinnulaus í dag sem ekki
hefur verið það áður og þekkir ekki
hvað það er að þurfa að ganga í gegn-
um böl atvinnuleysisins. Sumum
reynast skrefin í skráninguna mjög
svo erfið og því þarf viðmótið sem
þetta fólk mætir á staðnum að vera
gott. Svo er þó alls ekki í öllum tilvik-
um.
Ég hef orðið vör við það oftar en
einu sipni og oftar en tvisvar að kon-
ur sem vinna þarna era mjög ófor-
skammaðar og era að munnhöggvast
við þá sem til þeirra koma. Þær koma
fram við fólk eins og það sé einhveij-
ir þriðja flokks þegnar og slíkt geng-
ur auðvitað ekki í þessu starfi. Fyrir
hefur komið að fólk hafi komið nið-
urbrotið út frá þeim. Við vitum
mætavel að það þekktist hér áður
fyrr og þekkist enn í dag að fólk sem
er í svokallaðri svartri vinnu geti
skráð sig atvinnulaust og eins fólk
sem ekki nennir að vinna. Flestir
gera þetta þó af illri nauðsyn og era
allt annað en sáttir við hlutskipti sitt.
Skítkast og lítilsvirðing eru hlutir
sem ekki eiga að þekkjast í samskipt-
um þeirra sem greiða út atvinnuleys-
isbætur og þeirra sem þiggja þær.
Rétt er að taka fram að hér er að
sjálfsögðu um að ræða svarta sauði
sem skemma fyrir. Innan um er mik-
ið sómafólk á þessari tilteknu skrif-
stofu.
Enn að umferðinni:
Langar raðir við Ijósin
Gunnar hringdi:
Ég tel nauðsynlegt að minnast á
atriði er varða umferðina hér í höf-
uðborginni. Margt má hér laga og
sem betur fer virðast borgaryfirvöld
vera að vakna upp á sumum sviðum,
t.d. eins og varðandi breikkun Miklu-
brautar. Þar er unnið þarft verk og
þakkarvert. Spumingin er bara
hvort þar sé nóg gert til þess áð
ástandið verði viðunandi. Ekki þarf
nefnilega nema einn minni háttar
árekstur þar á annatíma til þess að
allt sitji fast.
Ein gatnamót hér í bæ era ákaflega
slæm. Ég þarf að keyra mikið um þau
og er alltaf jafn hissa á því aö þar
skuli ekki vera beygjuljós. Umrædd
gatnamót era þar sem Háaleitisbraut
og Ármúli mætast. Ætli maður að
beygja vestur Háaleitisbraut, þegar
komið er úr Ármúla, þarf maður iðu-
lega að bíða nokkur ljós til þess að
komast áfram. Beygjuljós era á Há-
leitisbraut, ætli maður sér að beygja
Hér má sjá um hvað bréfritari er að tala; löng bílaröð myndast við Ijósin
á mótum Háaleitisbrautar og Ármúla.
inn í Ármúlann og því væri ekkert umferð, fjöldi fyrirtækja er við göt-
mál að leyfa beygjuljósi að loga niður una, pósthús og fleira sem fólk þarf
til hægri, úr Armúlanum og inn á að sækja mikið. Því þyrfti þama að
Háaleitisbraut. vera greiðfærara. Á annatímum er
Um Ármúlann er gríðarlega mikil þetta sannkallaður flöskuháls.
Jakob skrifar:
Fyrir nokkru hringdi Elvar
nokkur og kvartaði undan Simp
sonþáttunum í sjónvarpinu. Eg
er mikill aðdáandi þeirra og vildi
gjarna fá að sjá áframhaldandi
sýningar á þessum fl-ábæru þátt-
um. Þessir „mannskemmandi“
þættir, eins og háttvirtur Elvar
kallar þá, era með þvi langbesta
sem sjónvarpið hefur upp á aö
bjóða og Elvar er greinilegt dæmi
um mann sem er gersneyddur
öllum húmor. IJölmargir eru á
sama máli og ég en fyrir þá „Elv-
ara“ sem ekki vija horfa er ágætt.
að slökkva bara á sjónvarpinu í
25 mínútur á laugardagskvöld-
um. Varla er það svo mikið mál.
Björgúlfur Sigmar hringdi:
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
fékk einkaafnot af strætisvagni,
almenningsvagni sem lofað haföi
verið fyrir almenning. Vagninn
var keyrður hálftómur frá hátið-
arpallinum og út að þjónustumið-
stöð. Eftir sótu gamlir og las-
burða sem höfðu treyst á þessa
þj ónustu. Vagnamir sáust ekki
mikið þarna því að umforðin var
mikil en þeim mun meirí ástæöa
var til að fyila vagninn en ekki
að þjónusta lltinn hóp einhverra
dansara. Það er forkastanlegt að
einn hópur geti tekið almenn-
jngsvagn eignamámi þegar fiöld-
iim allur bíður eftir faii með hon-
um.
Bla, blafundur
Haraldur skrifar: :
Fjölmiðlamaður hringdi í for-
mann eða forseta félagssamtaka
sjómamia, svonefhdan áheyrnar-
fulltráa, á samkomu hvalveiði-
ráðs í Mexíkó. Hann varspurður
frétta af fundi fyrrnefnds ráðs og
svaraði því til að jietta hefði verið
svona bla, bla fundur eins og
venjulega. Atliygii vekur að þetta
var þriðji bla, bla fundur áheyrn-
arfulltrúans. Spyrja mætti til
hvers þessi seta hans hafi verið.
Skömmsjón-
varpsins
Bergur hringdi:
Þaö er e.t.v. allt í lagi með fót-
bolía i sjónvarpinu. Égætla ekki
að fara skammast út í hann. Nóg-
ir eru til þess. Eitt finnst mér þó
ámælisvert hjá Ríkissjónvarpinu
og það er að útsending frá 50 ára
lýðveldisafmælinu skyldi rofin til
þess að sýna fótbolta. Það er ver-
ið að sýna marga leiki á dag og
okkur, fólkinu úti á landi, var
ekki einu sinni gert kleift að
fylgja dagskránni á Þingvölium
út í gegn vegna þess að Bjarni
Fel. var mættur. Mér fannst það
súrt.
Hversækir hvern
heim?
Haraldur Guðnason hringdi:
„ísland sækjum það heim“.
Þetta hijómar næstum eins og að
sækja sjálfan sig heim. Um 80%
islendinga ætia að sækja ísland
heim á þessu ári. Það eru vissu-
lega ánægjuieg tíðmdi. Þó era
launþegasamtökin búin að út-
vega hundruðum - þúsundum -
sinna manna farkost til að sækja
önnur lönd heim. Er það eölilegt?
Hér spyr sá sem ekki veit. Það
er fjör í ferðamannaþjónustunni
og er það vel. Með þessu ót'ram-
haldi stefnir að því að hundraö
prósent Islendinga sækí ísland
og önnur lönd heim.