Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ1994
Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Jóhanna hættir
Jóhanna Sigurðardóttir hefur beðist lausnar sem ráð-
herra. Hún hefur endanlega ákveðið að segja skihð við
stjómarstefnuna og forystu Alþýðuflokksins. Hún heldur
þingsæti sínu áfram en ljóst er að Jóhanna hefur með
þessari ákvörðun kastað stríðshanskanum. Varla getur
þetta útspil þýtt annað en áframhaldandi átök innan
Alþýðuflokksins.
Eftir að formannskosningu á flokksþingi Alþýðu-
flokksins var lokið, þar sem Jóhanna hlaut tæp 40% at-
kvæða, var það mat manna að hún gæti vel við sinn
hlut unað. Það er merki um sterka stöðu stjómmála-
manns að ná slíku fylgi í slag við sitjandi formann og
gegn manni á borð við Jón Baldvin. Það var því vel verj-
anlegt og skiljanlegt ef Jóhanna hefði tekið þá ákvörðun
að sitja áfram í ríkisstjóm og halda þar sínum hlut.
Jóhanna hefur ekki metið það svo. Andstaða hennar
á sér greinilega dýpri rætur en svo að ráðherrastóll
skipti máli.
Það er óneitanlega sjónarsviptir að Jóhönnu úr ríkis-
stjóminni. Hún hefur verið þar eina konan og dugnaður
hennar og hugur hefur aldrei verið dreginn í efa. Með
þátttöku hennar hefur ríkisstjómin haft meiri breidd og
vídd í pólitískum skilningi og að því leyti er skarð fyrir
skildi.
Ríkisstjómin þarf ekki að fara frá þrátt fyrir lausnar-
beiðni Jóhönnu. Þvert á móti má gera ráð fyrir að stjórn-
in styrkist inn á við, að því leyti að nú þarf ekki að ná
samkomulagi innan ríkisstj ómarinnar um mál og af-
greiðslur sem Jóhanna hefur verið andvíg. Er þá auðvit-
að gengið út frá því að nýr ráðherra af hálfu Alþýðu-
flokksins verði þægari í meðfórum heldur en Jóhanna
Sigurðardóttir.
í hönd fer ákvarðanataka og afgreiðsla á erfiðu fjár-
lagafrumvarpi og Jón Baldvin hefur einmitt opinberlega
kvartað undan því að Jóhanna hafi margsinnis gert
ágreining vegna úárveitinga og niðurskurðar í ríkisfjár-
málum. Um þau mál á nú að nást betri sátt innan ríkis-
stjómarinnar eftir brotthvarf Jóhönnu.
En eitt er hvað samkomulag áhrærir innan ríkisstjóm-
arinnar. Annað er hvemig stjóminni reiðir af út á við.
Ef Jóhanna er sjálfri sér samkvæm mun hún ganga til
hðs við stjómarandstöðuna í þeim tilgangi að hrekja
stjómina frá eða í það minnsta að veikja tiltrú hennar.
Sú andstaða verður ríkisstjóminni og Alþýðuflokknum
óþægur ljár í þúfu á kosningavetri.
Hinu er einnig og reyndar miklu fróðlegra að velta
fyrir sér hvaða áhrif sinnaskipti Jóhönnu hafa til lengri
tíma htið. Jóhanna hefur augastað á næstu framtíð og
þeirri stjómmálaþróun sem þá getur átt sér stað. Hún er
í rauninni að opna fyrir þá leið að tengjast þeim öflum
sem vilja nánara samstarf á vinstri vængnum. Hún er
að feta slóð Reykjavíkurhstans í sveitarstj ómarkosning-
unum. Hún er að boða kúvendingu.
