Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1994
25
Vilhjálmur Skúlason er einn af þeim sem hafa veitt lax í Laxá í Kjós á þessu sumri en áin var komin meö 60 laxa
í gærkvöldi. DV-mynd G.Bender
Veiðin byijar vel í Miðflarðará:
Upp og niður gengið
hefur veitt 24 laxa
„Viö vorum aö opna Miðfjarðarána
á mánudaginn og eftir eins og hálfs
dags veiði eru komnir 24 laxar. Fyrsti
dagurinn gaf 21 lax,“ sagði Böðvar
Sigvaldason á Barði í Miðfirði er við
spuröum frétta af Miðfiarðará.
„Það er Upp og niður gengið sem
opna ámar eins og venjulega. Þetta
er góð byijun en það hafði sést tölu-
vert af laxi víða um árnar áður en
við byrjuðum veiðina. Stærsti laxinn
er 18 pund og svo 17 punda en enginn
er minni en 10 pund. Það hefur veiðst
fiskur um allar árnar," sagði Böðvar
og var hress meö þessa byijun.
Ásgeir Heiðar
kominn með13laxa
„Núna eru komnir rétt um 60 laxar
og hann er 19 pund sá stærsti, Ás-
geir Heiðar hefur veitt 13 laxa á
tveimur dögum sem er allt í lagi,“
sagði Jóhann Jakobsson, kokkur í
veiðihúsinu við Laxá í Kjós, í gær-
kvöldi. En veiðin er að glæðast aftur
eftir að hún minnkaði eftir opnunina.
„Þetta er glæsileg meðalþyngd
núna eins og er, en minnstu laxamir
em tveir 11 punda," sagði Jóhann og
hélt áfram að kokka.
Enginn lax á þriðja svæðinu
„Það var reynt vel um allt svæðið
en við fengum ekki lax. Ég veit ekki
um hin svæðin," sagði Snæbjöm
Kristjánsson en hann opnaði þriðja
svæðið í Stóru-Laxá í Hreppum í gær.
„Við reyndum maðk, spún og flugu
en allt kom fyrir ekki,“ sagði Snæ-
bjöm ennfremur.
Norðurá:
Henrik og Kristján f isklausir
„Á þessari stundu hefur Norðurá
gefið 300 laxa og hann er ennþá 18,5
punda sá stærsti," sagði Halldór
Nikulásson, veiðivörður í Norðurá, í
gærkvöldi.
„í morgun var veiðin aðeins að
glæðast eftir frekar rólega daga upp
á síðkastið, veiðimenn sem vom við
veiðar í morgun veiddu 4 laxa í beit.
Þetta voru laxar frá 8 upp í 13 pund.
Ég var snemma við Stekkinn í morg-
un og það voru laxar að stökkva á
mörgum stööum þama. Smálaxinn
Veiðivon
Gunnar Bender
er aðeins farinn aö láta sjá sig,“ sagði
Halldór ennfremur.
Hvert stórmennið á fætur öðm
hefur verið á bökkum Norðurár síð-
ustu daga en Henrik Danaprins
mætti í ána rétt áður en hann hélt
Henrik Danaprins er mikil áhugamaður um stangaveiði og hér mætir hann
á þyrlu á Norðurárbakka.
af landi brott. Hann renndi í ána tvær
hálfar vaktir en fékk ekkert. Hann
reyndi meðal annars á Eyrinni en
það gekk ekki.
Kristján Jóhannsson stórsöngvari
mætti nokkra tíma en fékk ekki fisk
enda var hann mest í myndatökum.
Sigurður Sigurjónsson leikari var
þarna á bökkum Norðurár um svip-
að leyti og þeir Henrik og Kristján
en það var tregt hjá honum líka.
Kristján Jóhannsson ræðir um veiði
við veiðimenn en veiðin gekk ekki
sem skyldi hjá honum.
Tilkyiiningar
Félagsstarf aldraðra
Gerðubergi
Sundkennsla og íþróttaæfmgar á vegum
tómstundaráðs í Breiðholtssundlaug, fyr-
ir alla 67 ára og eldri, kl. 15.20 alla virka
daga. Kennari Edda Baldursdóttir.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Farið verður í tveggja daga ferð um Dala-
sýslu 6. og 7. júlí. Skrásetning á skrif-
stofu félagsins til 30. júní í síma 28812.
