Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
...■■ : .. .: .'■
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1994.
Stúlkaíllfshættu:
Hætt komin í
baði á sam-
býli fatlaðra
Átta ára stúlka liggur þungt haldin
á gjörgæsludeild Borgarspítala.
Stúlkan var nærri drukknuð í baði
á sambýli fatlaðra í Hafnarfiröi síð-
degis í gær. Lífgunartilraunir báru
árangur. Hún var flutt á Borgarspít-
alann þar sem hún liggur á gjör-
gæsludeild.
Samkvæmt upplýsingum DV var
vikið frá stúlkunni í skamma stund
og átti atvikið sér stað þá. Að sögn
lækna á gjörgæsludeild er stúlkan
lífshættulega veik.
Rannsóknarlögregla ríkisins fer
með rannsókn slyssins.
Gagnnj ósnarinn:
w
kveikjan
„Ég hef verið í sambandi við Ib síð-
an ég skrifaði bókina. Bretarnir
fleygðu honum út á guð og gaddinn
þegar stríðinu lauk en hann hafði
verið á skítakaupi hjá þeim. Þeir
vildu ekki einu sinni borga fyrir
hann farseðilinn til Kaupmanna-
hafnar svo hann kæmist heim,“ sagði
Ásgeir Guðmimdsson sagnfræðingur
sem skrifaði bók um Ib Árnason Ri-
is, gagnnjósnara Breta á íslandi, en
hún út kom hjá Skjaldborg 1991.
Viðtal birtist við Riis í breska dag-
blaðinu Sunday Express um helgina
þar sem athygli er vakin á örlögum
hans en hann býr ásamt sjúkri konu
sinni, Sigrúnu Þórarinsdóttur, við
heldur kröpp kjör í Kalifomíu.
„Fyrir tveimur mánuðum hafði
Rupert Allason, þingmaður breska
íhaldsflokksins og njósnabókahöf-
undur, samband við Skjaldborg.
Hafði hann séð bókar minnar getið í
bandarísku tímariti um leyniþjón-
ustumál. Vildi Allason komast í sam-
band við höfundinn og Riis sjálfan
en hann er að gera nýja útgáfu af
bókinni „The Double Cross System"
eftir John Masterman."
Svalbarðadeilan:
Sjópróf ámorgun
Sjópróf vegna athurðanna við Sval-
barða, þar sem norska strandgæslan
veittist að íslenskum togarum, verða
haldin á Akureyri klukkan hálftvö á
morgun. Að sögn Gísla Svans Einars-
sonar, útgerðarstjóra Skagíirðings,
verður Bliki EA fyrst tekinn fyrir,
þá Drangey SK og loks Hegranes SK.
LOKI
Já, við kjósum bara strax
í september!
Allar líkur á þingH
kosninaum í haust
Samkværíit heitnildum sem DV
telur áreiðanlegar telja sjálfstæðis-
menn afsögn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráöherra veikja
ríkisstjórnina svo að vaxt verði
komist h)á því að ijúfa þing og efna
til haustkosninga. Davíð Oddsson
spurður hvort alþingiskosningar
yrðu 1 haust aö það væri inni í
dæminu eins og annað.
Sjálfstæðismenn Itenda á að eftir
aö Jóhanna Sigurðardóttir verður
óþreyttur þingmaður með frítt spi.1
innan þingflokks krata séu öruggir
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
á þrngi ekki nema 32. Stuðningur
þeirra Inga Bjöms Albertssonar,
Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Egg-
erts Haukdals við ríkisstjórnina sé
ekki það traustur að hægt sé að
byggja á honum. Þeir hafi oftar en
einu sinni greitt atkvæði gegn rík-
isstjórnarmálum á Alþingi. Og nú
: bætist Jóhanna í þennan óörugga :
hóp. Sjálfstæðismenn segja að það
sé ekki hægt að leggja upp í kosn-
ingavetur með svo nauman meiri
hluta.
Ljóst er að það mun mjög reyna
á ríkisstjómina, meira en nokkru
' sinhi fyrr. að koma saman (járlög-
um fyrir næsta ár. Aukinn halli á
ríkissjóði urnfram það sent spáð
var kaliar á enn frekari niður-
skurð. Síðan eru kjarasamningar
ASÍ og VSÍ lausir um næstu ára-
mót. Vitaö er að verkaiýðshreyf-
ingin vill nú rneira en að end-
urnýja þjóðarsáttarsamninga. Og
allt þetta skellur yfir á kosninga-
vetri. Þess vegna telja sjálfstæöis-
menn vart hjá því komist að efna
til þingkosninga i haust.
Sighvatur Björgvinsson: mun
væntanlega taka við lélagsmála-
ráóuneytinu af Jóhönnu Sigurðar-
dótfur. DV-mynd BG
Alþýðuflokksmenn hafa ákveðið
að gera ekki einn af óbreyttum al-
þingismönnum sínum að félags-
málaráðherra. Talið er víst að það
verði Sighvatur Björgvinsson, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, sem
bætir því við sig. Sú hugmynd hef-
ur einnig verið uppi hjá krötum að
Össur Skarphéðinsson taki af Sig-
hvati annaðhvort iðnaðar- eða við-
skiptaráðuneytið og hæti því við
umhverfisráðuneytið. Einhvers
konar hrókering er alia vega talin
örugg.
Að Jóhönnu Sigurðardóttur frá-
genginni eru óbreyttir þingmenn
Alþýöuflokksins svo fáir, aðeins
fimm, að þeir gera ekki betur en
að geta sinnt nefrídarstörfum á Al-
þingi eðlilega. Þeir gætu það tæp-
lega ef einn af þeim yrði gerður að
félagsmálai’áðherra.
Fegurðardrottning íslands, Margrét Skúladóttir Sigurz, gekk í gær í Skotveiðifélag íslands. Á myndinni er formað
ur félagsins, Ólafur Karvel, að leiðbeina fegurðardrottningunni í skotfimi. DV-mynd Brynjar
Veðriðámorgun:
Þurrt víðast
hvar
Hæg breytileg eða suðvestlæg
átt. Dálítil rigning við norövestur
ströndina, annars þurrt að
mestu. Hiti 7 til 14 stig.
Veðrið í dag er á bls. 28
Þjórsá:
KáKará sundi
„Við vorum að velta því fyrir okkur
að láta kálfana róast þama úti í
hólmanum og láta þá vera þama í
nokkra daga,“ segir Aðalheiður Al-
fonsdóttir, húsfreyja á Feijunesi.
Þrír veturgamlir kálfar, sem eru
úti í fyrsta sinn, óðu út í Þjórsá og
bárust á fjórða kílómetra niður eftir
ánni og enduðu för sína í Traust-
holtshólma.
Aðalheiður segir að tilraun verði
gerð til að hjarga kálfunum.
Stöð: 2:
Ragnar líklegur
Hinn nýi meirihluti í íslenska sjón-
varpsfélaginu hefur ekki enn tekið
ákvörðun um hver verður næsti
sjónvarpsstjóri eftir að Páll Magnús-
son lætur af störfum þann 8. júlí
næstkomandi. Hins vegar em menn
byrjaðir að líta í kringum sig og sam-
kvæmt samtölum DV við menn
tengda stöðinni þykir Ragnar Kjart-
ansson, fyrrum framkvæmdastjóri
Hafskips, koma sterklega til greina.
RAFMÓTORAR
Powlseti
8uAur1andsbraut 10. 8. 686489.