Þingkosningar eiga að fara fram að vori og þá getur
Jóhanna barist th sigurs í prófkjöri innan Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík. Ef hún nær að skipa efsta sæti hstans
er brautin mdd til vinstra samstarfs. Hún getur auðvitað
líka vahð þann kost að bjóða fram utan Alþýðuflokksins
eða jafnvel gert kosningabandalag í líkingu við Reykja-
víkurhstann. Það em margir möguleikar í stöðunni og
Jóhanna er ekki að hætta þótt hún hætti í ríkisstjóm.
Hún er að stíga fyrsta skrefið í nýrri og að því er virðist
„heilagri“ póhtík.
Balhð hjá henni er rétt að byija. ^ ,
J J Ehert B. Schram
„Verkamaður væri nú tvöfalt lengur að vinna fyrir húsnæði en langafi hans fyrir mannsaldri," segir Stefán
meðal annars.
Fimm herbergi
fyrir 4 milljónir?
Verkamaður væri nú tvöfalt
lengur að vinna fyrir húsnæði en
langafi hans fyrir mannsaldri.
Byggingarkostnaður hefur meira
en tvöfaldast á síðustu sex áratug-
um samanborið við laun. Hús-
byggjendur þurfa í dag að bera
skatta og gjöld sem þeir sluppu við
áður. Auknar kröfur til bygginga í
lögum og reglugerðum og aukinn
íburöur hafa hækkað kostnaðinn
um meira en 60%. Minnkandi
framleiðni í byggingariðnaði hefur
auk þess hækkað húsnæðiskostnað
um meira en fimmta hluta á síð-
ustu sextíu árum.
Tvær íbúðir fyrir 8,2 milljónir
Árið 1930 var reist steinsteypt
tvíbýlishús í Reykjavík. Það var
samtals um 250 m2 að gólfíleti, tvær
íbúðarhæðir með kjallara og risi.
Húsið er enn í notkun. í því eru
nú þrjár íbúðir. Byggingin kostaði
samtals 29 þúsund krónur og var
öll vinna aðkeypt. Verðið svarar til
8,2 milljóna króna á núgildandi
verðlagi sé miðað við þróun al-
mennra launataxta (laun hafnar-
verkamanna). Sé miðað við breyt-
ingar á byggingarvísitölu svarar
verðið til 5,5 milljóna. Byggingar-
kostnaður álíka stórrar eignar í
dag er tvöfalt eða þrefalt hærri eft-
ir því við hvað er miðað.
Dæmið lýsir því vel hversu mikið
kostaði að reisa vandað húsnæði á
þeim tíma. Það sýnir einnig glögg-
lega að húsnæðiskostnaður hefur
hækkað ótrúlega mikið undanfar-
inn mannsaldur hér á landi. Draga
má þá ályktun að verkamaður
væri í dag tvöfalt lengri tíma að
vinna fyrir húsnæði en langafi
hans 1930. Af dæminu má einnig
draga þá ályktun að byggingar-
kostnaður hafi til jafnaðar hækkað
á hverjum áratug nálægt 12%
meira en launataxtar húsnæðiseig-
enda. Margar fleiri vísbendingar
en fyrmefnt dæmi eru um óhag-
Kjallariim
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
stæða þróun húsnæðiskostnaðar
síðustu áratugi. Þær benda til að
byggingarkostnaður hafi hækkað
nokkuð jafnt og þétt síðasta manns-
aldur. Fram á miðjan sjötta áratug-
inn nemur hækkunin um 10% á
áratug umfram almennar kaup-
hækkanir en síðustu þrjá áratug-
ina um 14% á hverjum áratug.
Skattar, íburður og minnk-
andi framleiðni
Menn geta leitt líkum að því
hvaða þættir valdi mestu um að
byggingarkostnaður hér á landi
hefur í mannsaldur á hveiju ári
vaxið um 1,2% að raunvirði, þar
af 1,4% síöustu þrjá áratugina.