Silfurlínan
Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta
fyrir eldri borgara alla virka daga kl.
16-18.
Afmæli
MargrétLeósdóttir
Margrét Leósdóttir, húsmóöir og
verslunarmaður, Hafnarstræti 7,
ísafirði, er áttræð í dag.
Starfsferill
Margrét fæddist á ísafirði, ólst þar
upp og hefur lengst af átt þar heima.
Hún gekk í húsmæðraskólann á
ísafirði.
Auk húsmóðurstarfanna hefur
Margrét hin síðari ár starfað í Skó-
verslun Leós hf. en þá verslun stofn-
aði faðir hennar árið 1904.
Fjölskylda
Margrét giftist 8.3.1945 Jóhanni
Júlíussyni, f. 26.3.1912, útgeröar-
manni. Hann er sonur Júlíusar
Geirmundssonar, útvegsb. á Atla-
stöðum í Fljótavík, og Guðrúnar
Jónsdóttur húsfreyju.
Margrét og Jóhann eiga tvo syni.
Þeir eru Leó Júhus, f. 20.5.1948, ljós-
myndari í Austurríki, kvæntur
Eriku G. Jóhannsson og á hún tvö
börn; Kristján Guðmundur, f. 11.1.
1954, viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri á ísafirði en sambýl-
iskona hans er Inga Ólafsdóttir,
sölustjóri hjá Flugleiðum hf., og á
húntvosyni.
Þá ólu Margrét og Jóhann upp að
hluta Jónínu Högnadóttur, systur-
dóttur Jóhanns. Hún er gift Birki
Þorsteinssyni, umboðsmanni Esso á
Margrét Leósdóttir.
Isafirði, og eiga þau tvær dætur.
Margrét átti sex albræður og einn
hálfbróður sem allir eru látnir.
Bræður hennar voru Steinn Leós-
son, kvæntur Kristensu Jensen og
átti hann þijú börn; Þórhallur Leós-
son, kvæntur Steinunni Ásgeirs-
dóttur og eignuðust þau fimm börn;
Jón Halldór Leós, kvæntur Svan-
laugu Böðvarsdóttur og eru börn
þeirraflögur; Eyjólfur Ámundi; Jó-
hann Ágúst; Leó Geirdal Leós;
Kristján ísfjörð, kvæntur Höllu Ein-
arsdóttur og eru börn þeirra tvö.
Foreldrar Margrétar voru Leó
Eyjólfsson, f. 1.11.1867, d. 26.3.1940,
söðlasmiður og kaupmaður, og
Kristín Halldórsdóttir, f. 25.9.1875,
d. 24.9.1956, húsmóðir.
Ruth Jensdóttir
Ruth Jensdóttir, Brekkubæ 2,
Reykjavík, er fertug í dag.
Starfsferill
Ruth fæddist í Naustum í Eyrar-
sveit en ólst upp í Grundarfirði til
fimm ára aldurs en síðan í Reykjavík.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá Lauga-
lækjarskóla og starfaði um það leytí.
og eför það hjá Hampiðjunni.
Ruth lærði nudd og öðlaðist rétt-
indi sem nuddari 1989. Hún hefur
stundað nudd í nokkur ár.
Fjölskylda
Eiginmaður Ruthar er Ólafur Ath
Jónsson, f. 5.7.1954, bakari og raf-
eindavirki. Hann er sonur Jóns Er-
lendssonar, lengst af sjómanns í
Kópavogi, og Lilju Þorbjamardóttur
húsmóður.
Böm Ruthar og Atla eru Erlendur
Jón Atlason, f. 17.2.1981; ísak Þór
Atlason, f. 14.8.1984; Anna Kristín
Atladóttir.f. 26.12.1987.
Systkini Ruthar em Guðjón Ingvi
Jónsson, f. 11.10.1948, rafveituvirki
í Reykjavík; Jenný Jensdóttir, f.
15.12.1951, landpóstur og skrifstofu-
stjóri á Drangsnesi; Bima Jensdótt-
Ruth Jensdóttir.
ir, f. 6.3.1953, húsfreyja á SeljavöU-
um í Austur-Skaftafehssýslu; Jó-
hannes Jensson, f. 2.4.1956, fulltrúi
hjá Manor House í Skotlandi; Jens
Jensson, f. 31.3.1958, sölumaður í
Kópavogi. Hálfsystkini Ruthar,
sammæðra, em Benedikt Heiðdal
Þorbjömsson, f. 20.6.1959, fyrrver-
andi sjómaður í Reykjavík; Valgerð-
ur JónaÞorbjömsdóttir, f. 12.3.1961,
rafeindavirkjanemi í Reykjavík.
Foreldrar Ruthar: Jens Pétursson,
bóndi á SnæfeUsnesi sem nú er lát-
inn, og Eygló Bára Pálmadóttir,
húsmóöir í Reykjavík.
Stjúpfaðir Ruthar er Þorbjöm
Benediktsson.
Sumarhátíð í Kópavogi
Sumarhátíð leikskóla og skóladagheimila
í Kópavogi verður haldin í Hlíðargarði í
dag, 22. júní. Skrúðganga frá Kópavogs-
skóla kl. 13.30. Skemmtiatriði, fjöldasöng-
ur og fleira.
Hafnargönguhópurinn
fer í kvöldgöngu kl. 21 í kvöld frá Hafnar-
húsinu. Haldið verður áfram að ganga
með ströndinni frá Fossvogslæk að Korp-
úlfsstaðaá. Nú verður byrjaö við Sund-
skálavík og gengið út á Seltjamames. Á
fimmtudagskvöldið verður Jónsmessu-
næturganga þá hefst gangan einnig við
Hafharhúsið kl. 21. .
Kringlukast í
Kringlunni
í dag hefjast markaðsdagar Kringlunnar,
sem nefndir em Kringlukast. Þar bjóða
65 verslanir ótal tUboð á nýjum vörum.
Kringlukastið stendur til laugardags og
er hægt að gera góð kaup á sumarfatn-
aði, skóm, matvöm, gjafavöm, búsáhöld-
um og fjölmörgum öðrum vöram. Veit-
ingastaðir bjóða upp á sértilboð og hægt
er að taka þátt í skemmtilegum leik, stóra
afslætti. Verslanir em opnar kl. 10-18.30
virka daga, nema föstudaga til kl. 19.
Laugardaga er opið kl. 10-16.
Stúdíó Hallgerðar
flytur í Fákafen
Nýlega flutti Stúdíó Hallgerðar starfsemi
sína að Fákafeni 9. Stúdíó Hallgerðar er
opið alla virka daga kl. 9-18 og á laugar-
dögum kl. 10-14, og er sama verð þá í
gildi og aðra daga. Eigendur stofunnar
em Halla Hjaltested og íslandsmeistari í
hárskurði undanfarin sex ár, Guðjón Þór
Guðjónsson.
Ný Úrvalsbók
Eldkrossinn heitir ný Úrvalsbók eftir
Colin Forbes. Þetta er fyrsta bókin sem
Fijáls fjölmiðlun - Úrvalsbækur gefur
út eftir þennan margfalda metsöluhöfund
og meistara spennusögunnar en áður
hafa komið út eftir hann 10 bækur í ís-
lenskri þýðingu. Eldkrossinn er um flest
dæmigerð spennusaga af gamla skólan-
um þar sem aldrei verður lát á spenn-
unni og málin em sífellt að taka óvænta
stefnu.
Tapadfundid
Köttur hvarf úr
Húsahverfi
7 mánaða bröndóttur köttur, eyma-
merktur R-4097, hvarf frá heimili sínu í
Húsahverfi þann 16. júrii. Ef einhver hef-
ur séð hann eöa veit hvar hann er niður-
kominn þá vinsamlegast látið vita í s
675079.
Leiðrétting
Vegna fréttar hér í blaðinu sl.
mánudag um olíubíl sem valt í Bitru-
firði skal tekiö fram að bifreiðin var
frá Olíufélaginu hf., ESSO. Nafnið
Olíufélag íslands, sem notað var í
fréttinni, er ekki til.