Hluta af hækkuninni má rekja til
þess að húsbyggjendur þurfa í dag
að bera kostnað sem þeir sluppu
við fyrir 64 árum. Þar á meðal má
nefna skatta og gjöld, sem nú eru
lögð á byggingarefni og vinnu,
hönnun kostar mun meira í dag en
áður og öll stjórnun og rekstur
byggingaraðila er dýrari.
Skattar og gjöld á húsbyggingar
skýra þó ekki nema að hluta hina
stöðugu hækkun. Minnst þrír
veigamiklir þættir hafa einnig
valdið hækkun byggingarkostnað-
ar. íburður í íbúðarhúsnæði hefur
aukist jafnt og þétt á tímabilinu og
gæti hafa hækkað byggingarkostn-
að um 3%-5% á hverjum áratug,
yfirvöld gera stöðugt strangari
kröfur til bygginga í lögum og
reglugerðum sem hafa hækkað
kostnaðinn um 5%-7% á áratug og
vélvæðing og sjálfvirkni, sem orðið
hefur í byggingariðnaði undan-
fama áratugi, hefur beinlínis dreg-
ið úr framleiðni. Kostnaðinum hef-
ur verið velt út í verðlagið með
þeim afleiðingum að byggingar-
kostnaður hefur hækkað um
3%-5% á áratug umfram almennt
verðlag. Vextir og fjármagnskostn-
aður hefur einnig haft sín áhrif en
þeim hefur verið sleppt í þessum
hugleiðingum. Miðað við það sem
áður segir hafa byggingamenn og
reglugerðasmiðir í hendi sér að
lækka byggingarkostnað.
Stefán Ingólfsson
„Hluta af hækkuninni má rekja til þess
að húsbyggjendur þurfa 1 dag aö bera
kostnað sem þeir sluppu við fyrir 64
árum. Þar á meðal má nefna skatta og
gjöld sem nú eru lögð á byggingarefni
og vinnu...“
Skoðanir annarra
Einn stóran Hitler
„Það á að hafa menn á öllum gatnamótum sem
tala saman í talstöðvum og svo er það einn sem
ræður. Þaö gerist ekkert hér á íslandi með einhverju
lýðræðiskjaftæði. Það bara ræður einn! Það þarf ein-
faldlega einn stóran Hitler yfir allt heila klabbið. Ég
sá það í sjónvarpinu að þetta var indæhs hátíð en
það sorglega við þetta er aö við íslendingar ráðum
ekki við mikinn fólksfjölda öðruvísi en að dilhdah-
ast einhvem veginn.“
Indriði G. Þorsteinsson í Tímanum 21. júni
Við samningaborðið
„Hagsmunir okkar á Svalbarðasvæðinu og í
Smugunni eru þeir að tryggja fiskveiðirétt okkar þar
til frambúöar. Það getur kostað tíma og töluvert
samningaþjark áður en árangur næst. En eins og
nú er komið málum er ljóst að það hlýtur að vera
eitt helzta verkefnið í utanríkismálum okkar á næstu
mánuðum og misserum að tryggja þessi réttindi. Við
höfum alltaf unnið þær fiskveiðideildur, sem við
höfum staðið í, við samningaborðið."
Úr forystugrein Mbl. 21. júní
Drepið sof andi menn
„Stýrimaðurinn kahaði á mig og við sáum að
hann (skip norsku strandgæslunnar) stefndi á okkur
á fullri ferö... Við heíðum aldrei sloppið fram fyrir
hann svo við bökkuðum bara á fullri ferð. Hann fór
rétt framan við stefnið. Ef hann hefði keyrt á fram-
endann á skipinu, þá hefði hann keyrt beint inn í
íbúðirnar... og mennina sem voru þar sofandi heíði
hann steindrepiö. Ykkur finnst þetta sjálfsagt ótrú-
legt og ekki hefði ég trúað þessum lýsingum ef ég
hefði ekki orðiö vitni að þessu en þetta var allt tekið
upp á myndband á öllum skipunum.“
Björn Jónsson í Mbl. 21. júní